Morgunblaðið - 09.11.1982, Síða 29

Morgunblaðið - 09.11.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982 37 „í faðmi örlaganna“, skáldsaga eftir Lilli Palmer UT ER komin hjá IÐUNNI skáld- sagan í fartmi örlaganna eftir Lilli I’almer. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. — Lilli Palmer var kunn leikkona úr kvikmyndum og á leiksviði, ennfremur þekktur myndlistarmaður, þegar hún sneri Umsækjend- ur með við- talstíma í TILEFNI prestskosninganna í Frí- kirkjunni í Reykjavik, sem fram fara helgina 20. og 21. nóvember næst- komandi, hefur Morgunblaðið verið beðið að geta þess, að umsækjend- urnir verða tii viðtals í kirkjunni, sem hér segir: Séra Gunnar Björnsson mið- vikudaginn 10. nóv. kl. 17—19, föstudaginn 12. nóv. kl. 17—19, mánudaginn 15. nóv. kl. 17—19, þriðjudaginn 16. nóv. kl. 17—19 og fimmtudaginn 18. nóv. kl. 17—19. Séra Jón A. Baldvinsson verður þriðjudaginn 9. nóv. kl. 17—19, fimmtudaginn 11. nóv. kl. 17—19, laugardaginn 13. nóv. kl. 17—19, miðvikudaginn 17. nóv. kl. 17—19 og föstudaginn 19. nóv. kl. 17—19. Þá er fólki einnig bent á að hringja til prestanna í síma kirkj- unnar 14579. Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar bendir safnaðarfólki á nauðsyn þess, að það athugi, hvort það sé ekki áreiðanlega á kjörskrá. Nokk- ur brögð eru að því, að fólk telji sig vera í Fríkirkjunni og vilji vera það, en hafi af einhverjum ástæðum fallið út af kjörskrá. Skrifstofa kirkjunnar er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan fimm til sjö í því augna- miði, að væntanlegir kjósendur aðgæti kosningarétt sinn. Prestskosningar verða í Mið- bæjarbarnaskólanum laugardag- inn 20. nóvember og sunnudaginn 21. nóvember nk., klukkan 10 til 18 báða dagana. Margir burt- fluttir á leik- sýningu Stvkkishólmi, I. nóvember, 1982. LEIKFÉLAGIÐ Grímnir hélt á laugardagskvöldið sl. upp á 15 ára starfsafmæli sitt með því að sýna leikritið Skuggasvein eftir Matthí- as Jochumsson. Var leikritið sýnt í félagsheimilinu og hvert sæti skipað og leikendum mjög vel tek- ið. Margir fyrrverándi og burt- fluttir félagar mættu þarna á sýn- ingunni og á eftir var leikendum og velunnurum boðið í kaffi og ræddu menn saman yfir kaffiboll- unum fram á nótt. í tilefni hátíðarhalda vegna 90 ára afmæl- is kauptúnsins, býður Stykkis- hólmshreppur öllum ellilífeyris- þegum í plássinu á sýningu leikfé- lagsins þriðjudaginn 2. nóvember nk. Fréttaritari. Haustfund- ur samtaka sykursjúkra SAMTÖK sykursjúkra í Reykjavík halda árlegan haustfund sinn í kvöld kl. 20.30 að Holtagörðum v/ Holta- veg, Reykjavík (hús Sambands ísl. samvinnufélaga). Á fundinum mun Gunnar Sigurðsson yfirlæknir halda fræðsluerindi um sykurþolspróf. Auk þess mun fara fram dreif- ing á jólavarningi, en sala þess varnings hefur verið ein aðal fjár- öflunarleið samtakanna frá upp- hafi. Eru félagsmenn og aðrir vel- unnarar samtakanna hvattir til að fjölmenna á fundinn. Stjórnin sér að ritstörfum. Hún er þýsk að uppruna, en hefur starfað vestan hafs og býr nú í Sviss. Ein af bók- um hennar, Minningar, hefur kom- ið út á