Morgunblaðið - 12.11.1982, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
-----------------
Tónleikar
Tónlistar-
félagsins
LAUGARDAGINN 13. október kl.
14.30 e.h. veróa haldnir í Austurbæj
arbíói þriðju tónleikar Tónlistarfé-
lagsins í Reykjavík á þessum vetri.
I»ar kemur fram sænska Ijóóa-
söngkonan Ingrid Stjernlöf en und-
irleikari verður austurríski píanó-
leikarinn Erik Werba.
Ingrid Stjernlöf er borin og
barnfædd í Stokkhólmi, en býr nú
í Málmey á Skáni. Hún lærði list
sína í Stokkhólmi, Vín, London og
New York og við óperuskóla
sænska ríkisins í Gautaborg. Frá
því 1969 hefur hún aflað sér
frægðar fyrir söng sinn á hljóm-
leikum, bæði austanhafs og vest-
an. Hefur hún að sönnu mest lagt
stund á ljóðasöng, en á óperusviði
hefur hún þó einnig vakið mikla
athygli. Píanóleikarinn Erik
Werba er löngu heimskunnur und-
irleikari og hefur hann leikið á
hljómleikum og inn á hljómplötur,
með mörgum frægustu ljóða-
söngvurum nútímans. Hann hefur
á síðustu árum tekið sérstöku
ástfóstri við Island og íslenska
söngvara og hefur komið fram á
tónleikum Tónlistarfélagsins
ásamt Sigríði Ellu Magnúsdóttur,
Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og
Garðari Cortes.
Efnisskráin á tónleikum
Stjernlöf og Werba nú á laugar-
daginn samanstendur af sönglög-
um og lagaflokkum eftir Sten-
hammar, Debussy, Brahms, Liszt,
Mahler, Dvorák o.fl.
(Fréttatilkynning)
Ingrid Stjernlöf
Basar Kven-
félags Grens-
ássóknar
ÁRLEGUR basar Kvenfélags Grens-
ássóknar verður haldinn í Safnaðar-
heimilinu við lláaleitisbraut laugar-
daginn 13. nóvember og hefst hann
klukkan 14, á ávarpi sóknarprestsins,
séra Ilalldórs S. Gröndal, sem að
þessu tilefni segir m.a.:
„Að venju verða þar á boðstólum
margir fallegir og nytsamlegir
hlutir, sem koma sér vel nú fyrir
jólin bæði til gjafa og annars. Einn-
ig verður þar mikið af gómsætum
og nýbökuðum kökum.
Kvenfélagið hefur alla tíð verið
ein styrkasta stoð kirkjunnar, al-
menn starfsemi félagsins hefur ver-
ið mikil og góð og það hefur fært
kirkjunni margar gjafir og stórar.
Að baki slíku starfi og gjöfum er
góður hugur til kirkjunnar og líka
mjög mikil vinna og áhugi. Nú er
það okkar að þakka þetta fórnfúsa
starf með því að koma á basarinn
og verzla vel.
Ég vil því skora á allt safnaðar-
fólk og aðra velunnara Grensás-
kirkju að fjölmenna í safnaðar-
heimilið á laugardaginn 13. nóvem-
ber kl. 14.00.
Kvenfélag Grensássóknar, hafið
þökk fyrir allt og Guð blessi starf
ykkar."
Vilmundur
Ólafur
Ólafur Ragnar
Verktakastarfsemi á Keflavíkurflugvelli:
Geir
Snarpar deilur um, hvert
vísa á þingsályktunartillögu
Tillögu Vilmundar Gylfasonar (A)
o.fl. um úttekt á verktakastarfsemi
við Keflavíkurflugvöll var vísað til
utanríkismálanefndar í Sameinuöu
þingi í gær, eftir snarpar umræður
um þingsköp og sögulegar atkvæða-
greiðslur um, hvaða þingnefnd
skyldi um fjalla. Vilmundur hafði
gert tillögu um allsherjarnefnd en
Olafur ióhannesson, utanríkisráð-
herra, um utanrikismálanefnd, sem
varð fyrir valinu.
hingkjörin
rannsóknarnefnd
Tillaga Vilmundar Gylfasonar
felur í sér að Alþingi kjósi 7
inanna rannsóknarnefnd, sem
„láti fara fram itarlega úttekt á
fyrirtækinu íslenzkir aðalalverk-
takar, enda hafi nefndin vald til
þess að kalla þá fyrir sig sem hún
telur eiga hlut að máli. Nefndin
skal kanna viðskipti félagsins og
dótturfyrirtækja þess frá upphafi,
umfang viðskipta, verðákvarðanir,
ágóða og skiptingu arðs. Þá skal
nefndin kanna öll önnur viðskipti
við varnarliðið." — „Tilgangur út-
tektarinnar er að kanna, hvort
þessum viðskiptum verði komið
haganlegar fyrir en nú er og hvort
ágóða af þeim verði með öðrum
hætti haganlegar og réttlátar
skipt en nú er. Talsmaður nefnd-
arinnar skal gefa Sameinuðu þingi
skýrslu að úttektinni lokinni."
