Morgunblaðið - 09.11.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
19
A Flóra-Set_________________________
Falleg lýsing fyrir gróöur-
skreytingar, fiskabúr o.fl.
B Theraterm hitalampinn og Vitalux
Ijósalampinn.
Vitalux veitir húöinni þann lit sem
allir sækjast eftir._________________
OSRAM jafnt utan sem innan dyra.
OSRAM alls staðar.
Theraterm linar þjáningar þreyttra
vööva og viðkvæmra liðamóta.
C Solarium Ijósalampinn. í honum
eru bæði Theraterm og Vitalux
perur sem nota má samtímis eða
hvorarfyrirsig.
OSRAM
HEILDSALA: JÓH. ÓLAFSSON & CO. H/F 43 SUNDABORG 13—104 REYKJAVÍK — SÍMI 82644
Loftvarnaeldflaugar af gerðinni SA-1 á hersýningunni á Rauða torginu á byltingardeginum 7. nóvember. Þær voru
fyrst sýndar á hersýningunni 1960.
Hersýning í Moákvu
á afmæli byltingarinnar
Moskvu, 8. nóvember. Al*.
MIKIL hersýning fór fram á Rauða
torginu í Moskvu á sunnudag i til-
efni 65 ára afmælis rússncsku bylt-
ingarinnar. Leonid Brezhnew, for-
seti Sovétríkjanna fylgdist með her-
sýningunni af grafhýsi Lenins, en
hún stóð í tvær klukkustundir.
Meira en 200 stríðsvélar og hertæki
tóku þátt í hersýningunni auk mörg
þúsund hermanna.
í móttökuathöfn í Kreml eftir
hersýninguna sagði Brezhnew, að
herstyrkur Sovétríkjanna “ætti að
slökkva í glóandi ofnum sumra
heimsvaldasinnaðra styjórnmála-
foringja" og hann sagði ennfrem-
ur, að Sovétríkin væru undir það
búin að svara sérhverjum árásar-
aðila með “lamandi" gagnárás.
Tvö ný svoézk vopn voru sýnd á
hersýningunni á sunnudag. Var
annað þeirra brynvagn með 30
mm fallbyssu og búinn eldflaugum
gegn skriðdrekum. Telja vestræn-
ir hernaðarsérfræðingar, að þessi
hervagn sé mjög mikið notaður af
sovézka hernum í Afganhistan.
Valdarán fram-
ið í Efri Volta
l*arÍ8, 8. nóvembvr. Al*.
TVEGGJA ára ríkisstjórn Vestur-
Afríkuríkisins Efri Volta var steypt
af stóli siðdegis á laugardaginn og
árdegis á sunnudaginn, en þeir sem
að valdaráninu stóðu eru taldir vera
aðilar úr her landsins auk baráttu-
hóps sem kallar sig „Samtök þjóðar-
verndunar". Annars er lítið vitað um
atburðarás í Efri Volta, þvi sam-
bandslaust hefur verið þangað síðan
á sunnudaginn.
Meðan samband var, tilkynnti
útvarpið í landinu að útgöngubann
væri komið í gildi, jafnframt
hvatti útvarpið landsmenn til þess
að fylkja sér undir merki nýju
stjórnarinnar. Útvarpið lét þess
þó ekki getið hverjir skipuðu
stjórnina. Lesin var tilkynning frá
ráðamönnunum nýju og gamla
stjórnin þar sökuð um ævintýra-
lega stjórnsýslu og landráð, svo
ekki sé minnst á spillingu.
Stjórnin sem virðist fallin í Efri
Volta var undir stjórn Saye Zerbu
hershöfðingja, hún var sem fyrr
segir tveggja ára gömul. Hún sett-
ist að völdum í nóvember 1980 í
valdaráni sem fram fór án blóðs-
úthellinga. Ekki er vitað um
manntjón að þessu sinni, en talið
er að nokkrir hafi fallið.
afliroð
li«ndon, 8. nóvember. Al*.
ÍRANIR hófu stórsókn inn í frak á
laugardaginn og á sunnudaginn sagði
útvarpið í Teheran, höfuðborg fran,
frá stórsigrum írana, sem fóru með
hersveitir sinar 10 kilómetra inn í ír-
ak og hertóku að minnsta kosti tvær
borgir.
Utvarpssendingin greindi frá því
að 4.000 írakar hafi fallið og 2.000
aðrir teknir höndum á fyrstu
klukkustundum og fjöldinn hefði
aukist er á árásina leið. Útvarpið
hafði þessar tölur eftir háttsettum
foringja í íranska hernum. Um-
ræddur herforingi gat þess jafn-
framt, að íranir hefðu eyðilagt að
minnasta kosti 75 skriðdreka og
náð á sitt vald 62 brynvörðum
hervögnum og 97 vöru- og herflutn-
ingabílum á fyrstu 12 klukkustund-
um aðgerðanna. 60. skriðdrekasveit
og 24. landherdeild íraka báru hit-
ann og þungann af leiftursókn ír-
ana og í fyrrnefndri útvarpsfrétt
var þess getið að báðar deildirnar
hafi beðið mikið afhroð. Auk þess
sögðust íranir hafa grandað þrem-
ur herþotum íraka.
frakar hafa til þessa aðeins sagt
að tilraunir herdeilda írana að
komast yfir landamærin hafi mis-
tekist, her íraka hafi barið á bak
aftur árás íranska hersins.
