Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 38

Morgunblaðið - 09.11.1982, Page 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1982f''J> Ö Varaformannskjör á flokksþingi Alþýðuflokksins: Hörður Áskelsson organisti Hallgrímskirkju og Knut 0degárd Ijóðskáld. Morvjunblaðið/ RAX Liljukvöld í Hallgrímskirkju ANNAÐ kvöld, miðvikudagskvöld, verður efnt til svonefnds l.iljukvölds í Hallgrímskirkju, en þar verður helgikvæðið Lilja eftir Kystein Ásgrímsson flutt í máli og myndum og tónum. Upphafsmaður þessarar dagskrár er norska ljóðskáldið Knut Odegárd, sem unnið hefur að rannsóknum á Lilju og þýtt verkið, sem gefið var út í viðhafn- arútgáfu í Noregi. Odegárd hefur einnig þýtt Geisia, dróttkvæða- bálk Einars Skúlasonar frá 12. öld, og er verkið nýkomið út í viðhafn- arútgáfu í Noregi. Á Liljukvöldinu, sem hefst kl. 20.30, mun Knut Odegárd reyna að leiða hlustendur inn í umhverfi Eysteins Ásgrímssonar og Lilju, en inn á milli skiptast þau Gunnar Eyjólfsson leikari og Þorgerður Ingólfsdóttir á um að lesa kvæðið og syngja hluta þess. Samtímis verða sýndar skuggamyndir af listaverkum Bjorns Bjornebo úr norsku viðhafnarútgáfunni. Loks leika trompetleikararnir Lárus Sveinsson og Jón Sigurðsson forn stef á hljóðfæri sín. Aðgangur er ókeypis, en efnt verður til sam- skota að samkomu lokinni til ágóða fyrir orgelsjóð. Við útgáfuna á helgikvæðunum í Noregi hefur Knut 0degárd notið aðstoðar Bjorns Bjornebo mynd- listarmanns og prests í Niðarósi, sem myndskreytt hefur kvæðin. Bjornebo er nú staddur hér á landi í boði Norræna hússins, þar sem hann heldur sýningu á mynd- skreytingum sínum við Geisla. Jafnframt hefur Bjornebo gefið Hallgrímskirkju allstórt upplag af tveimur offsetprentuðum teikn- ingum, sem eru hluti myndskreyt- inganna úr Lilju, og verða mynd- irnar seldar til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Orgelsjóðnum er ætlað að fjár- magna kaup á stóru konsertorgeli í kirkjuna, og að sögn Harðar Áskelssonar gengur söfnunin vel. Hann sagði listamenn hafa lagt fram vinnu sína í guðsþjónustum, tónleikum og á sérstökum fjáröfl- unarkvöldum endurgjaldslaust til styrktar fyrirtækinu, og einstakl- inga hafa með stórum framlögum lagt áherzlu á að vel yrði til orgel- kaupanna vandað. Kvað Hörður hentugt orgel mundu kosta jafn- virði tveggja einbýlishúsa, eða um fimm milljónir króna á núverandi gengi. Jafnframt þessu hafa verið lögð drög að stofnun styrktarfélags listalífs við Hallgrímskirkju. Fé- lagið verður stofnað formlega á stofnfundi 28. nóvember og verður það kallað Listvinafélag Hall- grímskirkju. Tilgangur félagsins verður að stuðla að blómlegu lífi lista í helgidóminum á Skóla- vörðuhæð, svo nýtast megi sú að- staða, sem fullbúin kirkja kemur til með að bjóða upp á. Komið verður á fót listaráði með full- trúum hinna ýmsu listgreina. Að sögn Harðar Áskelssonar skipar kirkjan ekki háan sess með skáld- um og listamönnum nú á tímum, með örfáum undantekningum, en kirkjan var helzta athvarf skálda og listamanna áður fyrri, og er það einn tilgangur félagsins að koma listum inn í kirkjuna á ný. Magnús H. sigraði Vilmund naumlega í ÖLL embætti æðstu manna Al- þýðuflokks var aðeins eitt framboð, nema í embætti varaformanns, þar sem Vilmundur Gylfason bauð sig fram á móti Magnúsi H. Magnús- syni. Magnús hélt velli með mjög naumum meirihluta, hlaut 52% at- kvæða, en Vilmundur Gylfason hlaut 46%, eða 112 atkvæði á móti 126 atkvæðum Magnúsar. Á siðasta flokksþingi var einnig kostið um þessa tvo menn, en þá sigraði Magn- ús með