Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 59 stóran spón úr aski sínum, því þeir hafa setið einir að því valdi að velja fréttir og annað dag- skrárefni fyrir almenning. Þeir hafa álitið það sitt hlutverk að ala almenning upp, velja hvað sé boðlegt, hvað menningarlegt eða þjóðlegt, hvað einstaklingunum sé fyrir bestu, allt út frá því, hvað þeir telja, eins og þeir orða það, „samfélagslega æskilegt" til að „auka þroska og vit einstakl- inganna og standa vörð um sjálfstæði íslands". Þar sem ríkisfjölmiðlungarnir telja sig fara með þetta hlutverk, er ekki óeðlilegt að þeir grípi til stórra orða af þessu tagi til að verja aðstöðu sína og völd. Ríkis- fjölmiðlungarnir telja til dæmis það, að ráðherra skyldi leyfa sér að skipa þessa endurskoðunar- nefnd, „einhverja grófustu móðg- un sem dengt hefur verið í andlit starfsfólks Ríkisútvarpsins í mörg ár“, svo vitnað sé til orða eins þeirra í útvarpserindi hans um þessi mál nýlega. En ríkisfjölmiðlungarnir hafa ekki setið við orðin tóm. Þeir kröfðust þess t.d. að ráðherra skipaði fulltrúa þeirra í endur- skoðunarnefndina og sendu nefndinni tillögur sínar í þessum efnum. Þeir hafa misnotað að- stöðu sína í ríkisfjölmiðlunum til að vekja efasemdir hjá almenn- ingi um frjálst útvarp. Nú síðast hafa þeir birt á síðum dagblað- anna rök sín fyrir frelsisskerð- ingunni og eru þau einmitt af því tagi sem þú nefndir. Þetta sýnir fálmkennda til- raun ríkisfjölmiðlunganna til að berjast á móti þróun, sem vegna tæknibyltingarinnar hefur leitt til aukins tjáningarfrelsis. En þeim er ekki sú gáfa gefin að gera sér ljósa örvæntingarfulla tilraun ríkisvaldsins til að beisla þróunina og tryggja rétt ríkisins um ókomna framtíð. Þeir ættu því að styðja þetta frumvarp, ef þeir ætla að vera samkvæmir sjálfum sér. Frjálslyndir menn, sem ekki fallast á rök þau sem að frelsis- skerðingunni eru færð, verða að bindast samtökum um breyting- ar á þessu frumvarpi. Fyrir okkur er einungis aðgengilegt frumvarp sem tryggja mun fullt tjáningarfrelsi," sagði Auðun að lokum. Frá ráðstefnunni. Heimdallur: Fjölsótt ráðstefna um öryggis- og HEIMDALLUR gekkst nýlega fyrir ráðstefnu um öryggis- og varnarmál. Stóð ráðstefnan yfir laugardaginn og sunnudaginn 30.—31. okt. sl. A laugardag voru fluttir fyrirlestrar, en á sunnudag var farið í kynnisferð á Keflavíkur- flugvöll og skoðuðu þátttakendur þar varnarstöðina. Á ráðstefnunni voru fluttir fjórir fyrirlestrar, Björn Bjarna- son blaðamaður ræddi um NATO og Varsjárbandalagið, Gunnar Gunnarsson starfsmað- varnarmál ur Öryggismálanefndar ræddi stöðuna á N-Atlantshafi, Birgir ísl. Gunnarsson alþingismaður fjallaði um friðarhreyfingar og afvopnunarmál og Kjartan Gunnarsson framkvaemdastjóri ræddi aukna þátttöku íslendinga í vörnum landsins. Að fyrirlestrum loknum var sýnd nýleg kanadísk kvikmynd um KGB og þær starfsaðferðir sem tíðkast þar á bæ og þótti myndin fróðleg. Ráðstefnan var fjölsótt. Frá fundi sem haldinn var í Kópavogi. Á myndinni eru frá vinstri: Þorsteinn Halldórsson, formaður Týs, Geir H. Ilaarde, formaður SUS, og Erlendur Kristjánsson, annar varaformaður SUS. Hér kemur tækifærið að kaupa ódýr jólafót á alla fjölskylduna. T.d. Buxur frá kr. 99.- Kjólar frá kr. 199.- Jakkaföt frá kr. 489.- Skór frá kl*. 49.- Fáið ókeypis eintak af nýjasta Kays-listanum. ERUM FLUTT AÐ HÓLSHRAUNI 2, (rétt hjá Fjarðarkaup á móti Glerborg). PM B.MAGNUSSON mtmuwm HÓLSHRAUNI 2 • SÍMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.