íslensku. Þar rekur hún hinn viðburðaríka listferil sinn. Síðan hefur Lilli Palmer samið nokkrar skáldsögur og er þessi, f faðmi örlaganna, þeirra þekktust. Um efni sögunnar segir svo á kápubaki: „I faðmi örlaganna er sagan af Sophie sem er dóttir þýsks kaupsýslumanns og tyrkn- eskrar konu. Hún elst upp í Berlín við allsnægtir en lítið ástríki. Móðir hennar snýr brátt til síns heima og föður sinn óttast hún. Seinna eignast Sophie stjúpmóð- ur, unga konu sem hún dregst að af ómótstæðilegri ástríðu. Þetta mótar svo samband hennar við karlmenn og endaslepp hjóna- bönd. Sagan gerist á fyrstu tugum aldarinnar og heimsstyrjöldin fyrri kippir stoðum undan þeim heimi sem Sophie hafði alist upp í. Egilsstaðir: Stjórnmálafundur SUS Hér er brugðið upp lifandi mynd- um frá Evrópu á árunum milli stríða. Margar persónur stíga fram ljóslifandi, en minnisstæðust verður Sophie sjálf, lífsþorsti hennar og örlög. Hún berst æ lengra fram á brún sjálfstortím- ingar, en varðveitir allt til loka hina heitu lífsskynjun sina. Hún getur horfst í augu við sjálfa sig og gert upp líf sitt af vægðarlausri bersýni." í faðmi örlaganna er 272 blaðsíð- ur. Oddi prentaði. Kgilsstöóum, 24. október. í MORGUN efndi Samband ungra sjálfstæðismanna til almenns stjórn- málafundar í Valaskjálf á Kgilsstöð- um. Framsögumcnn af hálfu SUS voru Geir H. Ilaardc. formaður sam- bandsins og annar varaformaður þess, Krlendur Kristjánsson. Af hálfu heimamanna hafði Einar Rafn Haraldsson framsögu. Fjölluðu þeir einkum um valkostina einstaklings- framtak eða ríkisforsjá. Sunnu- dagsmorgunn er sjálfsagt ekki heppilegur fundartími með tilliti til aðsóknar. Þrátt fyrir það voru fund- armenn á annan tug og umræður mjög líflegar að loknum framsöguer- indum. Það kom fram í máli Geirs H. Haarde að SUS hefði ákveðið með tilliti til þeirra tímamóta, sem nú væru í íslenskum stjórnmálum, að efna til funda í öllum kjördæmum landsins til að ræða stjórnmála- viðhorfið og hvernig skuli bregð- ast við þeirri óvissu — sem nú ein- kennir landsmálin. „Við viljum við þessar aðstæður vekja sem flesta landsmenn til umhugsunar um það, hvort þeir vilja áframhald- andi ríkisafskipti og meiri skatt- heimtu eða efla þess í stað frum- kvæði og dug einstaklingsins til athafna," sagði Geir. Ennfremur kom fram í máli hans að Sjálf- stæðisflokkurinn ætti stórkostleg tækifæri nú í væntanlegum kosn- ingum — sem bæri að nýta til fullnustu. Undir þetta tók Erlendur Krist- jánsson og gat þess að margt benti nú til þess að innanbúðarvandi Sjálfstæðisflokksins fengi farsæl- an endi áður en langt um liði. - Ólafur. ,?,v- FRA RENAULT „MEÐ TITIL Cl Við ættum að geta treyst fulltrúum 52 bíla- blaða til að velja rétt. þeir gáfu RENAULT 9 titiUnn BÍLL ÁRSINS 1982 Besta trygging sem þú getur fengið fyrir vali góðs bíls- og hagkvæmri fjárfestingu á tímum sparnaðar. Renault 9 er ódýr „stór bíll" sem eyðir ótrúlega litlu. Það þarf ekki að hugsa það mál lengi til að finna svarið.... Renault 9 er bíllinn fyrir þig. RENAULT „BÍLL MEÐ TITIL“ KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.