Morgunblaðið - 24.11.1982, Page 8

Morgunblaðið - 24.11.1982, Page 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Hljóm otur Arni Johnsen Það fer ekki á milli mála á hljómplötu Björns Thoroddsen, Svif, að það ríkir mikil vinátta og gagnkvaemur skilningur á milli Björns oggítarsins og lögin á plötunni, sem öll eru eftir Björn utan eitt, njóta þess vel. Þeir sem leika á gítar hafa stundum á orði að það sé svo gott að rövla við gítarinn sinn, en svo kemur að því að* menn klæða túlkun sína í sparifötin og halda hátíð og slík hátíð er plata Björns þar sem hljóðfærin sigla saman án söngs eða orða. Björn skýrir lög sín og það virðist engin tilviljun, því stemmning laganna hljóðar við nöfnin eins og til dæmis Heitur ís, Svifar úr skarði, Steypireyður og Draumur. Tónlist Björns er SVIF á vængjum tónanna sjálfri sér samkvæm, en samt er víða litið við, blúsað hér og þar og stúndum bregður fyrir suð- ur-amerískum blæ, jassað og kætzt. Lygnar streyma ár oft þótt sterkur sé straumurinn og þann- ig er plata Björns, hún er hval- reki fyrir þá sem unna jassaðri tónlist og skemmtileg tilþrif landans á því sviði, en umfram allt hefur hún sjálfstæðan stíl. Upptakan fór fram í Hljóðrita undir stjórn Jónasar R. Jónsson- ar og Sigurðar Bjólu og þar er fagmannlega að verki staðið, tær svipur tónlistar Björns fær notið sín til fulls. I púkki með Birni eru þeir Jakob Magnússon, Eyþór Gunn- arsson, Hans Rolin, Mikael Berglund, Pjetur Grétarsson, Kristinn Svavarsson, Árni Scheving, Hjörtur Howser, Guð- mundur Ingólfsson og Margrét Ragna Jónasdóttir. Það er því ekki að furða þótt platan standi fyrir sínu. Saklaus fórnarlömb Ævintýri Æskunnar Bókmenntír Siguröur Haukur Guðjónsson Þýðandi: Rúna Gísladóttir. Teikningar: V. Kubasta. Filmuvinna: Korpus hf. Prentverk: Prentsmiöjan Oddi hf. Útgefandi: Barnablaðið Æskan. Stundum tekst að segja sögu þannig, að áheyrendur kalla á þær aftur og aftur. Þær seytla inní sál þess er heyrir, verða hluti af hon- um, og fyrr en varir er hann sjálf- ur tekinn að rétta þær fram úr gullasjóði brjóst síns. Kynslóð eft- ir kynslóð mola þær tímans tenn- ur. Þær eru ekki aðeins saga, held- ur spekiyrði um lífið, orð yljuð af löngun til þess að bæt^það. Tog milli góðs og ills. Seiður þessara sagna er slíkur, að barninu mæta þær sem skemmtun, — öldungn- um sem vizka. Þær eru ofar þjóð- areign, gull á tungu mannkyns. Það er af þessu sem svo margir spreyta sig á að gefa löndum sín- um aðgang að ævintýrunum. Hversu oft hafa sum þeirra ævin- týra, er birtast í þessari bók, ekki verið færð í íslenzkan búning áð- ur? Ég veit það ekki, en oft er það. Þessi vitneskja rýrir ekki gleði mína yfir því að hitta þau hér á ný í snilldarþýðingu Rúnu. Látlaust, hljómþýtt er mál hennar, og að- eins þannig búningur hæfir þess- um sögum. Teiknarinn, V. Kubasta, hefir valið 29 ævintýri frá 17 þjóðum til þess að gera myndir við. Þær eru í f áum orðum sagt listavel gerðar, rísa á sögusviðinu þannig, að les- andinn stendur sig að því að hugsa: Nú svona var það, og síðan tekur hann gömlu myndirnar niður og setur þessar upp. Prentun er ágæt, ef ég undan- skil fyrirsagnaletrið, það er snjáð og slitið. Frágangur er útgáfunni til sóma, og því er gaman að rétta fram þessa bók sem gjöf. Leyndardómur gistihússins Höfundur: Anke de Vries. Þýðandi: Álfheiður Kjartansdóttir. Prentun: Prentrún sf. ÍJtgefandi: Iðunn. Þeir, sem gaman hafa af leyni- lögreglusögum, ættu að veita þess- það er prýðir slíkar sögur: Lipra frásögn, spennu, og náttúrlega lausn í lokin. Ungur drengur, Róbert, finnur snjáða vasabók í íbúð látins móð- urafa síns. Slitróttar setningar, dularfullir upphafsstafir og ártal- ið 1944 vekja drengnum löngunar að kynnast þeirri sögu, er að baki liggur. Hann leitar uppi sögusvið- ið, og