Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 39 hann við framkvæmdastjórn í flugfélaginu Vængjum hf. og rak það af mikilli ósérplægni og dugn- aði til ársins 1976, þegar eigenda- skipti urðu þar og hann seldi eign- arhluta sinn í félaginu. Það var laust eftir þessi tíma- mót, sem leiðir okkar Hafþórs lágu fyrst saman, því að árið 1977 var hann ráðinn kaupfélagsstjóri að Kaupfélagi Saurbæinga að Skriðulandi. Því starfi gegndi hann til miÖs árs 1980. Á árunum þeim, eins og raunar enn, steðjaði mikill vandi að dreif- býlisversluninni og vandséð með hvaða hætti smærri rekstrarein- ingar gætu séð sér farborða, þar sem eftirtekjan stóð ekki undir dreifingarkostnaðinum. Við þær aðstæður ráðlagði ég ýmsum góð- um forystumönnum smærri kaup- félaganna að skoða möguleikana á að efna til samstarfs við stærri nábúa, því að undan afleiðingun- um yrði vart vikist með öðrum hætti. En hér réði sem áður sterk- ur vilji til sjálfræðis, og fengu bændur hinn 32 ára gamla Reyk- víking til kaupfélagsstjórastarfs og hófst hann þegar handa. Gamalt íslenskt orðtak segir, að „veldur hver á heldur" og sú varð raunin á í þessu tilviki. Með at- orku sinni, útsjónarsemi og ráð- deild grundvallaði Hafþór enn betur en áður þau félags- og versl- unarlegu tengsl sem kaupfélagið átti í héraði. Fyrr en varði voru þeir Saurbæingar búnir að endur- bæta verslunarreksturinn og jafn- framt byggja nýtt frystihús; en um þá framkvæmd höfðu menn ekki þorað að hugsa sem möguleg- an valkost nokkrum mánuðum fyrr. Það sem olli straumhvörfunum í Saurbæ var sleitulaus vinnusemi kaupfélagsstjórans að hagsmuna- málum félagsmannanna sem allir urðu vitni að í hinni fámennu byggð. Við þá atorku leystist úr læðingi vilji margra til að verða að gagni og með vinnuframlagi margra sveitunga reis frystihúsið, sem um mörg ókomin ár kemur til með að bera bændum þar og dugmiklum kaupfélagsstjóra þess- ara ára, órækt vitni. I Sambandinu var fylgst með þessum þróttmikla nýliða í sam- vinnustarfinu, og enn betur eftir að hann fór að sækja ráðstefnur samvinnumanna, taka þar þátt í umræðum og leggja gagnlegt til mála. Því var það, þegar ísfirðinga vantaði kaupfélagsstjóra snemma árs 1980 og ég var beðinn um að aðstoða við þá ráðningu, að Haf- þór varð mér strax ofarlega í sinni. Eg vissi reyndar að bæði hann og fjölskyldan kunnu vel við sig vestur í Dölum og að þar var margt enn ógert, en á ísafirði biðu samt miklu stærri verkefni úr- lausnar, sem ekki var allra að leysa. Þegar ég lýsti erfiðleikum þeirra ísfirðinganna og dró lítið undan, glotti vinur minn Hafþór við tönn og sagðist skyldu hugsa málið um sinn og svara málaleitan minni handan helgar. Er við kvöddumst, sagði hann mér þó að skaplyndi sitt væri þannig að hann kynni betur við að byggja upp og endurreisa en að halda bara í horfinu. Vissi ég þá strax hvert lokasvar hans yrði. Á ísafirði hefir Hafþór unnið hvert þrekvirkið af öðru, og nú röskum tveim árum síðar er hagur kaupfélagsins og álit með allt öðr- um hætti en um fjöldamörg und- angengin ár. í rauninni finnst mér að gamla álitið á kaupfélaginu okkar, sem ég man eftir síðan ég var lítill drengur á ísafirði, sé nú fyrst endurvakið og að mikill þróttur sé að færast í alla starf- semina. Á sínum skamma starfstíma á ísafirði megnaði Hafþór að jafna langvinnan lóðaágreining við bæj- aryfirvöld, endurskipuleggja að verulegu leyti verslunarrekstur og mannahald kaupfélagsins, leggja fram áætlun um byggingu slát- urhúss á ísafirði, kaupa Steiniðj- una hf. á ísafirði, sem er viða- mikið fyrirtæki á sviði stein- steypu- og