Morgunblaðið - 12.11.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982
31
Brad Miley
kemur til ÍBK
Körfuknattleiksdeild ÍBK hefur
gengið frá samningum við nýjan
erlendan leikmann, Brad Miley,
sem fyrr é árum lék með Val, á
þeim tíma, sem Pétur Guö-
mundsson lék þar. Miley mun
leika sinn fyrsta leik með ÍBK
gegn ÍR eftir viku og þá munu
þeir Pétur mætast aö nýju.
Eins og kunnugt er af fréttum
hélt Tim Higgins, sem áður lék
með iBK af landi brott fyrir nokkru
og kemur Miley í hans stað. Aö
sögn forráðamanna ÍBK var mikil
eining meðal leikmanna og forráö-
amanna félagsins meö ráöningu
Mileys og vænta þeir góös af
komu hans og ætla sér aö vera
áfram í baráttunni um meistaratitil-
inn þrátt fyrir fjögur töpuö stig.
Á siöasta ári lék Miley í Ástralíu,
en þar mega liöin tefla fram þrem-
ur erlendum leikmönnum i hverjum
leik. Hann hefur siöan haldiö sér í
góöri æfingu og mætir því vænt-
anlega sterkur til leiks.
— HG.
• Brad Miley í leik meö Val er hann var hér á landi, nú kemur hann til
með að leika með liði ÍBK í úrvalsdeildinni.
Öruggur Valssigur
gegn liði KR-inga
VALSMENN unnu öruggan og sanngjarnan sigur, 89—71, á liði KR í
úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi er liðin léku í Hagaskóla.
Frekar var nú leikur liðanna bragðdaufur, en þó brá fyrir kafla og kafla
þar sem leikmenn beggja liöa sýndu tilþrif. Valsmenn höföu leikinn
allan tímann í höndum sér og þurftu síöur en svo aö taka á honum
stóra sínum til þess aö sigra. Allir leikmenn liösins fengu aö spreyta
sig og átta leikmenn Vals skoruöu stig í leiknum. KR-ingar voru mjög
daufir framan af en hresstust mjög í síöari hálfleik og náöu þá aö
minnka muninn niöur í átta sig, og ekki er gott aö segja nema aö þeir
heföu sett enn meira fjör í leikinn ef nokkur upplögö tækifæri heföu
ekki fariö forgöröum. Hittni KR-inga var nefnilega frekar slök á köflum
í gærkvöldi.
Valsmenn tóku leikinn strax í
sínar hendur og eftir örstutta
stund var staöan oröin 13—2 fyrir
Val. Leikmenn KR sigu heldur á og
lengst af var ekki nema 10 stiga
munur á liðunum. í hálfleik haföi
Valur hinsvegar góöa forystu, 43
stig gegn 28 stigum KR. Þaö var
eins og alla baráttu vantaöi í liö KR
í fyrri hálfleiknum og á stundum
haföi maöur þaö á tilfinningunni aö
þeir sættu sig viö aö tapa.
Dregið í
bikarnum
j GÆRDAG var dregiö í fjóröu
umferð mjólkurbikarsins. Þessi
lið drógust saman: Notts County
— Lincoln eða West Ham. Tott-
enham — Luton. Bradfort eöa
Man. Utd. gegn Man. City eöa
Southampton. Burnley — Birm-
ingham. Everton eöa Arsenal
gegn Huddersfield. Liverpool
gegn Sunderland eöa Norwich.
Nottingham gegn Brentford eöa
Swansea. Sheffield — Barnsley.
Þessir leikir fara fram í vikunni
29. nóv. til 3. des.
• Torfi Magnússon bestur í liði
Vals í gær gegn KR jafnframt
stigahæstur meö 22 stig. Torfi er
sterkur leikmaöur bæöi í vörn og
sókn.
Þróttur
AÐALFUNDUR knattspyrnudeild-
ar Þróttar veröur haldinn laug-
ardaginn 20. nóvember kl. 14.00 í
félagsheimilinu viö Sæviöarsund.
Fundarefni: Venjuleg aöalfund-
arstörf. Útnefning knattspyrnu-
manns ársins. Onnur mál. —
I síöari hálfleiknum gerbreytfist
leikur KR-liösins. Leikgleöi og bar-
átta var skyndilega komin í liöiö og
þá var ekki aö sökum að spyrja.
Um miöjan síöari hálfleikinn var
aðeins átta stiga munur á liöunum
Valsmenn meö 58 stig gegn 50
stigum KR. KR-liöiö fékk tvö
dauöafæri í þessari stööu en ekki
vildi boltinn fara ofan í hringinn.
Valsmönnum tókst hinsvegar aö
bæta viö sig og ná öruggri forystu
á nýjan leik og eftir það var sigur
þeirra aldrei í neinni hættu.
