Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
29
kynslóð og Ítalíuferðin skapaði
viðhorf til rómverskrar menning-
ar, sem mótaði smekk næstu kyn-
slóða. Áhrif hans urðu djúptæk og
róttæk, meðal ljóða hans eru dýr-
ustu perlur þýsks kveðskapar og
leikrit hans eiga erindi til manna,
meðan orð halda gildi sínu og
tengjast mennskri meðvitund og
með Faust nálgast hann þær upp-
sprettur og þau djúp, sem hann og
örfáir einstaklingar hafa náð að
nálgast með orðum eða tónum.
Utgáfur verka Goethes eru fjöl-
margar. Fyrsta heildarútgáfa kom
út í 8 bindum hjá Göschen á árun-
um 1787—1790. Næsta útgáfa var í
13 bindum hjá Cotta 1806—1810.
Á árunum 1827—1830 kom út
heildarútgáfa frá Cotta í 40 bind-
um. Fullkomin útgáfa allra verka
kom út á árunum 1887—1920 í 143
bindum, svokölluð Weimarer Aus-
gabe, einnig nefnd Sophien-
ausgabe, eftir verndara útgáfunn-
ar, stórhertogafrú Sophie af
Saxe-Weimar. Aðrar merkari út-
gáfur eru: Jubiláens-Ausgabe
1902—1912, Propyláen-Ausgabe í
49 bindum, 1909—1932, og Ham-
burger-Ausgabe gefin út af E.
Trunz í 14 bindum 1948—1960, en
hér er sú útgáfa gefin út óbreytt í
dtv. Þessi útgáfa er talin mjög
vönduð vegna skýringa og athuga-
greina sem eru fyllri en í flestum
öðrum útgáfum. Dtv hefur einnig
gefið út Atremis-útgáfuna, en það
er endurútgáfa 200 ára minn-
ingarútgáfu frá Atremis-forlaginu
í tilefni af 200 ára fæðingarári
Goethes. Dtv hefur einnig gefið út
dtv-Lexikon der Goethe-Zitate og
Goethe erzáhlt sein Leben.
Bjarni Jónsson frá Vogi þýddi á
sínum tíma fyrri hluta Faust og
segist hafa unnið að þýðingunni í
8 ár. Sú þýðing kom út með skýr-
ingum og ritgerð eftir Alexander
Jóhannesson 1920. Magnús Ás-
geirsson þýddi nokkra kafla úr
Faust og loks þýddi Yngvi Jóhann-
esson fyrri hlutann, sem var sýnd-
ur í Þjóðleikhúsinu veturinn
1970—1971. Sú þýðing var gefin út
af Menningarsjóði 1972.
Ég verð að játa að ég hló að aula-
legum tiltækjum þessa fólks. Ann-
ars hvarf efni leiksins úr huga
mér svo til jafnskjótt og tjaldið
féll. Verður því ekki fjallað frekar
um þá hlið þessa léttvæga gam-
anleiks en vikið stuttlega að leik-
urunum.
Guðrún Stephensen er leikstjóri
þessa nýjasta verks Kópavogs-
leikhússins. Guðrún nær að því er
mér sýndist allmisjöfnu taki á
hinum óreyndu leikurum er þarna
spreyta sig, sumir vafalaust í
fyrsta sinn. Þannig fer framsögn
og látbragð ungu stúlknanna, er
leika Peggy Evans og Connie Day-
ton, gersamlega úr böndunum.
Maður skilur vart orð enda
kannski ekki nema von þegar
brotin er sú frumregla að snúa
aldrei baki í áhorfandann þegar
talað er. Skúli Rúnar Hilmarsson
og Eiríkur Hilmarsson, er leika
Buddy og Alan Parker, standa sig
mun betur. Er ég ekki frá því að
þarna séu leikaraefni á ferð. Ég vil
ekki gera upp á milli þessara ungu
manna, aðeins óska þeim til ham-
ingju. (Ekki er vert að hvetja
menn til að leggja út á hina hálu
braut Ieiklistarinnar, eins og mál-
in standa nú í leikhúsheiminum.)
