Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 6

Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Háskóli á tímamótum í þjóðfélaginu í dag eru það þrjú atriði, sem skipta unga fólkið í landinu mestu máli. í fyrsta lagi að eiga kost á góðri menntun. I öðru lagi að eiga völ nægrar atvinnu. Og í þriðja lagi að geta komið sér upp eigin hús- næði án þess að binda sér dráps- klyfjar fram á miðjan aidur. Öll þessi þrjú atriði eru vitan- lega nátengd, en fyrsta atriðið, góð menntun, er að mörgu leyti undirstaða hinna tveggja. Nú er svo málum komið að nær þriðji hver tvítugur Islendingur óskar eftir inngöngu í Háskóia ís- lands. Það er í sjálfu sér gleðileg þróun. Menntun er ekki lengur forréttindi hinna fáu, svo sem var fyrir aðeins nokkrum áratugum. Góð menntun er tvímælalaust ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar og eru þær þó ærnar fyrir. Hún er lykillinn að framtíðinni. Þessvegna skiptir höfuðmáli hvernig búið er að þeim skóla sem nær þriðji hver ungur íslendingur óskar nú að hefja nám við. En þar eru biikur á lofti. Lokaðar dyr eða ann- ars flokks menntun? Háskóli íslands er í svelti um þessar mundir. Frá árinu 1979 Eftir Valffarð L. Jónsson í fréttum fjölmiðla er landsfólki sagt frá hrikalegum umferðar- óhöppum og slysum, svo alvarleg- um að ekki verður við unað. Mest er um þetta talað á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Orsökin er stundum til umræðu, þar kemur fram að hraðinn sé of mikill, svo tillits- leysi og frekja ökumanna, kæru- leysi og lítilsvirðing varðandi gild- andi umferðarreglur. Það er ekki von að vel fari þegar fólk með slíkt hugarfar situr við stjórnvöl mestu morðtækja sem Islendingar eiga, en það er bíllinn þegar honum er illa stjórnað. Eins og hann getur verið þarfur þjónn og gleðigjafi þegar vel er á haldið, hugarfarið gott og settar reglur haldnar. I útvarpi var minnst á 90% sæmilega ökumenn að öllu jöfnu í umferðinni. Það eru sem sagt 10% ökuníðingar og árekstr- arvaldar. Ég hélt að þeir ógæti- iegu væru fleiri en þetta. Hvað um það, eitt er víst, að fólk undir áhrifum eiturlyfja eða áfengis er hættulegast af öilu, eins og mörg dæmi sanna. Þær eru geigvænlega háar tölurnar, sem nefndar eru í fréttum af ölvuðum ökumönnum teknum við akstur, ekki í eitt skipti heldur helgi eftir helgi. Hvað er til ráða spyr fólk? Því er þetta látið viðgangast? Við munum þegar breytt var í hægrihandarakstur, allir sem einn beittu hugsuninni og héldu settar reglur til þess ýtrasta, því allir óttuðust árekstra og óhöpp við breyttar aðstæður. Hver var af- leiðingin? Jú, því er auðsvarað: p]ngin slys eða teljandi óhöpp, semsé allt í lagi. Þetta var sem sagt allt sem þurfti, að hugsa og halda settar reglur í einu og öllu. Sýna tillits- semi, hjálp við hjálparþurfi, vera brosandi, góður og glaður undir stýri. Með það eitt í huga að öku- ferðin mætti takast vel, allt mætti heilt í heimahlað aka. Þetta er þá allt sem þarf. Vissulega geta óhöpp hent þó settum reglum sé hlýtt, en það eru undantekningar, sem eru smámunir einir saman- borið við ófremdarástandið. Gangandi fóik þarf ekki síður að fara að settum regium og gæta sín vel. Væri ekki reynandi að stofna til umferðarviku, þar sem allir gangandi, hjólandi og akandi hugleiddu það í fullri aivöru að Eftir Gunnar G. Schram prófessor hefur nemendum þar fjölgað um 1000, eða sem svarar tveimur með- almenntaskólum. En í kjölfar þessarar þróunar hafa ekki fylgt þeir fjármunir sem þarf til þess að veita þessu fólki þá menntun, sem það býst við að háskólinn muni láta í té, og á raunar kröfu til. Fé til skólans hefur verið skorið naumt við nögl og lítið hækkað að raungildi. Þessi mikla aðsókn kall- ar þó augljóslega á meira hús- rými, víðtækari kennslu og