Morgunblaðið - 09.11.1982, Side 20

Morgunblaðið - 09.11.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 iMtóíTÍíh Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,- Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakið. „Því verðum við að komast til valda...“ Alþýðuflokksmenn héldu þing sitt um helgina. Við kosningar í æðstu trúnaðarstöð- ur urðu enga breytingar, að vísu dró Vilmundur Gylfason á Magnús H. Magnússon í vara- formannskjörinu en það dugði ekki til, svo að enn verða Vil- mundur og fylgismenn hans að bíða í tvö ár. Miðað við aukið fylgi Vilmundar nú frá því hann barðist fyrst við Magnús um varaformennskuna ætti Vil- mundur að geta haft það næst. Fyrir kosninguna sagði Vil- mundur, að ekki væri verið að kjósa um persónur heldur „mis- munandi aðferðir og áherslur", segist hann vera fulltrúi þeirra sem sameina vilja það sem hann kallar „klassíska jafnað- arstefnu" og „ný-róttækni“ — vafalaust hafa þeir Guðmundur J. Guðmundsson, Ólafur R. Grímsson og Stefán Jónsson, þingmenn Alþýðubandalagsins, verið fulltrúar „ný-róttækninn- ar“ á setningarfundi þings Al- þýðuflokksins! Það hefur legið í loftinu frá því að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag töpuðu í sveitarstjórnarkosningunum í vor, að flokkarnir sjái þá leið helsta út úr vandanum að taka höndum saman. í setingarræðu þingsins sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, að viðræður sínar við ráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens snúist um þrennt: „Kosningar fari fram sem fyrst, stjórnarskrá verði afgreidd og ríkisstjórnin fari frá svo hefja megi endur- reisn íslenskra efnahagsmála og stjórnmája — og hefja nýtt tímabil í íslandssögunni.“ í ræðunni sagði Kjartan að „tví- skinnungurinn í íslenskum stjórnmálum" nái hámarki í Sjálfstæðisflokknum. Hann sagði einnig, að víða um heim þar sem „íhaldsöflin" hafi kom- ist til valda hafi þau ráðist á „velferðarkerfið". „Þegar harðnar á dalnum vex hættan á að íhaldsöflin seilist líka til þess hér á landi... Því verðum við að komast til valda að af- stöðnum kosningum," voru lokaorð Kjartans Jóhannssonar. Hugmyndaflug formanns Al- þýðuflokksins nær augsýnilega ekki lengra en það, að hann ætl- ar að „hefja nýtt tímabil í ís- landssögunni" í samvinnu við framsóknarmenn og kommún- ista. Kjartan Jóhannsson vill leggja allt undir til að „komast til valda að afstöðnum^kosning- um“, hann er byrjaður að kyrja sama söngin og ráðherrar Al- þýðubandalagsins, að þeir hafi sérlegu hlutverki að gegna sem gæslumenn velferðarinnar gegn ágangi „íhaldsaflanna" í Sjálfstæðisflokknum. Maður líttu þér nær. Síðan kratar og kommúnistar sátu saman í ríkisstjórn 1978 til 1979 hefur efnahagsóstjórnin keyrt um þverbak og það er hún sem ógnar velferðarkerfinu. Aðeins krötum og kommúnistum dett- ur í hug, að leiðin út úr vandan- um sé lengra orlof. Sjálfbirg- ingur krata breytir engu þar um. Kratar hafa svo sannarlega ekki stuðlað að festu og ábyrgð í stjórnmálalífinu undanfarin misseri. Skammsýni Kjartans Jóhannssonar er svo sannarlega dæmafá, ef hann heldur að með samvinnu krata, framsóknar og kommúnista takist að „hefja nýtt tímabil". Um slíka sam- vinnu er formaður Alþýðu- flokksins þó að ræða við ráð- herranefndina um framtíð rík- isstjórnarinnar. I 65 ára ógnarstjórn ess var minnst um helgina, að 65 ár eru liðin síðan kommúnistar náðu völdum í Sovétríkjunum. Á þessu árabili hafa líklega jafn margar millj- ónir manna í Sovétríkjunum týnt lífi vegna ógnarstjórnar- innar þar. Sovéska stjórnkerfið er ómannúðlegt og valdhafarnir í Kreml setja allt sitt traust á herinn og mátt hans, eins og sannaðist í ræðum þeirra og yf- irlýsingum á byltingarafmæl- inu. Hið sviplausa þjóðfélag ógnarstjórnarinnar þolir verst