Morgunblaðið - 09.11.1982, Síða 47

Morgunblaðið - 09.11.1982, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 27 Christian Keglevits, sem spilar með Rapid Wien, rotaði dómar- ann í deildarleik á móti Grazer AK, en var samt ekki rekinn útat. Dómarinn hafði gefið Keglevits rautt spjald fyrir of grófan leik, en honum líkaði það ekki alls kostar og þrumaði boltanum því rakleið- is í haus dómarans meö þeim af- leiðingum að hann fóll í rot. Þegar dómarinn rankaði við sér skömmu síöar hafði hann ekki hugmynd um hvaö gerst hafði og leikurinn hélt éfram eins og ekk- ert heföi í skorist. — O — Jimmy Rimmer markmaöur Aston Villa hefur gerst mynt- safnari. Fer söfnun hans aöallega fram á knattspyrnuvellinum og helst þegar eru sem flestir að horfa á. Þannig er mál með vexti aö áhorfendur eru vanir aö henda smámynt aö markinu, og í einum leik á síöasta keppnistímabili datt Rimmer í hug aö safna pen- ingunum saman, og kom þá í Ijós að innan um var sjaldgæf og verömikil mynt. Ágætis auka- vinna, allavega meðan boltinn er hinumegin á vellinum. HÉR fær Bryan Robson afhent gullúr frá Seiko fyrir að skora fyrir England eftir aðeins 27 sekúndur í leiknum gegn Frökkum á HM í sumar. Enginn náöi að bæta þaö met kappans og því hreppti hann úrið góða sem sá skyldi hljóta sem fljótastur væri aö skora í leik í keppn- inni. Úrið er metiö á 1.500 sterlingspund — um 45.000 krónur — og segist Robson aðeins munu nota það viö hátíöleg tækifæri. „Ég þori ekki að taka áhættuna að þaö skemmist ef ég nota það dags daglega,“ segir hann. Eftir að Robson haföi tekið við úrinu var það sent aftur til Seiko. Ekki var neitt alvarlegt aö, aöeins það að ólin passaöi ekkí fyrir hann en nú er víst búið að kippa því í liöinn. Þetta er ekki lögreglumaöur sem Björn Borg er þarna með, heldur hinn skrautlegi eigandi enska knattspyrnufélagsins Watford, tónlistar- maðurinn góðkunni Elton John. Þeir eru þarna að leggja á ráðin í sambandi viö góögeröaleik sem Borg tók þátt í til styrktar fjárhags- lega illa stöddum bandarískum börnum sem áhuga hafa á tennis og einnig burði til aö ná árangri í íþróttinni. Keppti Borg viö Vitas Gerula- itis og tapaöi 6—4. Síðan í stríöinu hefur England notaö 300 leikmenn í landslið sitt, þar af 3 sem eru fæddir utan Eng- lands. Þeir eru Suður-Afríku- mennirnír Bill Perry (Blackpool) og Colin Viljoen (Chelsea), ásamt Terry Butcher (Ipswich) sem fæddur er í Singapore. Thomas Allofs spilar hér eftir með Kaiserslautern, sem borgaöi Fortuna DUsseldorf 3 milljónír Dkr. fyrir hann. — O — Dieter Mirnegg, austurríski landsliðsmaðurinn sem spilar meö ítalska liðinu Camo (sem keypti hann frá HSV Duisburg), hefur lýst því yfir aö hann langi heim til föðurhúsanna, þ.e. til austurríska liösins Austria Klag- enfurt. „Þetta er freistandi, spurningin er bara sú hvort viö höfum efni á að kaupa hann heim frá Ítalíu," segir Walter Ludesch- er, formaðurinn heima í Austur- ríki. Það þarf meira en einn fót- boltadómara til að hræða knatt- spyrnumanninn Erwin Hadewicz frá VfB Stuttgart. Hann hafði fengið gula spjaldið frá dómara leiksíns Jan Redelfs, sem ráö- lagði honum aö láta skipa sér út- af þar sem hann ætti á hættu að fá rauöa spjaldið. Hadewicz haföi orð dómarans aö engu, spilaði leikinn til enda og skoraöi sigur- mark leiksins í sigri Stuttgart, 3—2, yfir Borussia Dortmund í Bundeslíngunni. Ef þjálfari Barcelona, Udo Latt- ek, fengi að ráða vali leikmanna, myndi hann kaupa Karl-Heinz Rummenigge til liðsins þetta keppnistímabil sem næsta út- lending. Persónulegur óskalisti Latteks er annars eitthvað á þessa leiö: 1. Karl-Heinz Rumm- enigge, nr. 2 Safet Susic (Saraj- evo), nr. 3. Pierre Littbarski (FC Köln), nr. 4. Lothar Matthaus (Mönchengladbach). — O — Halifax Town, sem leikur í fjórðu deildinni, er sagt til sölu. Liöið skuldar næstum 4 milljónir kr. og tapar vikulega 40.000 kr. Þetta er alveg kjöriö tækifæri fyrir píanistann Billy Joel aö feta í fótspor kollega síns, Elton John, sem er með liðið Watford. — O — Þrír áhorfendur hnigu niður með hjartaslag þegar dómarinn dæmdi vítaspyrnu í grísku deild- inni milli liðanna Panathinaikos og Olympiakos Piræus. Tveir þeirra voru látnir þegar á spítala var komið. — O — Flugslys það, sem lið Man- chester United lenti í 1958, þegar það var á leiö heim eftir keppni við Rauðu stjörnuna í Belgrad og kostaði átta leikmenn lífið, verður aðalþema í kvíkmynd sem unnið er að, með Trevor Howard og Oscar