Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 25 taka ákvörðun um hlutgengi A.G. þar sem KSÍ tæki ekki formlega afstööu. Fyrir sérráðsdómstóli KRR segir framkvæmdastjóri KSÍ að mál A.G. hafi ekki fengiö sér- staka umfjöllun af stjórn KSI um- fram venjulega bókun viö móttöku á beiðni um félagaskipti. Dómstóli KSÍ og stjórn KSl er fullkunnugt um aö samþykki KSÍ hefur ekki veriö áskiliö þrátt fyrir hljóöan 2. gr. enda veröur þaö aö teljast ólíklegt aö stjórn KSÍ heföi haldiö svo mikilvægu atriöi leyndu fyrir framkvæmdastjóra sínum sem af- greiöir öll félagaskipti. A.G. er eigi aö síöur dæmdur ólöglegur á þessari forsendu. Dómstól KSl má þó viröa til vorkunnar, aö þeir uröu aö finna leiö aö fyrirfram ákveöinni niöurstööu framhjá úrskuröi FIFA. Hvaöa reglur voru brotnar viö félaga- skipti A.G.? 1. Aöeins skeyti haföi borist fyrir hina umdeildu leiki. 2. Ekki var liöinn mánuöur frá staöfestingu USSF fyrir leikina. 3. Skriflegt leyfi KSÍ lá ekki fyrir. Staöreyndin er hins vegar sú, aö öll þessi atriði hafa veriö brotin, viö flest félagaskipti erlendis frá undanfarin ár meö blessun KSÍ í samræmi viö margræddar starfs- venjur. Hvaöa reglur voru ekki brotnar 1. Reglur FIFA voru ekki brotnar, enda veröur aö telja FIFA sjálft best fært um aö túlka eigin reglur. 2. i áhugamannareglum KSi segir aö leikmenn megi ekki þiggja laun fyrir knattspyrnuiökun. A.G. þáöi ekki laun fyrir knattspyrnuiökun þann tíma sem hann var á islandi, og braut því ekki áhugamanna- reglur KSÍ. Hvort A.G. ætlar í framtíöinni aö gerast atvinnumaður í knattspyrnu snertir ekki keppnistímabiliö á ís- landi 1982, frekar en t.d. hvort aðrir fyrrverandi atvinnumenn er léku hér heima í sumar hverfa á ný út i atvinnumennskuna. Því hefur veriö haldið fram að A.G. hafi verið íu sumarleyfi úr at- vinnumennskunni. Albert starfaði aö iön sinni, trésmíöi, í 4 mánuöi í sumar. Hætta á atvinnu- mannaflóöi Því hefur einnig veriö haldiö fram aö atvinnumenn okkar flykk- ist heim í sumarfríum til aö leika meö fyrri félögum sínum ef A.G. heföi verið dæmdur löglegur. Flestir þeirra gera samninga til eins, tveggja eöa þriggja ára í senn og á meöan þeir eru samnings- bundnir geta viðkomandi lands- sambönd ekki gefiö út flutnings- vottorö fyrir þá. Þessi hætta ef hættu skyldi kalla er ekki fyrir hendi. KSÍ neitar Knd. Vals lét þýöa dóm dóm- stóls KSÍ og fór þess á leit viö KSÍ aö beðiö yröi um umsögn FIFA um málið. Greinilega var tekið fram, aö ósk um umsögn væri að beiðni Vals og KSÍ aöeins réttur milli- gönguaöili. KSÍ gat auövitaö bætt hverju sem var viö frá eigin hendi. KSÍ hefur neitaö aö senda þessa fyrirspurn. Hvaö það er sem er hættulegt viö aö fá umsögn FIFA hefur ekki komiö í Ijós. Lokaorö Aö lokum þetta ... Þaö mun vera Ijóst af því sem rakiö hefur veriö hér aö framan aö knd. Vals taldi og telur enn og mun alltaf telja aö Albert Guðmundsson hafi veriö löglegur leikmaður meö