fjöl- breyttari rannsóknarstörf. Það liggur því í augum uppi, að ef ekki skipast skjótt veður í lofti í þessum efnum, mun háskólinn staðna og verða annars flokks stofnun, sem ekki rís undir nafni. Verði ekki breyting hér á, hlýtur að koma til annars af tvennu: vísa verður fjölda nemenda frá á næsta hausti, jafnvel öllum sem inn- göngu óska. Eða þá hitt, að draga verður stórlega úr efni og gæðum þeirrar kennslu, sem í háskólan- um er veitt. Sú spurning hlýtur að vakna: Hefur þjóðin efni á að búa þannig að helstu menntastofnun sinni? halda settar reglur til hins ýtr- asta? Fara aldrei út í umferðina nema í góðu skapi, með tillitssemi og nærgætni í huga. Ef þetta yrði gert, trúi ég því að hópurinn yrði stór sem vildi taka þátt í þessu og mundi stækka þegar af stað væri farið. Sem sagt almenningsvaldið tæki ráðin í sínar heldur. Allir sem einn ættu að standa vel á verði gegn umferðarbrotum, til- kynna löggæslumönnum og að- vara þá sem ekki gæta sín. Þegar þetta ástand hefði staðið um tíma, mundi betur skýrast hverjir vilja ekki halda reglur. Þá ættu lög- gæslumenn að fá tækifæri til að ná þeim seku, einnig eftir ábend- ingum fólksins. ítrekuð brot á ekki að taka nein- um vettlingatökum. Ökumenn mundu kveinka sér undan háum fjársektum, ef ekki dugar, þá er að setja bílinn undir fallhamarinn, eins og Ameríkanar gera. Ætli þyrfti að leggja marga bíla saman áður en menn breyttu um hugar- far, ég held ekki. Að spenna beltin er ráðstöfun Eftir Pétur Bjarnason sjávariitvegsffœóinff Löngu tímabær umræða um gæðamál sjávarafurða virðist nú vera hafin fyrir alvöru. Er óskandi að þessi mál yrðu nú krufin svo til mergjar, að varanlegt gagn yrði af. Er þó ekki að leyna, að undir- rituðum býr talsverður uggur í brjósti hvað það varðar. Ég óttast mest að umræðan komist aldrei lengra, en þangað sem hún nú virðist komin, þ.e.a.s. að umfjöll- unin takmarkist við starf og skipulag Framleiðslueftirlits sjáv- arafurða. Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða, og forverar þeirrar stofnun- ar í stjórnarkerfinu hafa ávallt verið skotspónn mikillar gagnrýni. Er og víst, að margt hefur mátt, og má enn, betur fara, hvað þessa starfsemi varðar. Hitt verða menn þó að gera sér ljóst, að hlutverk opinbers eftirlits og gæðamats á sjávarafurðum hlýtur að vera nánast algjört aukaatriði í þessu sambandi. Eða dettur einhverjum í hug að úldinn fiskur komist í Háskólinn hefur ekki fram til þessa borið áhyggjur sínar vegna þessarar þróunar á torg. En nú hafa oddvitar hans snúið sér til ríkisstjórnar og Alþingis og vakið athygli þeirra á því hvernig mál- um er komið. Farið hefur verið fram á 20 milljónir króna tii rekstrar skólans og aðrar 20 millj- ónir króna í aukið framkvæmdafé. Það fer síðan eftir undirtektum þessara mætu yfirvalda, hvort til þeirra atburða þarf að draga, sem að framan var lýst. Atvinnulífið og nýjar námsleiðir Fjármagn er til margra hluta nytsamlegt, en það leysir ekki all- an vanda mannlífsins. A þessum tímamótum þarf há- skólinn sjálfur, í samráði við aðra skóla landsins, að gera úttekt á eigin framtíð og eigin stefnu. Þar vakna spurningar sem þessi: Á öll æðri menntun í landinu að færast inn í háskólann, eða er rétt að byggja í auknum mæli upp aðra hliðstæða skóla innan hinna ýmsu sérgreina, svo sem búnaðarhá- skóla, iðnaðarháskóia og tæknihá- skóla? I öðru lagi er enn verulegur skortur á öðrum námsleiðum en sem varnar fólki fyrst og fremst að lenda í rúðunum við árekstra. Það er góðra gjalda vert að hafa það hugfast. Hitt tel ég vafamál að hægt sé að binda fólk niður sé það hrætt eða þessu mjög mótfall- ið. Beltanotkun ein leysir lítinn vanda í þessu stóra máli, meira þarf til. Það er hugarfar fólksins, samtakamáttur þess, góðvild og tillitssemi