Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
„Sú stjórnmálastefna fær ekki stað-
ist, sem ekki á sér ljóðræna taug“
eftir Vilmund
Gylfason, alþm.
V ilmundur Gylfason alþm. hefur
óskart eftir þvi aö Morgunblaöið
birti ræðu hans á flokksþingi Al-
þýöuflokksins um helgina og fer
hún hér á eftir:
Jafnaðarmenn eru andvígir nú-
verandi ríkisstjórn. Menn eiga
auðvitað alltaf að vera tilbúnir til
þess að gera tvennt, af því að það
eru mannasiðir: Hlusta á það sem
aðrir, hversu andstæðir sem þeir
annars eru, hafa að segja — og
semja. — Við getum hlustað á
allt, — en við getum ekki og aldrei
samið um hvað sem er. Vegna
þess að við stöndum og eigum að
standa fyrir svo mikið — okkar
pólitíska jörð er mikils virði.
Núverandi ríkisstjórn er gjald-
þrota. Ekki fyrst og fremst efna-
hagslega, sem hún þó auðvitað er
— heldur, sem er miklu alvar-
legra, hún er hugmyndafræðilega
gjaldþrota. Hún stendur ekki
fyrir neitt; í raun skírskotar hún
ekki lengur til nokkurs manns.
Þegar hún var mynduð, hafði hún
samúð margra; hún virtist vera
uppreisn gegn ríkjandi ástandi. í
dag vitum við að svo er heldur
betur ekki. Ríkisstjórnin er Al-
þýðubandalagið; ríkisstjórnin er
Framsóknarflokkur, og það sem
villir mörgum sýn; ríkisstjórnin
er Sjálfstæðisflokkurinn. Sumir
íhaldsmenn þykjast að vísu vera í
stjórnarandstöðu. Þeir eru ekki í
neinni stjórnarandstöðu. Þeir eru
sammála ríkisstjórninni í öllu
sem máli skiptir — nema því,
hvaða persónur eigi að sitja í
Stjórnarráðinu.
Núverandi ríkisstjórn er, ofan á
allt annaö, að fara að skerða kjör-
in 1. desember. Leika hefðbundna
aðferð Sjálfstæðisflokksins. Það
er að vísu slæmt að þurfa að vera
samstíga því hjá Sjálfstæðis-
flokknum, sem augljóslega
stjórnast af einhverju öðru en
réttlátum, pólitískum vilja.
En viö erum andvígir núver-
andi ríkisstjórn. Við sögöum að
svona myndi fara. Við sögðum
hvers vegna og af hverju.
Ríkisstjórn, sem heldur hlífi-
skildi yfir spilltu og ranglátu
efnahagskerfi; þjóðfélagsástandi
þar sem meira er svikið undan
skatti en nokkurs staðar annars
staðar i Norðurálfu; kerfi at-
vinnurekstrar, þar sem nærfellt
öll töp eru þjóðnýtt, er vond og
ranglát ríkisstjórn og á aö fara
frá. Það hefur veriö okkar stefna
og það á að vera okkar stefna.
Núverandi ríkisstjórn er loka-
kafli pólitísks tímaskeiðs, sem er
að renna skeið sitt á enda. í henni
slær saman tveimur svokölluðum
pólum íslenskra stjórnmála, sem
sjálfir kalla sig til hægri og
vinstri. Það er friður; en það er
friður um ekki neitt. Það er frið-
ur gegn fólkinu í landinu. Afleið-
ingarnar blasa við, um samfélag-
ið allt.
Afleiðingarnar? spyrja menn.
Þeir eru aftur farnir að álykta
um innfluttan óþarfa; þeir ætla að
fara að setja nefndir og ráð, sem
eiga að ákvarða, hvort rafmagns-
ritvélar, snyrtivörur eða tann-
burstar séu þarfur varningur eða
óþarfur. Og það á árinu 1982.
Þetta er þeirra lausn á þeirri
kreppu, sem þeir hafa sjálfir búið
til; er fyrst og fremst til í hugum
þeirra sjálfra, og felur ævinlega í
sér valdbeitingu þeirra, t.d. sem
fara oft til útlanda, og þurfa þess
vegna ekki að lúta slíkum þving-
unum.
Við — jafnaðarmenn — erum
og eigum að vera þriöja afliö i ís-
lenskum stjórnmálum. Til þess
höfum við málatilbúnaðinn —
hugmyndirnar og fólkið. Horfum
á atvinnuvegina: Landbúnaðinn,
sjávarútveginn, iðnaðinn. Við
höfum haft rétt fyrir okkur. Þess
vegna á okkar stefna að sigra.