byggingarvörusölu. Og loks, tæpum mánuði fyrir sviplegt fráfall hans, undirskrifaði hann samning um kaup kaupfélagsins á vörumarkaðinum Ljóninu, sem er önnur stærsta smásöluverslunin í kaupstaðnum. Ef honum hefði enst líf og heilsa er ekki að efa að stórvirkni hans hefði gætt víðar í atvinnusögu Isfirðinga, bæði fé- lagi og byggð til heilla. Auk starfa sinna á ísafirði vann haijn með Sambandinu við kaup á Fiskiðjunni Freyju hf. og útgerð- arfélaginu Hlaðsvík hf. á Suður- eyri. Sat hann fyrir hönd Sam- bandsins í stjórnum beggja félag- anna, þar af fyrstu mánuðina sem stjórnarformaður þeirra. Lagði hann sig í framkróka við að sinna þeim störfum af sömu alúð og ábyrgð og öllum öðrum, en eins og mörgum mun kunnugt gerðist kaupfélagið einnig samkaupandi að félögunum að fjórða hluta og átti fulltrúa úr Suðureyrardeild sinni í stjórnum beggja félaganna. Það var aðalsmerki þessa kæra látna vinar míns, að hann sinnti öllum störfum sem til féllu í kaup- félaginu, hvort heldur þau voru talin til óþrifalegri verkanna eða skrifstofustarfans. Því gátu sam- starfsmenn hans eins átt von á honum við kjöttilfærslu í frysti- klefa eldsnemma að morgni í slát- urtíðinni, við dæluviðgerðir í kyndiklefanum eða við akstur á steypubílnum. Eins og foringja er siður fór hann fyrir liði sínu í öll- um störfum, og það kunnu sam- verkamenn hans að meta. Mér er minnisstætt lítið atvik fyrir allmörgum mánuðum, þegar kaup á Steiniðjunni voru afstaðin og starfsfólkið var að halda hátíð í tilefni þess að sláturtíð var nýlok- ið. Þegar Guðný og Hafþór gengu þá í veislusalinn, klöppuðu við- staddir þeim hjónum til heiðurs. Slíkt sýna ísfirðingar aðeins sín- um bestu mönnum. Hann ávann sér tiltrú hjá bændum, enda ræktarsamur við hagsmuni þeirra, en líka virðingu annarra, bæði í sveit og bæ, sem til hans leituðu og höfðu af honum kynni. Eg minnist margra ferða okkar yfir vestfirsk fjöll og heiðar, þegar við tveir einir flugum erinda Sam- bandsins og kaupfélagsins til Súg- andafjarðar og víðar og einnig annarra flugferða á vél hans TF- MAO. Margt sýndi hann mér í þeim ferðum, sem ég geymi þakk- látum huga og á eftir að rjátla mér við í minningu hans þegar tímar liða. í þessum ferðalögum komst ég m.a. að því, að Hafþór var vel hagmæltur, þótt ekki flík- aði hann því nema við örfáa vini sína, en þeim gat hann átt til að senda kveðjur í bundnu máli við hátíðleg tækifæri. Þótt ég hafi hér tíundað nokkuð af starfsferli Hafþórs og atorku, skal ekki við svo skiljast að láta þess ógetið að hann átti góða konu og sonu sem stóðu með honum í öllum hans störfum. Þess þarf og með í annasömu embætti, og það brást ekki að konan og elsti sonur- inn stóðu eins og eikur og gerðu honum kleift að vinna svo langan dag sem raunin varð á. Á því heimili heyrði ég aldrei möglað þótt seint væri komið heim frá dagsverki, né um rætt þótt árla væri úr rekkju risið. Á heimili þeirra var ávallt gott að koma, svo gott að þá fannst mér ég vera kominn fyrst heim á æskuslóðir, þegar ég hafði gengið að leiði föður míns og síðan til stofu þeirra Guðnýjar og Hafþórs. I þeirri stofu var kæst með góðum á glaðri stundu. En skjótt hefir sól brugðið sumri, og miklu fyrr en ég hafði vonað og beðið. Komið er að leið- arlokum og kvaðst að sinni. Haf- þóri, eiginkonu hans og sonum flyt ég alúðarþakkir Sambandsins fyrir stórmikil og heilladrjúg störf hans í þágu samvinnuhreyfingar- innar, en sjálfur drúpi ég höfði í minningu góðs vinar. Eftirlifandi eiginkonu og sonun- um ungu, sem misst hafa svo mik- ið, móður hans, systkinum, ætt- ingjum