Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
39
Hönnu eigum við öll, vandamenn
Elísabetar, henni mikla þakkar-
skuld að gjalda.
Þeim Elísabetu og Bjarna varð
þriggja barna auðið en þau eru:
Helgi, prentari, Glæsibæ 5,
kvæntur Sigrúnu Þorsteinsdóttur;
Ásta, sjúkraliði, Glæsibæ 7, kona
undirritaðs og Sverrir, tónlistar-
kennari, Bjarnarstíg 10. Öll eiga
þau nú á bak að sjá blíðri og
umhyggjusamri móður er vildi
hag þeirra sem mestan og heill.
Eg kynntist tengdaforeldrum
mínum á námsárunum, upp úr
1952, og næstu árin var heimili
okkar Ástu í húsi þeirra hjóna.
Heimilislífið á Bjarnarstíg 10 var
fagurt og til fyrirmyndar. Sambúð
þeirra Bjarna og Elísabetar var
mótuð af gagnkvæmri ást, virð-
ingu og trausti. Ég sé þau ljóslif-
andi fyrir hugskotssjónum, þar
sem þau sátu heima á vetrarkvöld-
um bæði að útbúa verkefni fyrir
skólastarf komandi dags. Þá var
heimili þeirra fagurlega prýtt
munum er Elísabet hafði unnið í
höndunum, svo listfeng sem hún
var.
En meira var þó um vert, að þar
ríkti andi friðar og kærleika,
hjartahlýju, glaðværðar, gestrisni
og greiðasemi.
Og það var iðulega gestkvæmt á
heimili þeirra og oft leikið á
hljóðfæri og sungið. Hygg ég að
flestir hafi farið ríkari í huga og
glaðari í geði af þeirra fundi.
Bjarni lést fyrir aldur fram,
vorið 1961, og var harmdauði öll-
um, er til hans þekktu. Fráfall
hans varð Elísabetu mikið sorgar-
efni en hún bar harm sinn með
hugarstyrk og hélt ótrauð áfram
störfum.
Og hlýr var hann sá arinn
minninganna sem hún gat ornað
sér við. Hún hlakkaði þá líka til
þess að hitta hann handan mær-
anna miklu og þá vini sína aðra, er
á undan voru farnir. Það er von
mín og bæn, að þeir fagnaðarfund-
ir megi nú takast.
Elísabet var mjög trúuð kona og
átti bjargfasta sannfæringu um
annað líf í Guðs hendi á æðri til-
verusviðum. Og bænamálið kunni
hún vel og var henni tamt á tungu.
Ég minnist þess, að þegar hún var
hætt að geta unnið þá var hún
boðin og búin að biðja fyrir öðr-
um, er við örðugieika áttu að etja.
Hún fann raunverulega til með
öllum sem áttu á einhvern hátt
bágt, slík var samúð hennar í garð
minnstu bræðra Krists.
Ævistarf Elísabetar var að
miklum hluta í því fólgið að um-
gangast börn og veita þeim
fræðslu og þar var hún svo sann-
arlega á réttri hillu í lífinu, því að
hún var barngóð kona. Barnabörn-
in hennar báru hlýhug til hennar,
virtu hana og leið vel í návist
hennar. Og börnin glöddu hjarta
hennar mjög.
Nú síðustu árin tvö, er hún var
að mestu komin út úr heiminum,
virtist það helst geta glatt hana,
er hún leit barnabarnabörnin sín
koma í heimsókn. Þá brá á ný
fyrir því brosi og bliki augans og
sá lífsneisti áhuga og elskusemi
kviknaði, sem var kvikan í öllu lífi
hennar og starfi og gerði hana að
svo aðlaðandi og ógleymanlegri
persónu.
Og nú þegar stundaglas ævi
hennar er útrunnið vaknar þökkin
í brjóstum vandamanna hennar og
vina. Mér reyndist hún í einu og
öllu sem besta móðir. Ég þakka
Guði mínum fyrir að hafa orðið
aðnjótandi hlýju hennar og góð-
vildar og bið hann að blessa henni
komuna til landa lífsins.
Blessuð og heiðruð sé minning
hennar.
Guðmundur Þorsteinsson
Leiðrétting
í minningargrein í laugardags-
blaðinu um Sigurpál Þorsteinsson
brenglaðist frásögnin þar sem
greint var frá foreldrum Sigurpáls
og sonum þeirra. — Þar átti að
standa: „Þau hjón eignuðust þrjá
syni. Þeirra elstur var Friðbjörn
bóndi í Vík í Fáskrúðsfirði, dáinn
1977, þá Sigurpáll og yngstur var
Jón, þóndi í Freyju í Fáskrúðs-
firði." Biður blaðið afsökunar á
þeim mistökum sem urðu.
Hjónaminning:
Jón M. Sigurðsson
Kristín Sveinsdóttir
Fæddur 6. nóvember 1900
Dáinn 2. nóvember 1982
Fædd 29. september 1904
Dáin 24. ágúst 1982
Þegar við fréttum andlátsfregn
afa okkar og ömmu, sem létust
með aðeins tveggja mánaða milli-
bili eftir fárra daga sjúkdómslegu,
flugu í gegnum huga okkar marg-
ar góðar minningar, bæði frá
bernsku og fullorðinsárum.
