Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
+ Eiginmaöur minn, SÆMUNDUR E. KRISTJÁNSSON, vélstjóri, Reynimel 88, lézt í Lándspítalanum 5. nóvember. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Benedikta Þorsteinsdóttir.
+ Systir okkar, EDDA BJÖRNSDÓTTIR, Hríngbraut 10, andaöist í Borgarspítalanum aöfaranótt 6. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Pétur Björnsson, löunn Björnsdóttir.
+ Eiginkona mín oa móöir okkar, JONÍNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 25, Kópavogi, lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíö, 6. nóvember. Guójón Siguröur Jónsson og börn.
+ Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN HELGADÓTTIR, Njélsgötu 43, andaöist á elliheimilinu Grund föstudaginn 5. nóvember. Þorsteinn Örn Þorsteinsson, Margrét Geirsdóttir, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Sveinn Salómons, barnabörn og barnabarn.
+ Eiginmaöur minn, GUÐNI JÓNSSON, fyrrverandi bóndi aö Jaöri, Hrunamannahreppi, til heimilis aö Langageröi 15, Reykjavík, lést í Borgarspitalanum hinn 7. þ.m. Kristín Jónsdóttir.
+ JÓN S. JÓNSSON fré Purkey, Klofningshreppi, Dalasýslu, andaöist í Sjúkrahúsinu Stykkishólmi 7. nóvember. Fósturbörn og aðrir vandamenn.
+ Eiginmaöur minn, SIGURBERGUR HJALTASON, Kaplaskjólsvegi 31, andaöist 6. nóvember sl. Jaröarförin auglýst síöar. Ingveidur Guömundsdóttir.
+ Faöir okkar, GUNNLAUGUR JÓNSSON fré Króki, lézt sunnudaginn 7. nóvember. Stefanía Bylgja Lima, Ólafur Gunnlaugsson.
+
Útlör
ELfSABETAR FRIDRIKSDÓTTUR,
Bræöraborgarstig 34,
fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. nóvember kl. 3.
Fyrir hönd aöstandenda,
Anna Friöriksdóttir.
Elísabet Helgadótt-
ir — Minningarorð
í dag verður jarðsungin frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík, tengdamóð-
ir mín Elísabet Helgadóttir
handavinnukennari, Bjarnarstíg
10, hér í borg. Hafði hún um nokk-
urra ára skeið átt við vanheilsu að
stríða og síðustu tæp tvö árin
dvalist rúmföst á Landakotsspít-
ala, farin að heilsu og kröftum.
Dauðinn kom því til hennar eins
og lífsins engill og leysti hana
undan frekari kröm ellihrumleik-
ans.
Það var erfitt að sjá jafn
atorkusama konu sem Elísabet
var, lifa lengi lífi, sem allt gildi
hafði misst fyrir hana. Þess vegna
bærist þökkin til Guðs nú í brjósti,
að andi hennar skuli hafa fengið
lausn úr jarðneskum viðjum og
geti nú flogið frjáls á vit vina og
verkefna á æðri tilverusviðum
Guðs eilífa ríkis.
Með Elísabetu Helgadóttur er
gengin mikilhæf mannkostakona,
er bjó yfir víðtæku góðvildarþeli
og unni öllu því er fagurt var, satt
og gott. Af gnægð góðra kosta,
sem henni voru léðir voru góðvild-
in og samúðin og lífsgieðin sterk-
ustu þættir í eðli hennar og per-
sónugerð. Henni var eðlislægt að
laða fram hið besta er með sam-
ferðamönnum bjó. Þessa nutu
vandamenn hennar í ríkum mæli,
en ekki síður samstarfsmenn, fé-
lagar, vinir og nemendurnir fjöl-
mörgu, er nutu leiðsagnar hennar
sem kennara. Og nú við ieiðarlok
vegferðar hennar er okkur gjarnt
að muna hana eins og hún var
áður en heilsa og kraftar biiuðu,
muna brennandi áhuga hennar á
starfi sínu, atorkuna og eljuna í
öllu fari hennar og framgöngu,
muna geislandi glaðværðina og
birtuna sem um hana lék og frá
henni stafaði. Já, hver varð ekki
að betri manni við það að kynnast
Elísabetu og eiga með henni sam-
leið á lífsveginum.