og venslafólki öllu flyt ég dýpstu samúðarkveðjur á þessum sorgartíma og bið þeim öllum Guðs blessunar. Drottinn minn, gef þú dánum ró, en hinum líkn er lifa. Kjartan I*. Kjartansson Að morgni þriðjudags 26. októ- ber fréttist að leit væri hafin að flugvél Hafþórs Helgasonar kaup- félagsstjóra á ísafirði. Hann hafði skroppið á vélinni til Súganda- fjarðar kvöldið áður í ágætu veðri í erindum kaupfélagsins. Á þriðju- dagsmorgun fyrir birtingu fer hann í loftið áleiðis til ísafjarðar, en veður gekk mjög snögglega upp, auk þess hafði flugvitinn á Þver- fjalli bilað um nóttina. Hvergi hefur verið lendandi, því snýr hann við til að reyna að fljúga suður úr óveðrinu, en það tókst ekki. Hafið geymir nú flugmann og vél. Hafþór Helgason var fæddur í Reykjavík 12. janúar 1945. For- eldrar hans voru Helgi Jóhannes- son Hafliðason bifvélavirki, Jó- hannssonar skipstjóra á Snæ- fellsnesi og Sigurbjörg Jónsdóttir, Halldórssonar bónda í Framnesi, Rangárvallasýslu, og fyrri konu hans, Guðbjargar Jónsdóttur. Eignuðust þau Helgi og Sigur- björg 7 börn, 3 syni og 4 dætur, var Hafþór. næstyngstur. Móðir hans og systkini eru öll á lífi, en faðir hans lést 1965. Þann 12. október 1968 gekk Haf- þór að eiga Guðnýju G. Krist- jánsdóttur, Soffaníassonar frá Vík í Mýrdal og konu hans, Ingibjarg- ar Svöfu Guðjónsdóttur frá Akur- eyri, eiga þau þrjá syni: Alexand- er, fæddur 1966, Erling Friðrik, fæddur 1973, og Vésteinn, fæddur 1980. Hafþór lauk prófi úr Verk- námsskólanum í Reykjavík 1962 og réttindi til skipstjórnar á 30 tonna bát hlaut hann sama ár. Einkaflugmannsprófi lauk hann 1%5, atvinnuflugmannsprófi með blindflugsréttindum 1976. Á yngri árum stundaði hann sjómennsku á bátum og togurum. Um tíma rak hann eigið bílaverkstæði í Garða- bæ og árið 1967 dvaldist hann í A-Þýskalandi við nám og störf í bílaverksmiðju. 1969 vann hann á rannsóknarstofu Isals, 1970—1973 var hann starfsmaður hjá Þórisós. Haustið 1973 gerðist hann meðeig- andi og framkvæmdastjóri hjá Flugfélaginu Vængjum hf. og starfaði þar uns fyrirtækið var selt árið 1976. Hafþór hafði mikinn áhuga á flugi, þegar hann var að læra flug keypti hann í félagi við annan Stinson Voyager 1 hreyfils flugvél. Síðar eignaðist hann 1 hreyfils vél, Super Cup, þá vél gerði hann upp sjálfur. Síðast átti hann hlut í 2ja hreyfla 5 sæta flugvél, Piper Apache, í fyrrasumar eignaðist hann vélina einn. Honum þótti vænt um þessa vél, sem bar einkennisstafina TF-Mao, hann kallaði hana „Mao formann". Hann var óspar á að nota hana, ef skreppa þurfti inn í Djúp, vestur á Firði eða til Reykjavíkur, enda var hann kallaður „kaupfélagsstjórinn fljúgandi". 1977 gerðist hann kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Saurbæinga í Dölum, reyndist hann mjög vel í því starfi. Vorið 1980 var Kaupfé- lag ísfirðinga í miklum vanda, kaupfélagsstjórinn hafði sagt upp starfi, en hann var sá fjórði á fáum árum. Félagið var ilía farið eftir sífelldan taprekstur og mannaskipti. Með milligöngu for- ráðamanna Sambands ísl. sam- vinnufélaga var Hafþór beðinn að fara til ísafjarðar og freista þess að drífa félagið upp. Þetta ákveðna verkefni tók hann að sér. Og þá fóru hlutirnir að snúast. 