Þegar við systurnar vorum litl-
ar var alltaf jafn gaman að fá að
fara um helgar til afa Jóns og
ömmu Stínu eins og við barna-
börnin kölluðum þau, og fá að
gista um helgar. Þar var sér bekk-
ur fyrir okkur að sofa á og alltaf
eitthvað gott með kaffinu fyrir
okkur.
Á unglingsárum okkar var
amma alltaf jafn spennt að fylgj-
ast með hvað væri um að vera hjá
okkur og á fullorðinsárunum var
afi alltaf tilbúinn að leika og spila
við langafabörnin, svo við gætum
rabbað við ömmu um heima og
geima yfir kaffibolla.
Afi og amma voru svo lánsöm
að halda heilsu allt til hins síð-
asta, en helst var að afa hrakaði
þessa tvo síðustú mánuði sem
hann var án ömmu, enda þau með
eindæmum samrýnd, þar sem
hjónaband þeirra stóð í tæp 52 ár.
Kallið er komið fyrir elskulegan
afa okkar og ömmu og erfitt til
þess að hugsa að geta ekki heim-
sótt þau í Gnoðarvoginn, en við
vitum að minningin um þau mun
ylja okkur á lífsleiðinni. Við biðj-
um Guð að blessa þau og varðveita
og þökkum þeim allt sem þau
gerðu fyrir okkur.
Kristín og Kristjana
Ragna Olafsdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 6. mars 1964
Dáin 31. október 1982
Hvað getur maður sagt eða gert
þegar maður fréttir að ein besta
vinkona okkar og skólafélagi,
Ragna Ólafsdóttir, hafi svo
skyndilega kvatt þennan heim
fyrir fullt og allt? Að við eigum
aldrei eftir að heyra né sjá hana
aftur. Það er heldur lítið sem mað-
ur getur gert og er það einungis á
valdi tímans að sefa þá sorg sem
við, ásamt öllum öðrum sem hana
þekktu, höfum orðið fyrir vegna
fráfalls Rögnu.
Við kynntumst Rögnu fyrir
tveimur árum í fyrsta þekk
menntó og urðum góðir vinir. Hún
var góður félagi, alltaf kát og
hress og mjög vel liðin af félögum
sínum. Hún átti auðvelt með að
afla sér vina og heillaði fólk með
glaðværð sinni og framkomu. Það
er mikill missir að slíkum félaga.
Það tómarúm sem hún skildi eftir,
verður aldrei fyllt en minning
hennar mun lifa í hugum okkar
það sem eftir er.
Við sendum foreldrum hennar,
systrum og öðrum aöstandendum,
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og biðjum Guð að styrkja þau og
treysta í sorg sinni.
Ari, Siggi og Tolli.
/Eska, bíð hér eina slund.
Ó hvert stefnir fjöriA bráóa?
Hvad sem þinni liAur lund,
leið mun þinni dauðinn ráða
engum hlífir aldri manns
ófnarsterka valdið han.s.
(óþekktur höf.)
í fjarlægð fylgdist ég með því
þegar Ragna byrjaði vinnu hjá
Hegranesi, við vegavinnu í sumar.
Stúlkan í strákaþjóðfélagi. Til að
byrja með í hugum allra, „látum
okkur sjá“, en hún kom, sá og sigr-
aði, dugleg og falleg. Engin á ég
orð yfir þetta hörmulega slys, sem
dundi yfir og tilgangsleysi þess
verður aldrei skilið. Elsku Ólafur
og Ágústa, Guð gefi ykkur styrk
og þor út á lífið á ný.
Til Rögnu.
Nú ertu leidd mín Ijúfa
lystigarð drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hormunga ojj rauna fri,
við (iuð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þin hjá lambsins stól.
Dóttir í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo ka*rt.
l*ú lifðir jjóðurn (>uði,
í (>uði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(H.P.)
Braga Björnsdóttir
Þær fregnir að Ragna hefði dáið
í umferðarslysi aðfaranótt 31.
október komu eins og reiðarslag
yfir okkur félagana. Það virtist
svo fjarlægt og óraunverulegt að
Ragna, sem alltaf var svo full af
lífsfjöri og krafti, væri dáin.
Leiðir okkar lágu saman er við
öll hófum saman nám við Mennta-
skólann í Kópavogi fyrir rúmum
tveimur árum. Tókust með okkur
kynni sem stóðu æ síðan. Myndað-
ist fljótlega fastur kjarni sem hélt
mikið saman, var Ragna þar fram-
arlega í flokki enda skapgóð og
hress. Hún átti auðvelt með að
umgangast fólk og var vinmörg.
Verður hópurinn aldrei sá sami
aftur eftir þennan harmleik.
Foreldrum hennar og vanda-
mönnum sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Gunni, Dóri, Halli, Matti og
Stebbi.
Hví skyldi ég ekki um vorbjartar nætur vaka?
Vindar lofLsins mildir um enni blaka.
(■rös og blóm eru sofnuð og þrösturinn þegir.
