Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.1982, Blaðsíða 40
^^Vskriftar- síminn er 830 33 ^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1982 Benzínlítrinn í 13,80 krónur Svartolía, gasolía og fargjöld SVR hafa hækkaö um nálægt 100% í ár VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gærdag, að heimila 13,1% hækkun á benzíni frá og með deginum í dag. Lítrinn hækk- Friðrik kjör- inn heiðurs- forseti FIDE Luzern í Svi«8, 15. nóvembcr, 19M2 frá Ilalli Hallssvni hlm. \1bl. FLORENCIO ('ampomane.s, ný- kjörinn forseti FIDE, Alþjóða- skáksambandsins, gerði það að tillögu sinni á síðasta degi þings sambandsins, að fráfarandi for- seti, Friðrik Ólafsson stórmeist- ari, yrði gerður að heiðursforseta FIDE. Fulltrúar samþykktu til- lögu ('ampomanesar með lang- varandi lófataki. Þá lagði ('ampomanes til að Inicke Beck- er yrði gerð að heiðursfélaga FIDE, og var það samþykkt með lófataki, en hún hefur lengi verið starfsmaður FIDE í Amsterdam. „Mér hefur verið boðið að taka þátt í allmörgum skák- mótum á næstunni," sagði Friðrik Ólafsson, er blaðamað- ur spurði hann hvað hann tæki sér nú fyrir hendur. „Sem fyrrverandi sigurvegara hefur mér til dæmis verið boðið á mót í Viik am See í Hollandi í janúar, og mun ég að öllum lík- indum þiggja það. Þá hefur mér verið boðið að tefla í Finnlandi og í Lugano í mars, en hef enn ekki tekið ákvörðun þar um.“ Campomanes hélt blaða- mannafund hér í gær, og sagð- ist hann þá meðal annars ætla að beita sér fyrir eflingu skák- íþróttarinnar í þriðja heimin- um, sem forseti FIDE. ar því úr 12,20 krónum í 13,80 krónur. Á árinu hefur benzín hækkað um 63,25%. Benzínið hækkar um 1,60 krónur, en af þeirri upphæð tekur ríkið beint til sin 1,36 krónur, eða 85% af hækk- uninni. Verðlagsráð samþykkti enn- fremur, að heimila 19,2% hækk- un á gasolíu, og hver lítri hækk- ar því úr 5,20 krónum í 6,20 krónur. í 19,2% hækkun vegur gengissigið um 12%, en hækk- andi erlendur kostnaður liðlega 6%. Á árinu hefur gasolía hækkað um tæplega 100%. Á fundi Verðlagsráðs var samþykkt að heimila 16,7% hækkun á svartolíu, en hvert tonn hækkar úr 3.710 krónum í 4.330 krónur. Svartolía hefur á árinu hækkað um tæplega 97%. Verðlagsráð samþykkti að heimila 22% hækkun á fargjöld- um Strætisvagna Reykjavíkur, SVR, en eins og skýrt hefur ver- ið frá í Mbl., var hækkunarbeið- ni SVR ekki afgreidd á síðasta fundi Verðlagsráðs, en tillaga um 22% hækkun féll þá á jöfn- um atkvæðum. SVR óskaði eftir 40% hækkun. Á árinu hafa far- gjöld hækkað um liðlega 100%. Loks má geta þess, að á fund- inum var samþykkt að heimila 12% hækkun á vöruafgreiðslu- gjöldum skipafélaga, en hins vegar var frestað að taka ákvörðun um hækkun á farm- gjöldum skipafélaga. Þess má geta, að umrædd hækkun á benzíni kemur ekki inn í útreikning framfærsluvísi- tölu, sem tekur gildir 1. desem- ber nk., en upptöku vegna henn- ar lýkur yfirleitt á bilinu 5,—10. hvers mánaðar. Morgunblaðið/Rax. Búist vid ad vedrid gangi niður i dag ALMANNAVARNIR víða um land voru í viðbragðsstöðu vegna óveð- ursins sem gekk upp í gær, en Veð- urstofan spáir þvi að veðrið gangi yfir í dag, þriðjudag, og að veður- hæð verði á bilinu 9—12 vindstig. Allt innanlandsflug tepptist vegna veðursins um hádegisbil í gær og var ekki flugfært eftir það í gær. Á flugvellinum í Reykjavík bundu þeir flugvélaeigendur, sem ekki hafa aðgang að flugvélaskýl- um, vélar sínar niður og er