Viötökur tillögunnar
á Alþingi
• Vilmundur Gylfason (A) mælti
fyrir þessari tillögu sl. þriðjudag
og urðu þá þegar nokkrar umræð-
ur um málið. Þar tók VG fram að
tillaga þessi væri flutt af stuðn-
ingsmönnum samstarfs lýðræðis-
þjóða, en þeir vildu leggja þær
skyldur á þetta samstarf, „að það
vekti ekki réttmæta tortryggni
annarra".
• Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.)
sagði þingmenn Alþýðubandalags
fylgjandi meginatriðum tillögunn-
ar en við „teljum hinsvegar nauð-
synlegt að hún verði gerð nokkru
ítarlegri og víðtækari áður en Al-
þingi afgreiðir hanna endanlega."
• Matthías Bjarnason (S) sagðist
sammála því að úttekt á verktaka-
starfsemi á Keflavíkurflugvelli
færi fram, „og þó fyrr hefði verið".
Matthías sagði Aðalverktaka af-
kvæmi ríkisins og tveggja fyrir-
tækja, Sameinaðra verktaka og
Regins hf. Matthías sagði að verk-
takastarfsemi ætti að vera frjáls
en ekki bundin við einhverja
ákveðna verktaka. Hann lét að því
liggja að annar máttarstóipi Aðal-
verktaka væri sakaður um að
„breyta einkaframtaki víða um
land“ og mun þar hafa átt við Reg-
in hf., sem tengist SIS.
Vilmundur
snuprar
þingforseta
• Jón Baldvin Hannibalsson (A)
tók undir efnisatriði tillögunnar
og taldi nauðsynlegt, að Alþingi
legði meiri áherzlu á eftirlitsvald
sitt og eftirlitsskyldu.
• Albert Guðmundsson (S) sagði
m.a. að þennan verktakamarkað
þyrfti að opna. Annað mál væri að
þessi tillaga sé „ekki í þeim anda“
sem hann teldi réttan, enda ekkert
tilefni til að ætla, „að hér hafi ein-
hvers konar óheiðarleg starfsemi
átt sér stað“.
Hvað þingnefnd
skal um fjalla
Vilmundur Gylfason hafði gert
tillögu um, að mál þetta fengi um-
fjöllun í allsherjarnefnd en utan-
ríkismálaráðherra lagði til, að því
væri vísað til utanríkismálanefnd-
ar.
Forseti hugðist fyrst bera upp
tillögu utanríkisráðherra. Kvaddi
Vilmundur Gylfason sér þá hljóðs
um þingsköp. Deildi hann á þá
meinsemd að frammámenn túlk-
uðu jafnan lögin sér í hag og væru
forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra þar fyrir öðrum. Hann
taldi forseta misbeita valdi sínu,
ef tillaga utanríkisráðherra væri
borin upp á undan sinni, og væri
slíkt valdníðsla. Ef forseti héldi
fast við þá málsmeðferð væri það
krafa af sinni hálfu, að hann véki
úr forsetastóli meðan þingið tæki
ákvörðun um þingnefnd. Sakaði
hann forseta um „vikulega" mis-
beitingu í fundarstjórn.
Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.)
tók í sama streng og VG. Hann
taldi málefni Regins hf. og frysti-
hús á Patreksfirði ekki heyra til
utanríkismálum — né stórbygg-
ingar á Ártúnshöfða. Þetta mál
ætti ekki erindi í utanríkisnefnd
þegar af þeirri ástæðu að hún væri
eina nefnd þingsins sem háð væri
þagnarskyldu, en það útilokaði
eðlileg skil á umfjöllun málsins til
þingsins.
Sverrir Hermannsson taldi rétt
að bera fyrst upp tillögu VG því
tillaga ÓIJ væri ekki breytingar-
tillaga, heldur væri hér um að
ræða tvær sjálfstæðar tillögur.
Jón Helgason, forseti Samein-
aðs þings, sagði ekki sitt, heldur
Sameinaðs þings, að ákveða þing-
nefnd, og sjálfsagt væri, svo hart
sem málið væri sótt, að bera fyrst
upp tillögu VG.
Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, sagði samning þann,
sem verktakastarfsemi á Kefla-
víkurflugvelli byggðist á, vera
gerðan af utanríkisráðuneyti við
varnarliðið. Utanríkisráðuneytið
skipaði og formann Aðalverktaka.
Hér væri um málaflokk að ræða,
sem heyrði til utanríkisráðuneyt-
inu, og ég hef fullan rétt til, sem
þingmaður, að gera tillögu um
nefnd, sagði utanríkisráðherra, og
þingið sker siðan úr, eftir leikregl-
um þingræðisins.
