Morgunblaðið - 12.11.1982, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
Þorsteinn Sigurbergsson form. LH heiðrar Gísia Arason
og Sigrúnu Eiríksdóttur að lokinni frumsýningu, en þau
eru tveir af stofnendum Leikfélags Hornafjarðar.
Brimhildur Melrós var fengin til að afhenda öllum leik-
endum i Skáld-Rósu blóm að lokinni frumsýningu, hér
færir hún móður sinni fagra rós.
Ljósm. Steinar (iaróarsson.
Hornfirðingar fara á
kostum í Skáld-Rósu
Tveir af stofnendum Leikfélags Hornafjarðar heiðraðir
Höfn. I. nóvemb<*r.
Á ÞESSU leikári er Leikfelag
Hornafjarðar 20 ára og í tilefni
afmælisins var tekið fyrir leikrit
Birgis Sigurðssonar, Skáld-Rósa, í
leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar.
Frumsýningin var síðan fimmtu-
dagskvöldið í síðustu viku, og
fékk leikritið mjög góðar undir-
tektir leikhúsgesta. Ánægjulegt
var að sjá hve nýliðar leikfélagsins
komust vo| frá sínu þrátt fyrir stór
og erfið hlutverk hjá mörgum
þeirra. Ef á heildina er litið þá
verður að segja að nær undan-
tekningarlaust fara leikarar á
kostum í verkinu.
í lok frumsýningarinnar voru
2 af stofnendum félagsins heiðr-
aðir sérstaklega, en það voru
þau Sigrún Eiríksdóttir og Gísli
Arason, en þau léku einmitt að-
alhlutverkið í fyrstu uppfærslu
félagsins sem var Ævintýri á
gönguför. í 20 ár hafa þau starf-
að með LH og farið með mörg
stór hlutverk t.d. í Gullna hlið-
inu, Þrír skálkar, Pilti og stúlku,
Skugga Sveini, Kardimomubæn-
um og mörgum fleiri. Einnig
voru heiðraðir þeir Haukur
Þorvaldsson og Bragi Ársælsson
fyrir mikil og góð störf í þágu
félagsins.
Að lokum má til gamans geta
þess að mæðgurnar Erla Sigur-
björnsdóttir og Brimhildur
Melrós Eysteinsdóttir fara með
hlutverk í leikritinu, en svo
skemmtilega vill til að þær eru
afkomendur Skáld-Rósu í 6. og
7. lið og leikur Brimhildur Mel-
rós langa-Ianga-langömmu sína.
Einnig leika aðrar mæðgur í
leikritinu, þær Ingunn Jens-
dóttir sem leikur sjálfa Skáld-
RÓ8U og dóttir Ingunnar, Guð-1
rún Helga Svansdóttir. Einnig
fara svo mæðgin með hlutverk í
verkinu, þau Karen Karlsdóttir,
sem leikur Agnesi og sonur Kar-
enar, Viðar Ingason, sem leikur
vinnumann Ólafs fyrri manns
Rósu.
Einar.
Mæðgurnar Erla Sigurbjörnsdóttir og Brimhildur Melrós Eysteinsdóttir í
hlutverkum sínum, en þær eru afkomendur Skáld-Rósu í 6. og 7. ættlið.
Johann Wolfgang von
Goethe 1832—1982
Sigurlaugur Brynleifsson
Johann Wolfgang von Goethe:
Werke — Hamburger Ausgabe
in 14 Bánden.
Deutsrher Taschenbuch Verlag 1982
Það var fyrir 150 árum að
Friedrich von Miiller kanslari
stórhertogans í Weimar og mikill
vinur Goethes skrifaði niður hjá
sér lýsingu á síðustu stundunum,
sem Goethe lifði. Goethe var mik-
ill vorunnandi og eftir því sem leið
á ævina virtist hann þrá vorið
meira og það var í marz þetta ár,
sem hann fór í sína síðustu öku-
ferð, í þeirri ferð varð hann inn-
kulsa og lagðist í lungnabólgu.
Það varð banalega hans, en
lengst af taldi hann að sér myndi
batna og um morguninn 22. marz
1832 spurði hann þjóninn hvaða
dagur væri. „Vorið er þá komið, og
oss mun batna." Hann bað lækn-
inn dr. Vogel að sleppa allri með-
alagjöf, hann myndi ná sér og öðl-
ast styrk aftur úti undir berum
himni. Læknirinn var kvaddur til
hans snemma þennan morgun, en
hann vissi að hverju dró. Síðustu
orð Goethes „Mehr Licht", eru
samkvæmt frásögn von Mullers:
„Macht doch den zweiten Fenst-
erladen in der Stube auch auf,
damit mehr Licht hereinge-
komme."
