Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR „Ég er maður frið- samlegra lausna“ — sajjði Lech Walesa í Gdansk í dag, eftir ad hafa setiö í stofufangelsi í ellefu mánuði (idansk, 15. nóvember. AF. LECH WALESA leiðtogi Samstöðu sagði fréttamönnum i dag að hann væri „undrandi" yfir því að vera nú frjáls ferða sinna og lofaði að vinna að friðsamri lausn á vandamálum Póllands í anda Samstöðu. Á þessum fyrsta fundi sem hann hélt með fréttamönnum frá því hann var látinn laus úr stofufang- elsi virtist hann óþreyttur og reyndi að fara bil beggja í yfirlýs- ingum sínum. „Ég var, er og mun verða trúr því samkomulagi er undirritað var í ágúst, en ég er maður friðsamlegra lausna," sagði . hann og vitnaði til þess samkomu- lags er undirritað var í Lenin-skipasmíðastöðvunum í ág- úst 1980 og var upphaf stofnunar óháðu verkalýðsfélaganna Sam- stöðu. Um það bil 2.000 manns höfðu safnast saman fyrir framan heim- ili Walesa í Gdansk í dag og báðu um að fá að heyra hann og sjá, en þeim var vinsamlega bent á að hafa sig á brott til að hann fengi þá hvíld sem hann þyrfti. Mikil leynd hafði hvílt yfir veru- stað hans frá því herlagayfirvöld tilkynntu að hann hefði verið lát- inn laus úr haldi á laugardag. Hann staðfesti að hann hefði verið leystur úr haldi þann dag og sagði að hann hefði síðan verið fluttur í úthverfi Varsjár, þar sem hann hitti saksóknara að máli á sunnu- dag. Walesa sagði að hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að fá félaga sína sem enn eru í haldi lausa úr prísundinni, en bað um tíma til að hugsa sinn gang áð- ur en hann tæki frekari ákvarðan- ir. „Ég verð að fá tíma til að íhuga ástand mála nú. Gefið mér a.m.k. einn mánuð til umhugsunar og ég mun síðan kalla ykkur alla til fundar við mig þegar ég hef tekið afstöðu að endurskoðuðu máli,“ sagði hann og neitaði aðspurður að hafa undirritað nokkurt skjal her- lagayfirvalda eða lofað að taka þátt í aðgerðum þeirra á nokkurn hátt. Jaruzelski ítrekaði í viðtali við breska blaðið Guardian í dag, að herlögum yrði aflétt í Póllandi inn- an tveggja mánaða og bætti því við að framtíð Walesa væri undir því komin hvernig hann færi að ráði sínu, nú þegar hann væri frjáls ferða sinna. Andropov við útfór Brezhnevs: „Stefnu hans verður framfylgt í hvívetna « Moskvu, 15. nóvember. AP. LEONID L BREZHNEV var jarð- sunginn í morgun við mikla viðhöfn og var kista hans látin síga niður I gröf við Kremlarmúrinn, þar sem að- rir kommúnistaforingjar hvíla. Yuri Andropov, sem tók við emb- ætti leiðtoga Kommúnistaflokksins og er því mesti valdamaður í Sov- étríkjunum, hélt ávarp í minningu Brezhnevs og minntist hans sem mikils baráttumanns í þágu slökun- arstefnu og afvopnunar og bar á hann mikið lof. Hann kvað hann einnig hafa barist linnulaust fyrir friði í heiminum og sagði Sovétrík- jn reiðubúin til „heiðarlegrar, jafnrar og gagnkvæmrar" sam- vinnu við sérhvert ríki sem í ein- lægni heföi áhuga á samvinnu. Andropov sagði einnig í tíu mín- útna langri ræðu sinni af grafhýsi Leníns, að hann myndi halda áfram að gæta mikilvægustu hagsmuna landsins og sagði að hann myndi framfylgja sömu stefnu og Brezhn- ev, bæði í málum innanlands og utan-. Hann ítrekaði síðan að Sov- étríkin myndu „mæta hverri tilraun til árásar af fullkominni hörku.“ Viðstaddir athöfnina voru hundr- uð fulltrúa erlendra ríkja, m.a. Yuri Andropov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins (t.h.), og Nikolai Tikh- onov forsætisráðherra (t.v.) aðstoða við að bera kistu Leonid I. Brezhnevs, meðan á útförinni á Rauða torginu stóð í dag. George Bush varaforseti Banda- ríkjanna Indira Gandhi forsætis- ráðherra Indlands Wojeciech Jar- uzelski leiðtogi pólsku herstjórnar- innar, Fidel Castro leiðtogi Kúbu, Zenko Suzuki, forsætisráðherra Japan og Karmal leiðtogi í Afgan- istan. Andropov hitti erlendu gestina að máli í skamma stund að útför- inni lokinni og síðar ræddu þeir Bush saman einslega í hálfa klukkustund. Bush sagði að viðræð- unum loknum að þær hafi verið „einlægar og málefnalegar“ og sagði að hann hefði flutt Andropov skilaboð Reagans