Liö Vals er meö góöan efniviö af
ungum leikmönnum, og jafnframt
leikmenn sem eru komnir með
mikla reynslu og geta leikiö vel.
Torfi Magnússon var bestur Vals-
manna í leiknum aö þessu sinni.
Sterkur leikmaöur í vörn og sókn
og jafnframt yfirvegaöur leikmaö-
ur. Torfi tók mikiö af bæöi sóknar-
og varnarfráköstum í gærkvöldi
jafnframt því sem hann skoraöi 22
stig og var stigahæstur í liði Vals.
Jón Steingrímsson og Tim Dwyer
léku báöir vel en Tim tók þó lífinu
greinilega meö mikilli ró. Kristján
er drjúgur leikmaður sem oft ber
ekki mikið á en skilar sínu vel. Hjá
KR bar Stew Johnson af en hltti
samt mjög illa allan fyrrl hálfleik-
inn. Stew er sterkur leikmaöur í
sókninni en mætti beita sór mikiö
meira í varnarleiknum en hann
gerir. Þar hlífir hann sér verulega.
Þeir Ágúst og Jón áttu góöa
spretti en hafa báöir veriö í betri
æfingu. KR-liöiö getur gert mikiö
betur en þaö geröi í gærkvöldi. Sér
í lagi veröa leikmenn aö berjast,
ekki síst þegar mótherjar eru jafn-
sterkir og Valsmenn. Sigur í leik
kemur ekki af sjálfu sér.
• Stew skoraði 36 stig fyrir lið
KR og var langstigahæstur jafn-
framt því sem hann sýndi oft
snilldartilþrif í leiknum. Samt var
hittni hans framan af slök.
Stig Vals í leiknum skoruöu:
Torfi 22, Tim 18, Jón I5, Kristján
14, Ríkharöur 8, Tómas 4, Sigurö-
ur 3, Leifur 3, Björn 2.
Stig KR: Stew 36, Jón 10, Ágúst
10, Páll 6, Stefán 4, Kristján 2,
Gunnar 2. — ÞR.
Guðni hefur
tilboð frá
liði ÍBK
í blaðinu Víkurfréttir sem
gefiö er út í Keflavík mátti
sjá eftirfarandi íþróttafréttir,
en blaöið er nýkomiö út.
Guöni Kjartansson, fyrrum
leikmaöur ÍBK og landsliös-
þjálfari, hefur nú fengið
skriflegt tilboð frá Keflavík-
ingum um aö þjálfa liöið'
næsta tímabil. Guöni hefur
sjálfur sagt, að ef hann ætli
aö þjálfa, þá komi ekkert
annað lió til greina ÍBK. Nú
er bara aó vona aö Guöni
gefi vilyrði sitt og væri mikill
fengur fyrir ÍBK aö fá hann
aftur, enda snjallasti þjálfari
íslandinga í dag og enginn
annar náó eins góöum
árangri með landsliöið og
hann.
Haukur Hafsteinsson sem
þjálfaöi Viöi sl. sumar og
kom þeim upp t 2. deild hef-
ur verió endurráöinn fyrir
næsta tímabil.
í framhaldi af þjálfunar-
málum Víðis skal þess getið,
aö möguleiki er á aó Daníel
Einarsson, fyrrum leikmaður
Víðis en lék meó ÍBK sl.
sumar, ætli aó ganga aftur
yfir í Garðsliöið.
Freyr Sverrisson, hinn
ungi og efnilegi miöjumaóur
Reynismanna í knattspyrnu
hefur ákveðiö aö ganga aftur
yfir í Keflavík eftir stutta
dvöl hjá Sandgeröingum.
lyiarkús ráðinn
framkvæmda-
stjóri fatlaðra
íþróttasamband fatlaóra
hefur ráöió til sín fram-
kvæmdastjóra, Markús Ein-
arsson. Einnig hefur ÍF
opnað skrifstofu aö Háaleit-
isbraut 11, 2. hæö. Síminn er
86301. Til aö byrja meö verö-
ur skrifstofan opin 10 tíma á
viku sem hér segir:
Þriðjudaga og fimmtu-
daga kl. 10—12 miðvikudaga
og föstudaga kl. 15—18.
Það er von stjórnar ÍF að
ráóning framkvæmdastjóra
og opnun skrifstofunnar
megi veróa til þess aö auka
enn starfsemi sambandsins,
og fleiri fatlaöir fái tækifæri
til aó stunda íþróttir vió sitt
hæfi.
OLMA
OLIVIAS GREATES HITS VOL 2.
Feykilega góð plata með öllum Ijúfustu
lögum söngkonunnar. Þessi ætti að vera
til á hverju heimili. Pældu í lögunum og
hverjir raula með stelpunni. Pottþétt lið.
NEWTON
JOHN