Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 13

Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 13 Jóhanna Kristjónsdóttir aftur formaður FEF hann féll frá fyrir aldur fram sem kunnugt er. I góðum félagsskap fór Kristján stundum með ljóð sín og leyndi sér ekki að hér var kunn- áttumaður að verki. Skilja mátti það á Kristjáni að hann hefði haft áhuga fyrir að halda lengra á þessari braut og vissulega voru efnin fyrir hendi, en af ýmsum ástæðum varð ekki af því. A þessum uppbyggingarárum í sögu Loftleiða lágu leiðir okkar Kristjáns ekki ósjaldan saman erlendis vegna samninga, sér- staklega á Norðurlöndum. Þar var hann vel heima, enda stundaði hann nám í þeim heimshluta og kunni glögg skil á öllu. Hann var mikill kunnáttumaður um lög- fræðileg málefni, sem skipti miklu við gerð flókinna samninga. Kristján var ákaflega dagfars- prúður maður, hlýr, elskulegur og glaðvær í viðmóti svo og greiðvik- inn. Hann var sérlega samvinnu- þýður, glöggur vel, sanngjarn og fljótur að átta sig á aukaatriðum og aðalatriðum þegar ákvarðanir þurfti að taka í veigamiklum mál- um. Undir farsælli forystu Krist- jáns við stjórnarstörf í Loftleiðum á þessum fyrstu árum, minnist ég ekki að ágreiningsmá! hafi risið sem ekki voru farsællega leyst. Eftir sameiningu íslensku flug- félaganna, sem Kristjáni var mik- ið áhugamál, starfaði hann áfram um nokkurt skeið fyrir Flugleiðir hf. og var þá m.a,. formaður stjórnar félagsins í nær tvö ár. Gegndi hann því starfi farsællega, sem öðrum, þar til hann lét af störfum fyrir nokkrum árum sakir aldurs. Hjónaband Kristjáns var far- sælt, en kona hans er Bergþóra Brynjúlfsdóttir, hin mesta sæmd- arkona, sem nú lifir mann sinn. Bjó hún honum ástríkt heimili, þar sem gestrisni var í hávegum höfð á sérlega smekklegu og list- rænu heimili þeirra hjóna. Börnin urðu tvö, Anna, húsmóðir í Reykjavík, og Grétar, lögfræðing- ur. Bergþóru og börnum þeirra hjóna, svo og öðrum afkomendum og skyldmennum er vottuð einlæg samúð. Sigurður Helgason Þar sem ég geri ráð fyrir að ein- hverjir verði til þess að rekja æviferil Kristjáns heitins Guð- laugssonar hér í blaðinu í dag mun ég einungis láta frá mér fara nokkur kveðjuorð frá samstarfs- manni hans í þá tvo áratugi sem Kristján var í fararbroddi fylk- ingar Loftleiðamanna. Enda þótt mér þyki öðrum þræði alltaf dapurlegt að minnast þeirra deilna sem urðu innan Loft- leiða árið 1953 vegna þess hve ágætir menn voru þar í báðum fylkingabrjóstum þá var ekki um annað að ræða eftir að átökin voru hafin en að berjast til sigurs með öllum tiltækum ráðum. Einn mesti vandi þeirra sem skipulögðu væntanleg stjórnar- skipti var að velja hinni nýju stjórn traustan fyrirliða. Nefnd voru nöfn ótal valinkunnra borg- ara og hæfileikar þeirra metnir og vegnir. Að lokum voru allir á einu máli um að einungis einn maður Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. sameinaði alla þá kosti sem hver og einn hinna átti helsta sér til ágætis. Allir urðu sammála um að ef unnt yrði að fá Kristján Guð- laugsson til að vera í kjöri til formennsku þá væri liði svo vel fylkt að betur yrði ekki á kosið. Til þessa lágu mörg gild rök og góð. Kristján var þá á ágætum aldri, 47 