Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
+
Eiginkona mín og móðir okkar,
HILDIGUNNUR JÓAKIMSDÓTTIR,
Hrannargölu 9, ísafirði,
lést í Landspítalanum 10. nóvember. Kveöjuathöfn fer fram í
Fossvogskapellu föstudaginn 12. nóvember kl. 10.15.
Halldór Kristjónsson
og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
EIRÍKUR JÓI SIGURÐSSON,
Aöalgötu 12, Keflavík,
lést aö heimiii sínu miövikudaginn 10. nóvember 1982.
Stefanía Guömundsdóttir
og börn.
+
JÓN S. JÓNSSON
frá Purkey, Klofningshreppi, Dalasýslu,
veröur jarösunginn frá Stykkishólmskirkju, kl. 2 laugardaginn 13.
nóvember.
Fósturbörn og aörir vandamenn.
+
Útför eiginmanns míns,
GUÐNA JÓNSSONAR,
fyrrverandi bónda aö Jaöri Hrunamannahreppi,
til heímilis aö Langageröi 15,
fer fram frá Bústaöakirkju, mánudaginn 15. nóvember kl. 13.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugaröi.
Kristín Jónsdóttir.
+
Móöir okkar,
ÓLÖF ÞORLEIFSDÓTTIR
frá Hömrum,
verður jarösungin frá Grundarfjaröarkirkju, laugardaginn 13.
nóvember kl. 14.00.
Þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlegast beðnir aö láta
Grundarfjaröarkirkju njóta þess.
Ferö veröur frá Umferðarmiöstöðinni kl. 8.00 sama dag.
Börn og tengdabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og vinarhug
viö fráfall og útför
HJÁLMTÝS HJÁLMTÝSSONAR.
Sérstakar þakkir til kvenfélags Breiöholts.
Guórún B. Daníelsdóttir,
Hlíf Svava Hjálmtýsdóttir,
börn og barnabörn.
+
Þökkum af alhug auösýndan vinarhug og samúö við andlát og
jarðarför,
DÓRÓTHEU JÓHAHNESDÓTTUR,,
Hátúni 4,
er lést þann 28. október. Guö blessi ykkur öll.
Ingólfur Jónsson,
Jóhannes Sveinn Halldórsson, Ingibjörg St. Hjaltalín,
Sigrún Siguróardóttír, Grétar Snar Hjartarson,
Jón Rafn Sigurösson, Kristín I. Jóhannsdóttir,
Erlingur Gunnar Sigurösson, Pirkko Sartoneva,
Stefán Már Ingólfsson, Marianna Franzdóttir.
+
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu
vegna andláts og jarðarfarar
ELÍSABETAR HELGADÓTTUR,
handavinnukennara,
Bjarnarstíg 10.
Sérstakar þakkir færum viö starfsliöi deild 1-A á Landakotsspítala.
Jóhanna Jónsdóttir,
Sverrir Bjarnason,
Helgi Bjarnason, Sigrún Þorsteínsdóttir,
Ásta Bjarnadóttir, Guðmundur Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Margrét Tómasdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 31. maí 1899
Dáin 5. nóvember 1982
I dag verður gerð frá Fossvogs-
kirkju útför Margrétar Tómas-
dóttur, Hamrabergi 12, áður á
Grettisgötu 58B, í Reykjavík.
Margrét var fædd að Einifelli í
Stafholtstungum 31. maí 1899 og
var því 83 ára er hún lézt 5. nóv-
ember sl. Foreldrar hennar voru
hjónin Ástrós Sumarliðadóttir og
Tómas Guðmundsson, bóndi að
Einifelli. Vegna heilsubrests föður
hennar var Margréti komið í fóst-
ur, þá fjögurra ára að aldri, til
föðurbróður síns, Guðmundar
Guðmundssonar, bóna í Hróars-
holti í Villingaholtshreppi í Flóa,
og konu hans Guðrúnar Halldórs-
dóttur. Ólst Margrét þar upp til
fullorðinsára.