við samborgarana. Það gildir hér sem víðar. Reynum, kæru landar, að gera öll sem einn stórt átak og það strax. Verði góður árangur, sem ég efast ekkert um, ef vilji er fyrir hendi. Afleiðing þessa þarfa sam- taks yrði bezta jólagjöfin til okkar allra í ár og ævinlega, því ekki er nóg að byrja vel, heldur skal vel á verðinum staðið um alla framtíð. Islendingar búa yfir miklum samtakamætti, það sýndi söfnun- in til krabbameinsmála um dag- inn. Við þurfum oftar að standa saman í góðum málum, það skapar heill og hamingju. fimm punda neytendaumbúðir vegna þess eins að hann liafi verið rangt flokkaður upp úr skipi? Og er það ekki meira áhyggjuefni, að mikið skuli vera framleitt af úld- inni og maðkaðri skreið, heldur en hitt, hvort hún endar sem skemmd vara á Nígeríu- eða Ítalíumark- aði? Eða hvaða hlutverki ætla menn Framleiðslueftirlitinu eig- inlega? Á Framleiðslueftirlitið að vera eins konar samviska, sem menn megi fela dómgreindarleysi sitt bak við? Á framleiðandi, sem er að framleiða dýra matvöru, að taka upp matsnótu frá Fram- leiðslueftirlitinu, taka síðan fyrir nefið og halda áfram framleiðslu sinni, ef matsnótan hefur ein- hvern tíma úrskurðað fiskinn til þess hæfan? Svari nú hver fyrir sig, en það ættu menn að gera sér ljóst, að jafnvel þótt Framleiðslueftirlitið starfaði að öllu leyti óaðfinnan- lega, þá verða samt framleiddar galiaðar sjávarafurðir, ef vilji til þess er fyrir hendi. Og þótt við gerðum annanhvern starfandi mann í sjávarútvegi að starfs- manni Framieiðslueftirlitsins, þá háskólabrautinni fyrir ungt fólk. Það er enginn sjálfgefinn hlutur, að nánast allir, sem stúdentsprófi ljúka, setjist í háskóla. Bæði at- vinnu- og viðskiptalífið skortir í miklum mæli ungt fólk, sem þar er sérmenntað til starfa, en þarf ekki nauðsynlega að hafa lokið iöngu háskóianámi. Okkur skortir með öðrum orðum nýjar náms- brautir, ný tækifæri að stúdents- prófi loknu, sem í dag fyrirfinnast ekki hér á landi. Hin hraða tækni og tölvuvæð- ing, sem nú fer sem holskefla um veröldina, er gott dæmi um stað- reynd, sem kallar á nýjar leiðir og nýjar lausnir í menntunarmálum okkar íslendinga. Við erum varla enn byrjaðir að velta henni fyrir okkur. Kjarni málsins er nefnilega þessi: Öll menntun er í eðli sínu íhaldssöm, öllum skólum er gjarnt að horfa um öxl til fortíðar. Sagt hefur verið, að allir skólar séu að minnsta kosti tuttugu árum á eftir tímanum og sennilega er margt til í því. Þjóðfélagið er í hraðri umbyltingu þessi árin. Sú bylting kailar á endurskoðun frá grunni á gildi og eðli framhalds- menntunar í landinu. Hún kallar líka á endurmat á störfum háskól- ans og þeirri menntun, sem þar er veitt, og ekki síst tengslunum við framhaldsskóla landsins. Þau hafa verið af alltof skornum skammti til þessa. Hlutverk Bandalags háskólamanna Þegar rætt er um þessi tvö við- fangsefni: að efla háskólann sem vaxtarbrodd íslenskrar menning- ar og laga æðri menntun að við- horfum framtíðar en ekki fortíðar, kemur í hugann aðili, sem hér gæti lagt styrka hönd á plóginn. Það er Bandalag háskólamanna. Bandalagið er samtök allra þeirra, sem lokið hafa námi á háskóla- stigi og markmið þess er m.a. að efla menntun og skapa skilning á þjóðfélagslegu mikilvægi starfa háskólamanna. Hér er ekki um neitt stéttarsamband að ræða heldur samtök, sem eiga að vera og vilja vera útvörður menntunar og menningar í landinu. Félags- menn þess skipta þúsundum um land allt, og geta því í sameiningu komið því fram sem öðrum væri um megn. Að minni hyggju er kominn tími til þess að Bandalag háskóla- manna gangi hraustlega til liðs við Háskóla Íslands til lausnar þeirra verkefna, sem hér hafa ver- ið nefnd. Þar er fyrir hendi afl og þekking, sem skólanum getur reynst ómetanleg í þeirri