Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982
Ad loknum aðalfundi sveitarfélaga á Vesturlandi
Guðjón Ingvi Stefánsson f ræðustól, ncstur honum Guðmundur Vésteinsson, Akranesi, fundarstjóri, Jón Þór
Jónasson, Hjarðarholti, fundarstjóri, og lengst til hægri, Sturla Böðvarsson, Stykkishólmi, fráfarandi formaður. Næst
sést á kollinn á Kristófer Þorleifssyni og Kristjáni Pálssyni, báðir úr Ólafsvík.
Ferðamálasamtök Vesturlands:
Hugmyndir uppi um
stofnun ferðaskrifstofu
HUGMYNDIR eru uppi á Vesturlandi um að stofna ferðaskrifstofu sem
starfaði í nánum tengslum við Ferðamálasamtök Vesturlands. í skýrslu
Benedikts Jónssonar, ferðamálafulltrúa Vesturlands, sem dreift var á aðal-
fundi Samtaka sveitarfélaga i Vesturlandskjördæmi, kom hann fram með
tillögur að framtíðarverkefnum á sviði ferðamála á Vesturlandi. Tillögur
Benedikts eru m.a. stofnun ferðaskrifstofu eins og áður segir, námskeiða-
hald fyrir starfsfólk hótela og annarra feröaþjónustugreina, útgáfa ferða-
handbókar, gerð áætlana um tjaldsvæði þar sem m.a. er gert ráð fyrir að
skipulagt verði eitt stórt tjaldsvæði í Reykholti, gera akfæra skemmtilega
fjallvegi, koma á fót gæðaeftirliti, skipuleggja hestaleiðir og umferð hesta-
manna og koma upp nauðsynlegri aðstöðu fyrir þá með hæfilegu millibili og
bjóða uppá aukna fjölbreytni í þjónustu t.d. með bjargsigi, ferðum með
hestakerru og merkingu gönguleiða svo eitthvað sé nefnt.
Það er augljóst skv. þessari upp-
talningu að ferðaþjónustuaðilar á
Vesturlandi eru með ýmislegt á
prjónunum og hafa ferðamála-
samtökin þegar sannað ágæti sitt,
en þau voru stofnuð á sl. vori. Hef-
ur starf þeirra vakið landsathygli
og eru aðrir landshlutar þegar
farnir að huga að stofnun svip-
aðra samtaka.
Guðjón Ingvi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé-
laga í Vesturlandskjördæmi, sagði
í skýrslu sinni til aðalfundar
SSVK: „Eitt umfangsmesta verk-
efni samtakanna á liðnu starfsári
var á sviði ferðamála og ber ráðn-
ing og störf Benedikts Jónssonar
sem ferðamálaráðunauts þar
hæst. Mig langar til að koma enn
nokkrum hugleiðingum á fram-
færi, þó þegar sé búið að fjalla
talsvert um þau, þar sem ég tel að
hér sé um mjög mikilvæg mál að
ræða fyrir atvinnulífið á Vestur-
landi. Fáar atvinnugreinar hafa
eflst jafnmikið á síðustu áratug-
um og með aukinni velmegun og
lengingu orlofs hljóta miklir vaxt-
armöguleikar að vera fyrir hendi í
ferðamannaþjónustu og ekki síst
hér á Vesturlandi, þar sem mikil
uppbygging hefur farið fram á síð-
ustu árum. Sennilega erum við á
réttri leið hér en Birgir Þorgilsson
markaðsstjóri Ferðamálaráðs hef-
ur sagt að starfið hjá okkur í
sumar væri merkasta framtak í
ferðamálum hér á landi um langt
árabil. Mikill áhugi er fyrir því að
halda þessu starfi áfram og raun-
ar að efla það. En það kostar pen-
inga, en þó þarf það ekki alltaf að
kosta mikla peninga. A sviði al-
mennrar þjónustu má nefna upp-
lýsingamiðstöð, námskeiðahald og
aukna auglýsingastarfsemi, en þó
við séum stolt af bæklingnum
okkar fer lítið fyrir honum í sam-
anburði við glæsilegustu prent-
verk sem unnin eru og ferða-
skrifstofur gefa út til að auglýsa
sólarlandaferðir fyrir Islendinga.
Skipulagðar pakkaferðir vítt um
völl til veiða og náttúruskoðunar á
söguslóðum og til afþreyingar
hafa borið á góma og kannski
verða hestaferðir að Kötlum og
söngskemmtanir í Stefánshelli
efst á vinsældalistanum eftir
nokkur ár. Óhjákvæmilega þarf
einnig að festa nokkurt fé í fram-
kvæmdum til að bæta aðstöðu
ferðafólks á áningarstöðum, til
vegagerðar og merkinga, í tjald-
stæði, o.fl. og er þá ótalinn sögu-
aldarbærinn Snorrastofa í Reyk-
holti en slík bygging var ekki
ofviða íslenskri kvikmyndagerð í
frumbernsku. Auknir möguleikar
m.a. heimilisiðnaðar í framleiðslu
minjagripa eru eflaust fyrir hendi.
