Morgunblaðið - 24.11.1982, Qupperneq 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982
un hans. Það er eins og ekkert
af því tagi heppnist almenni-
lega síðan: Samningaviðræður
hafa verið hafnar, en þeim ekki
lokið. Síðara samkomulagið um
takmörkun kjarnorkuvígbúnað-
ar, SALT-II, var loks undirritað
1979 en dróst svo inn í vaxandi
spennu í samskiptum austurs
og vesturs, og hefur ekki enn
þann dag í dag hlotið fullgild-
ingu. Viðræður um fækkun í
venjulegum herafla í Mið-
Evrópu voru hafnar árið 1973,
en hafa nú, níu árum síðar, ekki
leitt til neinnar niðurstöðu.
Á þessu eru margar skýr-
ingar, en sú sem teljast verður
hin veigamesta er eftirfarandi:
Takmörkun á vígbúnaði er orð-
in léttvæg pólitískt séð. I stað
þess að vera nothæft tæki til að
móta pólitíska stefnu í sam-
skiptum austurs og vesturs —
en til þess dugir það eingöngu
— er takmörkun vígbúnaðar
orðin sífellt meira að eins konar
fyrirslætti vegna skorts á póli-
tískri stefnu.
Pólitískri heild-
arstefnu hrakar
Andstæður okkar tíma við
Kúbudeiluna og áratuginn, sem
á eftir fór, eru ærið áberandi.
Ögrun Sovétríkjanna var þess
eðlis, að Bandaríkin gátu þá
ekki þolað þeim hana. Ekki ein-
göngu vegna hinna nýju sov-
ézku eldflaugastöðva í Karab-
íska hafinu, heldur — og það
tók Kennedy skýrt fram í sjón-
varpsræðu sinni 22. október
1962 — vegna hinnar snöggu,
einhliða breytingar á status
quo. Á atómöld er slík breyting
á valdastöðu risaveldanna með
öllu óþolandi, því sjálfur stöð-
ugleikinn og yfirsýn mála er hið
óhjákvæmilega skilyrði þess að
geta lifað af.
eftir dr. Christoph
Bertram
Hinn 14. október árið 1962
snéri bandarísk U-2-flugvél
heim úr könnunarleiðangri með
fáheyrðan farm innanborðs —
það er að segja filmur, sem í
einu og öllu staðfestu hinar
verstu grunsemdir manna í
Washington: Sovétríkin voru
sem sagt, þrátt fyrir allar sínar
margendurteknu fullyrðingar
um hið gagnstæða, í óða önn að
koma fyrir suður á Kúbu lang-
drægum eldflaugum, búnum
kjarnaoddum, og var eldflaug-
unum beint að skotmörkum í
Norður-Ameríku.
Þetta var ekki í fyrsta sinn á
atómöld, sem við lá að til alvar-
legra átaka kæmi milli atómris-
anna tveggja. Hins vegar hafði
undirbúningur slíkra átaka
aldrei áður verið kominn á slíkt
flugstig eins og í þetta sinn.
Þeir, sem í þá daga fylgdust
grannt með rás atburðanna,
minnast þess enn þann dag í
dag með feginsamlegu and-
varpi, á hvern hátt þessi deila
var svo endanlega til lykta
leidd.
Forseti Bandaríkjanna, John
F. Kennedy, lét með vilja hjá
líða að svara þessu ögrandi
ruddabragði Sovétmanna með
þeim tilsvarandi ruddalega
mótleik að gera hreinlega inm
rás í hið óhlýðna eyríki Kúbu. í
þess stað valdi hann þann kost-
inn að setja algjört hafnbann á
Kúbu til þess að geta sett sov-
ézk flutningaskip, hlaðin eld-
flaugum, föst á hafi úti. Banda-
ríkjaforseti kvaðst reiðubúinn
til að skuldbinda sig að virða
kúbanskt yfirráðasvæði og full-
veldi eyjunnar undir stjórn
Castros, og einnig hina pólitískt
mikilvægu bækistöð Sovét-
manna, ef Sovétríkin tækju
niður skotpallana og flyttu þær
eldflaugar á brott, sem þegar
höfðu verið settar upp.
