Morgunblaðið - 09.11.1982, Side 42

Morgunblaðið - 09.11.1982, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 Jón skoraði sigurkörfu KR á síðustu sekúndu leiksins Stórskemmtilegri viðureign KR og ÍBK í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Hagaskólahúsinu ó sunnudag lauk með eins stigs sigri KR, 74—73, en KR-ingar geta þakkaö það Jóni Sigurös- syni aö þeir hirtu bæði stigin í þessum leik. Skot hans úr erfiðri stöðu ó síöustu sekúndubrotum leiksins rataöi ofan í körfuna, en þegar sekúnda var til leiksloka voru Keflvíkingar stigi yfir. Leikur KR og ÍBK var lengst af góður þótt baróttan hafi verið mikil, spilið gott og varnirnar sterkar. Keflvíkingar voru ón Tim Higgins, sem verið hefur sér- staklega drjúgur, bæði í vörn og sókn, en létu þaö sem minnst ó sig fó og börðust af miklum dugnaðí allir sem einn og léku mjög vel. Um gang leiksins er það aö segja að hann var í járnum mest- allan tímann, hvorugum aöilanum tókst aö ná forskoti eöa komast á auöan og lygnan sjó. KR-ingar höföu þó frumkvæöið lengst af, og í upphafi seinni hálfleiks náöu þeir níu stiga forskoti, 52—43, og virt- ust ætla slep'pa, en Keflvíkingar slepptu þeim aldrei frá sér, minnk- uöu muninn smátt og smátt og meö harðfylgi komust þeir yfir, 57—56 þegar átta mínútur voru til leiksloka. Síöustu mínúturnar voru æsi- spennandi, en þá skiptust liöin á um forystuna og rúmlega 250 áhorfendur skemmtu sér konung- lega. Þegar rúm mínúta er eftir náöi Kristján Rafnsson forystu fyrir KR og síðan komu nokkur hraöa- upphlaup á báöa bóga sem fóru í vaskinn, en Þorsteinn Bjarnason skorar körfu og nær forystu fyrir ÍBK þegar 11 sekúndur voru eftir og þótt allt geti gerst í körfu var eins og Keflvíkingar ætluöu að haltia forskotinu. KR-ingar reyndu skot þegar tíminn var aö renna út, en boltinn skoppaöi af hringnum og var á leiö aftur fyrir endamörk þegar Jón Sigurðsson náöi honum KR — IBK 74:73 og skaut úr nær vonlausri stööu. Jón var varla búinn aö skjóta þeg- ar flautan gall, en knötturinn rataöi rétta leiö, og sigurinn var KR-inga, sem fögnuöu innilega. Eins og áöur segir geta KR-ingar þakkað Jóni sigurinn. Hann kom fyrst inn á þegar 11 minútur voru til leiksloka, á því augnabliki sem Keflvíkingar voru aö ná undirtökunum í leiknum og ráðleysi var fariö aö gera vart viö sig í sóknarleik KR-inga. Jón tók viö stjórninni og leikurinn breyttist til hins betra hjá KR. Leikurinn var skemmtilegur á aö horfa. Keflavíkurliðið á eflaust eftir aö gera góða hluti, heildin sterk, vörnin góö og sömuleiðis sóknar- leikurinn. Liöiö tapar með aöeins eins stigs mun og mótherjinn hefur innanborös útlending, sem skoraði 28 stig og mataöi aöra leikmenn meö góöum sendingum, sem býsna oft gáfu stig. Hjá KR fengu ungir og efnilegir menn aö sýna hvaö í þeim býr, og kom Páll Kol- beinsson sérstaklega vel frá leikn- um, einnig Kristján Rafnsson. Stig KR: Stewart Johnson 28, Kristján Rafnsson 14, Páll Kolbeinsson 10, Ágúst Líndal 8, Jón Sigurðsson 8, Gunnar Jóakimsson 2, Jón Páls- son 2 og Stefán Jóhannesson 2. Stig ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 21, Axel Á. Nikulásson 18, Jón Kr. Gíslason 16, Björn V. Skúlason 12 og Einar Ó. Steinsson 6. — ágás. McField var frábær - skoraði 110 stig gegn Skallagrími í tveimur leikjum ÞÓR FRÁ Akureyri gerði góða ferö til Borgarness um helgina. Léku þeir 2 leiki ó íslandsmóti í 1. deild í körfuknattleik við heima- menn, Skallagrím, og sigruðu í báöum leikjunum, í fyrri leiknum með 93 stigum gegn 79 og í seinní leiknum meö 114 stigum