Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 27
MOftGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 35 Afhentir hafa verið vinningar í landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins, tvær fólksbifreiðir af gerðinni Mitsubishi Colt. Fóru báðir vinningarnir til Akraness að þessu sinni. Hinir heppnu eru Einar Haraldsson og Sigrún Karlsdóttir og veittu þau bifreiðunum mótttöku í síðustu viku, og tók Ragnar Axelsson Ijósm. Mbl. meðfyIgjandi mynd við það tækifæri. Það er Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sem afhendir Sigrúnu lyklana að annarri bifreiðinni, en við hlið Kjartans stendur Þóra Ólafsdóttir starfsmaður happdrættis- ins, þá Einar Haraldsson, hinn vinningshafinn, Kristján Sveinsson eiginmaður Sigrúnar og lengst til hægri er Eyvindur Olafsson, sölumaður hjá Heklu hf., sem er umboðsaðili fyrir Mitsubishi-bifreiðir hér á landi. Rætt um aukin samskipti Islend- inga, Grænlendinga og Færeyinga TS'iúamatkiadutinn ^■mttisqötu 12-18 O Toyota Carina 1982 Silfurgrár, ekinn 4. þús. 5 gíra, út- varp, segulband. Veltistýri. Verö 187 þús. Colt 1200 1981 Blár, ekinn 17 þús. Verö 125 þús. Citroan Q.S.A. 1982 Brúnbeis, ekinn 12. þús., útvarp, segulband. Verö 150 þús. B.M.W. 316 1981 Hvítur, ekinn 20 þús., útvarp, seg- ulband. Verö 185 þús. Ath.: skipti á ódýrari. Volvo 244 DL. 1982 Skipti koma til greina. Mazda 626 2000 1980 Brúnsans, 5 gíra. Ekinn 33 þús. Verö 115 þús. Ath.: skipti ó litlum sendibil. Saab 900 GL. 1982 Rauöur, ekinn 9 þús., upphœkkaö- ur. Verö 220 þús. Subaru 4x4 1800 1982 Bronz, ekinn 20 þus. Verö 190 þús. Volvo 244 DL. 1978 Ljósgrænn, ekinn 72 þús. Sjálf- skiptur, aflstýri, útvarp, segulband. Verð 128 þús. FIINDUR var haldinn í Kaupmanna- höfn 26. október 1982 í þingmanna- nefnd sem ætlað er að vinna að auknu samstarfi íslendinga, Færey- inga og Grænlendinga. Fyrir íslands hönd sátu fundinn Páll Pétursson, Árni Gunnarsson og Stefán Jónsson og af hálfu Færeyinga sátu fundinn Jógvan Sundstein, Atli Dam, Petur Reinert, Jóhan Djurhus, Agnar Nil- sen og Sigurd J. Jakobson. Engir fulltrúar gátu komið frá Grænlandi að þessu sinni. Þetta var fyrsti fund- ur nefndarmanna og voru lögð drög að starfsreglum nefndarinnar. Rætt var ýtarlega um menning- armál og kom fram mikill áhugi á auknu samstarfi þjóðanna á þessu sviði. Rætt var um tungumála- kennslu, aukið fréttastreymi, bókaskipti milli safna, gagn- kvæmar ferðir skólafólks og hugs- anlega stofnun íslensk-færeysks menningarsjóðs. Á fundinum kom fram að mjög hefði dregið úr persónulegu sam- bandi Færeyinga og íslendinga m.a. vegna þess að færeyskir sjó- menn eru að mestu hættir veiðum við Island. Á fundinum urðu miklar um- ræður um samskipti þjóðanna á sviði fiskveiðimála. Snerust um- ræðurnar mjög um laxveiðar Fær- eyinga. Þá var rætt um kolmunna- Þakkarávarp Læknum og hjúkrunarliði Sjúkrahússins á Sauðárkróki færi ég mínar bestu þakkir fyrir hjúkrun og aðhlynningu alia á kon- unni minni sálugu, Sigurlaugu Jónasdóttur. Megi gifta ætíð fylgja störfum ykkar. Ennfremur þakka ég innilega öllum þeim fjölmörgu vinum og kunningjum, sem fylgdu konu minni til grafar og heiðruöu minn- ingu hennar með- blómum og skeytum, eða á annan hátt og auösýndu mér samúð. Bjarni Halldórsson, Uppsölum. og loðnuveiðar, fisksölumál þjóð- anna, fiskiðnað og fiskvinnslu- skóla þar sem sú skoðun kom fram að grundvallaratriði í lífi beggja þjóðanna væri að íbúarnir lærðu að lifa með fyrirhyggju á því sem löndin hafa uppá að bjóða. Þá var rætt um sameiginlega hættu sem báðum þjóðum stafaði af margvíslegum úrgangsefnum sem varpað væri í Norður- Atlantshaf án umtalsverðs eftir- lits. Lýstu fundarmenn áhyggjum vegna vaxandi kjarnorkuvígbún- aðar í og á hafinu. Þá var rætt um sameiginlega hagsmuni þjóðanna á sviði orku- mála. Samgöngumál þjóðanna komu til umræðu og lýsir það ástandi þeirra hvað best að fundur þessi var haldinn í Kaupmannahöfn. Ákveðið var að halda annan Fróðleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 28.-29. 11. 1982 SKRIFSTOFA STUÐNINGSMANNA PÉTURS SIGURÐSSONAR SKIPHOLTI 31, GÖTUHÆÐ (Vestan viö Tónabíó) VERÐUR OPIN KL. 12 - 23 ALLA DAGA. SÍMAR: 25217 OG 25292 fund innan skamms og þá með þátttöku Grænlendinga. (Fréttatilkynning.) ASKO Boreal er nýstárleg veggklæðning, frumleg, falleg og notadrjúg, fram- leidd úr finnsku úrvals- birki af heimsþekktum framleiðanda. GÆÐIFARA ALDFtEI ÚR TÍSKU Fj\ KRISTJfifl SIGGEIRSSOn HF. o LAUGAVEG113, SMIÐJUSTÍG 6. SiMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.