með- fylgjandi mynd tekin við slíkt tækifæri. Slysavarnarfélagið var- aði báta við veðrinu í gær og lét strandstöðvar Landssímans koma þeim boðum áleiðis. Allflestir bát- ar héldu til hafnar eða í var vegna óveðursins yfirvofandi. Þá voru björgunarsveitir Slysavarnarfé- lagsins og aðrar sveitir viðbúnar víða um land. í samtölum Mbl. við lögreglu víðsvegar um landið kom fram, að á fæstum stöðum hefðu veruleg vandræði skapast vegna veðurs- ins. Þó fuku þakplötur af nýbygg- ingu í Glerárhverfi við Akureyri. Vitað var um að ýmsir hlutir fuku á Stór-Reykjavíkursvæðinu, til dæmis hjólhýsi, kerrur og þess háttar, en ekki var Mbl. kunnugt um að neinn alvarlegur skaði væri skeður þegar blaðið fór í prentun í gærkveldi. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar var í gærkveldi djúp lægð við norðurströndina sem þokaðist austur. Búist var við að vindur snérist úr vestri til norðurs með kaldara veðri í kjöl- farið, en spáð var að veður lægði síðdeeis. Dr. Ingjaldur Hannibalsson skipaður forstjóri Iðntæknistofnunar: Iðnaðarráðherra gekk gegn meirihluta stjórnar IÐNAÐARRÁDHERRA hefur skipað dr. Ingjald Hannibalsson iðnaðarverk- fræðing forstjóra Iðntæknistofnunar íslands til næstu fjögurra ára frá 1. febrúar nk., en Svcinn Björnsson iðnaðarverkfræðingur sem gegnt hefur starfi forstjóra hefur fallizt á, að gegna starfinu fram til 1. febrúar. Með skipan sinni gengur ráð- i arfundi fyrir nokkru féllu atkvæði herra gegn meirihluta stjórnar Iðntæknistofnunar, en á stjórn- þannig, að 3 fulltrúar greiddu Sveini Björnssyni atkvæði sitt, en Steingrímur Hermannsson í lok 18. flokksþings Framsóknar: tveir Ingjaldi Hannibalssyni. Þriðji umsækjandinn, Þórður Vigfússon, fékk hins vegar ekkert atkvæði. Þeir, sem greiddu Sveini at- kvæði sitt, voru Guðjón Jónsson, fulltrúi ASÍ í stjórninni, Sigríður Skarphéðinsdóttir, fulltrúi Lands- sambands iðnverkafólks, og Stein- ar Steinsson, fulltrúi Landssam- Hefjum kosningabaráttuna Hart deilt á ríkisstjórn, ráðherra og Tímann 18. FLOKKSÞINGI Framsóknarflokksins sem hófst á laugardag lauk á áttunda tímanum í gærkvöldi. Á sjötta hundrað manns vöru skráðir á þingið, 451 kaus til miðstjórnar. í lok þingsins var samþykkt stjórnmálaályktun í þrennu lagi. Einn þáttur hennar var ályktun um stjórnarskrármálið. Það kom fram í ræðu Steingríms Hermannssonar við meðferð hennar, „að sem betur fer væri ályktunin opin í báða enda“. Á þinginu var hart deilt á ríkisstjórnina og ráðherra flokksins, einnig kom fram hörð gagnrýni á málgagn flokksins, Tímann og lýsti ritstjóri hans, Þórarinn Þórarinsson, þvi yfir á sunnudags- kvöld, að hann myndi segja af sér, ef ádeilan snerist um leiðaraskrif hans. í drögum að ályktun um Tímann var sérstaklega deilt á pólitísk skrif blaðsins. Við yfirlýsingu Þórarins komu forystumenn flokksins hver af öðrum í ræðustól og sögðu Þórar- inn bezta leiðarahöfund landsins, ádeilunni væri beint að öðrum þátt- um. Fram komu ýmsar breytingar- tillögur og var þeim vísað' til starfshópsins á ný. í gærmorgun var síðan samþykkt ályktun, þar sem flokksþingið lýsir yfir ánægju með forystugreinar Tímans en telur nauðsynlegt að beita blaðinu meira í hinni pólitísku baráttu. í umræðum um almenna stjórn- málaályktun þingsins kom einnig fram ádeila á að ályktunin væri engan veginn nógu ákveðin og skýr samkvapmt stefnu flokksins. Ey- steinn Jónsson stóð upp eftir af- greiðslu stjórnmálaályktunarinnar og sagði m.a. að