Val sumariö 1982. Alþjóöa knattspyrnusambandið hefur lýst Albert Guömundsson löglegan í hinum kæröu leikjum. Knd. Vals telur sig fullsæmda af félagsskap þess um þetta mál. Knattspyrnudeild VALS • Hinn stórskemmtílegi og leikni framherji 1. FC Köln, Littbarski, tryggöi liöi sínu sigur gegn Bayern MUnchen, 1—0, meö marki af um 18 metra færi. 1. FC Köln sótti Bayern heim og fór með bæði stigin Þýskalandsmeistararnir Ham- borg SV eru nú í efsta sæti í 1. deild en aöeins einu stigi á undan Borussia Dortmund sem er í ööru sæti. En mjög lítill munur er á stööu efstu liða. Úrslit í leíkjum helgarinnar í V-Þýskalandi uröu þessi. Bayern — Köln 0—1 Hamburger — Hertha 1—1 Karlsruhe — Bremen 1—2 Gladbach — Stuttgart 1—4 Braunschweíg — DUsseldorf 2—1 Frankfurt — Dortmund 3—1 Leverkusen — NUrnberg 1—0 Bielefeld — Schalke 3—2 Bochum — Kaiserslautern 1—1 Liö Hamborgar geröi jafntefli, 1 —1, á móti Hertha Berlin. En þaö var enginn annar en fyrirliöi Ham- borg, Hrubesch, sem skoraöi rétt fyrir leikslok og jafnaöi þar meö leikinn og færöi Hamborg eitt stig. Hamborg átti mjög góö marktæki- færi í leiknum en öll fóru þau for- göröum. Mark Hrubesch kom fjór- um mínútum fyrir leikslok en þaö var skoraö meö hörkuskalla eftir góöa fyrirgjöf. Sá leikur sem var mest í sviös- Ijósinu í V-Þýskalandi var leikur FC Köln og Bayern Munchen á ólympíuleikvanginum. 55 þúsund áhorfendur mættu á völlinn, og uröu þeir ekki fyrir vonbrigöum meö knattspyrnuna því hún var góö. En lið Bayern mátti sætta sig viö tap, 0—1. Þaö var hinn snjalli leikmaöur Littbarski sem tryggöi Köln sigur. Littbarski tókst aö rífa sig lausan og eftir góöan einleik náöi hann þrumuskoti af um 18 metra færi og boltinn hafnaöi t blá- horninu uppi. Glæsilegt mark sem skorað var alveg undir lok leiksins. Liö Kölnar átti mun meira í leikn- um. En Bayern átti öllu hættulegri marktækifæri. Þýski landsliösmarkvöröurinn Tony Schumacher átti mjög góöan leik í markinu og varöi hvað eftir annaö mjög vel frá Breitner og Rummenigge. Borussia Dortmund varö aö taka stórtapi, 3:1, á útivelli. á móti Eintracht Frankfurt. Dortmund náöi forystunni í leiknum, 1:0, en síöan ekki söguna meir. Bum Kun Tscha, Kóreumaðurinn í liöi Frank- furt, átti mjög góöan leik og skor- aöi tvö mörk, þaö fyrra á 74. mín- útu og þaö seinna á 88. mínútu. Uwe Muller skoraði annaö mark Frankfurt og kom liöinu yfir á 79. mínútu. Stuttgart vann stóran sigur, 4—1, á heimavelli sínum gegn Borussia Mönchengladbach, þrátt fyrir aö liðið vantaöi Karl Heinz Förster og Ásgeir Sigurvinsson. Fyrirliöi liösins, Bernd Förster, fékk gult spjald í leiknum, þaö fjóröa á keppnistímabilinu, og fer því í eins leiks bann, veröur ekki með næsta laugardag er liöið mætir Braunschweig. Atli Eðvaldsson og félagar hans í Dusseldorf töpuöu 1:2 á útivelli er þeir mættu Eintracht Braun- schweig. Fortuna Dusseldorf er nú í næstneösta sæti í deildinni ásamt Schalke 04 meö átta stig. En staö- an í „Bundesligunni“ er nú þessi: Hamburger 13 7 6 0 31:12 20 Dortmund 13 8 3 2 33:15 19 Bayern 13 7 4 2 28:8 18 Köln 13 e I 22 3 26:15 18 Stuttgart 13 7 3 3 32:19 17 Bremen 13 6 3 4 21:16 15 Bielefeld 13 6 3 4 23:30 15 Kaisersl. 