Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 11

Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 11 Tvær bækur eftir Braga Sigurjónsson SKJALDBORG hefur gefið út tvær bækur eftir Braga Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismann og ráð- herra, bókina „Boðsdagar hjá þremur stórþjóðum“ og „Sunnan Kaldbaks, ljóð“. Fyrrnefnda bókin er 192 blaðsíður, en hin síðar- nefnda 95. Sverrir Haraldsson Ljóöabók eftir Sverri Haraldsson SKJALDBORG á Akureyri hefur gefiö út Ijóðabókina Að leikslokum eftir Sverri Haraldsson sóknarprest í Borgarfirði eystra. Að leikslokum geymir 54 ljóð, og eru þar á meðal ljóð, sem áður birtust í tveimur ljóðakverum, Við bakdyrnar 1950 og Rímuð ljóð á atómöld 1952. Gísli Jónsson menntaskóla- kennari las handritið yfir og próf- örk að bókinni, en Að leikslokum er 143 blaðsíður, unnin í prent- smiðju Björns Jónssonar. bandi hvort við annað. Um tíma hittast þau og endurheimta trúna á lífið, sem svo síðan skilur þau að. Stjórnandinn Brai hefur áður gert þrjár langar myndir og marg- ar stuttar. UNDARLEGT FERÐALAG (Un etrange voyage). Stjórnandi Alain Cavalier (1981). Sýningar- tími 99 mínútur. Myndin byggir á atviki sem umrætt var í blöðum 1978 og segir frá leit manns að móður sinni, sem hverfur úr járnbrautarlest á leiðinni milli Troyes og Parísar, en á þeirri leið er engin viðkomustaður. Hann ákveður því að ganga meðfram járnbrautarsporinu. Dóttir hans slæst í förina; en samband þeirra hefur ekki verið upp á það besta og lýsir myndin meðal annars því, hvernig þau færast nær hvort öðru á ferðalaginu. í sýningarskrá er haft eftir leik- stjórann Alain Cavalier, að í þess- ari mynd sinni hafi hann verið að reyna að ná fram „þessu vanda- sama jafnvægi milli geðshrær- ingar og spennu". HARKALEG HEIMKOMA (Retóur en force). Stjórnandi Jean-Marie Poiré (1980). Sýn- ingartími 94 mínútur. Þetta er gamanmynd sem segir frá heim- komu manns úr fangelsi, þar sem hann býst við að fjölskylda og væn fjárfúlga bíði hans. En reyndin verður önnur og rekur myndin þau atvik sem fylgja í kjölfarið. í sýningarskrá segir að myndin sé dæmigerð fyrir vissa tegund mynda í Frakklandi, sem blómstri þar um þessar mundir og byggi á gálgahúmor, þar sem ótrúlegustu atvik komi fyrir hið venjulegasta fólk. Leikstjórinn hefur gert þrjár langar myndir, er þetta önnur þeirra og hefur hann skapað sér nafn sem gamanmyndaleikstjóri. í fyrrnefndu bókinni segir Bragi Sigurjónsson frá heim- sóknum til þriggja landa, Bandaríkjanna, Kína og Rúss- lands. Um 50 myndir eru frá heimsóknunum í bókinni. í ferð- unum til Rússlands og Kína voru margir þjóðkunnir menn í för með Braga. I Kínareisunni, sem farin var 1956, voru: Jakob Bene- diktsson, Jörundur Brynjólfsson, Magnús Jónsson, Brynjólfur Bjarnason, Ólafur Jóhannesson, Björn Þorsteinsson, Kristján Bender og Jón Helgason. I Rúss- landsreisunni 1973 voru aftur á móti í för með Braga: Eysteinn Jónsson, Steinþór Gestsson, Garðar Sigurðsson og Benóný Arnórsson. í Bandaríkjaförinni 1952 voru með Braga 11 blaða- menn frá þátttökuríkjum Atl- antshafsbandalagsins. Kötturinn sem hvarf eftir Nínu Tryggvadóttur Bragi Sigurjónsson Síðarnefnda bókin, ljóðabókin, er áttunda ljóðabók, sem Bragi Sigurjónsson lætur frá sér fara, alls 50 ljóð. Bækurnar eru báðar prentað- ar í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar á Akureyri. HJÁ Máli og menningu er komin út barnabókin Kötturinn sem hvarf eftir Nínu Tryggvadóttur. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar, en hún kom fyrst út árið 1947 hjá Heimskringlu. í fréttatilkynningu útgefanda segir m.a.: „Kötturinn sem hvarf er skemmtilegust af öllum barna- bókum Nínu og hefur fyrir löngu áunnið sér sess sem ein af fáum klassískum íslenskum barnabókum. Bókin segir frá litlu kisu með ljósið í rófunni sem týnist og finnst hvergi, hvar sem leitað er — hefur stol- ist út á músaveiðar. Sagan er í bundnu máli í þulu — eða barnagælustíl sem Nína fer listilega með og prýdd gullfall- egum myndum. Myndirnar í þessari útgáfu eru offsetprent- aðar, en upphaflega voru mynd- irnar dúkristur sem þrykktar voru á hverja bók.“ Nína Tryggvadóttir Hverju CVARtR IÆKNIRINN 7 Ll Jj OÁLFSÖGÐ fJETMTT ISþfANDRÓK ■ Hvers vegna eiga margir karlmenn í vanda vegna blöðruhálskirtils? ■ Hvaða getnaðarvörn er öruggust og hættuminnst? ■ Getur mikil sykurneysla orsakað sykursýki? ■ Getaallirnotaðkontaktlinsur? ■ Hvaðerskröpun? ■ Afhverjukemurflasa? i Afhverjustafarútferð? ■ Hversvegnagránarhárið? ■ Hvernig verka megrunarlyf? i Afhverjustafarhöfuðverkur? ■ í hverjuermænustungafólgin? ■ Erhægtaðlæknaheilablóðfall? • • llum þessum spurningum og á fjórða hundrað til viðbótar svarar þessi bók. Spurningum sem mörgum finnst e.t.v. erfitt að bera upp við heimilislækninn. (3 uðsteinn Þengilsson læknir þýddi og endur- sagði bókina. HverjuSvararLæknirinn? - 355 spurningar og svör um heilsufar, læknismeðferð, lyfjanotkun o.fl., með yfir 200 skýringarmyndum, ásamt lista yfir læknisfræðileg heiti og hugtök. Hverju Svarar æknirinn? er sjálfsögð handbók á hverju heimili. Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923 - 19156

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.