þingfulltrúar skyldu ekki hafa áhyggjur af stjórnmálaályktuninni. Það væri ekki viðeigandi að hafa hana svo tennta. „Það verða settar tennur í þetta allt á eftir," sagði hann. Flestar framkomnar breytingar- tillögur við stjórnmálaályktunina voru felldar. Ein þeirra var viðbót við málsgrein um viðskiptajöfnuð svohljóðandi: „Gengi krónunnar verði skráð á sannvirði." Tillaga þessi var felld með 53 atkvæðum gegn 28. Höfðu menn á orði að lík- lega vildi þingið samkvæmt þessu að gengið væri rangt skráð. í stjórnmálaályktuninni segir svo m.a. um kjördæmaskipan og kosn- ingafyrirkomulag: „Vægi atkvæða verði sem næst því sem var fyrst eftir að núverandi kjördæmaskipun var komið á. Þetta verði fremur gert með breyttum reglum um út- hlutun uppbótarþingsæta en fjölg- un þingmanna." Fram kom breyt- ingartillaga um að marka þarna skýrar stefnu flokksins, að út yrði strikaður allur vafi. Flutningsmað- ur, Sigurgeir Bóasson, hafði á orði er hann gerði grein fyrir breyt- ingartillögunni, að Framsóknar- flokkurinn hefði fengið á sig þau ummæli að vera opinn í báða enda. Steingrímur Hermannsson sagði að Framsóknarflokkurinn mætti ekki festa sig í þessu máli og sem betur fer væri ályktunin opin í báða enda. Ef flokksþingið markaði ákveðna stefnu flokksins mætti setja álykt- unina í póst strax á morgun og eiga ekki frekari möguleika á viðræðum við hina flokkana um æskilega lausn kjördæmamálsins. Tillaga Sigurgeirs var felld. Við afgreiðslu ályktunar um utanríkis- og öryggismál komu fram mjög skiptar skoðanir þing- fulltrúa. Nokkrar breytingartillög- ur komu fram en Ólafur Jóhannes- son utanríkisráðherra kvaddi sér hljóðs og bað menn að samþykkja ályktunardrögin óbreytt þar sem mál þetta væri mjög viðkvæmt og hefði það tekið drjúgan tíma að ná saman ályktun sem allir gátu fellt sig við í undirbúningsnefnd. Allar breytingartillögur voru því næst felldar þar á meðal tillaga frá Tóm- asi Árnasyni um breytt orðalag á kafla um utanríkisviðskipti. Steingrímur Hermannsson sagði í ræðu sinni, er hann sleit þingingu, að óvissan í þjóðmálunum ykist með hverjum deginum. Hann sagði Ijóst að kosningar væru á næsta leiti og þrátt fyrir að hann hefði lýst þvi yfir að ekki væri heppilegt að kjósa í janúar eða febrúar þá myndu þeir ekki hika við að ganga til kosninga hvenær sem kallið kæmi. Hann kvatti menn í lokin til að hefja nú þegar kosningabarátt- una heima í héruðum, ekki væri seinna vænna Sjá fréuir af þinginu á bls. 30. bands iðnaðarmanna. Hins vegar greiddi Guðrún Hallgrímsdóttir, fulltrúi iðnaðarráðuneytisins, og Eggert Hauksson, fulltrúi Félags íslenzkra iðnrekenda, Ingjaldi at- kvæði sitt. Þá má geta þess, að 34 starfs- menn Iðntæknistofnunar af 45 rit- uðu iðnaðarráðherra bréf fyrir nokkru, þar sem þeir lýstu yfir fyllsta Ctuðningi við Svein Björnsson. Stórsigur yfir Belgum Krá llalli llallssyni blm. Mbl. í Luzern í Sviss 15. nóv. íslenska karlasveitin hér á Olympíuskákmótinu gjörsigraði sveit Belgíumanna í gærkveldi á síðustu umferð mótsins. Guð- mundur Sigurjónsson sigraði Weemaes, Jón L. Árnason vann Defeze, Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Brycker og Margeir Pétursson vann Schumacher. ísl. sveitin hlaut þar með 30,5 vinn- inga, hálfum vinningi meira en í síðasta móti, á Möltu. Ekki er Ijóst í hvaða sæti sveitin hafnar vegna fjölda biðskáka, en líklega verður það nálægt 20. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.