baráttu, verður samt framleidd gölluð vara, ef vilji til þess er fyrir hendi. Og staðreyndin er því míður sú, að víða í okkar sjávarútvegi er alltof mikill vilji til þess að koma frá sér gallaðri vöru. Sjávarútvegur er í eðli sinu lag- skipt atvinnugrein, samsett úr þremur liðum. Fyrsti liðurinn er veiðarnar, þá kemur vinnsla af- urðanna og loks sala þeirra. Allir þessir liðir hafa auðvitað af því sameiginlegan hag að í heildina takist vel til. Hins vegar virðast hagsmunir í einstaka tilvikum rekast á, sé litið mjög skammsýnt á málin. Og þar komum við óneit- anlega að rótunum á stærstu vandamálunum. Dæmi um slíkt er: Afli togaranna er í mörgum tilfellum illa dagmerktur, þ.e.a.s. það er oft erfitt að henda reiður á hvar í aflanum elsta fiskinn sé að finna. Oft er of lítill ís og of mikill fiskur í kössum. Útivistartími tog- aranna er oft of langur, og það sem verra er, ekki í samræmi við vinnslugetu og hráefnisþörf í landi. Net eru höfð of lengi í sjó. Skipulagning vinnslunnar og skipting aflans á milli vinnsluað- Dr. Gunnar G. Schram „Háskóli íslands er í svelti um þessar mundir. Frá árinu 1979 hefur nem- endum þar fjölgað um 1000, eða sem svarar tveimur meðalmennta- skólum. En í kjölfar þess- arar þróunar hafa ekki fylgt þeir fjármunir sem þarf til þess að veita þessu fólki þá menntun, sem það býst við að háskólinn muni láta í té, og á raunar kröfu til.“ sem hann nú stendur frammi fyrir. Og það á ekki síður við um aðrar menntastofnanir á háskóla- stigi. Með störfum sínum hafa há- skólamenn á liðnum árum átt drjúgan þátt í þeim framförum og bættum lífskjörum sem þjóðinni hafa auðnast. Nú er ráð að banda- lag þeirra hyggi að því hvað helst má gera til að liðsinna þeim skóla, sem er burðarás æðri menntunar í landinu. Þar lít ég ekki aðeins til þeirra baráttumála, sem í dag eru efst á dagskrá og skólinn hefur lagt fyrir stjórnvöldin. Hitt er ekki síður mikilvægt að Bandalag háskólamanna gangi til liðs við menn skólans um mótun nýrrar stefnu í rannsóknar- og menntun- armálum sem er við hæfi framtíð- ar. Eru rannsóknirnar raunar kapítuli út af fyrir sig, sem engin þjóð í nálægum löndum vanrækir á borð við okkur. í þessum efnum búa hin einstöku félög bandalags- ins yfir sjóðum reynslu og þekk- ingar, sem hér geta orðið þungir á vogarskálunum. Þá segir í stefnuskrá Bandalags háskólamanna að það sé megin- hlutverk þess að efla samstöðu og samvinnu háskólamanna. Ég held að fátt geti fremur orðið til þess að efla slíka samstöðu en einmitt það að sjá svo um að Háskóli ís- lands verði um framtíð merkisberi íslenskra fræða, vísinda og menn- ingarlífs. ferða fer of seint fram. Og áfram mætti telja. Aðalatriðið er að veikleikar eru margir, og þeir stafa öðru fremur af því, að til- finningu fyrir samábyrgð vantar. Og þótt íslenskar sjávarafurðir séu taldar í háum gæðaflokki (kannski að einhverju leyti vegna fornrar frægðar), þá er staðreynd- in engu að síður sú, að vegna vönt- unar á samábyrgð aðilja í sjávar- útvegi, þá erum við að komast á mörk þess, að geta talist hæfir til þess að framleiða háklassa afurðir úr sjávarfangi. Hér er verk að vinna. Hér er tækifæri fyrir afreksmenn til mikilla verka, ekki til að fela vandamálin á bak við Fram- leiðslueftirlit sjávarafurða, heldur til þess að laga það sem raunveru- lega hefur farið aflaga. En að lokum. Skyldi sú fjárfest- ingarstefna, sem ríkt hefur í sjáv- arútvegi um langt árabil og stjórnvöld hafa svikist um að leiða á skynsaman hátt, eiga einhvern hlut í því hvernig komið er? Skagafirði, 16. nóvember, Pétur Bjarnason, sjávarútvegsfræðingur. Gerum öll stórt átak gegn umferdarslysum Akranesi, 8. nóv. 1982, Valgarður L. Jónsson Gæðamál sjávarafurða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.