ára gamall. Hann átti að baki glæsilegan feril sem mála- færslumaður og ritstjóri. Enda þótt hann væri beinskeyttur og harðfylginn var hann góðkunnur drengskaparmaður sem hafði á löngum starfsferli jafnt áunnið sér traust og virðingu samherja og andstæðinga. Hann hafði reynst farsæll fésýslumaður í stjórnun margra félaga. Honum mátti jafnt treysta til mikilla stórræða og far- sællar forystu. Vegna alls þessa var hann hinn sjálfkjörni fyrirliði. Það tókst að lokum að fá sam- þykki Kristjáns til að vera í kjöri til formennsku að því tilskildu að gamall aldavinur hans og sam- herji tæki þar einnig sæti. Aðal- fundinum fræga lauk svo með því að Kristján gekk þaðan fremstur í flokki sigurvegaranna. Hér urðu mikil þáttaskil í lífi Kristjáns Guðlaugssonar. For- mennska í stjórn Loftleiða reynd- ist honum í senn svo freistandi og tímafrek aö smám saman þokuðu öll fyrri störf fyrir hinu nýja við- fangsefni og brátt gerðist hann í senn stjórnarformaður og starfs- maður Loftleiða. Það var hann allt til þess er félagið var sameinað Flugfélagi íslands árið 1973. Eftir það var hann um hríð formaður stjórnar Flugleiða. A þeim tveim áratugum sem Kristján gegndi formennsku í stjórn Loftleiða gerðist eitt mesta ævintýri íslenskrar atvinnusögu. Lítið og vanmáttugt íslenskt félag reis úr ókynni og örbirgð til þess að verða heimskunnugt og öflugt fyrirtæki sem bar hróður Islands út yfir öll landamæri. Það er sennilega freistandi að nota nú þetta tækifæri minn- ingargreinar til þess að bera lof á Kristján fyrir frumkvæði hans að mörgum prýðilegum vel heppnuð- um áhlaupum eða skynsamlega skipulögðum varnarsigrum í sögu Loftleiða. Það mun ég ekki gera enda þótt hans megi oft minnast með þökkum, þegar það er rifjað upp sem reyndist félaginu til heilla. Ég ætla að réttara sé að hafa nú uppi að það var e.t.v. Kristjáni fremur að þakka en ein- hverjum einum öðrum úr okkar hópi hve forystan í félaginu reyndist samvirk og hve aðdáanl- ega henni tókst að sameina okkur öll um það að vinna einhuga að öllum þeim málum sem við töldum að hugsanlega gætu reynst félagi okkar til góðs. Én það var f^st og fremst hinn óbilandi einhugur okkar allra sem olli því hve oft við sigruðum í kröppum leik, hve un- aðslegt okkur öllum þótti að mega njóta þess að verja öllum kröftum í hópi kærra samstarfsmanna þessa tvo áratugi. Kristján ein- angraði sig aldrei á neinum hefð- artróni. Til hans gátu allir leitað með nýjar hugmyndir eða persón- uleg vandamál. Öllum tók hann af sömu ljúfmennskunni, sama drengskap og þeim sem einkenndi allan hans ævrferil. Við fundum það réttilega og skildum að Kristján var fremstur í okkar flokki. En hann leitaðist við að láta okkur finna að hann teldi sig fremstan í flokki jafn- ingja. Og það gerði hann í senn að sigursælum og vinmörgum fyrir- liða. Þess vegna verður okkur öll- um gott að mega muna hann. Það er okkur öllum, hinum óbreyttu liðsmönnum Loftleiða, mikill munaður að mega minnast áratuganna tveggja í sögu Loft- leiða, eiga allar minningarnar frá þeim dýrlegu dögum. Ég er sann- færður um að þessir tveir áratugir voru Kristjáni einnig mjög ham- ingjuríkir. Ég er viss um að hann hefur aldrei unað lífinu betur við störf