I*ögnin er voldug og ein yfír grundum og flæðum.
Við himinjaðar gýs eldbrim í austurhæðum
en upploftið dýpkar og verður fagurblátt.
Á nótt nem þessari mætast i miskunn og sátí
mannsins klungróttu stígar og himinsins vegir.
(S.E.)
í þessari dýrðarumgjörð sé ég
fyrir mér hóp ungmenna á leið til
búða okkar neðan við bæinn Öxl í
Húnaþingi. Löngum og ströngum
vinnudegi er lokið og nýr dagur
tyllir tánum á efstu fjallatinda.
Samt hlæja þessi ungmenni og
ærslast — ekkert virðist geta
þreytt þau — ekkert skert orku
þeirra og óbeislaða lífsgleði. Þau
eru að byggja vegi, nýja og betri
vegi hér norður við Dumbshaf, þar
sem sólin að sumri sest aldrei og
hvergi er fegurra þegar skaparinn
dregur himintjöldin til hliðar.
I þessum glaðværa hópi tuttugu
ungmenna voru í fyrsta skipti í
sumar tvær stúlkur sem unnu að
vegagerðinni með okkur. Settu fal-
legan svip á vinnuhópinn, lífsglað-
ar stúlkur, stoltir vegagerðar-
menn með framtíðardrauma í
fangi. En nú er stúlkan hún Ragna
farin frá okkur — hún byggir ekki
fleiri vegi í Húnaþingi né annars
staðar. Og við hin sem byggðum
vegi saman í sumar og kunnum
svo góð skil á allri tækninni, vél-
unum og verkfærunum — hér
kunnum við engin skil og ekkert
ráð er að haldi megi koma, hend-
urnar okkar sterku og samtaka
eru lamaðar, afllausar í bili.
l*ojjnin er voldug og ein yfír grundum og flæóum.
I*ú ert gestur á jöró, guó er aö leiða þig heim
þar uem gála þín ræóst og lokið er hinsta vanda.
Hin stutta og góða kynning
okkar Rögnu lifir sterkt í vitund
minni. Yndisþokki og elskusemi
voru henni svo töm að í erfiði
dagsins varð bros frá henni sem
sólargeisli bjartur og hlýr.
Elsku vinir, Ágústa og Ólafur,
foreldrar Rögnu — mér er ljóst að
orð mín fá og smá, hreyfa í engu
við því sem nú er orðið, en samúð
okkar sterk og einlæg er með ykk-
ur og fjölskyldunni allri. Ég vil að
lokum láta ljóðið tala í þessari
kveðju frá Meltröð 8.
..Kn kvöld á hver dagur, cr kul yfir jörðiiu fiöur
og koma mun haust er solnar blómvangur frtóur.
há vakir þaó afl í úóa glitrandi moldar,
sem ekkert sinna smæstu barna skal mÍNsa.
í blómsins vitund bærist sem unaóarvissa
sá bjarti (>uó, sem er höfundur allra sólna.
haó lifír og er í hans dýró, er dagarnir kólna
og drjúpandi blöó þe.ss hníga visin til foldar.
Kn dýpra og innar tala taugar vors hjarta
tungu þess (>uós, er skóp glaóheima eilífbjarta,
þann aldadag, sem skín yfír lýóum og löndum
og leióir stóran og smáan aó settu marki.
I*ótt líói vor ævi í ys og harki
og oró vorrar tungu séu léttvæg og smá,
samt beina for vorri mió hans heilög og há.
— Ileimtún vors anda gróa á fjarlægum
ströndum.4'
(S.E.)
Kveðja frá Meltröð 8.
t
Móðir okkar,
ADALBJÖRG ÓLADÓTTIR,
Ljósheimum 20, Reykjavlk,
'lóst i Landspitalanum laugardaginn 6. nóvember.
Margrét Jónsdóttir,
Steinunn Jónsdóttir,
Guörún Jónsdóttir Kratsch,
Unnur Jónsdóttir Cannada,
Maggý Jónsdóttir,
Jens Jónsson.
t
Eiginmaöur minn,
BALDVIN SIGURVINSSON,
bóndi, Gilsfjaröarbrekku,
veröur jarösunginn frá Garpdalskirkju, laugardaginn 13. þ.m. kl.
14.00. Minningarathöfn veröur haldin i Fossvogskirkju, i dag,
þriöjudaginn 9. þ.m. kl. 1.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Ólafía Magnúsdóttir.
t
Móöurbróðlr minn,
PÁLL EINARSSON
frá Mórastööum I Kjóa,
fyrrverandi húsvöróur, Hótúni 12,
veröur jarösettur frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. nóvember
kl. 10.30.
Blóm og kransar afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er
bent a Minningarspjöld Sjálfsbjargar.
Fyrir hönd ættingja,
Erna Hallbera Ólafsdóttir.
t
Þökkum af alhug samuö og vinarhug viö andlát og útför
GUÐFINNS JÓNSSONAR,
Heiöarvegi 5,
Selfossi.
Sérstaklega viljum viö þakka læknum og starfsfólki á deild 3A
Borgarspítalanum.
Ingigeröur Guölaugsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.