Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 Akureyri: Ellilífeyrisþegum boð ið ókeypis í Bautann Menningardagar á Hellissandi EIGENDUR veitingastaöanna Baut- ans og Smiðjunnar á Akureyri hafa ákveöiö að bjóöa öllum ellilífeyris- þegum, sem þess óska, aö koma og boröa á Bautanum fram til 22. þ.m. þeim aö kostnaöarlausu. Þetta er gert til þess að sýna ellilífeyrisþegum virðingarvott á „ári aldraðra" og hafa eigendur Bautans og Smiðjunnar leitað til nýstofnaðs félags aldraðra á Ak- ureyri um að kynna þetta boð. Ellilífeyrisþegarnir eru vel- komnir í veitingasali Bautans alla daga á tímabilinu frá kl. 14—22. Þeir geta hvort sem er valið af sérréttamatseðli Bautans, af kaffihlaðborði, eða þá fengið sér svið með tilheyrandi, sem á boð- stólum verða einnig. „Við teljum, að fólk sem komið er á efri ár telji það mjög mikið fyrirtæki að fara á veitingastað að borða," sagði Stefán Gunnlaugs- son einn af eigendum Bautans og Smiðjunnar. „Við viljum um leið og við bjóðum ellilífeyrisþegunum JRJ bifreiöasmiðja hf. í Varmahlíö hefur gefið út kynningarbækling um þá þjónustu, sem fyrirtækið veitir. Fyrirtækið var stofnað 1977 og er stofnandi og eigandi Jóhann R. Jakobsson bifreiðasmíðameistari Fyrirtækið hefur sérhæft sig í smíði yfirbygginga á allar gerðir í mat á Bautanum sýna þeim að svo er ekki.“ Nöfn þeirra ellilífeyrisþega, sem þiggja boð Bautans og koma í mat fram til 22. nóvember, verða skrif- uð niður. Þegar þessu lýkur er áformað að draga út eitt nafn og mun viðkomandi fá í verðlaun utanlandsferð, sem gefin er af Ferðaskrifstofunni Úrvali, en um- boðsaðili hennar á Akureyri er Ferðaskrifstofa Akureyrar. Þá munu þeir ellilífeyrisþegar, sem verða númer 100, 200, 300 o.s.frv., fá boð um ókeypis veislumáltíð í Smiðjunni. Veitingahúsið Bautinn verður 12 ára í vor og Smiðjan hefur um sama leyti verið rekin í fjögur ár. Eigendur þessara veitingastaða búa sig nú undir að taka á móti milljónasta gestinum frá upphafi og á móti þessum gestum verður að sjálfsögðu tekið með mikilli viðhöfn. Hann fær ókeypis veislu- máltíð í Smiðjunni og einnig Kaupmannahafnarferð með Ferðaskrifstofu Akureyrar. jeppabíla og svokallaðra „pick-up“ bíla. Ennfremur annast fyrirtækið réttingar, bílaklæðningar, bíla- málun og glerísetningar. í bæklingnum er nákvæm lýsing á þeim yfirbyggingum, sem í boði eru og myndir birtar. Fylgir ein myndanna með fréttinni. UM HELGINA gengst Listaráð Neshrepps fyrir „Menningardög- um“ í grunnskóianum á Hellissandi. Listamennirnir Örn Ingi, Aðal- steinn Vestmann, Ólafur Torfason og Sigurður Aðalsteinsson sýna verk sín. Tónlistarmennirnir Kristinn Örn Kristinsson, Michael John Clark og Paula Parker koma FÖSTUDAGINN 29. október sl. gekkst Landssamband iönaðarmanna fyrir málþingi, sem bar yfirskriftina „Veljum íslenskt — málþing um iðn- þróun og íslenska innkaupastefnu," segir í frétt Landssambands iönaðar- manna. Ennfremur segir í fréttinni: Stjórn Landssambands iðnaðar- manna hefur haft miklar áhyggjur vegna minnkandi markaðshlutdeild- ar ýmissa iðngreina. Sem dæmi um slíkan samdrátt má nefna, að í hús- gagnaiðnaði var hlutdeild orðin að- eins 44 —50%, og hefur farið enn lækkandi á þeim tíma, sem síðan er liðinn. Þá er þess að geta, að ísl. innréttingar hafa allt til ársins 1981 nokkuð haldið hlut sínum á markaðnum. Hins vegar sýna innflutningstölur vegna sex fyrstu mánaða þessa árs, að innflutningur hefur aukist verulega. Þannig voru fluttar inn innréttingar fyrir um 17 milljónir kr. fyrstu 6 mánuði þessa árs, en fyrir 7,1 millj. kr. á sama tíma í fyrra. Varðandi kökugerð kom fram, einnig Signý Pálsdóttir leikkona. Guðlaugur Arason les úr verkum sínum. Heimafólk tekur líka þátt í þessum Menningardögum. Ha- fsteinn Engilbertsson les úr óprentuðu handriti sínu og grunnskólakrakkar lesa eigin ljóð, en þau heita: Ella Björk, Viggó fram, að á árinu 1981 voru flutt inn 200 tonn af kökum, og flest bendir til þess, að á þessu ári verði innflutn- ingurinn u.