Bandaríkjafor- seta þess eðlis, að Bandaríkin von- ist eftir bættum samskiptum ríkj- anna. Sjá einnig „Andropov minntist Brezhnevs sem friðarsinna" á bls. 18. Lech Walesa og eiginkona hans, Danuta, á heimili þeirra hjóna í gærkvöldi. Ítalía: Fanfani forsætisráð- herra í fimmta sinn? Kóm, 15. nóvembcr. Al*. FORSETl ÖLDUNGADEILDARINNAR, Amintori Fanfani, sem er kristilegur demókrati, þótti í dag líklegastur eftirmaður forsætisráðherr- ans Giovanni Spadolinis, og yrði þar með leiðtogi 43. stjórnarinnar á Italíu frá striðslokum. Spadolini, sem er lýðveldis- sinni og fyrsti forsætisráðherra Italíu síðan 1945, sem ekki er kristilegur demókrati, lagði fram afsagnarbeiðni sína við Sandro Pertini, forseta Ítalíu á laugardag, en mikil óeining hef- ur ríkt milli tveggja ráðherra í ríkisstjórn hans varðandi efna- hagsmál. Spadolini situr þó í embætti, að beiðni Pertinis, þar til valinn hefur verið eftirmaður hans. Spadolini hefur verið leiðtogi fimm flokka samsteypustjórnar, sem mynduð var af kristilegum demókrötum, sósíalistum, lýð- veldissinnum, frjálslyndum og sósíaldemókrötum frá því í júní á þessu ári. Samkvæmt heimildum úr Kristilega demókrataflokknum mun vera lagt hart að Fanfani, sem er 74 ára að aldri, að taka að sér að verða eftirmaður Spadol- inis. I viðtali, sem birtist í dag í ítalska vikuritinu Oggi, segist hann vera ánægður í starfi sínu sem forseti öldungadeildarinnar og ekki vera áfjáður í að verða forsætisráðherra aftur, en því starfi hefur hann gegnt fjórum sinnum. Aðrir sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir eftirmenn Spadolinis eru Emilio Colombo utanríkisráðherra og fyrrver- andi forsætisráðherra, Arnaldo Forlani. Einnig hefur leiðtogi sósíalista, Bettino Craxi, verið nefndur í þessu sambandi. Pertini byrjaði í dag að þreifa fyrir sér hjá stjórnmálaleiðtog- um landsins varðandi hugsan- legan eftirmann Spadolinis, en nýr forsætisráðherra mun verða útnefndur á miðvikudag. Átök harðna á ný í Líbanon Beirút, 15. nóvember. Al*. AMIN GEMAYEL forseti sneri í dag heim úr tveggja daga opinberri heimsókn í Saudi-Arabíu og til- kynnti við heimkomuna að Líban- Flótti sonarins skýringin á „pólitísku hvarfi“ Kirilenko? Lundúnum, 15. nóvember. AIV SONUR ANDREI Kirilenkos, sem fyrir skömmu dró sig í hlé úr fram- kvæmdastjórn sovéska kommún- istaflokksins vegna veikinda eða var settur af, hefur að sögn breska blaðsins Sunday Telegraph flúið til Vesturlanda og sé líkast til niður- kominn í Bretlandi. Breska utanrík- isráðuneytið vill þó ekkert við þetta mál kannast. Að sögn blaðsins er sonurinn vísindamaður á sextugsaldri. Fylgir ennfremur að hann hafi sótt um pólitískt hæli fyrir nokkr- um mánuðum er hann var á ferða- lagi með sendinefnd frá Sovét- ríkjunum, annaðhvort í V-Evrópu eða í Vestur-Indíum. Að sögn John Millers fréttarit- ara Sunday Telegraph í Moskvu gæti flótti sonarins hugsanlega verið skýringin á „pólitísku hvarfi" föður hans. Miller hefur sagt, að opinbera skýringin á hvarfi Kirilenkos sé sú, að hann sé fárveikur. Engu að síður mætti hann á föstudag til að votta Brezhnev virðingu sína, þar hem leiðtoginn lá á viðhafnarbörum. Sé fregnin um flótta sonarins rétt markar hún tímamót í sögu sovéskra flóttamanna vestur um því þetta er þá í fyrsta sinn, sem ættingi einhvers úr framkvæmda- stjórn sovéska kommúnista- flokksins flýr frá landinu. on væri ekki lengur „paradís hryðjuverka". Hins vegar hafa átök milli Drúsa og kristinna hægri manna í fjalllendi skammt frá höf- uðborginni valdið stjórnvöldum vaxandi áhyggjum. Gemayel sneri heim á sama tíma og átök Drúsa og kristinna manna brutust út að nýju, en átök hafa verið á þessum svæð- um öðru hvoru allan síðastliðinn mánuð. íbúar á þessum svæðum segja að Israelar hafi kynt undir þessum átökum með því að styrkja báða stríðsaðila. Einnig kom fram í útvarps- stöðinni „Rödd Líbanon" í kvöld, að Israelar væru enn að senda herlið inn í Líbanon og var tekið viðtal við sjónarvott sem kvaðst hafa séð a.m.k. fimmtíu hlaðnar bifreiðar ísraelska hersins fara yfir landamærin í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.