af öllu sterka einstaklinga, allir eiga að vera í sama móti og lúta einum vilja, þeir sem rísa upp eru gerðir brottrækir eða lokað- ir inni: Alexander Solsjenitsyn og Andrei Sakharov heita tvö mikilmenni sem hafa rifið sig undan okinu. Solsjenitsyn var rekinn úr landi, Sakharov er í einangrun og má þola margvís- lega áreitni óbilgjarnrar leyni- lögreglu. í hinum frjálsa heimi eigum við að gera byltingar- afmæli sovésku ógnarstjórnar- innar að minningardegi um þá sem risið hafa gegn henni heima fyrir og týnt lífi vegna ofsókna hennar. Framboð Friðriks fær Krá llalli Hallssyni, hlaóamanni Mbl. í Luzorn. „GENS una sumus" — við erum ein fjölskylda, eru einkunnaroró FIDE, Alþjóöaskáksambandsins, daglega setjast hundruð skákmanna hvar- vetna að úr heiminum að taflborðinu hér í Luzern og heyja harða baráttu og menn takast í hendur og þakka drengilega baráttu þegar upp er staðið. Olympíuskákmótið setur mjög svip sinn á allt borgarlíf í Luz- crn. Það hefur farið vel fram í hví- vetna og meira að segja kappar eins og Viktor Korchnoi, hinn landflótta Sovétmaður, hafa haft hægt um sig. En annars konar barátta fer fram — baráttan um forsetaembætti FIDE. Ilún fer fram að tjaldabaki — er óvægin og hörð. Þar hafa ein- kunnarorð FIDE orði að víkja — og þá fyrst og fremst ber flestum sam- an um að ('ampomanes hafi innleitt nýja siði. Það er ákaflega erfitt að eiga við menn, sem setja málefni til hliðar en peningana í öndvegi. „Kosningabarátta ('ampomancs minnir helst á bandaríska kosn- ingabaráttu — hann hefur hér fjöl- mennt lið og heldur hverjum veizlu sem vill, leitar sífellt færis á að koma höggi á mig,“ sagði Friðrik Olafsson í samtali við blaðamann Mbl. Framboð Friðriks fær byr Þrír menn berjast um forseta- titilinn — Friðrik Ólafsson, for- seti FIDE sem nú sækist eftir endurkjöri, Campomanes frá Fil- ippseyjum og Kazic frá Júgóslav- íu. Brezki skákfrömuðurinn Ray- mond Keene sagði fyrir helgi, að Friðrik ætti í vök að verjast og tíminn væri að renna út. í lok síðustu viku komu hingað menn til þess að vinna að fram- boði Friðriks — Guðmundur G. Þórarinsson, Gunnar Gunnarsson, forseti Skáksambandsins, Þor- steinn Þorsteinsson, varaforseti sambandsins, og Friðþjófur M. Karlsson, gjaldkeri Skáksam- bandsins og gjaldkeraefni Frið- riks. Og um helgina hafa línurnar veruleg skýrst og framboð Frið- riks fengið byr undir báða vængi. Þing FIDE hefst á morgun og á fimmtudag verður kosið. Ekki er enn ljóst hve margir fulltrúar verða, — sum sambönd gefa um- boð til þess að kjósa en líklega verða atkvæði um 116 — gætu þó orðið eitthvað fleiri. Friðrik hefur tryggt sér stuðning 42 þjóða í 1. umferð og virðist nokkuð öruggur með að komast í 2. umferð. Þó ber að hafa í huga að atkvæðagreiðsl- an verður leynileg. Friðriki hefur tekist að reka fleyga í varnar- garða Campomanes og mörg ríki þriðja heimsins hafa í viðræðum við íslenzku fulltrúana lýst yfir stuðningi við Friðrik. Kínverjar styðja hann eindregið, einnig Indónesar, Hong Kong-búar og Japanir. V-Evrópa fylkir sér að baki Friðriki þó með þeim undantekn- ingu, að Spánverjar styðja Campomanes og vegur þar þungt á metunum sameiginleg tunga. En það hefur komið á óvart að Wales hefur ekki viljað gefa upp sína af- stöðu og hallast menn að því að Wales styðji Campomanes, sem var fyrir skömmu í Wales vegna framboðs síns. Austurríkismenn hafa nú lýst því yfir við íslenzku fulltrúana, að þeir styðji Friðrik, en lengi ríkti óvissa um afstöðu þeirra og benda má á, að Jung- wirth, forseti austurríska sam- bandsins, hugleiddi lengi að fara fram gegn Friðriki og sló á strengi Ólympíuskákmótið í Luzern: Báðar íslenzku sveitir Krá llalli llallssyni, blaðamanni Mbl. í laizern. ÍSLENZKA karlasveitin mætti ísraclum í 8. umferð