Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 25 Minning: Frímann Konráðsson Nývarð Konráðsson Fæddir 18. ágúst 1966 Dánir 30. október 1982 Það er erfitt að sætta sig við að Frímann og Nývarð séu dánir. Af hverju þeir? Sú spurning vaknar ósjálfrátt í huga manns. Þeir, sem áttu svo mikið af gleði að gefa, fullir lífsþróttar og ástar á lífinu, teknir burt í einni svipan svo snemma að morgni lífsins. Því fáum við ekki svarað. En þó dvöl þeirra hér á meðal okkar hafi ver- ið stutt, var hún góð. Við vinkon- urnar kynntumst þeim um síðustu páska í heimabyggð þeirra á Ólafsfirði, en önnur okkar á mikið af skyldfólki þar. Við vorum oftast fjögur saman, ásamt Gumma, besta vini þeirra. Það streymdi alltaf gleðin og húmorinn frá þeim bræðrum þannig að maður gat ekki annað en verið í góðu skapi, þegar þeir voru nálægir. Við tók- um líka fljótt eftir því hvað þeir voru samrýndir. Ef þeir t.d. voru að segja frá einhverju skiptust þeir á að tala, skiptu frásögninni bróðurlega á milli sín. Einn atburður er okkur vinkon- unum mjög minnisstæður og mun- um aldrei gleyma. En það var þeg- ar við heimsóttum heimili þeirra að Burstabrekku. Það fór ekki milli mála að þeir voru mjög hreyknir af heimili sínu og voru ólatir við að sýna okkur hluti sem tengdust þeim sjálfum, foreldrum þeirra eða systkinum. Mynda- albúmin voru skoðuð við mikla kátínu og áttu þeir fullt í fangi með að útskýra hver væri hvað, ef eldri myndum af þeim tvíburun- um brá fyrir. Þetta var ógleyman- legur dagur sem við áttum með Sigurlaug Steinunn Sigurðardóttir — Minning Fædd 26. nóvember 1913 Dáin 2. nóvember 1982 I dag verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík tengda- móðir mín, Sigurlaug Steinunn Sigurðardóttir, Miðtúni 20 hér í borg. Hún var dóttir hjónanna Marinar Ingibjargar Guðmunds- dóttur og Sigurðar Kr. Ólafssonar. Hafði hún um nokkurra ára skeið átt við vanheilsu að stríða og dvaldist síðustu tæp tvö árin ann- að slagið í spítala, farin að heilsu og kröftum. Dauðinn kom því til hennar eins og lífsins engill og leysti hana undan frekari kröm ellihrumleikans. Það var erfitt að sjá að baki svo góðri konu sem Sigurlaug var lifa lengi lífi sem allt gildi hafði misst fyrir hana. Þess vegna bærist þökk til Guðs nú í brjósti að andi hennar skuli hafa fengið lausn úr jarðneskum viðjum og geti nú flogið frjáls á vit vina á æðri tilverusviðum Guðs eilífa ríkis. Með Sigurlaugu er horfin góð kona sem öllum vildi gott gera og leið henni vel ef allt gekk vel hjá börnum hennar og ættingjum. þeim bræðrunum og mun trúlega sterkast tengjast minningu þeirra í hugum okkar. Annars er það skrýtið hvað þetta er fljótt að ger- ast. Önnur okkar var á Ólafsfirði um verslunarmannahelgina síð- ustu og var þá eitt kvöld ásamt bræðrunum heima hjá vini þeirra. Þar héldu þeir fjörinu uppi að vanda með bröndurum og öðru gamni, þannig að við krakkarnir veltujmst um af hlátri. Ekki renndi hún í grun að þetta yrði síðasta stundin sem hún ætti með þeim. Við sendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur til foreldra þeirra og systkina og biðjum góðan Guð að styrkjaæ þau og blessa. Ellý