13 4 6 3 17:17 14 Braunschw. 13 4 6 3 15:18 14 Nurnberg 13 6 2 5 20:25 14 Gladbach 13 5 1 7 26:25 11 Bochum 13 3 4 6 13:18 10 Frankfurt 13 4 1 8 17:18 9 Hertha 13 2 5 6 18:26 9 Karlsruhe 13 3 3 7 15:29 9 Schalke 13 2 4 7 16—24 8 Dusseldorf 13 2 4 7 18—34 8 Leverkusen 13 2 2 9 7—27 6 ; I íslandsmótið 3. deild: Stórsigur hjá Þór gegn Skallagrími s>ÓR Akureyri vann stórsigur á Skallagrimi í 3. deild í hand- <nattleik á Akureyri um helgina. Úrslitin uröu 32:12 en staöan í lálfleik var 16:7 Þór í vH. Það var aldrei spurning um ivort liðið var sterkara í þessum eik. Þórsarar yfirspiluðu gestina algjörlega og þó að Þórsarar sýndu engan stjörnuleik voru yf- rburöir þeirra miklir. Leikmenn Skallagrims eiga töluvert eftir ólært í þessari íþróttagrein. Mörk Þórs: Guöjón Magnús- son 9, Sigurður Pálsson 7 (6v), Gunnar Gunnarsson 5, Einar Arason 5, Sigtryggur Guölaugs 3, Smári Garöarsson og Jón Sig- urðsson 1. Mörk Skallagríms: Stefán Har- aldsson 3, Ingi Bragason 3 (3v), Karl Birgisson 2, Kristmar Ólafsson 2, Eiríkur Baldursson 1, Þorsteinn Gunnarsson 1. Dómarar voru Gunnar Jó- hannsson og Guömundur Lár- usson og dæmdu vel. A.S. Dalvík krækti sér í tvö stig DALVÍK sigraói Skallagrím í 3. deíldinni í handbolta í íþrótta- skemmunni á Akureyri meö 31 marki gegn 25 í fremur döprum leik. Dalvíkingar höföu lengst af forystu í leiknum en Skalia- grímsmenn böröust vel og tókst þeim aö halda í viö Dalvíklnga mestallan leikinn, en urðu aö gefa eftir undir lok leiksins, og því fór sem fór. Leikurinn reis aldrei hátt og voru sennilega all- ar 35 hræöurnar i húsinu þeirri stund fegnastar þegar dómarar leiksins, þeir Guömundur Lárus- son og Gunnar Jóhannsson, flautuöu leikinn af. Mörk Skallagrims: Ingi R 7, Karl og Kristmar 6 hvor, Stefán 3, Guömundur 2 og Þorsteinn 1. Mörk Dalvíkinga: Björgvin 7, Július 5, Vignir 4, Björn, Einar, Ólafur og Albert 3 hver. Tómas 2. og Einar 1. B.G. ÍBK vann Tý örugglega LIÐ Keflavíkur sigraöi Tý frá Vestmannaeyjum í 3. deild um helgina meö 17 mörkum gegn 13. Leikur liðanna var á köflum sæmilega vel leikínn hjá báöum liöum. En var þó nokkuö sveiflukenndur. I fyrri hálfleiknum voru leik- menn Týs mun sprækari og höföu betri tök á leiknum enda höföu þeir yfir I hálfleik, 7:3. síöari hálfleiknum snerist dæmiö alveg viö. Þá áttu leikmenn ÍBK alveg leikinn og skorðu 14 mörk i hálfleiknum gegn 6 mörkum Eyjamanna. Lokatölur urú þvi 17:13 eins og áöur sagöi. Marka- hæstur í liði ÍBK varö Björgvin með 8 mörk, Jón Olsen skoraöi 4. Egill Steinþórsson skorað flest mörk fyrir Tý, 5, en Benedikt Guöbjartsson 3. ÓT. Handknattlelkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.