Morgunblaðið - 12.11.1982, Side 1
56 SÍÐUR
253. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 _____________Rrentsmiðja Morgunblaösins
Edward M. Kennedy
Snekkja
Kennedys
týnd?
Aþenu, II. nóvember. AP.
KKKKKT talstoAvarsamhand hef-
ur verið viA gríska lystisnekkju,
sem bandaríski þingmaðurinn
Kdward M. Kennedy hefur á
leigu, síðan í gær, en hún er á ferð
um grísku eyjarnar, samkvæmt
heimildum grískra hafnaryfir-
valda á eyjunni Santorini.
Talsmaðurinn sagði, að ekk-
ert hefði heyrst til snekkjunnar
frá því hún lét úr höfn í Ios
síðdegis í gær, en þar hafði hún
leitað skjóls fyrir veðri og vind-
um í u.þ.b. fimmtán klukku-
stundir. Hins vegar taldi tals-
maðurinn ekki ástæðu til að
hafa áhyggjur að sambands-
leysi þessu: „Ef eitthvað hefði
verið að, vissum við það nú þeg-
ar,“ sagði hann.
Snekkjan mun hafa lagt upp
frá eyjunni Ios í gær og
hafi þá verið ráðgert að koma
næst til hafnar á Santorini, sem
er í um 33ja kílómetra fjarlægð
frá Ios. Hafnaryfirvöld telja
ástæðuna fyrir því að ekkert
hafi til snekkjunnar spurst vera
þá, að hún hafi lagst í var við
óbyggðar eyjar í nánd við Ios til
að bíða af sér veður og vinda.
Kennedy mun hafa komið til
Grikklands um síðustu helgi í
leyfi og samkvæmt heimildum
frá Milos, þar sem hann gekk á
land fyrr í vikunni, voru með
honum í för fimm manns, sem
eyjarskeggjar báru ekki kennsl
á.
Talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í Aþepu sagði í kvöld, að
sér hefði verið ókunnugt um
þessa ferð Kennedys og þekkti
hann því ekkert til málsins.
Valdabarátta sögð hafin eftir lát Brezhnevs;
Ekki búist við stefiiu-
breytingu fyrst í stað
Moskvu, II. nóvember. Al*.
LEONID I. Brezhnev forseti Sov-
étríkjanna lést í gær eftir átján ár
við völd. í yfirlýsingu sem birt var af
stjórnmálaráði kommúnistaflokks-
ins og leiðtogum ríkisstjórnarinnar
segir að tryggt verði „að stefnunni,
sem mótuð var af Leonid I. Brezhn-
ev í málum innanlands og utan,
verði framfylgt sem áður eftir lát
hans“.
Banamein hans var hjartaslag,
samkvæmt skýrslu lækna. Þar
kemur einnig fram að hann hefur
þjáðst af hjartaveilu um nokkurn
tíma og nokkrum sinnum áður
fengið slag.
Talið er að mikil valdabarátta
geisi nú í Kreml, en miðstjórn
Kommúnistaflokksins mun kjósa
nýjan flokksformann og forsætis-
nefnd Æðsta ráðsins velja nýjan
forseta. Arftakar Brezhnevs gæta
þess þó vandlega að sýna einhug á
ytra borðinu. í Washington er tal-
ið að ekki verði mikil stefnubreyt-
ing í utanríkismálum eftir fráfall
Brezhnevs og að arftakarnir muni
fylgja gætinni utanríkisstefnu,
a.m.k. fyrst í stað.
Líklegustu eftirmenn Brezhnevs
eru taldir Yuri V. Andropov, sem
er 68 ára að aldri og fyrrverandi
yfirmaður sovésku leyniþjónust-
unnar KGB, og Konstantin U.
Chernenko, 71 árs gamall og náinn
vinur Brezhnevs í þrjá áratugi.
Sumir fréttaskýrendur hafa einng
nefnt Viktor V. Grishin, leiðtoga
kommúnistaflokksins í Moskvu,
sem hugsanlegan eftirmann ef um
einhvers konar málamiðlun yrði
að ræða.
Þangað til eftirmaður Brezhn-
evs hefur verið valinn, telja vest-
rænir fréttaskýrendur að samvirk
forysta sitji að völdum og verði
skipuð einhverjum fulltrúum úr
tólf manna stjórnmálaráði flokks-
ins. Talið er að þar verði um að
ræða Dmitri F. Ustinov varnar-
málaráðherra, Nikolai A. Tikh-
onov forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherrann, Andrei A. Grom-
yko.
Jarðneskum leifum Leonid I.
Leonid I. Brezhnev á Kauða torginu
síðastliðinn sunnudag.
Brezhnevs mun verða komið fyrir
á viðhafnarbörum á Rauða torg-
inu á morgun og er ráðgert að út-
för hans verði gerð næstkomandi
mánudag við mikla viðhöfn. Einn-
ig var fyrirskipuð í dag fjögurra
daga þjóðarsorg í landinu.
