Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 32

Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 32
^^^skriftar- síminn er 830 33 j^uglýsinga- siminn er 2 24 80 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 Málverkaþjófnaður upplýstur: Kjarvalsmálverkið er ónýtt eftir að hafa ver- ið vafið um hin verkin MÁLVERKIN, sem stolið var í Klausturhólum fyrir skömmu, komu í leitirnar í gær. Var eitt verkanna, olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval, ónýtt, en talið er að hinum megi bjarga, að því er Guðmundur Axelsson í Klausturhólum sagði í samtali við Morgunblaöið í gærkveldi. Auk Kjarvalsmyndarinnar var stolið málverkum eftir Kára Eiríksson, Svein Þórarinsson, Höskuld Björnsson og Kristínu Jónsdóttur. Voru þau minna skemmd er þau fundust, enda hafði Kjarvalsmálverkið verið notaö sem umbúðir utan um hin verkin. Málverkin öll eru hundruð þúsunda króna virði, og aðeins verkið sem eyðilagðist er met; ið á tugi þúsunda króna. I salnum, sem þeim var stolið úr á sínum tíma, voru þó enn verðmætari málverk, sem þjófarnir skildu eftir. Sam- Halldór Kunólfsson verslunar- stjóri í Klausturhólum með Kjarvalsmálverkið, sem fannst í gær, skellótt, rifið og gjörónýtt eins og vel sést á myndinni. Ljósm.: Krislján Örn Klíasson. kvæmt . upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins hefur einn maður játað aðild að málverkaþjófnaðinum, og annar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags vegna gruns um aðild að mál- inu. Mennirnir, sem eru um tvítugt, hafa báðir komið við sögu lögreglunnar áður. Ekki er vitað til að reynt hafi verið að koma málverkunum í verð, heldur lágu þau umhirðulaus í íbúð í Reykjavík í hinum dýru „umbúðum". Greiðslur fyrir álrannsókn iðnaðarráðherra 2,8 milljónir fyrir árið 1981: Hafnarfjarðarbær og tveir sjóðir látnir borga kostnað Sakaði þing- forsetann um vikulega hlutdrægni VILMUNDUR Gylfason, alþingis- maður, sakarti Jón Helgason, forseta sameinaðs þings, um þinghneyksli og vikulega hlutdrægni á þingfundi í gær. Jón Baldvin Hannibalsson, al- þingismaður, sagði efnislega við þessa sömu umræðu, að þrennt hefði gerzt á þessum fundi: 1) mis- tök í fundarstjórn, sem hefðu ver- ið leiðrétt, 2) þingsköp þverbrotin með efnislegri umræðu þegar ein- göngu átti að ræða þingsköp, 3) og gengið á svig við mannasiði í um- ræðunni sjálfri. Umræðan er til skammar, sagði Jón Baldvin. Sjá nánar á þingsíðu Mbl. í dag. Fíkniefnamisferli: 5 í gæslu- varðhald FIMM voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald í gær og fyrradag og eru gæsluvarðhaldsúrskurðirnir frá 15 og til 30 daga að lengd, samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í gær. Hér er um tvö mál að ræða. í öðru málinu var maður handtekinn á Keflavíkurflugvelli með talsvert magn fíkniefna í fórum sínum, en sá var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Maður þessi er um fer- tugt og hefur hann áður komið við sögu fíkniefnalögreglunnar. í hinu málinu hafa fjórir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og er það mál talið umfangsmikið. Það hófst með handtöku manns sl. þriðjudag og þá um kvöldið var gerð húsleit í ákveðnu húsi í borginni og fundust þar fíkniefni, aðallega kannabisefni. Þar var tvennt hand- tekið og úrskurðað í gæsluvarðhald. Síðan var sá fjórði tekinn í gær og settur í varðhald. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar tengjast nokkrir aöilar síðara málinu. í VIKUNNI barst bæjarstjórn Hafn- arfjaróar bréf frá fjármálaráðuneyt- inu þar sem tilkynnt er að vegna út- lagðs kostnaðar iðnaðarráðherra í sambandi við rannsókn hans á starf- semi íslenzka álversins í Straumsvik yrðu 2,8 milljónir króna dregnar frá framleiðslugjaldi fyrirtækisins til ís- lenzkra aðila fyrir árið 1981. Ráðu- neytið hefur þegar dregið 595 þúsund- ir króna frá framleiðslugjaldsgreiðsl- um í ár til Hafnarfjarðarbæjar, en bæjaryftrvöld mótmæla þessu harð- lega og segjast engar heimildir hafa gefið til þessara rannsókna, né séu nein hcimildarákvæði í samningum ríkisins við Hafnarfjarðarbæ sem réttlæta slíka aðför. í bréfi fjármálaráðuneytisins segir að þessi fjárhæð sé dregin frá Hafnarfjarðarbæ, Byggðasjóði og Iðnlánasjóði, þ.e. þeim aðilum sem greitt fá af framleiðslugjaldi ÍSAL. Éinar I. Halldórsson bæjarstjóri í Hafnarfirði hafði eftirfarandi að segja, er Mbl. innti hann álits á þessu í gærkvöldi: „Ráðuneytið til- kynnti okkur, er við áttum von á greiðslum fyrir ágústmánuð síð- astliðinn, að af þeirri greiðslu yrði dregið og eigum við nú samtals 595 þúsund krónur inni hjá ráðuneytinu sem teknar hafa verið af okkur á þessum forsendum. Bréf ráðuneyt- isins var rætt á bæjarráðsfundi í dag og mér falið að mótmæla þess- ari aðför harðlega." Einar sagði einnig: „Það er tekið fram af bæjaryfirvöldum, að þessar athuganir ráðherrans séu ekki að okkar ósk, án okkar vitundar og bænum alls óviðkomandi." Þá sagði hann að framleiðslugjaldið til Hafnarfjarðarbæjar kæmi í stað annarra skatta til sveitarfélagsins, ekki væru neinar heimildir í samn- ingum Hafnarfjarðarbæjar og ríkisins sem heimiluðu ráðuneytinu að standa að slíku. Hann sagði í lokin að ráðuneytið hefði enn ekki staðið við gefin fyrirheit um lög- mæta endurskoðun og hækkun framleiðslugjalds til bæjarins og kæmi þetta því enn meira á óvart. „Þessari samningsbundnu endur- skoðunarheimild hefur ekki verið sinnt, en samkvæmt útreikningum er vangreitt fyrir tímabilið 1979 til 1982 alls um 5,3 milljónir króna, auk vaxta." * „Eg féll vegna afstöðu minnar í máli Korchnois“ — segir Fridrik Olafsson eftir að hafa lotið í lægra haldi í kosningu til FIDE 11. novembcr 19X2. r ra llalli llallssyni blm. Mbl. í Luzern í Sviss. „ÉG SAGÐI að ég stæði eða félli með ákvörðun minni, að fjölskyldu- mál Victors Korchnoi yrði að leysa, og svo virðist sem Sovétmenn hafi ekki fyrirgefið mér afstöðu mína. Þegar að leikslokum er spurt virð- ist Ijóst að ég féll vegna afstöðu minnar í Korchnoi-málinu," sagði Friðrik Olafsson í samtali við blaðamann að loknu forsetakjörinu til Alþjóðaskáksambandsins í gær. Mikil spenna ríkti þegar gengið var til kosninga hér í Luzern í morgun, loft var lævi blandið er fulltrúar gengu til kosninga og fullkomin óvissa virtist ríkja um úrslit kosninganna. En þegar eft- ir fyrstu umferð var ljóst að stefndi í öruggan sigur Campo- manes frá Filippseyjum. Hann hlaut 52 atkvæði, F’riðrik 37 og Júgóslavinn Kazic 19 atkvæði. Kliður fór um salinn þegar þessi úrslit voru kynnt. Ljóst var að Friðrik átti enga möguleika í seinni umferðinni. „Ekki eru allir viðhlæjendur vinir" sagði Guðmundur G. Þór- arinsson alþm. er úrslitin úr fyrri umferð voru birt, og átti við að ýmsir þeirra er kváðust myndu styðja Friðrik, höfðu ekki gert það. Campomanes var sterkari en nokkurn óraði fyrir, varnargarð- Frá atkvæðatalningunni á FIDE-þinginu í gær. Fráfarandi forscti FIDE og hinn nýkjörni, Friðrik Olafsson og Florencio B. Campomanes. Símamynd Al' ar hans héldu á meðan vörn Frið- riks lét undan öfugt við það sem stuðningsmenn Friðriks höfðu vonað. Er síðari atkvæðagreiðsl- an rann upp var öll spenna horf- in, söguleg stund í sögu FIDE var runnin upp. Er tölur birtust í annað sinn brutust út fagnaðar- læti stuðningsmanna Campo- manes. Hann hlaut 65, á móti 43 atkvæðum Friðriks, munurinn var meiri en nokkurn óraði fyrir. Sjá „Baktjaldamakk og mútur réðu ríkjum“ og fleiri viðtöl á miðopnu Mbl. i dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.