Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 22

Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 Arni Gunnarsson, alþingismaður: — Námsgagnastofiiun stöðv- ar útgáfu kennslugagna - menntamálaráðuneytið í umtalsverðum fjárhagserfiðleikum vandi á höndum, að geta ekki sinnt lögboðnum verkefnum. Það er sorglegt að heyra menntamála- ráðherra hafa það eitt til mála að leggja, að hann vænti þess að fjár- veitinganefnd komi með tillögur við hæfi í málinu. ÁRNI GUNNARSSON (A) sagði ráðherra hafa í engu svarað spurningum sínum. Ég spyr enn, hefur ráðherra gert eitthvað til að losa Námsgagnastofnun við skuld- ir hennar við prentsmiðjur og aðra skuldunauta? Hefur ráðu- neytið enga tilburði uppi í þá veru að gera stofnuninni kleift að út- vega grunnskólum í landinu lög- boðin kennslu- og námsgögn? „Námsgagnaslofnun hefur látið stöðva alla útgáfu kennslugagna af hvaða tagi sem er vegna fjárskorts," sagði Arni Gunnarsson alþingismaður í um- ræðu utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær. Stofnunin skuldar prent- smiðjum og fleiri aðilum um I milljón króna, auk skulda í lánastofnunum. Stofnunin getur ekki lengur afgreitt bækur til grunnskóla, eins og henni ber lögum samkvæmt. Stofnunin hefur ekki getað gengt skyldum sínum gagn- vart nemendum með sérþarfir, hvað námsgögn varðar. Hún hefur ekkert getað gert til að auka notkun myndbanda. Þannig er ástandið i stofnun, sem ber að sinna 215 grunnskólum í landinu og yfir 20 sérstofnunum til viðbótar. Menntamálaráðuneytiá á gjaldþrotsharmi ÁRNI GUNNARSSON (A) sagði ennfremur, að Námsgagnastofnun hefði orðið að fresta verkefnum í ár, vegna fjárskorts, fyrir 8,7 m.kr. I rekstraráætlun 1983 var gert ráð fyrir 40 m.kr. kostnaði, eða nálægt 49 m.kr. fjárþörf, ef óunnin verkefni líðandi árs væru meðtalin. Fjárlagafrumvarp 1983 gerir hinsvegar ráð fyrir 15,5 m.kr. framlagi. Það sem á skortir eru „því litlar 33,4 milljónir". Árni vék að „Víðishúsi". Nokkuð hefði verið unnið að lagfæringu þess 1981, en hinsvegar ekkert í ár. Neðsta hæð hússins liggur undir skemmdum vegna vatnsaga, en þar er bæði skólavörubúðin og Uppákoma í efri deild Efri deild Alþingis, sem annars hefur orð á sér fyrir góð vinnubrögð, mátti sæta nýstárlegri ,,uppákomu“ í gær. Á dagskrá þingdeildarinnar vóru fimm mál. I fyrsta lagi stjórnar- frumvarp um skatt á verzl- unar- og skrifstofuhúsnæði. Því varð að fresta vegna fjarveru fjármálaráðherra erlendis. I annan stað þing- mannafrumvarp um Hús- næðismálastofnun ríkisins, framhaldsumræða. Þessum dagskrárlið var frestað vegna fjarveru fyrsta flutn- ingsmanns. Þrír næstu dagskrárliðir vóru stjórnarfumvörp: um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna, um stjórn flug- mála og um loftferðir. Þessi mál heyra ýmist undir ráð- herra samgöngu- eða sjávar- útvegsmála, sem er einn og sami ráðherrann — og einn- ig fjarverandi. Þeim var því frestað. Þar með var dags- verkinu lokið. I neðri deild var fram- haldsumræða um frúmvarp Vilmundar Gylfasonar (A) og Árna Gunnarssonar (A) til breytinga á vinnulöggjöf, sem m.a. felur í sér heimild til að stofna vinnustaðafé- lög. Meðal þeirra sem and- æfðu frumvarpinu var Karv- el Pálmason (A) og Guð- mundur J. Guðmundsson (Abl). kennslumiðstöð til húsa. Hvað á gera við þetta hús, spurði hann. Árni taldi menntamálaráðu- neytið „eiga í mjög umtalsverðum fjárhagserfiðleikum". Sem dæmi nefndi hann að ráðuneytið hefði kvatt mann, utan af landi, til vinnu við endurskoðun á starfsemi félagsheimila. Sá hefði ekki einu sinni fengið endurgreiddan út- lagðan kostnað við ferðir og uppi- hald, hvað þá launaþóknun, vegna þessara starfa sinna i þágu ráðu- neytisins. Það er ekki vansalaust, sagði Árni, „þegar svo er komið, að við getum ekki lengur séð grunnskól- um fyrir lögbundnu kennsluefni". Ég vænti þess að fá skýr svör frá ráðherra, hvað sé til ráða af hálfu ráðuneytis og ríkisstjórnar. 