þ.b. 400 tonn, sem svarar til þess, að fluttar verða inn um 1 milljón kökur. Þessar upplýsingar koma m.a. fram í einu erindanna, sem flutt voru á ráðstefnunni. Jafn- framt var þar bent á, að e.t.v. lægju enn víða ónýtt iðnaðartækifæri hér- lendis. Jafnframt var þar bent á, að e.t.v. lægju enn víða ónýtt iðnaðar- tækifæri hérlendis, ekki síst í raf- og rafeindaiðnaði. Á málþinginu fluttu fulltrúar hinna ýmsu innkaupahópa erindi um viðhorf sín til íslensks iðn- aðar. Þannig komu fram sjónarmið almennra neytenda, einkafyrir- tækja, sveitarfélaga og ríkis varð- andi viðskipti við íslensk iðnfyrir- tæki. Var þar bent á ýmislegt já- kvætt hjá innlendum iðnaöi, en einn- ig varð vart nokkurrar gagnrýni á innlend iðnfyrirtæki og bent á atriði, sem þau mættu sinna betur. Þannig kom sterklega fram hjá ýmsum ræðumönnum, að forráðamenn Einar, Eggert Arnar og írís Bjargmundsdóttir. Menningardagarnir hefjasf kl. 20.00 laugardagskvöld og standa til kl. 18.00 á sunnudag. Tilgangur þessara menningard- aga er að efla tengsl foreldra og skóla oa auka áhuga á listum. Allir eru velkomnir. iðnfyrirtækja væru slök í því efni að selja vöru sína og þjónustu. Markaðsstarfsemi og sölumennska í íslenskum iðnfyrirtækjum væri eng- an veginn komin á það stig, að hún standi jafnfætis því, sem tíðkist hjá erlendum keppinautum. Stjórnendur iðnfyrirtækja þyrftu að gefa mik- ilkvægi sölumála meiri gaum, en ekki aðeins einblína á framleiðsluna sem slíka. Þá voru á málþinginu flutt all- mörg erindi varðandi hin almennu starfskilyrði iðnaðar, en þessi skil- yrði iðnaðar yrðu að vera a.m.k. ekki lakari en í samkeppnislöndum okkar, auk þess sem starfsskilyrði iðnaðar hérlendis mættu ekki vera slakari en þau, sem landbúnaður og sjávarútvegur nytu. Að öðru kosti verður samkeppnishæfni ísl. iðnaðar ekki tryggð. Loks var gerð grein fyrir sam- keppni, sem Landssamband iðnað- armanna hefði í undirbúningi, varð- andi hönnun merkis til að auðkenna íslenskar vörur. Smíðað yfir bíla í Varmahlíð Markaðs- og sölustarfsemi iðnfyrirtækja er ábótavant Frönsk kvikmyndavika dagana 13.—21. nóvember FRÖNSK kvikmyndavika hefst í Regnboganum laugardaginn 13. nóv- ember og mun standa til sunnudags- ins 21. i öllum sölum kvikmynda- hússins. Þetta er í sjöunda sinn, sem slík kvikmyndavika er haldin hér á landi og að þessu sinni eru það 7 kvikmyndir sem sýndar verða og vekur athygli að þær eru allar mjög nýjar af nálinni, sú elsta frá árinu 1978, en hinar sex frá árunum 1980 og ’81. Allir myndirnar eru með enskum skýringartexta. MOLIERE eða LÍF HEIÐAR- LEGS MANNS (Moliere ou la vie dún honnéte homme) er elst þess- ara mynda, frá 1978 og leikstýrir Ariane Mnouchkine. Sýningartími er 4 klukkustundir og 20 mínútur og er myndin sýnd í tveimur hlut- um og verður að kaupa miða á hvora sýningu fyrir sig. Myndin fjallar um ævi Moliere (1622— 1673), eins frægasta leikritaskálds Frakka. Myndin er saga baráttu hans, mistaka og sigra, á öld þegar íburður gat aldrei hulið hungur, eymd og áþján, segir m.a. í sýn- ingarskrá. Þetta er önnur mynd Ariane Mnouchkine, sem hefur verið stjórnandi Sólarleikhússins (Thé- atre du Soleil) í 18 ár. Hver sýning þess leikhúss er viðburður, segir í sýningarskrá og hafði hún 20 milljón franka sjóð þegar hún hófst handa um gerð verksins. 