miklum mun. Vilmundur Gylfason hafði á orði við menn á flokksþinginu að ef hann tapaði í kosningunni við Magnús þá myndi hann stokka upp varðandi stöðu sína á vett- vangi flokksins, en að lokinni taln- ingu í kosningunni til varafor- manns sté Vilmundur í ræðustól og sagði eftirfarandi: „Ég óska sigurvegaranum hjart- anlega til hamingju með þessi úr- slit. Ég er þess fullviss að þau eru fengin af sigurvissu og sjálfs- trausti og það er auðvitað það sem •við verðum að fara fram á. Ég endurtek hjartanlegar hamingju- óskir og treysti því að þetta verði jafnaðarstefnunni til góðs. Mér dettur í hug enskur slagari: „I’m sending you a big bouquet of roses, one for every time you broke my heart.“ Þá þakkaði Vilmundur þeim sem hefðu stutt við bakið á sér „í svona kosningu, en það hefur oft verið erfiður róður, eins og við vit- um öll,“ sagði hann. „Ég endurtek hamingjuóskir til æðstu stofnunar flokksins," sagði Vilmundur að lokum, „Tómas Guðmundsson orti eitt sinn um sjálfan sig Ég kom og kastaði rós- um, eitt kvöld, inn um gluggann til þín. Ég endurtek hamingjuóskir til okkar allra, gangi ykkur allt í haginn." „Býst við meiri fækkun sauðfjár í haust en í fyrrau segir Gunnar Guöbjartsson framkvæmda- stjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins FJÖLDI bænda höfðu í haust sam- band við Framleiðsluráð landbúnað- arins og lýstu sig reiðubúna til að fækka við sig eða jafnvel farga öllu sinu fé, að sögn Gunnars Guð- bjartssonar framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Gunnar sagði að Framleiðsluráðið hefði falið 1—2 mönnum hjá öllum búnaðarsamböndum landsins að ganga frá samningum við þessa bændur en ekki væri ennþá Ijóst af hvað mörgum samningum hefði orð- ið. Gunnar sagði að í fyrrahaust hefði sauðfé verið fækkað mikið eða um 32.000 fjár, sagðist hann reikna með að jafnvel yrði fækkað enn meira í haust. Bændum sem slátruðu öllu sínu fé er samkvæmt reglum Fram- leiðsluráösins tryggt fullt verð „Við eigum að flytja van- traust á ríkisstjórnina“ - sagði Árni Cunnarsson á flokksþingi Alþýðuflokksins A FLOKKSÞINGI Alþýðuflokksins varpaði Árni Gunnarsson alþingis- maður fram þeirri skoðun sinni að nú væri tími til kominn að Alþýðu- flokkurinn bæri fram vantraust á ríkisstjórnina. „Ríkisstjórnin," sagði Árni, „hefur endanlega glatað tiltrú þjóðarinnar. Alþýðuflokkurinn hefur staðið að málum gagnvart ríkisstjórninni eins og bezt verður á kosið, en nú verðum við að hætta leiknum vegna þess að þetta getur ekki gengið lengur, það skilur hvert mannsbarn í landinu. Við eigum að flytja vantraust á ríkis- stjórnina í næstu viku, það er bezta lausnin á þessu máli fyrir Alþýðuflokkinn og fyrir þjóðina." Þrjár nýjar bækur frá Vöku: Fyrstu bækur þriggja íslenskra höfunda Sæmundar (iuðvinssonar, Guðna Kolbeinssonar og Jóns Orms Halldórssonar í GÆK komu út hjá Bókaútgáfunni Vöku þrjár nýjar íslenskar hækur Spámaður í föðurlandi eftir Jón Orm llalldór.sson, Við skráargatið eftir Sæmund Guðvinsson og Mömmu- strákur eftir Guðna Kolbeinsson. Hér er um frumútgáfu þessara bóka að ræða, að öðru leyti en því að Mömmustrákur var lesinn upp i út- varp fyrr á þessu ári. Bækurnar voru kynntar á blaðamannafundi i gær, þar sem blaðamönnum var einnig sýnt nýtt húsnæði er Vaka hefur flutt í við Síðumúla í Reykjavík. Bækurnar eru allar fyrstu bæk- ur höfunda. Bók Guðna er að sögn hans sjálfs ætiuð fólki á ölium aldri, en sagan segir frá litlum strák, sem á uppvaxtarárum sínum fer með móður sinni víða um land og lendir í ýmsum ævintýrum. Faðir hans