Haustið 1918 fer Margrét til
Reykjavíkur til náms við ljós-
mæðraskólann og útskrifast það-
an í apríl 1919, þá 19 ára gömul, og
er nokkrum vikum síðar skipuð yf-
irsetukona í Villingaholtshreppi í
Flóa. Þótti hún lagin og farsæl
ljósmóðir og var hún kölluð til
sængurkvenna utan síns umdæm-
is og tók á móti mörgum börnum í
nálægum hreppum þau tæp fjögur
ár, sem hún gegndi þessum störf-
um í Flóanum — eða þar til hún
veiktist alvarlega. Fékk hún sam-
tímis barnaveiki og skarlatsótt og
var flutt til Reykjavíkur til lækn-
inga.
Er hún hafði náð fullri heilsu
ræðzt hún til verzlunarstarfa í
Braunsverslun í Reykjavík. Þar
starfaði hún unz hún giftist 19.
júní 1926 Karli Guðmundssyni, þá
búfræðingi frá Hvanneyri og síðar
rafvélavirkjameistara. Karl var
sonur Guðmundar Sigfreðssonar,
bónda og hreppstjóra í Króki á
Rauðasandi, og konu hans Guð-
rúnar Thoroddsen.
Þau Margrét og Karl áttu síðan
heimili sitt í Reykjavík, að undan-
skildu árinu 1929—1930, er Karl
annaðist rafstöð útgerðarinnar og
fiskvinnslunnar í Viðey, er þar var
þá rekin. Kom það sér vel fyrir
sængurkonur í eynni þann vetur,
að þar dvaldi þá ljósmóðir, sem
hlýddi kallinu, þótt sjálf væri hún
þá langt gengin með þriðja barn
sitt. I tæpa tvo áratugi bjuggu þau
hjón á Nönnugötu 1 og rúma tvo
áratugi á Grettisgötu 58B. Karl
Guðmundsson lézt í apríl 1977.
Þeim hjónum varð 9 barna auð-
ið og eru átta á lífi, þau eru: Ásta
Guðrún, Guðmundur, kvæntur
Hrefnu Árnadóttur, Hrefna Sig-
ríður, gift Steingrími Guðjóns-
syni, Anna Kristjana, gift Werner
Rasmussyni, Margrét Björk. gift
Erni Þór og síðar Yngva Ólafs-
syni, en hún lézt fyrir fáum árum,
Kristinn, kvæntur Kristínu Stef-
ánsdóttur, Tómas, kvæntur Ásu
Jónsdóttur, Einar og Ragnar.
Barnabörnin eru 17 og barna-
barnabörnin 2.
Margrét Tómasdóttir átti 5
systur og 3 bræður. Margrét var
yngst systkinanna, þeirra, sem
fullorðinsaldri náðu, og síðust til
að kveðja. Elzt systkinanna var
Guðrún, Ijósmóðir á ísafirði um
nokkur ár, skáldmælt vel og orti
undir höfundarnafninu Arnrún
frá Felli. Hún fluttist vestur um
haf og giftist þar Carli Bjarna-
syni, prófessor við Harvard-há-
skóla í Bandaríkjunum. Inga, gift-
ist Niels Nielsen, veitingamanni í
Kaupmannahöfn. Elín, ráðskona á
Gömlu-Grund, Guðmundur, bóndi
í Trandraseli í Borgarfirði, kvænt-
ur Ólöfu Jónsdóttur frá Einifelli.
Sigríður, ráðskona á Nýju-Grund,
elliheimilinu í Hafnarfirði og Ak-
urhóli. Einar, kolakaupmaður í
Reykjavík, kvæntur Ragnhildi
Jónsdóttur. Anna, hjúkrunarkona
í Kaupmannahöfn. Kristján dó
tveggja ára gamall.
Faðir minn, Einar Tómasson,
bróðir Margrétar, bjó í næsta
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
+
Þökkum auösýnda samúö vegna andláts og útfarar
ÓSKARS HARALDSSONAR,
Vesturgötu 61.
Sigurlína Jónsdóttir,
Kristín Haraldsdóttir.
+
Þakka auösýnda samúö vegna fráfalls eiginmanns míns,
KJARTANS BJARNASONAR,
fyrrv. sparisjóðsstjóra trá Siglufirói,
Fyrir hönd vandamanna,
Helga Gísladóttir.