gegn 76. Fyrri leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, Þór var þó alltaf heldur yfir og staöan i leikhléi var, 45—39, Þór i vil. Þór jók muninn strax i seinni hálfleik, staöan á 6. mínútu var oröin 63—47 og á 17. mínútu 91—67 fyrir Þór. En Skallagrímur átti góöan endasprett og á 3 síö- ustu mínútunum skoruðu þeir 12 stig gegn 2 og sigraöi Þór þvi meö 93 stigum gegn 79. Robert McField var yfirburöamaður hjá Þór, hann skoraði 47 stig. Eiríkur Sigurösson 18 og Valdimar Júlí- usson 11. Guömundur Guö- mundsson var bestur í liöi Skalla- gríms, skoraöi 29 stig, Bragi Jónsson 18 og Björn Axelsson 12. Seinni leikurinn var ennþá ójafn- ari. Skallagrímur hélt í við Þór fyrstu 10 mínúturnar, á 10. mínútp var staöan, 14—12, Þór í vil, en síðan ekki söguna meir því í leik- hléi haföi Þór náö 20 stiga forystu, 50—30. Sama var uppi á teningn- um í seinni hálfleik, munurinn var ennþá 20 stig á 13. mínútu, 75—77, en þá tóku Þórsarar leik- inn aftur í sínar hendur og sigruöu meö 38 stiga mun eins og fyrr seg- ir, 114—76. Robert McField er frá- bær leikmaður, hann hiröir frá- köstin, veöur upp völlinn og skor- ar, hann er allt í öllu hjá Þór og skoraöi hvorki meira né minna en 63 stig. Eiríkur skoraöi 11 og Bjarni Sveinsson, Valdimar Júlí- usson og Jóhann Sigurösson 10 stig hver. Hafsteinn Þórisson skor- aöi mest fyrir Skallagrím, 23 stig, Gunnar Jónsson 14, Bragi Jóns- son 13 og Guðmundur Guömunds- son 12. HBj. Fró úrslitaviðureigninni í 71 kg fiokki. Sigurvegarinn, Halldór Guðbjörnsson, klappar góðlótlega ó kinnina ó Rúnari Guöjónssyni eftir aö hafa gengið mjög hart aö honum meö hólslás og sigrað hann. Eins og sjó mó er Rúnar hólfvankaöur. Ljrám.: köe Reykjavíkurmótiö í judó: Sigurvegararnir í 71 kg flokki. Fró vinstri: Halldór, Rúnar, Karel og örn, en þeir uröu jafnir í þriðja sæti. Ljósm.: KÖE í 71 til 86 kg flokki bar Kári Jök- ulsson sigur úr býtum. Kári er í Judófélagi Reykjavíkur. Niels Her- mannsson varö í ööru sæti og Egill Sigurðsson i þriöja sæti. Á SUNNUDAG fór fram Reykja- víkurmeistaramótið í judó. Keppt var i þremur þyngdarflokkum karla, og jafnframt var keppt í unglingaflokkum, 12—15 óra. Sextán keppendur voru í karla- flokkunum þremur, en mikill fjöldi keppti í unglingaflokkun- um. Keppni var mjög hörö og skemmtileg ó mótinu og margar skemmtilegar viðureignir sóust. Þaö sást á mótinu að margir judómenn eru nú í góðri æfingu. í flokki 86 kg og þyngri bar Bjarni Friðriksson sigur úr býtum nokkuð örugglega. Hann lagöi alla andstæöinga sína af snerpu og öryggi og glímdi vel. Kristján Valdi- marsson, bráöefnilegur og ungur judómaöur úr Ármanni, varö í ööru sæti í þessum flokki og Runólfur Gunnlaugsson í þriöja sæti. í flokki 71 kg og léttari sigraöi hinn harðskeytti judómaöur Hall- dór Guöbjörnsson. Halldór glímdi til úrslita viö Rúnar Guöjónsson og var mikil harka í viöureign þeirra. Rúnar var yfir á stigum í lokaglím- unni, er Halldóri tókst aö ná háls- lás á Rúnari og tókst aö sigra. Halldór sýndi aö það er engan bilbug á honum aö finna og keppnisskapið og harkan er ávallt Þrír efstu í 71—86 kg fiokki, talið fró vinstri: Kóri sigraði, Níels varö annar og Egill þriöji. sú sama. Karel Halldórsson, Ár- ágæt tilþrif á mótinu. Mótiö fór vel manni, varö í þriöja sæti og Örn fram, en þaö var í umsjón JFR. Arnarson líka. Þeir sýndu báöir — ÞR. Efstu í þyngsta flokki, 86 kg og yfir. Fró vinstri: Bjarni, Kristjón og RunóHur. Bjarni Kári og Halldór sigruðu í sínum flokkum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.