Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982
63
Stjórnunarfélagið býður
upp á sjálfsnám um tölvur
Hægt að vinna að eigin verkefnum, eða fylgja ákveðnum námslínum
„TILGANGUR sjálfsnáms um tölv-
ur, sem við bjóðum upp á, er jafn
margþættur og nemendur eru marg-
ir. Sjálfsnám er ætlað þeim, sem
vilja læra um tölvur almennt, læra
ákveðna notkun tölvunnar, Ld. við
ritvinnslu eða áætlanagerð, eða læra
um innra verk tölvunnar,“ sagði dr.
Kristján Ingvarsson, forstöðumaður
Tölvufræðslu Stjórnunarfélags ís-
lands, í samtali við Mbl., er hann
var inntur eftir þeirri nýjung félags-
ins, að bjóða nú upp á sjálfsnám um
tölvur.
„Sjálfsnám um tölvur gagnast
þeim sem vilja æfa sig á tölvur eða
vinna að eigin verkefnum, hvort
heldur þau eru persónulegs eðlis
eða vegna atvinnu þeirra," sagði
Kristján ennfremur.
Hverjir eru kostir sjálfsnáms?
„Kostir sjálfsnáms á tölvur eru
þeir að nemandi fer yfir námsefni
á eins löngum tima og hann telur
nauðsynlegan, ákveður sjálfur
hvenær hann kemur í tölvufræðsl-
una og auk þess er aðgangur að
tölvum, leiðbeinanda og námsefni
mun ódýrari en á reglulegum
námskeiðum. Arangur námsins er
fenginn með aðstoð skipulagðra
námslína og leiðsögn leiðbeinenda,
sem hafa háskólamenntun í tölvu-
fræðum."
Dr. Kristján Ingvarsson
Hvernig fer námið fram?
„Sjálfsnámið fer fram á kvöldin
frá klukkan 18.00—20.00, og
20.00—22.00, en einnig á öðrum
tímum, þegar regluleg námskeið
eru ekki haldin. Nemendur skrá
sig sjálfir á þann tíma, sem hentar
þeim bezt. Kort, sem veita aðgang
að tölvunum og öðrum kennslu-
búnaði fást hjá leiðbeinanda.
Tvær gerðir af kortum eru í gangi,
þ.e. fyrir einn nemanda og tvo, en
þau gilda í 10 klukkustundir, þ.e. 5
skipti, en hvert skipti eru eins og
áður sagði 2 klukkustundir.
Við ráðleggjum nemendum að
taka aðeins 2 tíma í einu með til-
liti til árangurs í náminu, en að
sjálfsögðu er mönnum leyfilegt að
taka 4 tíma í einu, sérstaklega ef
viðkomandi er að vinna að eigin
verkefni, en ekki læra. Ennfremur
hefur reynslan sýnt, að þegar
tveir sitja við tölvur er árangur
námsins betri, en þegar um einn
er að ræða.“
Hvernig er námslínum háttað?
„Nemendum er frjálst að vinna
á tölvurnar við hvaða verkefni
sem er. Þannig getur notandi sem
hefur eitthvert sérstakt verkefni í
huga notað vélarnar í það. Þeir
sem þess óska geta fylgt ákveðinni
námslínu. Námslína er ekki annað
en skipulögð yfirferð á ákveðnu
efni. Þannig er gengið frá efninu,
að það hentar að æfa sig í 10
klukkutíma á tölvu. Að auki er
nauðsynlegt fyrir nemandann að
fara yfir efnið heima, en sá þáttur
er misjafn eftir því um hvaða
námslínu er að ræða," sagði dr.
Kristján Ingvarsson, forstöðu-
maður Tölvufræðslu Stjórnunar-
félags íslands, að siðustu.
Janúar — september:
Um 146 millj. marka
tap hjá Volkswagen
VOLKSWAGEN hefur tapað um 146
milljónum vestur-þýzkra marka á
þessu ári, að sögn talsmanna fyrir-
tækisins, en á sama tíma, þ.e. fyrstu
níu raánuði ársins 1981, var hagnað-
ur fyrirtækisins um 15 milljónir
vestur-þýzkra marka.
Sala fyrirtækisins á heima-
markaði í Vestur-Þýzkalandi jókst
um 0,75 fyrstu níu mánuðina í ár
og nam um 28.074 milljörðum
vestur-þýzkra marka, borið saman
við 27.865 milljarða vestur-þýzkra
Aðalástæðan er
slæm staða á Banda-
ríkjamarkaðnum
marka á sama tíma í fyrra.
Hins vegar dróst sala fyrirtæk-
isins á erlendum mörkuðum sam-
an um 0,45% í mörkum talið, en
fyrstu níu mánuðina nam hún
18.882 milljörðum vestur-þýzkra
marka á móti 18.965 milljörðum
vestur-þýzkra marka á sama tima
í fyrra.
Talsmaður fyrirtækisins sagði
aðalástæðuna fyrir tapi fyrirtæk-
isins í ár vera slæma stöðu Banda-
ríkjamarkaðar, auk þess sem al-
mennur efnahagssamdráttur
hefði auðvitað sitt að segja.
Á tímabilinu janúar-september
seldi Volkswagen alls 1,623 millj-
ón bíla á móti 1,692 milíjón bílum
á sama tíma í fyrra. Samdráttur-
inn er því um 4% milli ára.
