Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 21 Skagamenn til Fílabeins- strandarinnar? BIKARMEISTARAR Akurnesinga í knattspyrnu hafa fegið boð um að taka þátt í tveimur knattspyrnu- mótum í febrúar/ marz á nsssta ári. Er málið í frumathugun hjá knattspyrnuráði ÍA. Þessi mót eru haldin á stöðum, sem íslenzkir knattspyrnumenn koma sjaldan til, eða á Fíla- beinsströndinni og í Rúmeníu. Þá fengu Skagamenn einnig boö um aö taka þátt í knattspyrnumóti I Danmörku í júlí nassta sumar en því boði hefur verið hafnaö. — SS. Sedov sæmdur heiðursmerkjum Knattspyrnudeild Víkings hélt sl. laugardag uppskeruhátíð fyrir meistaraflokksmenn, eiginkonur þeirra og nokkra gesti. Þetta var jafnframt kveðjuhátíð fyrir sov- ézka þjálfarann Youri Sedov, sem er á förum heim til Sovétríkjanna eftir þriggja ára starf hjá Víkingi. Sedov bárust margar góðar gjafir og hann var sæmdur tveimur heiðursmerkjum í hófinu. Sveinn G. Jónsson, formaður Víkings, sæmdi hann gullmerki félagsins og Ellert B. Schram, formaöur KSI, sæmdi hann silfurmerki Sam- bandsins. Sedov mun taka viö starfi þjálf- ara hjá sovézka landsliöinu. Viö starfi hans hjá Víkingi tekur annar sovézkur þjáifari. Evrópukeppni bíkarhafa í handknattleik: KR leikur báða sína leiki hér á landi Júgóslavarnir leika síöan vígsluleik á Akureyri gegn styrktu liði KA NÚ ERU KR-ingar endanlega búnir að ganga frá aamningum viö júgóslavneska handknatt- leiksliðiö Zeljesnicer um að leíka báða leikina gegn KR í Evrópu- keppni bikarhafa hér í landi. Fyrri leikur liðanna fer fram 5. dea. og sá síöari 7. des. Báöir leikirnir verða í Laugardalshöllinni. • Albert Quðmundsson leikur nú í Bandaríkjunum. Var hann lög- legur hér á landi í sumar með Val? Sjá greinargerð á bls. 24—25. Þá náöust samningar viö liöiö um aö fara noröur til Akureyrar og leika gegn liði KA, vígsluleikinn í handknattleik í hinu nýja íþrótta- húsi staöarins. Þá munu þeir Gunnar og Alfreö Gíslasynir leika meö liöi KA. Þaö hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir hand- knattleiksdeild KR aö báöir leikirn- ir skulu vera leiknir hér á landi, þar sem þeir greiöa allan kostnaö viö feröir og dvöl mótherja sinna. En þaö er von handknattleiksdeildar- innar aö áhorfendur komi ekki til meö aö láta sig vanta á leikina tvo. Því KR-ingar telja aö þeir eigi ágæta möguleika meö góöum stuöningi af áhorfendapöllunum. — ÞR. Var Albert löglegur með Val í sumar? VAR knattspyrnumaðurinn Albert Guömundsson löglegur í sumar ar hann lék meö Val? f mikilli greinargerð frá knattspyrnudeild félagsins sem birtist á opnu bls. 24—25 er sagt frá því að Alþjóöa- knattspyrnusambandið telji svo vera. Óg að KSÍ beri aö fara eftir reglum þeirra í svona málum. Greinargerð Valsmanna er ítarleg og í henni kemur margt athygl- isvert fram. • Vestur-þýska landsliðiö í handknattleik sem kemur hingað til lands á fimmtudaginn og leikur tvo landsleiki við íslendinga um helgina. Hópurinn er skipaður eftirtöldum mönnum. Frá vinstri í aftari röð: Simon Schobel, þjálfari, Wunderlich, Wegener, Fey, Thiel, Wöller, Voik, Krokowski, Brand, Freisier, Bartke, Brandt (nuddari), Schneidér (aðstoðarþjálfari). Fremri röð frá vinstri: Hiitt, Roth, Muller, Schulz, Löhr, Dammann, Gnau, Ehret. Þessi hópur kemur hingað til lands nema hvaö Uwe Schwenker kemur í stað Arno Ehret. Ljósmynd Klaus Wetngártner. Hilmar landsliösþjálfari um leikina gegn V-Þjóðverjum: „Verðum að ná góðum varnar- leik og markvörslu til að eiga nokkurn möguleika gegn þeim“ VESTUR-Þjóðverjar koma til landsins á fimmtudag og leika hér tvo landsleiki í handknattleik um helgina. Báðir verða þeir í Laugardals- höll, sá fyrri á föstudagskvöld kl. 20.00 og síðari leikurinn á sama tíma á sunnudag. Frakkar sækja okkur síðan heim í næstu viku og leika hér tvo leiki. Þeir verða einnig báöir í Höllinni. Fyrri leikurinn verður miövikudaginn 24. nóv. og hinn verður daginn eftir. Báðir hefjast þeir kl. 20.00. Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari, sagöi á blaðamannafundi hjá HSÍ í gær, að ekki væri búið aö ákveða endanlegan hóp fyrir fyrri leikinn, en hann valdi sem kunnugt er 17 manna hóp á dögunum til undirbúnings fyrir þessa tvo leiki, svo og leikina viö Frakka sem eru í næstu viku. Islenska liöiö hefur nú æft 2svar á dag í 2 vikur og leikið nokkra æfingaleiki og aö sögn Þorbergs Aöalsteinssonar, fyrirliöa liösins, hefur gengiö nokkuð vel í þeim. Hann sagöi aö landsiiösmennirnir heföu veriö undir gífurlegu álagi undanfariö, 27 æfingar heföu veriö á 15 dögum og sumir heföu æft með sínum liöum þar að auki. Ein- hverjir þeirra hafa þvi æft þrisvar á dag. Fram kom á fundinum að ís- lendingum hefur gengiö nokkuö vel gegn Þjóöverjunum undanfarin ár. Hilmar sagöi aö þeir væru meö mjög gott liö og þetta yröu því ekki léttir leikir. I þýska hópnum eru sjö leikmenn fratstórliöinu Gumm- ersbach og þar á meðal stórskytt- an Erhard Wunderlich og gamla kempan Heiner Brand. Hilmar sagöi aö til aö eiga nokkurn mögu- leika gegn Þjóöverjunum yröu þeir aö ná mjög góöum varnarleik og markvörslu. Markvarsla hefur ekki veriö góö í 1. deildinni í vetur, aö Brynjari SVO GÆTI farið að íslenska landsliðið í handknattleik verði að hætta samæfingum innan tið- ar. Litlar líkur aru á aö liðið fái fleiri æfingatíma á næstunni, en það hefur að undanförnu æft í lánstímum frá félögum og skól- um. Fram kom á fundi hjá HSÍ í gær, að skólakrakkar fara nú fljótlega í próf og geta því ekki Kvaran Stjörnunni undanskildum, en Hilmar sagöi í gær aö hinir markveröirnir í landsiiðshópnum væru greinilega aö ná sér á strik. Hann sagöi aö greinilegt væri aö breyta þyrfti varnarleik hér á landi. „island fékk t.d. langflesta brott- rekstra á NM pilta hér um daginn og mikiö af því var fyrir klaufaleg brot. Þetta er einnig hjá félagsliö- unum,“ sagöi hann. Þá minntist Hilmar á það aö sér- staklega yröi hörö keppni um stöðu linumanna í liðinu. Hann sagöi að þeir línumenn sem veriö heföu í hópnum undanfarin ár heföu ekki náö sér verulega á strik í vetur en eftir þetta æfingapró- gram væru þeir greinilega á réttri leiö. „Annars eigum viö einn besta línumann í heimi aö öörum ólöst- uöurn," sagöi Hilmar, og átti viö Þorgils Óttar Mathiesen úr FH. „Hann var langmarkahæstur allra línumanna á NM pilta á dögunum og kom sterklega til greina i vali sóknarmanns mótsins, en svo náöi misst fleiri tíma að sinni og ekki sé möguleiki á að fá aöra tíma. Verkefnin sem framundan eru eru öll liður í undirbúningi lands- liðsins fyrir B-keppnina í Hollandi eftir áramót þannig að það er aö sjálfsögöu algerlega óviöunandi ástand að hafa ekki aðstööu til æfinga. — SH. hann ekki góðum leik i síðasta leiknum.” islenski hópurinn er skipaöur eftirtöldum leikmönnum: Markveröir eru Einar Þorvarðar- son Val, Kristján Sigmundsson Víkingi og Brynjar Kvaran Stjörn- unni. Línumenn eru Magnús Teitsson Stjörnunni, Þorgils Óttar Mathiesen FH, Steindór Gunnars- son Val og Jóhannes Stefánsson KR. Hornamenn eru Bjarni Guö- mundsson Nettelstedt, Guömund- ur Guðmundsson Vikingi og Ólafur Jónsson Víkingi og útispilarar eru Kristján Arason FH, Siguröur Sveinsson Nettelstedt, Páll Ólafs- son Þrótti, Siguröur Gunnarsson Víkingi, Þorbergur Ólafsson Vík- ingi, Alfreð Gíslason KR og Hans Guðmundsson FH. Hilmar sagöi aö í hvorum leik við Þjóðverjanna hvíldu 1 mark- maður, 2 línumenn og 2 útispilarar og sami háttur yröi hafður á í leikj- unum viö Frakka í næstu viku. Lítið er vitað um franska liöið en mjög mikil uppbygging hefur veriö i handknattleiknum þar í landi und- anfarin ár. íslendingum hefur gengið illa meö Frakka upp á siö- kastiö og er skemmst aö minnast þeirra útreiðar sem íslenska liöið fékk hjá þeim í siöustu B-keppni en hún fór einmitt fram í Frakk- landi. — SH. Þýski lands- liðshópurinn ÞÝSKI landsliðshópurinn sem kem- ur hingaft til lands er skipaður eftir- töldum leikmönnum, og er lands- leikjafjöldi í svigunum: klaus Wöller, Rein. Fiichs«“ Rerlin, (32) VndreaN Thiel, Vfl. (>ummershach. (18) Dieler Kartke, Fa. (iöppingen (15) l'lrich (>nau, Tv. (>rosi*wallstadt, * (25) Rernd Wegener, Tusem Kssen ( 1) Jörj( l/öhr, V0. (iiin/hurjj, ( |) Manfrcd Freisler, Tv. (írosswallstadt. (92) Karl-Heinz Schulz, VH. (>iinzhurj!, ( 3) Frank Dammann, Vrt. (>ummershach, (54) Thomas Krokowski. Vfl. (>ummershach, (17) F.rhard Wunderlich, \ n. (>ummershach, (81) ('laus Fey, VR. (>ummershach, (54) klaus Voik. Tus. Ilofweier (35) l’we Schwenker, Thv. Kiel, ( 2) lleiner Rrand, V0. (>ummershach, (119) Markus llútt, Vfl. (.ummershach, ( 0) l’lrich Roth, Mtav. Schwahing, ( 2) Verður landsliðið að hætta æfingum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.