Lokað
kl. 14.00 í dag föstudag vegna útfarar
Kristjáns Guðlaugssonar hrl.
Félagsprentsmidjan hf., Anilinprent hf.,
Stimplagerd Félagsprentsmidjunnar hf.
nágrenni við Nönnugötu 1 og var
mikill samgangur, vinátta og tíður
samfagnaður milli heimila þeirra
systkina. Barnalán var mikið hjá
báðum. Við vorum 11 systkinin, 9
systur og 2 bræður. Leið varla sá
dagur að við hittumst ekki oftar
en einu sinni til leiks, skrafs og
ráðagerða. Var þá oft þröngt á
þingi og mikið hlegið, enda marg-
ar sögur þá enn sagðar, sem enn
eru rifjaðar upp.
Margrét og Karl og foreldrar
mínir voru einlægir vinir og gátu
þrátt fyrir barnamergðina gefið
sér tóm til að taka í spil og stytta
sér stundir. Ótaldir eru þeir dag-
ar, sem við systur „skruppum upp
á Nönnugötu til Möggu frænku"
til að ræða við hana um okkar
leyndarmál í einrúmi og fá holl
ráð og leiðbeiningar. Var þá oft
lagt fast að henni að lesa í bolla
eða spil um óorðna hluti.
Þrátt fyrir þungt heimili átti
hún alltaf tíma til að sinna okkur.
Flestum okkar systra kenndi hún
að fara með prjóna og stýra nál.
Margrét var frábær myndar- og
dugnaðarkona til allra verka. Síð-
ustu æviárin lét hún heldur ekki
verk úr hendi falla og prjónaði,
heklaði og hnýtti teppi handa
börnum, barnabörnum og barna-
barnabörnum. Var kappið þá
stundum meira en kraftar leyfðu.
Fyrir allt það, sem ég hef hér
drepið á, og margt fleira, er vottar
umhyggju hennar og elsku í okkar
garð, viljum við systkinin þakka
henni af alhug, nú er leiðir skiljast
að sinni. Við vottum fjölskyldu og
ástvinum hennar innilegrar sam-
úðar.
Megi Guð blessa minningu Mar-
grétar Tómasdóttur.
Ásta Einarsdóttir
í dag er borin til hinstu hvíldar
Margrét Tómasdóttir, Hamra-
bergi 12, áður á Grettisgötu 58b,
Reykjavík. Margrét var fædd að
Einifelli í Stafholtstungum, Borg-
arfirði, þar sem foreldrar hennar
bjuggu, en þau voru hjónin Tómas
Guðmundsson frá Hróarsholti í
Flóa, Tómassonar prests í Vill-
ingaholti og Ástrósar Sumarliða-
dóttur. Ætt hennar kann ég ekki
að rekja.
Margrét fluttist barn að aldri að
Hróarsholti í Flóa til föðurfólks
síns þar, er faðir hennar missti
heilsuna. Þar ólst hún upp, og var
þar sín þroskaár. Að beiðni Vill-
ingaholts- og Hrunagerðishreppa
fór hún í ljósmæðraskólann 1918
og lauk þar námi 1919. Gerðist síð-
an ljósmóðir í þeim hreppum en
reyndar náði starfssvæðið út fyrir
þá. Henni fórst ljósmóðurstarfið
vel úr hendi, og var afar lánssöm í
því starfi, en þá voru allar aðstæð-
ur aðrar og erfiðari en nú á tím-
um. Eftir nær fjögurra ára starf
veiktist hún alvarlega og fluttist
til Reykjavíkur vegna veikind-
anna. Þegar hún komst til heilsu á
ný fór hún að vinna í Braunsverzl-
un, og vann þar, þangað til hún
giftist 19. júní 1926 Karli Guð-
mundssyni, rafvirkja, sem lengi
var sýningarstjóri í Tjarnarbíói og
síðar Háskólabíói. Þau hófu bú-
skap á Vesturgötunni hjá Ástrósu
móður Margrétar. Um eins árs
skeið bjuggu þau í Viðey og tók
hún þar á móti börnum, lengst
bjuggu þau á Nönnugötunni. Þau
eignuðust 9 börn og eru 8 á lífi.