Morgunblaðið - 12.11.1982, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.11.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 15 Andropov líklegasti eftirmaður Brezhnevs — sem fyrrverandi yfirmaöur KGB — Fedorchuk og Chernyenko einnig taldir koma til greina NÚ, ÞEGAR Leonid Brezhnev, for- seti Sovétríkjanna og leiðtogi sov- ézka kommúnistaflokksins er lát- inn, beinast augu manna austan- hafs sem vestan að hugsanlegum eftirmanni hans. Alls ekki er unnt að segja með neinni vissu fyrir um, hver sá maður verður. Svo litla innsýn hefur heimurinn inn í hið sovézka valdakerfi. Einn líklegasti eftirmaður Brezhnevs á valdastóli er þó Vuri Andropov, fyrrverandi yfirmaður sovézku öryggislögregl- unnar (KGB). Hann hefur hins vegar lítið sézt opinberlega að und- anförnu. Andropov er 68 ára og hefur um skeið verið heilsuveill og það getur auðvitað sett strik 1 reikninginn, þegar eftirmaður Brezhnevs verður valinn. Ýmislegt bendir til, að þeirri skoðun vaxi fylgi innan forystu sovézka komm- únistaflokksins, að ekki eigi að láta gamlan mann taka við af Brezhnev. Því hefur athygli margra að undanförnu beinzt að eftirmanni Andropovs i KGB, en það er Vit- aly Fedorchuk hershöfðingi, sem hefur alla tíð starfað í öryggis- lögreglunni. Undir hans stjórn hefur KGB gripið til strangra ráðstafana gegn andófsmönnum. Fedorchuk er skjólstæðingur Andropovs, en skipun hans í stöðu yfirmanns KGB kann að stafa af því, að þeir, sem sæti eiga í stjórnmálaráði kommún- istaflokksins, vilji ekki að stjórnmálamaður ráði yfir ör- yggislögreglunni, á meðan milli- bilsástand ríkir eftir dauða Brezhnevs. Þá hefur að undanförnu borið óvenju mikið á tiltölulega ung- um manni, Mikhail Gorbachev, á meðal fremstu valdamanna Sov- Yuri Andropov étríkjanna. Hann er 51 árs að aldri og yngsti fulltrúinn í stjórnmálaráðinu. Annar í hópi hinna yngri valdamanna er Vladimir Dolgikh (58), sem verið hefur aukafulltrúi í stjórnmála- ráðinu. Talið er líklegt, að hann taki sæti Andrei Kirilenkos, sem vikið hefur úr embætti. Kiril- enko var einn af átta flokksrit- urum, og fór með skipulagsmál kommúnistaflokksins, en réð jafnframt miklu um yfirstjórn iðnaðar- og efnahagsmála. Ekki er lengra siðan en í fyrrasumar, að vestrænir sérfræðingar töldu Kirilenko einn þeirra manna, sem helzt kæmu til greina sem aðalleiðtogi kommúnistaflokks- ins, ef Brezhnev félli frá. Aðal- keppinautur hans var Konstant- in Chernynenko, sem hefur kom- ið fram í hlutverki helzta aðstoð- armanns Brezhnevs, síðan Sus- lov, hugmyndafræðingur komm- únistaflokksins, lézt. Lítið bar á þeim Dolgikh og Gorbachev opinberlega þar til í haust. Gengi Gorbachevs kemur nokkuð á óvart, þar sem hann hefur stjórnað landbúnaði Sov- étríkjanna, síðan hann tók sæti í Vitaly Fedorchuk hópi æðstu forystumanna fyrir tveimur árum og á þeim tíma hefur honum ekki tekizt að stöðva öfugþróunina á því sviði. Skýringin á velgengni hans virð- ist einkum sú, að hann hefur áhrifamikia stuðningsmenn í stjórn kommúnistaflokksins að baki sér og þeirra helztur er eng- inn annar en Yuri Andropov. Því má vel vera, að Gorbachev verði valinn æðsti eða næstæðsti mað- ur flokksins nú. Val eftirmanns Brezhnevs verður mál málanna innan for- ystu svoézka kommúnistaflokks- ins á næstunni, þar sem