og Matta. Aldrei munum við gleyma henni, svo margs er að minnast og marg- ar voru ferðir hennar austur fyrir fjall til fjölskyldu minnar og gaf hún sér þá oft tíma til að leika við börnin. Öft var líka tekið í spil og minnist ég þess hve gaman hún hafði af því. Þar sem góðir menn ganga, þar eru Guðs vegir. Megi Sigurlaug ganga þann veg á ljóss- ins eilífðarströnd. Blessuð sé hennar minning. Jóhannesi og börnum hennar, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu sam- úð. Á hendur fol þú llonum som himna stýrir borg, þad allt er áttu í vonum og allt er veldur sorg. Ilann bylfjjur getur bundid t»g bugad storma her. Hann fótstig getur fundið sem f*r sé handa þér. Steinar Sigurður Guðjónsson In^^^mpeningaseðla og myntar í gömlum krónum Athygli fólks er vakin á því að nú er hver síðastur að fá gömlum krónum skipt fyrir nýjar, en lokafrestur til að innleysa seðla og mynt t gömlum krónum rennur út um ruestu áramót. I Slegnir peningar (mynt) 1 KRÓNA Þvermál: 22,5 mm Þyngd: 4,75 g. 1 KRÓNA Þvermál: 17 mm Þyngd:0,61 g Málmur: Nikkel/látún Útgefnir: 1925-1975 Málmur: Á1 Útgefnir: 1976-1980 5 KRÓNUR Þvermál: 20,75 mm Þyngd: 4,00 g Málmur: Kopar/nikkel Útgefnir: 1969-1980 10 KRÓNUR Þvermál: 25 mm Þyngd: 6,50 g Málmur: Kopar/nikkel Útgefnir: 1967-1980 u Peningaseðlar, útgefnir af SHÐLABANKA ÍSLANDS skv. lögum nr. 10 frá 29. mars 1961: 100 KRÓNUR Stserð og myndefni sbr. A 100 krónur. Aðallitir: Blágrænn og fjöllitaívaf (framhlið), blágrænn (bakhlið). 500 KRÓNUR Stærð: 150 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Hannesi Hafstein, en á bakhlið er mynd af fiskibát og áhöfn hans á veiðum. AðaUitir: Grænn (framhUð og bakhhð). 50 KRÓNUR Þvermál: 30 mm Þyngd: 12,50 g Málmur: Nikkel Útgefnir: 1968 (minnispeningur) 50 KRÓNUR Þvermál: 30 mm Þyngd: 12,50 g Málmur: Kopar/nikkel Útgefnir: 1970-1980 II Peningaseölar A Peningaseðlar, útgefnir af LANDSBANKA ÍSLANDS - SEÐLABANKA skv. lögum nr. 63 frá 21. júní 1957: 100 KRÓNUR Stærð: 150 x 70 mm. Myndefni: Á framhUð er mynd af Tryggva Gunnarssyni og Hólum í Hjaltadal, en á bakhlið er mynd af fjárrekstri og Heklu í baksýn. AðaUitir: Blágrænn og fjöllitaivaf (framhlið), ljósgrænn (bakhUð). 1000 KRÓNUR Stærð: 160 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Jóni Sigurðssyni og Alþingishúsinu, en á bakhlið er mynd af Þingvöllum. AðaUitir: Blér og fjöllitaívaf (framhlið), blár (bakhUð). Stærð: 160 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Einari Benediktssyni og rafstöðinni við Írafoss, en á bakhlið er mynd af Dettifossi. Aðallitir: Ljósbrúnn og fjöllitaívaf (framhlið og bakhlið). f öllum framangreindum peningaseðlum (A og B) er lóðróttur öryggisþráður og vamsmerki, sem ber mynd af Sveini Bjömssyni, fyrsta forseta lýðveldisins. 8 St 1 8 Bankar og sparisjóðir eru ekki lengur skuldbundnir til að innleysa gamlar krónur, en munu taka að sér milligöngu fyrir viðskiptavini að fá þær innleystar hjá Seðlabankanum, en hann mun innleysa peningana að einum hundraðshluta ákvæðisverðs fram til 31. desember 1982. Reykjavík, í nóvember 1982 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.