Hinn sovézki andstæðingur
hans, Khrútsjov, dró í land. Það
var því diplómatísk færni, festa
í framkomu og viljinn til til-
slakana sem þarna höfðu unnið
sigur yfir stríðshættunni.
Á barmi glötunar
Þetta sambland af ögrunum,
árekstrum og diplómatískum
umleitunum réð ekki einvörð-
ungu úrslitum í deilum risa-
veldanna á þessum tíma, heldur
hefur það mótað mjög eindregið
sjálfan veruleikann og allar
vonir manna á öld kjarnorkunn-
ar. Við njótum enn þann dag í
dag góðs af því: Veruleikann,
sökum þess að þetta hvatti Sov-
étríkin enn frekar til að ná hið
fyrsta því marki að standa jafn-
fætis Bandaríkjunum, bæði í
strategískum búnaði og einnig í
hefðbundnum vopnabúnaði.
Áhrifin á vonir manna á atóm-
öld felast fyrst og fremst í því,
að menn tóku nú að gera sér
pólitíska grein fyrir þeirri
óumflýjanlegu nauðsyn, að haft
yrði eftirlit með kapphlaupinu
um kjarnorkuvígbúnað.
Með Kúbudeilunni hófst ára-
tugur vígbúnaðareftirlitsins:
Báðir aðilar gerðu sér ljóst, að
þeir höfðu staðið á yzta barmi
kjarnorkustyrjaldar, og leituð-
ust nú báðir við með samninga-
viðræðum og samþykktum að
ná tökum á þeim veruleika, sem
kjarnorkan skóp.
Það var gerður hver samning-
urinn á fætur öðrum: Samning-
urinn um stöðvun tilrauna með
kjarnorkusprengjur frá 1963
leggur bann við kjarnorku-
sprengingum í andrúmsloftinu,
í geimnum og neðansjávar;
sama ár næst samkomulag um
Myndin sýnir þegar stýriflaug er skotið á loft frá færanlegum skotpalli sem dreginn er af
sérsmíðuðum bíl. Hafíst verður handa við að koma 464 stýriflaugum búnum kjarnasprengjum
fyrir í 5 löndum Vestur-Evrópu í lok næsta árs, náist ekki samkomulag um niðurskurö meðal-
langdrægra kjarnorkuvopna í Evrópu fyrir þann tíma.
beint símasamband milli
Moskvu og Washington; 1967
bann við að koma fjöldadráps-
tækjum fyrir úti í geimnum,
1968 samningurinn um að beita
sér gegn frekari dreifingu
kjarnorkuvopna. Árið 1972 und-
irrituðu þjóðarleiðtogar Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna
fyrsta samkomulagið um tak-
mörkun á kjarnorkuvígbúnaði
beggja landanna (SALT-I), og
féllu þau þá að mestu frá upp-
byggingu frekari eldflauga-
varna.
Vaxandispenna
á ný
En svo er hann liðinn þessi
árangursríki áratugur fyrir eft-
irlit með vígbúnaði og takmörk-
Það var því skoðun Banda-
ríkjamanna, að jöfnun Kúbu-
deilunnar og viðleitnin að koma
á fót eftirliti með vígbúnaði
væru hvorttveggja ein pólitísk
heild. Ekki var svo mjög um að
ræða að bregðast við og skjóta
loku fyrir einstaka sérlega
ógnun, heldur fremur hitt að
koma á laggirnar vissu hegðun-
armynstri, sem heimsveldin tvö
Þess var minnst nú
í haust, að 20 ár
voru liðin frá
Kúbudeilunni.
Meðal þeirra sem
kvöddu sér hljóðs
af því tilefni var dr.
Christoph Bertram,
stjórnmálaritstjóri
vestur-þýska viku-
blaðsins Die Zeit.
Hann tók við rit-
stjórnarstörfum
við blaðið nú í
haust, en dr. Bertr-
am var fram til
þess forstjóri
Alþjóðahermála-
stofnunarinnar í
London (Internat-
ional Institute for
Strategic Studies).
Diplómatísk færni, festa og til-
slakanir sigruðu stríðshættuna
Nú þarf nýtt átak í afvopnunarmálum með samræmdri pólitískri stefnu