Elísabet Helgadóttir fæddist
hinn 26. nóvember árið 1898 að
Klapparstíg 16. Foreldrar hennar
voru þau hjónin Helgi Runólfsson
steinsmiður og kona hans Ástríð-
ur Erlendsdóttir. Helgi var ættað-
ur ofan úr Borgarfirði, en ólst upp
suður á Miðnesi. Faðir hans, Run-
ólfur, er mörgum Islendingum
kunnur í sambandi við fundi Haf-
steins Björnssonar miðils. Ástríð-
ur var ættuð af Álftanesi, en flutt-
ist ung til Reykjavíkur, mikil
myndar- og rausnarkona. Voru
þær mæðgur, hún og Elísabet,
ákaflega samrýndar. Alsystini
átti Elísabet þrjú og tvö hálf-
systkini og eru þau öll látin.
Helgi, faðir Elísabetar andaðist
árið 1917 og hafði áður átt við
laogvarandi vanheilsu að stríða,
en Ástríður var mikil hetjukona
og lét ekki deigan síga, þótt boðar
mótlætis skyllu á henni, heldur
barðist hetjulegri baráttu fyrir
hag og heill barna sinna.
Við lát föður síns var Elísabet
innan við tvítugsaldurinn. Hún
kynntist í uppvextinum kröppum
kjörum og harðri lífsbaráttu og
lærði því snemma að treysta á eig-
in úrkosti og úrræði. Af miklum
dugnaði braust hún til mennta.
Hún stundaði handavinnunám í
fjóra vetur eftir fermingu í
Landakotsskóla hjá nunnunum
þar og vann þá jafnframt á spítal-
anum fyrir námskostnaðinum og
einnig að nokkru leyti fyrir
sjúkrahúsdvöl föður síns þar. Má
af þessu ráða, hve hart hún varð
að leggja að sér og yfir hvílíkum
viljastyrk hún bjó.
En við þetta nám á Landakoti
lét hún ekki sitja, heldur hélt til
Danmerkur og stundaði nám við
Kunstflidskólann í Kaupmanna-
höfn. Þar skaraði hún svo fram úr,
að hún hlaut peningaverðlaun og
ókeypis skólavist, þá aðeins 19 ára
að aldri og 1921 hlaut hún 1. verð-
laun fyrir verk sín á heimilisiðn-
aðarsýningunni hér í Reykjavík.
Hún hélt síðan aftur í námsför til
Danmerkur árið 1925.
Efir heimkomuna gerðist Elísa-
bet handavinnukennari í Vest-
mannaeyjum og þar kynntist hún
eiginmanni sínum, Bjarna Bjarna-
syni kennara frá Efri-Ey í Meðal-
landi, en þar hafði hann stundað
kennslustörf frá árinu 1923. Þau
felldu hugi saman og gengu í
hjónaband hinn 28. ágúst árið
1926. Bjuggu þau í húsi Elísabetar
að Sólheimatungu við Brekastíg
og kenndu þau hjónin bæði við
barnaskólann.
Ekki festi Elísabet þó yndi í
Eyjum og leitaði hugur hennar sí-
fellt hingað suður. Fór því svo að
þau fluttu hingað vorið 1928 og
keyptu húsið nr. 10 við Bjarnar-
stíg. Bjarni fékk stöðu við Austur-
bæjarbarnaskólann haustið 1930
og þar kenndi hann síðan óslitið
til æviloka eða í rúm 30 ár. Bjarni
var mannkostamaður hinn mesti,
fjölhæfur gáfumaður og góð-
menni, víðlesinn bókamaður.
Hann unni íslenskri náttúru og
var hafsjór af fróðleik um hana.
Hann var gæddur óslökkvandi
+
Eiginmaöur minn, sonur og taðir okkar,
SIGURJÓN BÖDVARSSON,
Vogatungu 4, Kópavogi,
andaöist í Landakotsspítala 7. nóvember.
Ólöf Helgadóttir,
Böóvar Eyjólfsson,
Helgi Sigurjónsson, Hafdís Haraldsdóttir,
Böðvar Örn Sigurjónsson, Gestný K. Kolbeinsdóttir,
Ragnar Emil Sigurjónsson, Dagbjört Ásmundsdóttir,
Anna Jóhanna Sigurjónsdóttir, Ingólfur Proppé
og barnabörn.
+
Eiginmaöur minn og faöir,
HAFSTEINN HARALDSSON,
Bragagötu 23,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 10. nóv-
ember kl. 13.30.
Sigrún Björnsdóttir,
Dagný Hafsteinsdóttir.