1‘essi mál eru til meðferáar INGVAR GÍSLASON, mennta- málaráðherra, sagði menntamála- ráðuneytið ekki standa ver að vígi fjárhagslega en önnur ráðuneyti. Kostnaður vegna endurskoðunar á starfsemi félagsheimila væri smá- mál, sem ekki ætti erindi í um- ræðu um Námsgagnastofnun. Sú stofnun væri ný af nálinni, byggð á lögum frá 1979, og þess ekki að vænta, að hún væri fullmótuð enn. Gengið var út frá því, að hún hefði sinn ákveðna þróunartíma upp í Árni Gunnarsson það stórveldi sem henni er ætlað að verða, samkvæmt lögum. Ráðherra sagði rétt að Náms- gagnastofnun væri fjár vant, en bæði í fyrra og í ár hefði fjárveit- inganefnd og Alþingi skorið niður tillögur ráðuneytis um framlag til hennar. Ég verð að vænta þess að fjárveitingavaldið sjái sig um hönd og geri veg stofnunarinnar á fjárlögum 1983 meiri. Ráðherra sagði „Víðishús" nokkuð gott hús og góða eign. Til- tölulega vel væri séð fyrir hús- næði Námsgagnastofnunar í ná- inni framtíð, þegar nauðsynleg viðgerð og endurbætur á húsnæð- inu hefðu farið fram. Ég hefi ekki, sagði ráðherra, fengið sérstakar umkvartanir frá fræðslustjórum um það, að skort- ur á námsgögnum hafi háð skóla- Ingvar Gíslason haldi. Það er ekkert nýtt að drátt- ur verði á afhendingu námsgagna. Hér er því málað of dökkum litum. Engin tillaga, engin skoðun, engin stefna SIGHVATUR BJÖRGVINSSON (A) sagði m.a. „mér ofbýður að hlusta á menntamálaráðherra". Hann hefur ekkert fram að færa annað en almennt, innihaldslaust raus, enga tillögu í málinu, enga stefnu, enga skoðun. Það er ekkert smámál að venju- legur launamaður fái ekki endur- greiddan útlagðan kostnað, það er enginn að tala um kaup, vegna starfa er hann sinnir að sérstakri beiðni ráðherra. Það er lítilmann- legt að leggja málið þannig upp. Námsgagnastofnun er mikill Alþingi á síðasta orðið INGVAR GÍSLASON, mennta- málaráðherra, endurtók, að þróa þurfi stofnunina í áföngum að því starfshlutverki, sem henni væri ætlað. Það er lýðskrum, sagði ráðherra, þegar sagt er, að hægt sé að skaffa öllum ríkisstofnunum allt, sem þær dreymír um. Það þarf að þróa þessa stofnun, sem aðrar, að settu marki, innan þess ramma sem fjárhagslegir mögu- leikar setja. Og minna má á, að Alþingi setur endahnútinn á fjár- lög hverju sinni. KARVEL PÁLMASON (A) sagði tillögur ríkisstjórnar og þar með menntmálaráðherra koma fram í fjárlagafrumvarpi. Þar væri lagt til að verja 15 m.kr. í verkefni, sem áætlanir teldu kosta 41,8 m.kr. ALEXANDER STEFÁNSSON (F) sagði ljóst, að kratar hefðu ekki fengið nægilega útrás á ný- liðnu flokksþingi. Nefnd vinnur nú að endurskoðun á starfsemi Námsgagnastofnunar. Fjárveit- inganefnd hefur og mál hennar í skoðun. Og svo geta einstakir þingmenn flutt breytingartillögur við fjárlög, ef þeim finnst einhvers vant. ÓLAFUR Þ. ÞÓRARSON (F) sagði m.a. að réttur nemenda til ókeypis námsgagna hefði verið skertur. Fagna bæri því, ef fjár- veitinganefnd hefði hug á að færa hér mál til betri vegar, eins og fjárveitinganefndarmaður hefði látið að liggja (Alexander). Ef ekki gæti svo farið að óbreyttir þingmenn yrðu við hvatningu hans um að flytja breytingartil- lögur við fjárlögin. Uorvaldur Garðar Kristjánsson: Lánatími húsnæðislána verði 42 ár - Gjörðir stjórnvalda „fjörráð við hinn almenna húsbyggjanda“ Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) mælti nýlega fyrir frumvarpi til breyt- inga á liigum um llúsnæðisstofnun ríkisins, sem hann flytur ásamt þeim Agli Jónssyni, Guðmundi Karlssyni og Salome Þorkelsdóttir. Frumvarpið felur m.a. í sér, ef samþykkt verður, að lánstími almennra íbúðalána Byggingar- sjóðs ríkisins verður lengdur úr 26 í 42 ár, svo að standa megi undir greiðslubyrði lánanna með almennum launatekjum. Þorvaldur Garðar sagði m.a., er hann mælti fyrir frumvarpinu: Við setningu laga nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins var brugðið frá þeim vana, sem jafnan hafði verið áður fylgt við endur- skoðun húsnæðislöggjafarinnar, að afla aukins fjármagns í þágu húsnæðismálanna. En það var ekki nóg með þetta, heldur var farið þveröfugt að við sem áður tíðkaðist með því að Byggingar- sjóður ríkisins var sviptur aðaltekjustofni sínum, þar sem var launaskatturinn. Og svo var óskammfeilnin mikil, að jafn- framt voru stóraukin verkefni lögð á Byggingarsjóð ríkisins án þess að honum væri séð fyrir nokkrum nýjum tekjustofnum til að mæta þessum þörfum. Hér var um bein fjörráð að ræða við hinn almenna húsbyggjanda í landinu. Það var beinlínis verið að grafa undan þeim lánasjóði, sem lánað hafði til meginhluta allra hús- bygginga í landinu. Én hér var um meira að tefla en Byggingarsjóð ríkisins. Það var vegið að þeim viðhorfum og lífs- skoðun, sem eru grundvöllur þess átaks, sem þjóðin hefur gert í hús- næðismálum sínum á undanförn- um áratugum. Það var vegið að þeirri sjálfsbjargarviðleitni ög einkaframtaki, sem skilaö hefur okkur glæsilegum árangri i hús- næðismálunum. Það sem mest á reið var að styrkja þetta framtak með því að bæta íbúðalánin til fólksins í landinu, lengja lánstím- ann, lækka vexti og hækka hlutr- fall lána af byggingarkostnaði. Það þurfti að festa í sessi þá skip- an, sem svo vel hefur reynst okkur með því að tryggja betur, að öllum almenningi í landinu væri gert fært að byggja og standa undir þeim lánskjörum, sem hið al- menna íbúðalánakerfi hefur upp á að bjóða. Þessi niðurrifsstefna ríkis- stjórnarinnar gagnvart Bygg- ingarsjóði ríkisins er svo áréttuð í iögunum um Húsnæðisstofnun ríkisins frá 1980 með því að tekið er fram, að stefnt skuli að því að Byggingarsjóður verkamanna geti fjármagnað a.m.k. þriðja hluta af árlegri íbúðaþörf landsmanna. Þessi stefna er út í hött nema ráð sé fyrir því gert, að hið almenna veðlánakerfi geti ekki mætt þörf- um hins almenna húsbyggjanda. En sýndarmennska ríkisstjórnar- innar ríður ekki við einteyming. Þorv. Garðar Krisljánsson Undir yfirskini umhyggju fyrir lítilmagnanum eru Byggingarsjóði verkamanna brugguð fjörráð. Um leið og sjóðurinn er gerður að al- mennum lánasjóði á að svipta hann möguleikanum á að sinna sérþörfum þeirra, sem verst eru settir. Áður var Byggingarsjóður verkamanna fjármagnaður með óafturkræfum framlögum frá sveitarfélögum og ríkissjóði þann- ig að allt fjármagn hans til verka- mannabústaða var fengið með þeim hætti. í lögum frá 1980 er kveðið svo á, að frá ríkissjóði og sveitarfélögum komi einungis 40% af því fjármagni, sem gengur til verkamannabústaða. Samkv. ákvörðun laganna á hitt fjár- magnið að koma með sérstökum lántökum sem ákveðnar eru hverju sinni. Þannig á að leita á hinn almenna lánamarkað með þeim lánskjörum, sem þar eru nú og sjóðnum að vera gert að taka þar lán og lána síðan út með 0,5% vöxtum. Með þessu fyrirkomulagi er raskað til frambúðar fjárhags- legum grundvelli fyrir starfsemi Byggingarsjóðs verkamanna nema breytt verði þeim útlánskjörum, sem lögin gera ráð fyrir. Þessi lánskjör eru miðuð við þarfir hinna verst settu. Ef það á að gera þau lakari, þá er kippt fótunum undan aðstoð við þetta fólk, sem verst er sett. Það er þessi þróun, sem ég hef nú lýst í nokkrum orðum, sem menn skyldu hafa í huga, þegar þeir líta á ástand húsnæðismál- anna í dag. Og nú er það svo, að öllum kemur saman um að það sé ekki gott og meira en það. Ég held að það verði að segja það, að það komi öllum saman um að ástand húsnæðismálanna í dag sé óþol- andi og óhafandi og fátt sé í dag meira aðkallandi en að leysa þann vanda, sem þessi mál eru komin nú í. Höfuðvandinn er sá, eins og ég vék að áður, að Byggingarsjóð- ur ríkisins var með lögum frá 1980 sviptur megintekjustofni sínum, sem var 2% launaskattur. Þetta er höfuðástæðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.