Tíminn - 31.07.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.07.1965, Blaðsíða 16
NÚ META ÞEIR HANN NTB-Moskvu, 30. júlí. Eitt bindi af úrvalsljóðum sovézka Ijóðskáldsins Boris Pastemak er nýlega komið út í Leningrad og annað ljóða- safn er í prentun í Moskvn. Len ingrad útgáfan er ein stærsta heMdarútgáfa á ljóðnm Paster naks til þessa. Þar em m. a. ljóð, sem ekki hafa birzt á prenti áður og einnig nokkur Framhald á bls 14 'Ti'pa,- ■-! pgfl ■ ■ .1T í. ,w Hii :i :!V! „ r; fáir ætla sér að sitja heima. um 30 langferðabíla til að . ■..............................■■■:: > : « ' ','A, "////■// ///////■/ m * . ■ : ■: ■■■/■// ///■///■ ■■■/■ . TiMAMYND — GE Myndin hér að ofan er fekin í gærkvöldi á Bifreiðastöð íslands, þegar fólk var að búa sig til helgarferðanna. Þórsmörk enn efst á JHM—Reykjavík, föstudag. Þúsundir og aftur þúsundir landsmanna ætla að leggja land undir fót um helgihá. Sumir fara í eivikabUum, aðrir með hópferðum, og enn aðrir á hestum. Flestir ætla að búa í tjöldum, en auk þess em flest hótel landsins yfirfidl, og mangir munu sofa í sælu- húsum eða skólum. Ómögulegt er að ímynda sér þann fjölda landsmanna, sem mun ferðast um þessa helgi verzlunar- manna, en bó er bað vitað. að Tíminn hafði samband við ferðaskrifstofur í Reykja- vík í dag, föstudag, til þess að kynna sér, hve marg- ir fara á þeirra vegum og hvert menn fara. í fyrra var það Þórsmörk, og nú bendir allt til þess, að fjölmennast verði þar aftur í ár. Þó munu margir fara í Þjórsárdalinn. Ferðaskrifstofa Úlfars Ja- cobsen fer með um 1000 manns í Þórsmörk um helgina, þar af fara 370 í kvöld, en afgangur- inn á morgun. Úlfar mun nota flytja allt þetta fólk, og fara sumir bílanna tvær ferðir. Til að skemmta þessum hóp af fólki, sem flest er á aldrinum 14—18 ára, verður hljómsveit með í förinni, sem mun leika fyrir dansi til kl. 3 á laugar- dags- og sunnudagsnóttina. Þeir, sem vilja, eiga kost á gönguferðum um Mörkina, og íþróttaæfingum til liðkunar. Guðmundur Jónasson mun verða með 10—12 bíla í ferð- um um helgina, einn fer á morgun í einkaferð þvert yf- ir landið með nokkra góðborg- ara; aðrir fara með um 200 manns í Þórsmörk. Þá eru tveir b.vlar með hópferðir á Norðurlandi. Enn aðrir lang- ferðabílar eru leigðir í hópferð ir á vegum fyrirtækja og fé- laga. Eifct mesta vandamálið hér í borg þessa dagana, fyrir þá, er sjá um þessar ferðir, er það, að það er ekki nokkur leið að fá fleiri langferðabíla. Þetta kemur sér illa, því að fleiri og fleiri óska þess að komast út úr bænum. Einn ferðaskrif stofumaðurinn sagði: „Við höf- um ekki gert annað sl. háifam mánuð en að segja, að við ihiöf- um ekki fleirí bíla.“ Bifreiðastöð fslands mtm fara með 15—20 bíla af fólki á Húsafellsmótið, og gæti farið með fleiri, en þeir eru bara ekki fáanlegir. BSÍ fer með um 4 bíla af fólki í Þórsmörk í dag, föstudag, og með 6 bíla á morgun, eða samtals um 400 manns. Þessar ferðir í Þórs- mörk eru sætaferðir, en ekki hópferðir. Ferðaskrifstofan Lönd og Framhald á bls. 14. Mikill viðbúnaður lögreglu, skáta, vegaeftirlits og FÍB: Með útbúnað frá Almanna vörnum! Hér slást menn úr Hjálparsveit skáta koma útbúnaðinum frá Almannavörnum fyrlr á bjl fyrir utan Skátaheimilið. — Tímam.-GE JHM-Reykjavík, föstudag. Mikill viðbúnaður er til að veita landsmönnum alla þá fyrirgreiðslu, aðstoð og lög- gæzlu, sem möguleg er úti á landsbyggðinni um helgina. Viðkomandi aðilar hafa verið að leggja síðustu hönd á verk ið í dag, föstudag, og einstaklingar hafa verið að ganga frá bílum sínum og út- búnaði. Mikið hefur verið að gera á benzínsölum, bifreiða verkstæðum, varahlutaverkstæð um og á hjólbarðaviðgerðaverk stæðum. Blaðið snéri sér til Ólafs Jónsson, fulltrúa lögreglu- stjóra og spurði hann um við búnað lögreglunnar um þessa helgi. — Við verðum með, eins og áður, 12 manna flokk i Þórs mörk, fyrir utan 30 manna flokk úr hjálparsveit skáta og flokk manna frá skógræktinni. undir stjórn skógarvarðarins sem fengið hefur ýmsan útbún að frá Almannavörnum að láni. — Við munum flytja alla ölvaða menn af staðnum og verða þeir sendir til Rvíkur. Þá verðum við með löggæzlulið í Bjarkarlundi, Snæ fellsnesi, á Vestfjörðum, og í Borgarfirði, á Þingvöllum, og á Laugarvatni. — Vegaeftirlitið verður víða, bæði hér í nánd við Reykjavík og svo annars staðar, eins og t. d. fyrir austan. í vegaeftirlit inu verða aðstoðarmenn frá Bif reiðaeftirlitinu. — Við bH-juðum í dag að koma í vegwyrir það að mjög lélegir bílar fari úr bænum og verði hættulegir fyrir um- ferðina. — Þá er búið að biðja um flokka á dansleiki í Aratungu, Þjórsárver og á Hvalfjarðar- ströndina. — Bílarnir á vegum landsins munu skipta þúsundum um helg ina, og mikill hluti landsmanna mun verða á ferðalögum. Við biðjum alla að aka með gát og stuðla að því að hegðun allra verði góð. Lögreglan er við því búin að senda aukalið hvert sem er, ef þörf krefur, sagði Ólafur að iokum. Næst snéri blaðið sér til Magnúsar Valdimarssonar hjá Félagi íslenzkra bifreiðaeig enda og spurði hann um þeirra undirbúning. — Þetta er í fyrsta sinn sem við verðum með bíla í öllum Framhald á bls. 14 VEÐRID Samkvæmt veSurfréttum í gær- kvöldi átti að haldast þurrt hér sunnan og suðvestanlands og víð ast léttskýjað. Norðanlands var búizt við að stytti upp í dagf en að léttskýjað yrði á suðvest. urlandi. — Á sunnudag var spáin bjartviðri og norðanátt sunnanlands, en rigning og kalsa veður fyrir norðan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.