af hörkudugnaði tekst hon- um að raða persónunum inn á leikvanginn. Margt er dregið fram í dagsljósið — sem í húminu átti að fela. Höfundur ritar af leikni hins þjálfaða penna, og í fylgd hans er engin hætta á að lesandanum leið- ist. Hann kann þá list að segja sögu, svo jafnvel lítið efni virðist stórt. Þýðing Álfheiðar er mjög góð, hnökralaus, lipur og góð. Prentun ágæt, ef ég undanskil síðu 75. Herzlumun vantar á próf- arkalestur. Góð bók, sem á eftir að gleðja þá, er spennusögum unna. Bókmenntir Jenna Jensdóttir Erik ( 'hristian Haugaard: Á flótta undan nasistum. Anna Valdimarsdóttir þýddi. Iðunn, Reykjavík, 1982. E.C. Haugaard fæddist í Dan- mörku 1923. Á stríðsárunum dvaldi hann í Bandaríkjunum og Kanada. Eftir það ferðaðist hann víða um heim, en settist að í Eng- landi 1973. Bækur sínar ritar hann og gefur út á ensku. Hákon af Rogens-saga var fyrsta barnabók Haugaard, hún kom út 1963. Áður hafði hann gef- ið út leikrit og hann hefur verið mikilvirkur þýðandi danskra bókmennta á enska tungu. Sögu- efni sín sækir Haugaard í raun- veruleikann kaldan og ómannleg- an I umróti styrjalda og kúgunar. Lífsbarátta saklausra fórnardýra — oftast barna — er meginkjarn- inn í sögum hans. Haugaard hefur hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar fyrir barnabækur sínar. Hann er þekktastur fyrir bók sína Litlu fiskarnir, sem kom hér út fyrir nokkrum árum og Sigríður Thor- lacius þýddi. Átakanleg saga, sem fjallar um heimilislaus, sveltandi börn á Ítalíu í síðari heimsstyrj- öldinni. í sögunum sýnir Haugaard fram á mikilvægi þess að einstaklings- eðlið njóti sín sem best. Hve nauð- synlegt það er að þekkja sjálfan sig, takmarkanir sínar og mögu- leika til þess að geta bjargað sér í flóknu — og oft fjandsamlegu um- hverfi. Honum tekst líka að gæða ung- ar sögupersónur sínar sjálfsvirð- ingu og vökulum augum fyrir því að vinna vel úr vandamálum sín- um. Á flótta undan nasistum er ekki eftirbátur annarra sagna hans hvað þetta snertir. Hver er Earl Keese? Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson HVER ER EARL KEESE? Nafn á frummáli: NEIGHBOURS. Handrit: I.arry Gelbart eftir sam- nefndri sögu Thomas Berger. Tónlist: Bill Conti. Leikstjórn: John G. Avildsen. Ég verð að segja að ég var jafn nær þegar ég gekk út að aflok- inni nýjustu mynd Stjörnubíós „Nágrönnunum" og þegar ég settist með óopnaðan popp- kornspokann. Hvernig á maður að botna í mynd sem snýst kringum álíka fáránleg skötuhjú og þau Ramónu og Vic, sem einn sólarhring gerast nágrannar ósköp venjulegra amerískra smáborgara, Earl og Enid Keese, með þeim afleiðingum, að frú Keese stekkur á brott með káboj en herra Keese kveikir í húsi sínu og heldur svo á brott með 24ra stunda nágrönnunum? Ber að líta á þau Ramónu og Vic sem verur af, æðra tilverustigi sem í krafti sálrænnar orku megna að hrífa svo Jón Jónsson í Ameríku að hann varpar frá sér því sem hingað til hefir bundið hann við fósturjörðina — bíl, húsi, konu, börnum og sjónvarpi? Nú er það svo að þau Ramóna og Vic eru ekki beint englar í mannsmynd og því hæpið að líkja þeim við þær guðlegar verur sem forðum hrifu með sér smáborgara aust- ur í Galileu. Ég held að það verði fremur að líta á þau skötuhjú sem fallna engla og þá vaknar enn ein spurningin, sum sé hvort hefðþundið borgaralegt samlíf sé ur sér gengið samfélagsfyr- irbrigði? Hvort hin siðlausu Vic og Ramóna séu boðberar þess þjóðfélagsmunsturs sem koma skal? Smáborgarinn Earl Keese sé eins og ófætt steinbarn. Hann sem telur sig einn af hornstein- um samfélagsins en sé raunar óþarfur nema sem vinnudýr. Er verið að segja að í samfélagi þar sem nautnirnar skipa æðstan sess sér ekki þörf á verum sem trúa á fjölskylduna sem félags- einingu byggða á siðrænum for- sendum? Það