Olympíuskák- móLsins í Luzcrn og lyktaði viður- eign þjóðanna með jafntefli, 2—2. Guðmundur Sigurjónsson tefldi við stórmeistarann Grúnfeld á 1. borði og lyktaði viðureign þeirra með jafntefli eftir að Guðmundur hafði haft undirtökin — en ekki náð að knýja fram sigur. Jón L. Árnason og Murey tefldb fjöruga skák á 2. borði og vakti viðureign þeirra mikla athygli. Jón L. Árna- son náði góðri stöðu, en varð að láta drottningu sína fyrir riddara og hrók. Jón hafði tvo hróka og tvo léttamenn gegn drottningu og hrók Mureys. Gallinn var bara sá, að Murey hafði frípeð og þó Murey léti drottningu sína fyrir báða hróka Jóns þá dugði það ekki — Murey sigraði í fjörugri skák. Margeir Pétursson tefldi við Birnboim á 3. borði og kafsigldi andstæðing sinn. Jóhann Hjart- arson átti í höggi við hinn unga Greenfeld, þeir hafa háð marga hildi í unglingaskákmótum. Skömmu fyrir bið missti Jóhann af að því er virtist vinningsleið, en Greenfeld hafði fórnað skiptamun fyrr vanaleg sóknarfæri og hafði auk þess tvö peð upp úr krafsinu. Þrátt fyrir að skákin væri dautt jafntefli, þá fór hún tvívegis í bið. Greenfeld vildi semja, en fyrirliði ísraelsku sveitarinnar neitaði eft- ir að hafa ráðfært sig við Grún- feld og Murey, sem síðar lágu yfir biðstöðunni lengi nætur án þess að finna vinningsleið — og Jóhann og Greenfeld sömdu síðan í gær- morgun. Á laugardag mættu íslenzka sveitin Portúgal, sem hefur komið nokkuð á óvart með góðri frammi- stöðu. Jafntefli varð á þremur efstu borðunum, en Jóhann Hjart- arson náði að knýja fram íslnezk- an sigur með því að sigra Santos á 9 4. borði — Jóhann hefur staðið sig mjög vel hér á Ólympíumótinu í Luzern í Sviss. Ilelstu úrslit í 7. umferð: V l»ýzkaland — Sovélríkin 1,5—2,5 llúbncr — Kasparov 0,5—0,5 Cnziker — Polugaevsky 0,5—0,5 liobron — Tal 0,5—0,5 Kindermann — Yusupov 0—1 llolland — Kandaríkin 1,5—2,5 Timman — Browne 0,5—0,5 Sosonko — Alburl 0,5—0,5 Kee — Tarjan 0,5—0,5 Liglerink—Chrisliansen 0—I Júgóslavía — Tékkóslóvakía 1,5—2,5 Ljubojevic — Horl 0,5—0,5 (■ligoric — Smejkal 0,5—0,5 Ivanovic — Ktacnik 0—1 llulak - Jansa 0,5—0,5 ÁTTUNDA umferðin sem tefld var á sunnudaginn var aðeins hálfnuð þegar íslenska sveitin hafði tekið forystuna í viðureigninni við ísra- clsmenn, því Birnboim missteig sig illilega í byrjuninni og átti tap- að tafl eftir aðeins fimmtán leiki: Ilvítt: Margeir Pétursson. Svart: Birnboim (ísrael). Grúnfeldsvörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7. Rf3 — c5, 8. Ilbl Þessi leikmáti hefur notið töluverðra vinsælda upp á síð- kastið, en samt reynist Birnboim ekki vel með á nótunum. Nú hefði svartur átt að hróka. 8. — Rc6?, 9. d5 — Re5 Eftir 9. - bxc3, 10. Bd2 - Bxd2+, 11. Dxd2 nær hvítur peð- inu aftur með yfirburðastöðu. 10. Rxe5 — Bxe5, 11. Bb5+ — Kf8? Svirtur er að vísu ekki öf- undsverður af hlutskipti sínu eftir 11. - Bd7, 12. Db3 - 0-0, 13. Bxd7 — Dxd7, 14. 0-0 — b6, en það var þó skárri kost.ur. Kanada — Kngland 2,5—1,5 Ivanov — Miles 1—0 Sullles — Nunn 0—1 llerbert — Speelman 0,5—0,5 l)ay — Mestel 1—0 dngverjaland — Danmörk 3,5—0,5 Portisch — Christiansen 1—0 Kibli — Mortensen 0,5—0,5 Sax — Ost-llansen 1—0 Cosm — Kries-Nielsen 1—0 Sviss — Búlgaría 2,5-1 „5 Korchnoi — Tringov 1-0 Wirthensohn — V'elikov 0,5—0,5 Parlos — Jnkiov 1—0 /ueber — Donchev 0—1 Kúmenía — Indónesía 2,5—1,5 (.herogiu — Ardiashyah 0,5—0,5 Suba — llonoko 1—0 Ciocaltea — Adianto 0,5—0,5 (ihinda — Miolo 0,5—0,5 Margeir unnið efl 12. Bh6+ — Kg8, 13. (+0 — bxc3, 14. Db3 — Bd4, 15. Bc4 Eftir þennan öfluga leik kemst svartur ekki út úr klemmunni. 15. — Dd6, 16. Khl — b6, 17. f4 — Hb8, 18. e5 — Dd8, 19. f5 — De8, 20. d6 — e6, 21. fxe6. Svartur gafst upp, því eftir 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.