Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982
Mér erSama. pótt (?ú les'iryfhr öxlincl
á rr\kr, -en ekki róÁa kross^átuna."
TM R«o U.S P«l Ott.—Mll rtghts resarved
® 1978 Los Angeles Times Syndicate
_______________________________________________
HÖGNI HREKKVÍSI
pw VEfZ-PiP AE> HALPA „ FEGURWAe-
samkeppnina VKKAR, 'a eihhverjum
ÖÐAOM STAP.i'
Þið glödduð okkur gamla fólkið
Magndís Anna Aradóttir, Hrafn-
istu, Hafnarfirði, skrifar:
„Velvakandi.
Mig langar til að senda félögum
Lionsklúbbsins Ásbjarnar í Hafn-
arfirði hjartans bestu þakkir fyrir
komuna hingað 28. október, síð-
astliðinn.
Lionsmenn. Þið glödduð okkur
gamla fólkið með félagsvist og
peningagjöfum sem ekki er í
fyrsta sinn, því oft áður hafið þið
komið hér og fært Hrafnistu
rausnarlegar gjafir, sem eru
okkur til góðra nota, og ævinlega
glatt okkur gamla fólkið með ykk-
ar hlýja og glaða viðmóti, sem lifir
lengi i minningunni.
Samtök ykkar koma þar vel
fram, en það er fátt sem bætir
betur en hlýtt viðmót í einverunni,
en auðvitað er samt mikið gert hér
fyrir okkur af stjórnendum
Hrafnistu í Hafnarfirði. Hér er
mjög gott starfsfólk. En ykkar
komur eru okkur minnisstæðar,
þó að þið eyðið ekki of miklum
penginum frá heimilum ykkar.
Eg bið guð að launa ykkur kær-
leiksríkar gerðir ykkar."
Áfengismál:
Tvískinnungurinn og
hræsnin verst af öllu
Kristinn Vilhjálmsson skrifar:
„Velvakandi góður.
Nú stendur hér yfir á vegum
ríkisstjórnarinnar námskeið um
hvernig brugðist skuli við
drykkjuskap á vinnustöðum. Rætt
var í sjónvarpi við einn starfs-
mann Flugleiða um þau mál. Vart
þarf að efa að bæði ríkisvaldið og
Flugleiðir dragi nú sæmilega
rökréttar ályktanir af því sem
fram fer á ráðstefnu þessari. Rík-
isstjórnin lætur væntanlega af
þeim ósóma að stuðla að drykkju-
skap með því að veita áfengi í
veislum, láta ferðafólki, farmönn-
um og flugliðum tollfrjálst áfengi
og ólöglegan bjór í té og halda
nokkurs konar útsölu á þessu efni '
fyrir starfslið stjórnarráðsins. Og
Flugleiðir hætta væntanlega að
dæla þessu efni í landslýð í vin-
söluhúsum sínum og flugvélum.
Aðrir þátttakendur á námskeiði
þessu láta væntanlega ekki sitt
eftir liggja. Enda er augljóst að ef
drykkja er sjúkdómur, sem ýmsir
draga nú í efa (WHO hefur fellt
alkóhólisma út úr sjúkdómaskrá
sinni), þá er lítið vit í að troða upp
á menn sjúkdómsvaldinum. Eða
hefðum við sigrast á holdsveiki og
berklum ef smitberar hefðu leikið
lausum hala? Og væri þjóðin lúsa-
laus ef einhver hefði grætt á að
menn væru grálúsugir?
Vitað er að kannabis veldur fíkn
í það efni, heróín gerir fólk heró-
ínista og sæmilega skýru fólki er
ljóst, að á sama hátt er það alkó-
hól sem veldur ölvun, vímu og fíkn
í það efni. Vonandi styrkir þetta
námskeið skilning þátttakenda á
þessum grundvallarsannindum.
Þeir hætta væntanlega allir að
dýrka þetta vímuefni og lúta þeim
sem græða á að dreifa því til fólks.
Tvískinnungurinn og hræsnin eru
nefnilega verst af öllu.“
Senditík hins opinbera og
alls konar verkalýðsrekenda
Oskar Haraldsson skrifar:
„Velvakandi.
Mig langar til að vekja athygli á
því í fáum orðum, hversu skelfileg
sú þróun er sem orðið hefur í ís-
lenskum iðnaði og atvinnulífi, með
því að benda á auglýsingar í sjón-
varpi, útvarpi og blöðum. Þær eru
í þessum dúr: Tilbúnar útlendar
gardínur; Sérsaumuð föt frá
Þýskalandi og Ítalíu; Nýkomin
húsgögn frá Ítalíu, Danmörku
o.s.frv.; Kaupið St. Michael-fatnað
frá Marks og Spencer — Kaupfé-
lögin um land allt; Drekkið Tu-
borg-öl; Borðið Toro-súpur; Kex og
sælgæti frá Englandi, svo að ekki
séu nefndir gamlir tertubotnar og
eldgömul innflutt brauð, allt
neysluvara em við gætum og ætt-
um að framleiða sjálf.
En hvers vegna gerum við það
ekki? EFTA segja sumir. Ekki al-
veg. Tolla- og skattastefna stjórn-
valda ásamt þeim óhugnanlegu
byrðum sem lagðar eru á allan at-
vinnurekstur valda hér mestu. Þar
á ég við um 40 aukaliði, sem
vinnuveitendur þurfa að standa
skil á og sendast með í allar áttir,
svo sem orlof, Iífeyrissjóð, félags-
gjöld, iðnlánasjóðsgjöld, orlofs-
heimilasjóð, sjúkrasjóð, útsvör,
skatta, meðlög, veikindadaga,
helgidaga, tryggingagjöld, launa-
skatt, söluskatt og aðstöðugjald,
svo að eitthvað sé nefnt. Við þetta
bætist stöðugur ófriður á vinnu-
stöðum, með alls konar þvælu frá
pólitíkusum, öryggis- og vinnu-
verndarkjaftöskum, þannig að
maður, sem reynir að reka ein-
hverja atvinnustarfsemi, er bara
senditík hins opinbera og alls kon-
ar verkalýðsrekenda.
Einhver segir kannski að ríkið
hafi nú samþykkt lög um tolla-
ívilnanir á efni og tæki til sam-
keppnisiðnaðar. Gott og vel. Þeim
er þannig framfylgt, að einhverjir
gaurar hjá tollinum viðurkenna
slíkt ekki í reynd. Og þeir sem í
slíku standa verða að greiða allt
upp í topp, en er bent á að þeir geti
leitað réttar síns hjá einhverjum
kerfiskörlum, sem aldrei afgreiða
nein mál. Enda stefnir nú allt í
bullandi atvinnuleysi."