Rólegt er í Moskvu og á það lögð
áhersla að sýna að allt sé með
kyrrum kjörum. Það vakti mikla
athygli vestrænna stjórnarerind-
reka í dag hversu lítið var um
viðbrögð Moskvubúa við andláts-
fregninni, en dauði Brezhnevs hef-
ur verið harmaður hvarvetna í
Austantj aldslöndum.
Sjá nánar um líklegasta eftirmann
Brezhnevs og viðbrögð austan
tjalds og vestan á bls. 14 og 15.
Þetta er fyrsta opinbera myndin sem birt var af Leonid I. Brezhnev, eftir að
tilkynnt var um andlát hans í dag.
Sprenging í herbúðum
ísraela í S-Líbanon
Týrus, Líbanon, II. nóvember. ÁP.
GIFURLEG sprenging lagði i rust
byggingu ísraelsku herstjórnarinnar
í suður-líbönsku borginni Týrus í
morgun og grandaði a.m.k. fimmtán
Aröbum og nokkrum ísraelskum
hermönnum, samkvæmt heimildum
ísraelsks yfirmanns í dag. ísraelska
útvarpið birti fregnir þess eðlis, að
40 ísraelskir hermenn hefðu særst.
ísraelar neituðu að gefa upplýs-
ingar um hversu margir liðsmenn
þeirra hefði látið lífið í sprenging-
unni og báru fyrir sig að fyrst yrði
að hafa upp á aðstandendum
þeirra.
Walesa látinn
laus fljótlega
\arsjá, 11. nóvember. AP.
LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu sem hefur verið i stofufangelsi undanfarna
ellefu mánuði að skipun herlagayfirvalda, mun verða látinn laus á næstu
dögum, samkvæmt heimildum stjórnvalda í dag, en þessi ákvörðun var tekin
eftir að Walesa bauðst til að „hjálpa til við að finna lausn“ á vandamálum
Danuta W'alesa ásamt dótturinni Mögdu, þar sem þær virða fyrir sér mynd
af Lech á heimili þeirra í Gdansk.
I’óllands.
Tilkynning stjórnvalda um að
Walesa yrði innan skamms látinn
laus, sem birt var í fréttum pólska
útvarpsins síðdegis í dag, dugði
ekki til að lægja þær reiðiöldur
sem risið hafa í Varsjá og Krakow
og víðar í landinu og lögregla
dreifði í dag þúsundum manna sem
hrópuðu „Walesa er frjáls". Þessi
mótmæli voru ekki síður víðtæk en
mótmælin í gær.
Talsmaður stjórnvalda, Jerzy
Urban, kallaði vestræna frétta-
menn til fundar við sig í dag og
tjáði þeim þessa ákvörðun stjórn-
valda og sagði að Walesa hafi ritað
Jaruzelski bréf þar sem hann býðst
til að koma til móts við stjórnvöld
og hafi hann þar lagt til að honum
gæfist tækifæri til að ræða við
stjórnvöld um vandamál Póllands í
verkalýðsmálum.
„Ég legg til að haldinn verði
fundur þar sem þessi málefni verði
rædd. Það liggur ljóst fyrir að
hægt er að komast að niðurstöðu
með góðum vilja beggja aðiia,"
sagði Walesa í bréfi sínu til stjórn-
valda, sem Urban las upp úr í dag.
Hann sagði að í framhaldi af þessu
bréfi, sem ritað er 8. nóvember síð-
astliðinn, hafi Czeslaw Kiszczak
innanríkisráðherra komið að máli
við Walesa og hafi hann síðan skip-
að að Walesa yrði látinn laus úr
einangruninni.
Danutu Walesa var ókunnugt um
að stjórnvöld hefðu skipað að mað-
ur hennar yrði látinn laus úr stofu-
fangelsinu, þegar haft var sam-
band við hana á heimili þeirra
hjóna í dag, og sagði hún einungis:
„Éf það er satt, þá er ég ánægð.“
Þrír líbanskir björgunarmenn,
sem komu í dag frá Sidon, norður
af Týrus, sögðu að 60 manns hefðu
látið lífið og hefði þeim virst sem
flestir þeirra hefðu verið ísraelsk-
ir hermenn. Gonen, talsmaður
ísraelska hersins í Sidon, sagði:
„Það létust nokkrir ísraelar, svo
mikið er víst.“
ísraelar telja að sprenging þessi
hafi átt upptök sín í nærstaddri
bifreið er sprakk í loft upp, og síð-
ar í dag var haft samband við
frönsku fréttastofuna í Beirút og
lýsti hópur sem kallar sig „Vopn-
aðan baráttuhóp“ ábyrgð á hendur
sér og varaði við því, að fleiri slik-
ar sprengingar á búðir ísraela
væru í bígerð. Tilgangur með
sprengingum þessum væri að
reyna að koma ísraelskum her-
mönnum af líbönskum landsvæð-
um.
Ekki mun ljóst hvort ísraelski
hermálastjórinn, Sharaf, var í
byggingunni er sprengingin átti
sér stað.