Jón Baldvin Hannibalsson (A)
sagði þrennt hafa átt sér stað á
þessum fundi: Mistök í fundar-
stjórn, sem hefðu verið leiðrétt,
þingreglur væru þverbrotnar með
efnisumræðum um þingsköp — og
mannasiðir ekki viðhafðir í orð-
ræðu. „Umræðan er til skammar,"
sagði Jón Baldvin.
Þagnarskylda háir ekki
starfi nefndarinnar
Fellt var við nafnakall að vísa
umræddri tillögu til allsherjar-
nefndar. Samþykkt var, einnig við
nafnakall, að utanríkismálanefnd
fjallaði um meðferð hennar.
Geir Hallgrímsson, formaður
utanríkismálanefndar, kvaddi sér
hljóðs að lokinni atkvæðagreiðslu
og sagði:
Sjálfsagt er að allir þeir, ein-
stakir nefndarmenn eða nefndin í
heild, sem óska eftir að fá aðila til
viðræðna, verði til kvaddir. Þagn-
arskylda í utanríkisnefnd kemur
því aðeins til, að formaður nefnd-
arinnar eða utanríkisráðherra
kveði á um hana. Ég hygg að máls-
þættir þeir, sem hér koma við
sögu, séu ekki á þann veg, að ekki
megi greina frá því á Alþingi sem
fram fer í nefndinni þá varðandi,
enda þurfa mjög veigamikil rök til
að koma, svo þagnarskyldu sé
beitt. Sem formaður nefndarinnar
vil ég taka fram, að ástæðulaust
er að gera meðferð nefndarinnar á
þessu máli tortryggilega, vegna
meintrar leyndar, og ég vænti þess
að góð samvinna verði í nefndinni
um umfjöllun málsins.
Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, sagði getsakir Ólafs
Ragnars Grímssonar út í hött. Það
eitt hafi fyrir sér vakað, er hann
gerði tillögu um utanríkisnefnd,
að tillagan, eðli málsins sam-
kvæmt, ætti þar heima. Af minni
hálfu mun ekki koma fram nein
ósk um leynd, þetta mál varðandi.
Annað mál er, hvað hugsanlegir
viðmælendur nefndarinnar, einka-
aðilar, kunna að gera, en þeir eiga
sinn rétt, óháð því hvaða þing-
nefnd hefði fjallað um málið.
Þingfréttir í stuttu máli
Nefnd til að spyrja
dómsmálaráðherra
Vilmundur Gylfason (A) mælti í
gær fyrir tillögu til þingsálykt-
unar, þessefnis, að Alþingi kjósi
hlutfallskosningu 2ja manna
nefnd „til þess að spyrja dóms-
málaráðherra eftirfarandi
spurningar: Hefur dómsmála-
ráðherra talið ástæðu til þess að
gera athugasemdir við embætt-
isfærslu sýslumanns á Höfn í
Hornafirði hinn 18. ágúst sl.?
Nefndin verði ólaunuð". Tillaga
þessi er flutt vegna þess „að þó
svo forseti Sameinaðs þings geti
gert um það tillögu að banna
fyrirspurnir til ráðherra, svo
sem gerðist á fundi Sameinaðs
þings hinn 13. október sl., getur
hann engri slíkri heftingu beitt á
málfrelsi þingmanna gegn þing-
sályktunartillögu," segir í grein-
argerð.
Fyrirspurnir
• Helgi Seljan (Abl.) hefur lagt
fram fyrirspurn til fjármála-
ráðherra um kaup lífeyrissjóða á
skuldabréfum, skv. lánsfjár-
áætlun, hvern veg lífeyrissjóðir
hafi staðið skil á kaupum
skuldabréfa.
• Pétur SigurÖKson (S) hefur lagt
fram fyrirspurnir til við-
skiptaráðherra um starfs-
mannahald ríkisbanka o.fl.: Um
fjölda útibúa ríkisbankanna, um
starfsmannafjölda Seðlabanka
og viðskiptabanka ríkisins, um
laun og hlunnindi og hve margir
starfsmenn muni starfa við hina
fyrirhuguðu gjaldeyrisdeild
Búnaðarbanka.
• Árni Gunnarsson (A) spyr
sjávarútvegsráðherra, hvort
hann hyggist breyta þeim regl-
um, sem nú gilda um skiptingu
rækjuafla á Húnaflóa í Ijósi
þeirra breytinga, sem orðið hafi
á atvinnuöryggi þeirra staða er
aflans hafa notið.
• Markús Einarsson, veður-
fræðingur, tók í gær sæti á Al-
þingi sem varamaður Jóhanns
Einvarðssonar (F), vegna fjar-
veru hans erlendis.