býr á hinn bóginn í Reykjavík, og hafa feðgarnir ekki sést. í forlagskynningu á bókar- kápu segir svo um Mömmustrák: Ölafur Ragnarsson bókaútgefandi I Vöku ásamt höfundunum þremur, talið frá vinstri: Olafur, Jón Ormur Halldórsson, Guðni Kolbeinsson og Sæmundur Guðvinsson. „Vandi hins föðurlausa barns er megin viðfangsefni bókarinnar, en á öllu er tekið með léttri gaman- semi og undirtónninn er mannleg- ur og ljúfur.' Um skáldsögu Jóns Orms segir Ljósm.: Kristján E. Einarsson. svo í forlagskynningu: „Þetta er nútímaleg saga, sem gerist á nokkrum haustdögum í Reykjavík. Aðalpersónan er deildarstjóri í ráðuneyti, sem lifir mjög hvers- dagslegu og reglubundnu lífi með tilliti til reglugerða þessa heims. — Óvæntir atburðir verða til þess að hann snýr sér af alefli að því að bæta ýmislegt sem honum finnst fara úrskeiðis í þjóðlífinu, en það gengur misjafnlega." Á biaða- mannafundinuni í gær vildi Jón Ormur undirstrika að hér væri um skáldsögu að ræða, þar sem hvorki hann né aðrir starfsmenn Stjórn- arráðs Islands væru fyrirmyndir sögupersóna. „Telji menn sig þekkja einhverja í bókunum gera þeir það á eigin ábyrgð,“ sagði Jón Ormur. í kynningu Vöku á bók Sæmund- ar Guðvinssonar segir svo meðal annars: „Hvað myndi nágranninn sjá ef hann leyfði sér að kíkja á skráar- gatið heima hjá þér? Það gæti ver- ið sitt af hverju, til dæmis eitthvað af því sem birtist í þessari smellnu bók Sæmundar Guðvinssonar. Milli bókarspjaldanna er að finna flokk smásagna sem tengdar eru saman í tíma og rúmi. Athygl- inni er beint að ósköp venjulegri fjölskyldu í Reykjavík, eins konar vísitölufjölskyldu, og nær Sæ- mundur í spéspegil sinn mörgum skemmtilegum svipmyndum af mannlífinu í streitu og amstri hversdagsins." fyrir ærkjötið í haust og að fá það greitt í desember. Þeir sem fækka við sig verður tryggt hærra verð fyrir kjötið næstu 5 ár, maður sem fækkar t.d. um Ví fær fullt verð fyrir framleiðslu næstu 5 ára. Að- spurður um það hvort mönnum væri heimilað að fækka sauðfé og auka mjólkurframleiðsluna í stað- inn sagði Gunnar að mönnum hefði verið heimilað að færa kvóta á milli framleiðslugreina og yrði þetta vafalaust heimilað á meðan svigrúm væri til þess í mjólkur- framleiðslunni. En menn sem hættu eða fækkuðu við sig fé í haust fengju ekki kvóta til mjólk- urframleiðslu fyrr en næsta haust þar sem þeir teldust nota kvóta sinn þetta verðlagsár með inn- legginu í haust. Arnarflug og Ernir taka upp samstarf AKNARFLUG og Flugfélagið Ernir á ísafirði hafa nýlega gert með sér afgreiðslusamning, sem felur í sér að innanlandsdeild Arnarflugs ann- ast framvegis afgreiðslu farþega og varnings fyrir Krni í hinni nýju flug- afgreiðslu Arnarflugs á Reykjavíkur- flugvelli. I frétt frá Arnarflugi segir, að þessi samvinna verði báðum félög- unum til hagsbóta og muni auka festu í daglegum rekstri Arna. Flugáætlun Arna verður innan ramma vaktatíma innanlands- deildar Arnarflugs, þ.e. á bilinu 08.00—20.00 daglega. Ernir eiga nú tvær flugvélar, Cessna Titan, sem tekur 10 far- þega, og Piper Aztec, sem tekur 5 farþega. Framkvæmdastjóri Arna og aðaleigandi er Hörður Guð- mundsson, flugmaður á ísafirði. Dansað á Reyðarfirði Keyðarfjörður, 8. nóvember. HÉR hafa verið tvær stúlkur frá Dansskóla Sigurðar Hákonarson- ar að kenna börnum og unglingum dansa, hefðbundna dansa og diskó- dansa. Kennt var í viku. Foreldra- sýning var í gær í félagsheimilinu og má segja að undraverður ár- angur hafi náðst á ekki lengri tíma. — Gréta. 'n INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.