1.200 búningar voru gerðir fyrir myndina og 200 manns unnu að henni í heilt ár, allir á sömu laun- um, en þannig eru starfsreglur Sólarleikhússins. SURTUR (Anthracite). Stjórn- andi Edouard Niermans (1980), en hann verður gestur frönsku kvikmyndavikunnar og mun kynna mynd sína við opnun vik- unnar. Sýningartími er 90 mín. Myndin gerist í gagnfræðaskóla jesúítareglu og fjallar um sam- skipti innan hans, en innan þess lokaða heims sem skólinn er ríkja gamlar og strangar uppeldishefð- ir, sem þyggjast á að innræta nemendum kennisetningar og yf- irráðalöngun. Faðir Godard, um- sjónarmaður elstu bekkinga, hefur viðurnefnið Surtur nv drevmir nm einhvers konar heilagleika og fjallar myndin m.a. um að ungur drengur, einmana og dreyminn verður að taka afstöðu. Þetta er fyrsta mynd Edouard Niermans í fullri lengd, en áður hefur hann gert styttri myndir. Henni hefur verið vel tekið og mun hún að nokkru byggð á æsku- minningum höfundar. STÓRSÖNGKONAN (Diva). Stjórnandi Jean—Jacques Beineix (1981). Sýningartími 110 mínútur. Þessari mynd hefur verið lýst sem fagurfræðilegum „krimma", draumkenndri „glæpamynd", í „kitsch“-stíl níunda áratugsins, setHr meðol annnra [ sýn- ingarskrá. Hún hlaut 4 Sesar- verðlaun í febrúar síðastliðnum, en innan Frakklands má líkja stöðu þeirra við Óskarsverðlaunin. Söguþráður er of flókin til að rekja hann í stuttu máli, en fjallar meðal annars um eltingarleik við segulbandsspólu, sem gæti komið ýmsum aðilum á kaldan klaka. Einnig kemur við sögu söngkona, sem ekki vill láta taka upp söng sinn og ólögleg upptaka aðdáanda hennar á söng hennar. Aðalþemað í myndinni er leit, leit sem engan árangur getur borið. Þetta er fyrsta mynd leikstjór- ans Jean-Jacques Beineix og fékk hann Sesar-verðlaunin fyrir hana, sem bestu fyrstu mynd. HREINSUNIN (Coup de tor- chon). Stjórnandi Bernard Tav- ernier (1981). Sýningartími 128 mínútur. Myndin gerist árið 1938 í þúsund manna smáborg í frönsku V-Afríku og segir frá þegar lög- reglustjóri staðarins, fremur hug- laus og lítilfjörlegur persónuleiki ákveður að losa borgina við óþokk- ana sem hana byggja. Handrit myndarinnar er gert eftir skáld- sögu Bandaríkjamannsins Jim Thompson „1275 sálir". Þetta er áttunda mynd Bernard Tavernier og hefur að minnsta kosti ein þeirra verið sýnd hér á landi áður. I sýningarskrá segir að myndin sé allt í senn, hryllingsmynd, dæmi- saga, vestri og jafnvel gaman- mynd á köflum. NÓTT/ÚTITAKA (Exterieur nuit). Stjórnandi Jacques Brai (1980). Sýningartími 110 mínútur. Myndin segir frá kynnum þriggja persóna, rithöfundar, jassleikara, sem hefur brotið allar brýr að baki sér og konu, sem stundar leigubílaakstur að næturlagi. Ást- arsamband tekst með hinum tveim síðarnefndu. I sýningarskrá segir meðal annars að þessar þrjár persónur eigi það sameigin- legt að geta ekki látið drauma sína rætast og feli undir hrjúfu yfir- borði löngunina til að ná sam- Atriði úr myndinni Stórsöngkonan (Diva), en sú mynd hlaut fjögur Sesar- Daniel Charbonnier, umsjónarmaður frönsku kvikmyndavikunnar, með eina verðlaun í febrúar síðastliðnum. mynd vikunnar í höndunum. Ljósmrnd Mbl. Krístján Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.