Rafeindaiðnaðurinn:
Uppbyggingin felst m.a. 1 upp-
byggingu öflugs framleiðslufyr-
irtækis og þjónustumiðstöðvar
Undirbúningsfélag rafeindaiðnað-
arins vinnur nú að gerð tillagna um 5
ára áætlun og aðstoð við rafeindaiðn-
að á íslandi, segir m.a. í nýju frétta-
bréfi, sem félagið hefur sent frá sér.
Þar segir, að tillögur um mark-
vissa uppbyggingu rafeindaiðnaðar-
ins felist m.a. í uppbyggingu öflugs
framleiðslufyrirtækis og þjónustu-
miðstöðvar. Hefur verkefnisstjórnin
nú undirbúið drög að 5 ára áætlun
um þróun rafeindaiðnaðarins, en
efni þeirra er grundvallað á skýrslu
eftir Stefán Guðjohnsen, en gert er
ráð fyrir að unnið verði að verkefn-
inu fram til ársloka.
Helztu atriði skýrslunnar eru,
að sett verði á fót stofnun, þjón-
ustumiðstöð fyrir rafeindaiðnað-
inn, t.d. með samvinnusamningi á
milli aðila sem þegar eru fyrir í
landinu, og nánu sambandi við
norrænar þjónustumiðstöðvar á
refeindasviði. Er reiknað með að
nauðsynlegra tækja yrði aflað til
þess að þjónustumiðstöðin gæti
sinnt hlutverki sínu á eðlilegan
hátt, og að þar starfi menntaðir
sérfræðingar á ýmsum sviðum raf-
eindatækni.
Um leið verði eitt framleiðslu-
fyrirtæki eflt til þess að geta sinnt
þörfum allra rafeindafyrirtækj-
anna fyrir samsetningu og fram-
leiðslu rafeindatækja, sem þau
hefðu hannað og þróað. Sótt yrði
um aðstoð Norræna iðnaðarsjóðs-
ins við að standa straum af kostn-
aði við tækniyfirfærslu á fram-
leiðslutæknisviðinu frá hinum
Norðurlöndunum.
Stefnt er að því að efla með
samningum og ráðgjöf úrval að-
stoðarfyrirtækja til þess að svara
þörfum rafeindafyrirtækjanna.
Leitað verður eftir styrkjum frá
Iðnrekstrarsjóði til þessa þáttar.
Þá er hugmyndin að afla inn-
lendra og erlendra ráðgjafa til
þess að aðstoða rafeindafyrirtækin
við markaðsathuganir, rekstrar-
áætlanir, vöruþróunarverkefni og
framleiðslutæknileg verkefni. Síð-
an yrði samstarfi við Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins komið á,
þannig að hún geti sinnt mark-
aðssetningu fyrir rafeindafyrir-
tækin á erlendum mörkuðum. Mik-
ill fjárfestingarsparnaður er sam-
fara því, að fyrirtækin sameinist
um kaup á nauðsynlegum og góð-
um búnaði til hönnunar á
rafeindatækjum. Ef hvert fyrir-
tæki þyrfti að gera slíkt væri ein-
ungis um að ræða miðlungsbúnað,
segir að síðustu í fréttabréfinu.
Þess má geta, að stofnendur
Undirbúningsfélagsins eru Fram-
leiðni, Óðinn, Póllinn, Rafís, Raf-
agnatækni, Sameind, Tæknibúnað-
ur, Örtækni og Örtölvutækni, en í
verkefnisstjórn sitja Jón H. Magn-
ússon, sem er verkefnisstjóri, Gylfi
Aðalsteinsson, Arnlaugur Guð-
mundsson og Stefán Guðjohnsen.
Síðan bætast við þeir Vilhjálmur
Lúðvíksson, Þorvarður Alfonsson,
Snorri Pétursson og Hörður Jóns-
son.
Sól - sauna - snyrting
Hjá okkur veröiö þiö fljót aö veröa brún í Silver
Super Solarium-bekkjum okkar. Sauna og góö hvíld-
araöstaöa.
Öll almenn snyrting, andlistbaö, húöhreinsun, hand-
og fótsnyrting, vaxmeöferö, litun og fleira.
Notaleg setustofa og alltaf heitt á könnunni.
Heilsuræktin Þinghólsbraut 19,
Kópavogi. Sími 43332.
Polaroid
augnabliksmyndirnar
eru hrókur alls fagnaðar
Polaroid660 myndavélin tryggir fallegri,
litríkari og skarpari augnabliksmyndir
■ Rafeindastýrt leifurljós gefur rétta blöndu af
dagsbirtu og „Polaroid"-ljósi hverju sinni,
úti sem inni.
■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu
frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með
fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu.
■ Óþarft að kaupa flash og batteri
því batteri er sampakkað filmunni.
■ Notar nýju Polaroid 600 ASA
litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi!
helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur!
■ Algjörlega sjálfvirk.
■ Á augabragði framkallast glæsilegar Polaroid
litmyndir sem eru varanleg minning líðandi stundar.
■ Polaroid 660 augnabliksi r.ynda vélin
er metsölu augnabliksmyndavélin í heiminum í ár!
Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar.
Kynntu þér kjörin!
Polaroid filmur og vélar fást í helstu verslunum um land allt.
Polaroid
Einkaumboð: Ljosmyndaþjonustan hf., Reykjavík.