Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
41
fclk f
fréttum
BUXNASTULDUR
VELDUR UGG
+ Eftir að buxum breska fjármálaráðherrans, Sir Geoffrey Howes, var
stolið úr svefnvagni þar sem hann var á ferð milli London og Manchester
í síðastliðinni viku, hefur ótti manna um skort á öryggi þarlendra ráðherra
aukist. Það, að tapa buxum er í sjálfu sér ekki ýkja mikill missir, en augu
manna hafa beinst að því hvernig hægt sé aö komast inn og út úr
lestarklefum ráðherra um miöjar nætur án þess aö nokkur maður veröi
þess var...
Sir Geoffrey Howe ásamt eiginkonu sinni.
Drottningin
við
þingsetningu
+ Hér sést hvar Elísabet II Breta-
drottning tekur sér sæti viö setn-
ingu breska þingsins á miðvikudag
í síðastliðinni viku, en viö þaö
tækifæri flytur hún jafnan stefnu-
ræöu forsætisráðherra landsins
og stjórnar hans fyrir komandi ár.
+ Þekkir þú úrkynjað lag
þegar þú heyrir það? Ef svo
er ekki, getur opinber kín-
versk stofnun sem hefur tón'-
listarleg málefni á dagskrá
sinni hjálpað.
I nýútkomnum bæklingi
sem ber nafnið „Hvernig ber
að þekkja úrkynjuð lög“, er
að finna lista sem dæmir
næstum alla vestræna tónlist
úrkynjaða, óheilbrigða og oft
á tíðum skaðlega.
Er vestræn tónlist
varhugaverð?
Á síðastliðnum árum hefur
áhugi ungmenna í Kína á
vestrænni tónlist fariö sívax-
andi og hafa yfirvöld þar í
landi ekki verið ýkja hrifin af
þessari þróun tónlistar-
smekks ungu kynslóðarinnar.
Því var gripiö til þessa ráðs
að gefa út upplýsingabækling
þennan um tónlist almennt.
Mestur hluti bæklingsins fjall-
ar um popplög sungin á kín-
versku, en einnig er ráðist
harkalega aö jassi, rokki og
diskótónlist, sem allt er lagt
að jöfnu.
Besta leiðin til að þekkja
úrkynjuð lög er að hlusta eftir
því hvernig sungið er, segir í
bæklingnum. Sérstaklega er
bent á eftirfarandi atriði til
marks um úyrkynjunina: „titr-
andi hljómfall, aukanótur
sungnar, eða óskýr, og los-
aralegur framburður". Einnig
ber aö varast sérstaklega alla
söngva sem fjalla um ást á
ööru en sósíalisma.
NÓATÚNI 17 - SÍMAR 1-72-60 & 1-72-61
Hálfir nautaskrokkar
1. flokkur 72 kr. kg.
Hálfir svínaskrokkar ■
79 kr. kg. .
Innifalið: Skurður, I
hökkun, pökkun og I
merking. I
L______NÓATÚN__________I
Hurðarpumpur
Margar stærðir
Þettilistar
á huröir og glugga.
STOFNAÐ 1903
Z
ÁRMÚLA 42 ■ HAFNARSTRÆTI 21
BILLYog BRUCE, BILLYogBRUCE, BILLYog BRUCE,
Mörgum finnst kannski að þeir félagar Billy Joel og Bruce Springsteen eigi
ekki margt sameiginlegt. Það má til sanns vegar færa t.d. hefur Billy verið í
2 ár að fullgera sína plötu með færustu tónlistarmönnum, í toppstúdíóum.
Bruce aftur á móti tók „Nebraska“ upp á 4 rása kassettuband heima hjá sér
og spilaði á öll hljóðfæri sjálfur.
Þó flest sé þar af leiðandi ólikt með „Nylon Curtain“ og „Nebraska“ er eitt
þó sameiginlegt, sem allir tónlistarunnendur geta verið sammála um. Hvoru
tveggja eru þetta frábærar plötur. Og hana nú!
^KARNABÆR
Rauðarárstíg 16, Glæsibæ,
Laugavegi 66, Strandgötu, Hafnarfirði.
Austurstræti 22,
iloinor