Brezhn- ev er fallinn frá. Enginn veit, hve lengi það millibilsástand á eftir að vara, en vestrænir sér- fræðingar telja, að hin nýja harka innanlands sýni, að sov- ézkir valdamenn vilji vera vel á verði gagnvart því álagi, sem skapast nú eftir fráfall Brezhn- evs. Sem fyrr segir, er Yuri Andropov talinn líklegur arftaki Brezhnevs, þar sem hann hefur beztu valdaaðstöðuna til þess að taka við af honum og ekki ósennilegt, að næstur honum komi Gorbachev. Tæpur þriðjungur þing- manna lét ekki sjá sig Bt'lfast, ||. nóvember. AP. NOKÐUR-ÍRSKA þingið kom í fyrsta skipti saman í dag í Stormont- þinghúsbyggingunni. Ekki komu nema 59 af 78 kjörnum þingfulltrúum til þingsetningar þennan fyrsta dag, m.a. enginn úr röðum þingmanna IRA, sem hlutu kosningu. Höfðu þeir lýst því yfir fyrir kosningar, að þeir ætluðu sér að hundsa þingið. Andstæðingar IRA lýstu kjöri þingmanna þeirra fimm, sem „umboði hluta þjóðarinnar til áframhaldandi ofbeldis- verka“. „Það er ósanngjarnt að ætla að setning þingsins leiði til frek- ara ofbeldis," sagði James Prior, Irlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar. „Við verðum að sýna eitthvert frumkvæði og reyna að fylla það tómarúm, sem ríkt hefur á Norður-írlandi um margra ára skeið.“ Leiðtogar mótmælenda óttast á hinn bóginn, að sú morðalda, sem riðið hefur yfir Norður-ír- land að undanförnu, sé skipulögð í þeim tilgangi að grafa undan þessu nýskipaða þingi og henni muni ekki ljúka á næstunni. Óttast þeir einnig mjög hryðju- verk á sunnudag, en þá er ár síð- an Robert Bradford, einn helsti leiðtogi mótmælenda, var myrt- ur. Með setningu þessa þings von- aðist Prior til þess að grafa mætti stríðsöxina og beisla hat- rammar deilur kaþólikka og mótmælenda, sem varað hafa í áraraðir. Tæpast verður honum að ósk sinni því flestir þeirra þingmanna, sem komu til þing- setningar í dag, eru harðlínu- menn úr röðum mótmælenda. Þeir hafa hótað því að deila aldrei völdum með kaþólikkum. Fjöldamorðin ljós fyrr en talið hefur verið Jerúsalom, 11. nóvember. Al*. FRAM KOM í yfirheyrslun vegna fjöldamoróanna í Líbanon, aó fregnir um að 300 Palestínumenn hefóu verið myrtir í flóttamanna- búóunum skammt fyrir utan Beir- út bárust aóstoóaryfirmanni ísra- elsku leyniþjónustunnar, Moshe Hcvroni, aðeins sex stundum eftir aó atburðirnir hófust. Kom þetta fram í framburði Hevroni fyrir rétti í dag. Sagðist Hevroni hafa komið þessu á framfæri við háttsettan aðstoð- armann, Ariel Sharon varnar- málaráðherra, að morgni föstu- dagsins. Framburður aðstoð- armannsins, sem segist ekki hafa frétt af atburðunum fyrr en seint á föstudeginum, sé því rak- in lygi. I yfirheyrslum undanfarna daga hefur með öllum tiltækum ráðum verið reynt að komast að því hvenær æðstu embættis- menn þjóðarinnar fréttu af fjöldamorðunum. Við erum farnir að hugsa til jólanna Auk þess við sérstaklepa á í dag: NYSLÁTRAÐ FOLALDAKJÖT í ÚRVALI NÝJAR SVÍNASTEIKUR NÝSLÁTRAÐ HROSSAKJÖT í ÚRVALI NAUTASTEIKUR FERSKAR OG FROSNAR LAMBAKJÖT ÚRBEINAÐ NIÐURSAGAÐ OG í HEILUM SKROKKUM ALI-GÆSIR ALI-ENDUR, HREINDÝRA- STEIKUR, RJÚPUR, GRÁGÆSIR I MIKLU URVALI Kynning á grænmetis- kjötbúöing kl. 4—7 í dag OPIÐ TIL 8 í KVÖLD 0G TIL HÁDEGIS Á MORGUN Vörumarkaðurinn hf. sími 86111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.