150. ártíð Goethes er tilefni
margvíslegra skrifa og útgáfu-
starfsemi. Tímarnir sem hann
lifði eru stundum kenndir við
hann og í bókmenntum markaði
hann tímana óafmáanlega. Þessir
tímar frá miðri 18. öld og fram til
loka fyrsta þriðjungs 19. aldar eru
einhverjir mestu umbrotatímar
evrópskrar sögu bókmennta og
lista.
Goethe fæddist 28. ágúst 1749.
Árið eftir lést Bach, tíu árum síð-
ar Hándel; síðustu verk þýsks síð-
barokks eru frá þessum árum.
Skömmu áður en Goethe deyr lýk-
ur öðrum hápunkti I þýskri músík
með Weber, Schubert og Beethov-
en og jafnframt hárómantíkinni í
þýskri málaralist. Sama má segja
um bókmenntir rómantísku stefn-
unnar. Þetta tímabil bar í sér
miklar andstæður, frönsk klassík
hafði mótað þýskar bókmenntir,
hún var fyrirmyndin, franskan
var málið. Með rómantíkinni,
Schiller, Herder og Goethe
blómstrar þýsk tunga og þýskur
skáldskapur og þar sækja þjóðirn-
ar fyrirmyndina og taka að sækja
gullið í þjóðdjúpið. Þjóðtungurnar
blómstra og vorvindar blása af
ósnertum víðernum. Gildi þjóð-
menningarinnar verður hin
óþrotlega uppspretta skálda og
listamanna.
Goethe fæðist inn í miðaldir.
Frankfurt hin forna ríkisborg
taldi 36 þúsund íbúa þegar Goethe
fæddist. Borgin var umlukt múr-
um og borgarportinu var læst
hvert kvöld og vaktmeistarinn
færði borgmeistaranum lykilinn á
kvöldin og sótti hann á hverjum
morgni. Stéttaskiptingin var
ströng, iðnaðarmenn iðkuðu iðnir
sínar á sama hátt og gert hafði
verið um aldir, trúin á galdra og
nornir var enn við lýði og aftökur
fóru fram á borgartorginu. Það
mátti enn greina beinaleifar
brotamanna, sem höfðu verið
negldar við borgarhliðið í fyrnd-
inni. Umhverfið og andrúmsloftið
var frá miðöldum. Á næstu áttatíu
árunum umbreyttist heimurinn,
lögerfðareglan er brotin, stétta-
Brosað í Kópavogi
Leíklíst
Ólafur M. Jóhannesson
HLAUPTU AF ÞÉR HORNIN
Leikmynd: Ögmundur Jóhannesson
Lýsing: I.árus Björnsson
Búningar: Minna Þór
Leikstjóri: Guðrún Þ. Stephenscn
Neil Simon er skemmtileikja-
höfundur sem hefir um árabil gert
það gott í henni Ameríku, sérstak-
lega á Broadway. Er nú svo komið
að karl er einn hæstlaunaði hand-
ritshöfundur vestanhafs. Þeir í
Kópavogsleikhúsinu virðast hafa
efni á slíkum höfundi, í það
minnsta færa þeir upp þessa dag-
ana verk eftir karlinn sem þeir
skýra „Hlauptu af þér hornin".
Annars skilst mér að verk þetta
hafi orðið fyrir valinu vegna þess
að leikfélagsmenn gáfust upp á
ónefndu íslensku verki sem komið
var nokkuð á veg á æfingum. Þeir
Kópavogsmenn hefðu betur gripið
bitastæðara verk eftir Simon karl-
inn. Eg held að vandamál amer-
ískra pabbadrengja fyrir svo sem
tveim áratugum höfði ekki sér-
staklega til íslenskra leikhúss-
gesta árið nítjánhundruð áttatíu
og tvö. Þó lifnar nokkuð yfir
verkinu í öðrum og þriðja þætti,
enda gerast þá vissar persónur svo
yfirnáttúrulega einsýnar að nálg-
ast vitfirringu. Má reyndar líta á
pabbann og mömmuna — herra og
frú Parker — sem algera bjálfa.