segir töluverða Hinn eldhressi Vlc (Dan Aykroyd) heilaar Earl Keese (John Belusi). sögu að það tekur þau Vic og Ramónu ofan af sínu fyrra lífi. Mikið hlýtur að vera óspennandi að vera millistéttarmaður í ónefndu úthverfi ónefndrar am- erískrar stórborgar. Annars bið ég fólk að taka ekki of alvarlega þessar hugleið- ingar mínar um boðskap þessar- ar myndar, því eins og ég sagði skildi ég ekki bofs í myndinni. Hins vegar leiddist mér ekki að horfa á „Nágrannana" því leik- stjóranum John G. Avildsen tókst með því að nota frásagn- armátt hryllingsmynda að halda athygli minni óskertri, þó svo að söguþráðurinn væri mest allan tímann fáránlegri en veruleikinn sjálfur. John Belushi átti og stóran þátt í að fanga athygli mína með frábærri frammistöðu í hlutverki Earl Keese. Hver er annars Earl Keese, ætli við könnumst sum hver við kauða þégar betur er að gáð? Sagan gerist 1937 er skólapiltur frá Danmörku ferðast til Lúbeck og Hamborgar í páskaleyfinu. Ógnarstjórn nasista ríkir í Þýskalandi og gyðingaofsóknir eru augljósar. Fjórtán ára pilturinn Erik Han- sen segir söguna. Hann er einbirni auðugra foreldra í Danmörku. Dekraður og reynslulaus drengur er hann leggur í þetta örlagaríka ferðalag með fimmtíu og tveimur skólapiltum og tveimur kennur- um. I upphafi sögu fær lesandi góðar lýsingar af kennurunum og væntir því varla mikils af þeim — enda kemur það á daginn. Pilturinn Nikolai verður félagi Eriks í ferðinni, þótt uppruni þeirra, skoðanir og aðstæður séu ólíkar. Foreldrar Nikolai eru fátækir og voru oft svangir í bernsku. Veröld ógna og átaka opnar augu hinna ungu drengja, sem reynast sjálfum sér trúir í þeim vanda sem óvænt steðjar að þegar Erik, strax í ferjunni, tekur að sér að koma pakka gegnum tollinn fyrir mann í gráum rykfrakka: ... „Ef þú sérð mig ekki aftur, þá farðu með pakkann til Hamborg- ar, í Gullna lambið í Kebler- strasse...“ Erik Hansen kemst gegnum tollinn með pakka ókunna manns- ins í farangri sínum, sem er ekki skoðaður fremur en farangur hinna barnslegu saklausu andlita frá Danmörku. Sem hinir ungu piltar eru komnir upp í þýsku lestina og sjá niður að bryggju þar sem danska ferjan liggur við festar, sjá þeir einnig einkennisklædda Gesta- pómenn leiða manninn í gráa frakkanum á brott. Skelfileg átök í þýsku samfélagi eru skyndilega komin inn í líf tveggja danskra skólapilta. Vandi og skyldur leggjast á herðar Eriks. Umfram allt verður hann að vinna sem best úr verkefni sínu og um leið vaknar vitund hans fyrir því hver hann er og hvers hann getur vænst af sjálfum sér — og öðrum. Trúr frakkamanninum — og um leið sjálfum sér setur hann sig í hættu er hann reynir að koma pakkanum til skila — hann veit líka innihald hans. Höfundur gleymir hvergi öðrum persónum sögunnar, sem eru býsna margar. Hann gleymir hvergi lausum end- um í frásögn sinni. Það er mikið búið að sverfa að Erik þegar stúlkan „Engin" kemur til sögunnar. „Veran undir tepp- inu hreyfði sig en enginn svaraði. Ég rétti fram höndina og lyfti horni á teppinu. Svartur, hrokkinn ennistoppur kom í ljós. Ég dró teppið lengra og sá skelfingu lost- in augu stara á mig og síðan allt andlit stúlku á svipuðu reki og ég var. — Hver ert þú? spurði ég og gat ekki leynt hversu mér létti að hafa ekki fundið einhvern sem ég þurfti að óttast. Niemand... Engin, svaraði stúlkan hvíslandi. Ég brosti uppörvandi. — Ég heiti Erik Hansen og er danskur. Ég þagnaði og beið, en er stúlkan svaraði engu bætti ég við: — Ég er í felum hér...“ Ég læt lesanda eftir sögulok, spennandi og átakanlegrar frá- sagnar. Þýðing Önnu Valdimarsdóttur er góð með þeirri undantekningu að of mikið er, að mínu mati, af þýskum orðum sem betur færu í íslenskri þýðingu. Frágangur góð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.