en meðan hann sat við stjórnvöl Loftleiða. Og ég er viss um að það var fyrst og fremst vegna þess hve ríkan þátt hann átti í að móta þann einhug allra samstarfsmanna sem er í senn jafn fágætur og hann er lífsnauð- synlegur öllum fyrirtækjum. Við leiðarlok er nú margt að minnast sem okkur ber að þakka frá þessum liðnu árum. Við áttum þar margar gleðistundir en einnig nokkra dapra daga. En allt áttum við það sameiginlegt, sigrana og áföllin, gleði og sorg, því að okkur fannst að við værum öll í einni og sömu samvirku fjölskyldunni und- ir öruggri forystu. Óg fyrir það ber nú einkum að þakka Kristjáni Guðlaugssyni vift vegamótin miklu. Sigurður Magnússon FÉLAG einstæðra foreldra heldur árshátíð sína laugardaginn 13. nóv- ember í Kiwanis-húsinu í Brautar- holti 26 og verður húsið opnað klukkan 21. Danshljómsveit sem kallar sig Meinvillinga leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Aðgöngumið- ar fást við innganginn. Nýkjörin stjórn Félags ein- stæðra foreldra kom nýlega sam- an og skipti með sér verkum. Formaður var kjörinn Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, en hún hætti formennsku fyrir þrem- ur árum, og hefur verið formaður húsnefndar FEF síðan, en gaf nú kost á sér til formanns á ný. Var- aformaður var kjörinn Jón Börkur Ákason, ritari Edda Ragnarsdótt- ir og gjaldkeri Birna Karlsdóttir. Meðstjórnendur eru Svavar Sig- mundsson, Sigrún Þórðardóttir, Kristjana Ásgeirsdóttir og Hösk- uldur Svavarsson. Endurskoðend- ur eru sem fyrr Baldur Garðars- son og Ragna U. Helgadóttir. Þá segir í fréttatilkynningu FEF að afhending jólakorta sé hafin á skrifstofunni í Traðarkots- sundi 6, nýtt félagsbréf kom út í Jóhanna Kristjónsdóttir sl. mánuði, jólamarkaðsnefnd undirbýr jólamarkað, sem verður síðla þessa mánaðar og húsnefnd er að hefja lokaátak við vinnu í kjallara Skeljaneshússins. Ný bók frá Bókaklúbbi AB og Setbergi: Ljósmyndabókin — handbók um ljósmyndatækni BÓKAKLÚBBUR Almenna bókafé- lagsins í samvinnu við bókaútgáfuna Setberg hefur sent frá sér bók um Ijósmyndatækni og Ijósmyndagerð eftir John Hedgecoe, prófessor í Ijósmyndun við Konunglega lista- háskólann t London. Fyrstu kaflar bókarinnar fjalla um myndavélar, linsur og annan útbúnað við myndatöku, síðan eru teknar fyrir svart-hvítar myndir, eiginleikar þeirra og vinnsla, þá litfilmur á sama hátt. Næst er fjallað í máli og myndum um töku ljósmynda og hagnýtingu ljóssins til að ná margs konar blæ og áhrifum, innihald mynda, manna- myndir, ljósmyndun hreyfinga o.s.frv. Þá er fjallað um myrkraher- bergið, síðan sérstök viðfangsefni, svo sem um ljósmyndun í vatni, myndun stjarna og himingeims: ins, geymslu filma og mynda o.fl. í lok bókarinnar eru skrár og skýr- ingar orða. Skýringamyndir fylgja hverjum kafla. Ljósmyndabókin er 352 bls. að stærð og unnin bæði hér heima og á Ítalíu. Þýðendur bókarinnar eru Arngrímur, Lárus og Örnólfur Thorlacius. Úrvalið er frá Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaróasölum um land allt Bridgestone diagonal (ekki radial) vetrarhjólbaróar. 25 ára reynsla Bridgestone á islandi sannar öryggi og endingu. Gerió samanburó á verói og gæóum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.