Werner í aöalhlutverkum. Myndin veröur frumsýnd 6. febrú- ar 1983, en þá eru 25 ár liðin frá slysinu. Grosswallstadt, stórliöið í vestur-þýska handboltanum, hef- ur fengið reikning upp á 575.000 Dkr. frá skattheimtunni. Skatta- yfirvöld halda því fram aö liöiö hafi verið full örlátt á gjafir á sigurhátíðum sínum, en liöiö hef- ur 4 sinnum í röð orðið alþjóðleg- ur meistari og unnið Evróputitil tvisvar. Gjafir þessar voru keypt- ar fyrir peninga sem leikmenn áttu að hafa fengið sem feröa- penínga, en fengu aldrei. aaamammmammmmmmm • Zbigniew Boniek ásamt konu sinni en þau búa núna á Ítalíu. Boniek gengur illa með liði sínu Juventus og háværar raddir eru á lofti þar sem talað er um aö hann veröi fljótlega seldur. Það eru víst margir sem vilja festa kaup á þessum snjalla knattspyrnumanni. mmammmmamaammmmammmmmmmaammmmamma Þegar liöin Juventus og Cat- anzaro mættust síöast, en leikn- um lauk með sigri Catanzaro 1—0, lék markmaöurinn Dino Zoff sinn 540. leik í A-deildinni og þar af 302. í röö. Sá er spilaö hef- ur flesta leikina er Silvano Piola, senter í heimsliðinu, en hann hef- ur spilað 566 leiki. Hinn 40 ára gamli Dino Zoff kemur hins vegar til með að slá þetta met aö öllu forfallalausu um næstu áramót. JIMMY Rimmer, markvörð Aston Villa, langaöi að sjá leikinn frá öðru sjónarhorni, sem sagt í gegnum myndarvélarlinsu. Næst þegar hans menn voru í sókn greip hann því tækifærið, stökk aftur fyrir markið og hér er hann aö undirbúa sig undir að kíkja í myndavélina. — O — Tveir tyrkneskir leikmenn fyrstu deildarliösins Eskisehir- spor voru reknir þegar formaöur liösins, Yilmaz, lét ekki staðar numið, heldur sagði í blööum aö áhangendur liösins ættu aö gefa þeim eftirminnilega aövörun. „Ef þið sjáiö þá drukkna, þá gefið þeim ráðningu, brjótið nefin á þeim á mína ábyrgð. Þið borgið þessum mönnum laun, og þiö skuluð því sjá til þess að þeir hagi sér vel.“ — O — Fyrir leik Dana og Pólverja í heimsmeistarakeppninni síöustu í handbolta var Pólverjum til- kynnt aö nú skyldu þeir ekki fá neinn sigurbónus eins og venja hafði verið svo framarlega sem þeir nældu sér í bronsverölaunin. Sigurbónus gæti kannski falist í nýjum bíl eöa íbúö, en vegna al- varlegs efnahagsástands í Pól- landi var ákveöið aö fara ekki út í slík útgjöld. — O — Metorðalisti yfir hina 1056 at- vinnumenn í tennis, sem gerður var af tölvu, hefur vakið mikla at- hygli í Vestur-Þýskalandi, sér í lagi þó maður að nafni W. Bor- enthaler. Hans Bluhm ritstjóri blaðsins „Tennis magazin" hafði aldrei heyrt á manninn minnst og hvergi fundið hann í leikskýrsl- um, og bað hann því vinsamleg- ast að láta heyra í sér. — O — Fyrir 20 árum var Jim Hershb- erger spretthlaupari í landsliöi Kansas — og hleypur enn. Þegar hann varð fimmtugur nýlega vildi hann sanna þaö fyrir sem flestum að hann væri í góðu formi. Fékk hann 14 menn til að taka þátt ( keppni viö sig i 18 mismunandi greinum, einn á móti einum, t.d. 10 km hlaupi, hjólreiöum og körfubolta. Ku Hershberger hafa haft þetta allt af, þó ekki án þess að handleggsbrotna og skaða á sér nefið. — O — Samkvæmt Hennes Weisweiler eru fimm bestu knattspyrnuþjálf- arar heimsins þessir: Luis Cesar Menotti, Max Merkel, Ernst Happel, Miljan Miljanic og Rinus Michels. BOB Paisley, framkvæmdastjóri ensku meistaranna Liverpool, hóf sitt síðasta keppnistímabil hjá liöinu á sama hátt og hann mun reyna að Ijúka því, með því að bæta enn einum bikarnum í veg- legt safn félagsins. Hann veitti viötöku hinum giæsilega bikar sem fylgir nafnbótinni „fram- kvæmdastjóri ársins", en það eru whisky-framleiðendurnir Bell’s sem heiöra alltaf stjóra ársins á þennan nátt. Er þetta í fimmta skipti sem Bob hlýtur þennan titil og er þaö oftar en nokkur annar. Hannes Bongartz 34 ára gamall miðvallarspilari hefur framlengt samning sinn viö Kaiserslautern til tveggja ára. — O — UEFA dæmdi Real Madrid til að greiða 120.000 kr. sekt, þar sem leikmenn ku hafa sýnt allt annaö en sannan íþróttaanda í UEFA- keppninni í Kaiserslautern. • .Hver skyldi hann vera þessi? Jú, enginn annar en Rummen- igge, sjálfur knattspyrnumaöur Evrópu, á leiö á grímuball. Skyldi búningurinn hafa fengiö verð- laun? • Anderlecht borgaði 9 milljónir íslenskra króna fyrir Erwin Van- derbergh er þeir keyptu hann frá Lierse. Á síðasta tímabili skoraði hann 25 mörk og varð marka- kóngur í 1. deild í Belgíu þriðja árið í röð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.