Nýróttækni okkar byggir að
hluta á smáum einingum, miklum
rétti, miklu frelsi og mikilli
ábyrgð einstaklinga og samtaka
þeirra. Maðurinn á að vera óhult-
ur — en hann á líka að vera frjáls.
Við viljum dreifa valdinu — og
dreifa ábyrgðinni út um samfélag-
ið allt; í dreifðar byggðir og þétt-
ar. Smáar einingar — mikil
valddreifing, það veitir þá lífs-
fyllingu og þá reisn, sem mestu
máli skiptir.
Horfum á stjórnarkerfið, laga-
kerfið í landinu, sem Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur hafa stýrt áratugum
saman, með örfáum og örstuttum
undantekningum. Hvað blasir
við? Samfélag, þar sem lögin eru
brotin, þegar mönnum dettur í
hug; samfélag, þar sem ríkis-
stjórn gengur á undan og þver-
brýtur landslögin. Eg nefni að-
eins verðtryggingarmálin.
En ég vil víkja að öðru. Jafnað-
arstefna á árinu 1982 verður að
vera bandalag klassískra velferð-
arhugmynda — og þeirrar nýr-
óttækni, sem samfélagið krefst í
vaxandi mæli. Hvorugt getur án
hins verið — ég endurtek og und-
irstrika, hvorugt getur án hins ver-
iö.
Við eigum virðulega fortíð, sem
við erum stolt af. Ég nefni ríkis-
stjórnina 1934—1938, sem sigldi
upp í kreppuna, ung og sjálfsör-
ugg, hlustaði ekki á fortölur og
ekki á úrtölur, og vann ótrúleg af-
rek, byggði upp velferð og áætl-
anir. Og rógur nýíhaldsmanna nú
um velferðarkerfið, um þá hug-
sjón okkar og þann veruleika, að
sérhver einstaklingur eigi rétt á
reisn, er auðvitað forkastanlegur.
Þessi íhaldsrógur er þess utan
stórhættulegur.
En við sækjum ekki fram á
tryggingunum einum frekar en
stjórnmálaflokkur á árinu 1982
berst ekki fyrir málfrelsi, þó svo
málfrelsi sé og verði undirstaða
réttinda okkar.
Jafnaðarmenn — þriöja afliö —
verða að rísa öndverðir gegn
ríkiskapítalistum, þeim ábyrgð-
arlausu rekendum fyrirtækja í
iandbúnaði, sjávarútvegi og
miklu víðar, sem hafa fyrirfram
þjóðnýtt eigið tap, láta gamalt
fólk og börn niðurgreiða lánsfé
sitt, og sem margir hverjir eru
óhæfir til að reka fyrirtæki.
Okkar framtíðarþjóðfélag skal
veröa öðru vísi. Okkar framtíðar-
þjóðfélag veröur öðru vísi. Við
viljum bera ábyrgð, vitandi um
vanda þann, sem því fylgir. Viö
viljum vera frjálsir menn.
En stjórnmál, jafnaðarstefna,
mega aldrei verða efnishyggjan
eintóm og innantóm. Sú stjórn-
málastefna fær ekki staðist, sem
ekki á sér ljóðræna taug. Maður-
inn er sjálfur bærastur að meta
umhverfi sitt; það umhverfi sem
á samt að vera meira grænt og
minna svart. Dýrara í ljóðinu og
tortryggnara gagnvart efninu.
Maðurinn er sjálfur bærastur að
meta hvað er fagurt og hvað er
minna fagurt. Jafnaðarmanna er
að skapa aðstæðurnar; allra að
njóta — sem frjálsir menn.
Góðir þingfulltrúar!
Þetta er hægt; og miklu meira.
Jafnaðarstefna sjálfsábyrgðar,
siðferðis og friðarkröfu í alþjóða-
málum, mannlegra verðmæta, lít-
illa eininga og umfram allt þeirr-
ar reisnar til húsnæðis, mennta
og heilbrigðis, sem hugrökku
fólki fylgir, er víða í sókn. Ég
nefni Suður-Evrópu sérstaklega.
Þetta er hægt hjá okkur; vita-
skuld að teknu tilliti til okkar
eigin aðstæðna. Þeir spyrja: Með
hverjum ætlið þið að vinna? Við
svörum og segjum: Málefni okkar
svara þessari spurningu af sjálfu
sér; við erum ekki hækja eins eða
neins. Og enda kjósa menn þá
halta manninn og ekki hækjuna.