Þá er bara eftir að minnast á tvo
leikara, Ægi Geirdal sem er full-
strákslegur fyrir hlutverk hr.
Baker og Helgu Harðardóttur sem
í einu símaatriðinu náði að verða
bráðfyndin. Það hefur vafalaust
verið ætlun þeirra Kópavogsleik-
hússmanna að fá fólk til að brosa í
skammdeginu með því að bjóða
því á „Hlauptu af þér hornin".
Eins og áður sagði tókst þetta
bara nokkuð vel í öðrum og þriðja
þætti.
Meðan ég man. Sunnudagsleik-
rit útvarpsins „Síðasti tango í Sal-
ford" var einstaklega áheyrilegt.
Greinilegt að leiklistardeildin er á
réttri leið. Baldvin Halldórsson og
félagar, hafið þökk fyrir.
Kristján Hall
Sýning á verk-
um Kristjáns
Hall í Bók-
hlööu Akraness
Vkrancsi, II. nóvember.
Á MORGUN, föstudag, mun
Lionsklúbbur Akraness opna mál-
vcrkasýningu á verkum Kristjáns
llall í Bókhlöðu Akraness, og mun
sýningin standa til 21. nóvember.
Á sýningunni verða 30 myndir,
málaðar víðsvegar um landið.
Þetta er 12. einkasýning Kristjáns
og þar af önnur einkasýning hans
á Akranesi, einnig hefur hann tek-
ið þátt í nokkrum samsýningum.
Sýningin verður opin alla virka
daga frá kl. 18—22 og um helgar
frá kl. 14-22.
Allur ágóði af sýningunni mun
renna til líknarmála á Akranesi.
Júlíus.
skiptingin riðlast, atvinnuhætt-
irnir taka miklum breytingum
með iðnbyltingunni og hið forna
þyggðajafnvægi raskast.
Franska stjórnarbyltingin og
herir Napóleons umbylta ríkjum
og hefðum Evrópu. Goethe lifði
sína tíma, hann tók öllu opnum
huga og yfir honum var sú sama
heiðríkja sem ríkti yfir hugmynd-
um Winkelmanns um gríska forn-
öld. Áhugi hans fyrir náttúruskoð-
un og skilningur hans á náttúr-
unni var sívökull, hann skildi um-
hverfið og náttúruna dýpri skiln-
ingi en þá var títt og sá skilningur
birtist hvað gleggst í því riti sem
lengst af hefur verið vanmetnast
verka hans, sem er „Der Ge-
schichte der Farbenlehre", sem er
í rauninni deilurit á ríkjandi nátt-
úruskoðun og heimsmynd og þar
sem hann útlistar skilning sinn á
móður náttúru.
Skáldsögur hans mótuðu heila
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁOKKUR
Notið
tækifærið!
Folaldakjötsvika
Þessa viku getur enginn sleppt því að
fá sér nýslátrað folaldakjöt í matinn
Á KYNNINGAR
VERÐI!
Buff
File
Mörbráð
Beinlausir fuglar
Mínútusteik
Innra læri
Vöðvar í 1 steik
Kryddlegió buff
Gúllas
Framhryggir
T.bone
Hakk
Baconbauti
VÖRUKYNNING:
Nýtt
Folaldahakk
í pottrétt
Lambasaltkjöt
Karbonaði
Hamborgarar —
Nýbakaö
hamborgarabrauð
fylgir
Reykt folaldakjöt
Saltað folaldakjöt
AÐEINS
ATH. fáanlegt
í 2ja og 5 lítra
fötum með pækli. (nýja verðið 63.50)
4Q30
pr.kg.
Hangikjöt
AÐEINS ;.90 ' pr.kg.
Heil læri niðursöguð / 11 og vakumpökkuð. /
(nýja verðið 99.50)
Mandarínur 77*50 Aé / pr.kg.
Nýbakað 1, 4-8°
/\ipaDrauo jbl á tilboðsverði: kr. 22.00 Rétt verð
2 kg.
Rauðepli
4850
2 kg.
Græn epli
3950
2 kg.
Gul epli
3950
Opið ti! kl. 7 í kvöld og
til hádegis á morgun
AUSTURSTRÆT117 STARMYRI 2