1981, ári eftir komu hans, kaupir kaupfélagið Fiskiðjuna Freyju á Suðureyri, ásamt Sambandinu og Suðureyrarhreppi, kaupfélagið átti fyrir hlut í þessu fyrirtæki. Á sama ári kaupir kaupfélagið Steiniðjuna hf., sem rak steypu- stöð, timbursölu o.fl. Árið 1981 kom svo út með góðum hagnaði. Nú í haust kaupir svo kaupfélagið vörumarkað Ljónsins á Isafirði. Þessi umsvifamiklu eignakaup vöktu mikla athygli og juku trú manna á félaginu. Það var skoðun Hafþórs að vænlegasta leiðin til að rífa fyrirtækið upp, væri að renna fleiri stoðum undir rekstur- inn. Því voru tækifærin gripin þegar félaginu buðust þessar eign- ir til kaups. Auk þess var fyrir- hugað að byggja vörumarkað á ísafirði og sláturhús. Undirritaður hefur haft náið samstarf við Hafþór síðan hann kom til ísafjarðar, ég er ekki í neinum vafa um að allt þetta hefði tekist á skömmum tíma, ef hans hefði notið lengur. Hafþór var slíkur atorku- og dugnaðarmaður, að leitum mun að öðrum slíkum, hann lagði sig allan í starfið, annað komst ekki að. Hafþór hreif fólk með sér og sá margar leiðir til ávinnings og líka til sparnaðar, ekki síst. Hlutur hans í uppgangi Kaupfélags Is- firðinga er ómælanlega stór. Hann var glaðlyndur og á góðum stund- um eða þegar starfsfólkið gerði sér dagamun var hann hrókur alls fagnaðar. Við kaupfélagsmenn höfðum vænst þess að halda hon- um í starfi í nokkur ár í viðbót, eða eins og hann sjálfur sagði, á meðan hann væri að hressa upp á félagið. Það var mikið áfall fyrir okkur að missa hann og ekki síst á þenn- an hátt. Þó er þetta miklu meiri missir fyrir eiginkonu hans og drengina ungu, sem treystu á handleiðslu hans og forsjá. Að leiðarlokum þakka ég af al- hug góðum dreng fyrir mikið starf og góð kynni og bið guð að blessa hann og varðveita. Við hjónin vottum Guðnýju og drengjunum, móður hans og öðr- um vandamönnum okkar inni- legustu samúð. Konráð Jakobsson Kveðja frá Starfsmannafé- lagi Kaupfélags ísfirðinga Starfsmenn Kaupfélags ísfirð- inga vilja með nokkrum orðum minnast kaupfélagsstjóra síns, sem féll frá á sviplegan hátt á miðjum annasömum starfsdegi. Kaupfélag ísfirðinga hafði átt við töluverða erfiðleika að stríða í mörg ár og hin tíðu kaupfélags- stjóraskipti settu óneitanlega sitt mark á alla starfsemi félagsins, innan þess sem utan. En um mitt ár 1980 réðst til starfa Hafþór Helgason, sem við nú minnumst, og fór þá allt að færast til betri vegar. Þetta hafði það í för með sér, að ánægjulegra varð að vinna hjá félaginu og þegar menn sáu, hve ótrauður og atorkusamur kaupfélagsstjórinn gekk til allra starfa, smitaði það ósjálfrátt út frá sér meðal starfsmannanna. Menn vonuðu nú, að hagur Kt vænkaðist og virtist svo ætla að verða. En skjótt skipast veður í lofti. Snögglega var sem klippt á þráð- inn og þessi maður, fullur af lífi og atorku, sem svo miklar vonir voru bundnar við innan félagsins, var skyndilega allur. Verður ekki séð, hvernig skarð hans mun fyllt í bráð, en starfsmenn KÍ vilja leggja sitt af mörkum til að starfa áfram í anda Hafþórs Helgasonar og halda uppi merki því, sem hann ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. hafði svo drengilega brugðið á loft. Með því getum við best heiðr- að minningu hans. Guðný kona hans, Alexander og litlu drengirnir tveir eiga miklar þakkir skildar fyrir sinn þátt í starfi Hafþórs, sem svo sannar- lega er á margan hátt ekki ómerk- ara en starf kaupfélagsstjórans sjálfs, því mikið álag var á heimil- inu vegna starfa Hafþórs. Við sendum þeim öllum og öðrum ást- vinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Hafþórs Helgasonar. FITUBANINN Aðeins 2-3 töflur 1/2 tíma fyrir máltíd, gefur fyllingu þannig að þú borðar ekki meira en þú þarft. INNIHELDUR einnig, Prótein og jurtaefni Nú fáanlegt í Apótekum og matvöruverslunum um mest allt landið INOHOLD ca. 100 stk. et rent produM AGÚST SCHRAM heildverslun simi 31899 Bolholt 6, 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.