Við munum koma fram í sam-
vinnu við aðra sem frjálslyndur
vinstri flokkur, annars vegar af
þeirri reisn, sem málefni gefa til-
efni til, og hins vegar af þeirri
kurteisi, sem samskiptum við
annað fólk og samtök þeirra fylg-
ir. En aldrei, aldrei, skulu and-
stæðingar okkar ráða mál-
flutningi okkar.
Við sækjum fram. Bandalag
klassískrar jafnaðarstefnu og
nýróttækra hugmynda skal vera
á sigurgöngu.
Sú sigurganga er hafin — þar
og hér.
Við höldum áfram.
Takk fyrir.
p'
'Ti; Vk.<:
itHamstín
Þriðja útgáfa
„VIKTORÍA" eftir Knut Hamsun er
nýkomin út hjá bókaforlaginu Máli og
menningu. Þetta er þriðja útgáfan af
þýðingu Jóns Sigurössonar frá Kald-
aðarnesi, en bókin kom fyrst út í ís-
lenskri þýðingu áriö 1912 og var
fyrsta þýðing Jóns sem birtist á
prenti.
„Viktoría" er ein kunnasta og
vinsælasta saga Knut Hamsun.
Hún var fyrst gefin út 1898, næst á
eftir Pan, sem einnig hefur komið
út hjá Máli og menningu. Viktoría
er 160 bls. að stærð, prentuð og
bundin í Prentsmiðjunni Hólum.
Robert Gullementte gerði kápuna.
Selfoss:
Rauði krossinn opnar heim-
ili fyrir aldraða á sunnudag
Kauða kross deild Arnesinga var
stofnuö 1978 og er deild í Rauöa
krossi íslands. Starfssvæði hennar
er Árnessýsla og Selfossbær. Skráöir
félagar eru nú á fjórða hundrað.
Fyrirhugað er að breyta skipu-
lagi deildarinnar þannig, að þrjár
undirdeildir starfi á svæðinu.
Hyggst deildin á þann hátt stuðla
að meiri virkni fólks í starfsemi
Rauða krossins.
A svæði félagsins voru á sl. ári
haldin tuttugu námskeið í skyndi-
hjálp, með um þrjú hundruð nem-
endum.
Deildin gaf út almanak með
ráðleggingum um viðbrögð og
hegðun í jarðskjálftavá. Eins hafa
verið skipulagðar átta neyðar-
varnarstöðvar á svæði deildarinn-
í byrjun þessa árs festi deildin
kaup á hæð i húsinu Austurvegi
21B, Selfossi, í þeim tilgangi að
koma þar á fót dagvistunar- og
þjónustuaðstöðu fyrir eldra fólk
og aðra þá sem þessa þjónustu
vilja nota.
Öldrunarnefnd deildarinnar
hefur starfað að þessum málum og
er heimilið tekið til starfa. Það
verður opnað formlega 14. nóv-
ember nk.
Rauða kross heimilið verður
opið öllum. Sérstaklega skal á það
bent að heimilið á að vera kjörinn
staður fyrir þá sem koma úr sveit-
um Árnesþings til Selfoss og vilja
hvíia sig eða mæla sér mót við
einhvern.
Fyrst um sinn verður heimilið
opið á mánudögum, miðvikudög-
um og föstudögum frá kl. 9—17.
í hádeginu hyggst heimilið hafa
til reiðu heita máltíð fyrir þá sem
óska, gegn vægu verði.
Fótsnyrtingu er hægt að fá á
heimilinu og eins hárþvott og ann-
að þess háttar fyrir eldra fólk.
Húsmóðir Rauða kross heimilis-
ins verður Inga Bjarnadóttir.
Stjórn deildarinnar skipa:
Brynleifur H. Steingrímsson,
form., Óskar Magnússon, ritari,
Tómas Þ. Jónsson, gjaldkeri,
Hjörtur Jóhannssn, meðstj., Þórð-
ur Snæbjörnsson, meðstj.
(KrétUtilkynninK)
BIIASYNING
VESTMANNAEYJUM
Kynnum Opel Kadett & Ascona, Isuzu Trooper& Pickup
viö Lögreglustööina, Vestmannaeyjum,
laugardaginn 13.nóv. kl.10-17 og sunnudaginn 14.nóv. kl.10-12.
VÉLADEILD SAMBANDSINS
Ármúla 3 Reykjavík Sími38900