Sendinefnd frá írak fór til Súdan
á sunnudaginn með það fyrir aug-
um að skrá sjálfboðaliða úr súd-
anska hernum sér til aðstoðar.
Fljótlega eftir komu sína til Súdan
ræddu nefndarmenn við varafor-
seta landsins, Omer Mohamed
Tayeb, en hann lýsti því yfir meðan
á opinberri heimsókn hans til írak
fyrir skömmu stóð, að Súdanir
myndu senda herlið írökum til að-
stoðar. Þá er ekki langt síðan for-
seti landsins Gaafar Nimeiri sagði
í ræðu að stjórnin væri fús til að
senda írökum öflugt aðstoðarlið.
W atergate-veisla
í Washington
Washington, 8. nóvember. Al*.
FYRRUM samstarfsmenn Richard Nixons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta,
komu saman á laugardaginn í miklum veislusal i Washington til þess aö
rifja upp gömul kynni og rabba um gömlu góðu dagana, en hápunktur þeirra
var reyndar nokkuð bitur, Watergate-hneykslið umtalaða sem varð til þess
að ýmsir af nánustu samstarfsmönnum Nixons voru dæmdir til fangelsis-
vistar. Meðal gesta á laugardaginn voru auk Nixons, John Mitchell, ('harles
('olson, Ron Ziegler og Rosmarie Woods, einkaritari Nixons. Meðal þeirra
sem ekki voru í hópi gesta voru H.R. Italdeman og John Erlichman.
Fréttamenn fengu ekki að það hvíli enn á okkur flestum eins
ganga um veislusali, en blaða-
mannafundur var haldinn í minni
sal rétt áður en veislan hófst.
Richard Nixon mætti ekki á fund-
inn og ræddi ekki við fréttamenn,
en þau Colson, Mitchell, Ziegler
og Woods gerðu það hins vegar.
Ziegler sagði enga ástæðu aðra
fyrir veislunni en þá að þessi fyrr-
um náni samstarfshópur hefði
viljað hittast á ný og rifja upp
kynnin. Hann var spurður hversu
þungt Watergate-hneykslið hefði
í raun verið á herðum Nixon-
hópsins. Hann svaraði: „Water-
gate er ekki úr sögunni, ég held
og mara.
Frú Woods lét eftir sér hafa að
hún væri stolt af hverri mínútu
sem hún vann undir stjórn Nix-
ons, sem yrði í minnum hafður
sem einn fræknasti forseti Banda-
ríkjanna, ef ekki sá fræknasti.
Colson, sem eitt sinn sagði að
hann myndi ganga fram af ömmu
sinni ef það þjónaði hagsmunum
Nixons, sagði að hann hefði lifað
sinn skammt af harmleikjum um
dagana. Nú þegar sá stærsti væri
að baki gæti hann ekki annað sagt
en að harmleikirnir hafi verið
gagnlegri en sigrarnir.
A Diana von á sér?
London, 9. nóvember. Al*.
BRESKA sunnudagsblaðið
Sunday I’eople greindi frá því á
sunnudaginn að líkur bentu til
þess að I)iana Bretaprinsessa
væri kona ekki einsömul um þess-
ar mundir, en skammt er siðan
hún eignaðist með eiginmanni
sínum, Karli Bretaprins, fyrsta
krúnuerfingja þeirra hjóna. ít-
alska kvennablaðið Novella var
með sams konar vangavcltur fyrir
skömmu, en talsmenn bresku
krúnunnar báru það til baka.
Sunday People byggir grun
sinn á ýmsu í fari Diönu að
undanförnu. Blaðið bendir á að
hún hafi oft lýst yfir áhuga sín-
um að eiga mörg börn og að
undanförnu hafi hún birst mun
glaðari og kátari en nokkru
sinni fyrr. Um helgina var hún
stödd í veislu sem samtök
barnaheimila í Bretlandi geng-
ust fyrir. Þar var einnig sýning
á ýmsum leiktækjum smábarna
og er prinsessan virti fyrir sér
lítið dúkkuhús heyrði blaða-
maður SP hana segja: „William
litli myndi hafa gaman af að
leika sér að þessu með bræðrum
sínum og systrum." Þetta eru
sem sé rökin, en talsmaður
krúnunnar neitaði því hins veg-
ar ekki að Diana hefði hitt fæð-
ingarlækni sinn nýlega, „en það
er ekki óeðlilegt," sagði blaða-
fulltrúinn.
um helgina
írakar guldu mikið