+
Jaröarför móöur minnar, systur okkar og mágkonu,
PÁLÍNU JÓNU HALLDÓRU HALLDÓRSDOTTUR BENOTO,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. nóvember kl. 3.
Rebekka Kristín Benoto,
Páll Halldórsson, Indiana Þórhallsdóttir,
Sigrún Halldórsdóttir, Gísli Gíslason,
Halldór Halldórsson, Bryndís Eiríksdóttir.
áhuga á skógrækt og vann að
henni í öllum frístundum sínum
hin síðari ár ævinnar. Hann var
frábær kennari og heimilisfaðir,
vann mikið að málefnum Sumar-
gjafar, drengskaparmaður til orðs
og æðis. Hans mun ég ætíð minn-
ast þegar ég heyri góðs manns get-
ið.
Elísabet hóf kennslu við Aust-
urbæjarskólann haustið 1931 í
fyrstu sem stundakennari í sér-
grein sinni. En fjórum árum síðar
gekk hún í Kennaraskólann til
þess að afla sér réttinda til kenn-
araembættis og lauk kennaraprófi
í sérgrein sinni 1937. Starfaði hún
síðan alla tíð við Austurbæjar-
skólann uns hún lét af störfum
fyrir aldurs sakir. Það lýsti Elísa-
betu vel, dugnaði hennar og áræði,
að hún skyldi setjast á ný á skóla-
bekk, þá orðin húsfreyja og móðir,
enda slíkt næsta fátítt á þeim tím-
um, en hugurinn og viljastyrk-
urinn bar hana ævinlega áfram og
hún var staðráðin í því að starfa
að sérgrein sinni.
Auk kennslustarfa í skólanum
kenndi hún ungum stúlkum hann-
yrðir í einkatímum á heimili sínu
fyrstu starfsárin og hafði reyndar
gjört það í meiri eða minni mæli
allt frá 16 ára aldri.
Lagði hún þá oft hart að sér og
var vinnudagurinn iðulega haria
langur. Það fer ekki á milli mála,
að Elísabet var prýðilega menntuð
í starfsgrein sinni og mjög hæfur
kennari.
Hiklaust má fullyrða, að starfið
hafi verið hennar hálfa líf og
aldrei kom það fyrir, að hún kæmi
of seint til starfa. Hún lagði allan
hug sinn í að inna störf sín sem
best af hendi og ól í brjósti mikinn
metnað fyrir hönd stúlknanna,
sem hún kenndi, var vakin og sof-
in við að hjálpa þeim að ná sem
bestum árangri og efla skilning
þeirra og þroska. Og áhugi hennar
var svo sannarlega smitandi, enda
náðu nemendur hennar stórgóðum
árangri undir leiðsögn hennar.
Þær eru orðnar margar stúlk-
urnar reykvísku er bjuggu vel að
því veganesti, sem hún veitti þeim
á handavinnusviðinu.
Elísabet saknaði þá mjög starfs
síns, er hún hætti við skólann og
eins saknaði hún mjög vinanna og
samstarfsmannanna við skólann
er þau hjónin höfðu eignast. Þar
var valinn maður í hverju rúmi og
samstarf kennaranna mótaðist af
heilindum og hollustu.
Þegar rætt er um mikil kennslu-
störf Elísabetar utan heimilis skal
þá engan veginn gleymt, að hún
naut dyggilegrar aðstoðar heima
fyrir. Til hennar hafði komið á
heimili hennar ung stúlka, Hanna
Jónsdóttir ættuð ofan úr Borgar-
firði. Og þau kynni er tókust með
fjölskyldunni og Hönnu urðu svo
kær, að hún hefur alla tíð síðan
átt heimili hjá þeim á Bjarnar-
stígnum eða á sjötta tug ára.
Stóð Hanna fyrir heimilishaldi
á vetrum, meðan Elísabet stund-
aði kennslustörfin, en vann sem
matráðskona á ýmsum stöðum á
sumrin. Gat Elísabet því helgað
sig starfinu miklum mun meir en
ella hefði orðið. Hefur Hanna sýnt
fjölskyldunni dæamafáa tryggð og
svo samrýndar voru þær Elísabet,
að það var Elísabetu hvað mest
hugarfró að fá Hönnu í heimsókn
á spítalann og Hanna hafði annast
um hana heim fyrir af sérstakri
natni og umhyggju, er heilsu
Elísabetar tók að hraka. Fyrir
þessa miklu tryggð og fórnfýsi