Kannski finnst ykkur þetta
óraunhæfar skýjaborgir en hver
hefði trúað því fyrirfram að lítill
töfrateningur skyldi færa Ung-
verjum milljónir í erlendum gjald-
eyri?“, sagði Guðjón Ingvi Stef-
ánsson.
HBj.
Vilja láta mótmæla
hvalveiðibanninu
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skoraði á
ríkisstjórnina að mótmæla samþykkt alþjóðahvalveiðiráðsins um
algert hvalveiðibann frá og með árinu 1986. í samþykktinni
segir: „Fundurinn bendir á, að hér er um mikið hagsmunamál að
ræða, ekki aðeins fyrir byggðir Vesturlands, heldur þjóðarbúið í
heild, enda eru hvalaafurðir 1,3% af útflutningstekjum þjóðar-
innar. Þá minnir fundurinn á, að hvalveiðistöðin í Hvalfirði
hefur verið rekin í 35 ár og ávallt með góöri og skynsamlegri
stjórnun veiðanna og undir vísindalegu eftirliti. Ósannað er að
hvalastofninn sé að ganga til þurrðar eða að honum sé ógnað
með ofveiði.“
Sr. Jón Einarsson í
Saurbæ, oddviti Hvalfjarð-
arstrandarhrepps, sagði í
samtali við Mbl. þegar hann
var spurður að því hversu
mikið hagsmunamál hval-
veiðarnar væru fyrir sveitar-
félagið: „Beinir hagsmunir
sveitarfélagsins hér eru þær
240 þús. sem hvalveiðistöðin
greiðir í aðstöðugjald og er
það VÍ5 af öllum tekjum
hreppsins. Einnig hefur allt-
af eitthvað af fólki úr sveit-
inni atvinnu við þetta og
einnig úr nágrannasveitarfé-
lögunum en óbeinir hags-
munir eru af þessu fyrir allt
héraðið.
Þessar hvalveiðar hafa
gengið vel og fyrirtækið hef-
ur verið vel rekið. Það hefur
alltaf lagt mikið af mörkum
til menningarmála og t.d.
gefið Hallgrímskirkju í
Saurbæ stórgjafir sem sýnir
vel hug þessara manna. Við
teljum það óeðlilegt og
ósanngjarnt að stöðva þessar
veiðar fyrst og fremst vegna
tilfinningasemi einhverra
manna sem hafa síðan safn-
að fjölda þjóða inn í alþjóða-
hvalveiðiráðið, sem þó engra
hagsmuna hafa að gæta, til
þess að stöðva skynsamlega
nýtingu þessarar auðlindar
hér hjá okkur, sem hvala-
stofninn vissulega er. Þá má
nefna það að Hvalur hf. er
eina útgerðarfélagið sem
aldrei hefur notið neinna
styrkja frá hinu opinbera og
þetta eru einu veiðarnar sem
höfð hefur verið full stjórn á
allan þennan tíma. Þeir hafa
alltaf verið með fjóra báta í
3‘/2 mánuð á ári og alltaf
verið með ákveðinn há-
markskvóta. Smáhvalurinn
hefur ekki verið veiddur og
veiðarnar hafa verið undir
vísindlegu eftirliti. Auðvitað
er það æskilegast að þurfa
ekkert líf að drepa, en annað
er óraunhæft og þar eru
hvalveiðarnar ekki verri en
margt annað sem við þurfum
að gera,“ sagði Sr. Jón Ein-
arsson.
HBj.
Sturla Böðvarsson fráfarandi formaður SSVK:
„Þungar áhyggjur af þróun fram-
haldsmenntunar í kjördæminu“
Framhaldsskólamál hafa veriö
mikið til umræðu á Vcsturlandi
sem og í fleiri landshlutum og hafa
menn áhyggjur af þróun mála á því
sviði m.a. vegna þess að löggjöf
um framhaldsnám vantar. Sturla
Böðvarsson, fráfarandi formaður
Samtaka sveitarfélaga í Vestur-
landskjördæmi, sagði í skýrslu
sinni til aðalfundar samtakanna:
„Stjórn SSVK hefur haft þungar
áhyggjur af þróun framhalds-
menntunar í kjördæminu. Ekkert
hefur enn bólað á löggjöf um fram-
haldsnám og menntamálaráðu-
neytið hefur ekki viljað fallast á
samning um þá skipan, sem í raun
og veru er komin á hér í kjördæm-
inu með samstarfi skólanna.
Vegna þessa ástands var fram-
kvæmdastjóra, SSVK og fræðslu-
stjóra falið að skrifa þingmönnum
kjördæmisins bréf.“ Bréfið fer hér
á eftir:
„Eins og okkur öllum er kunn-
ugt hefur FJölbrautaskólinn á
Akranesi nýlega hafið sitt 6.
starfsár. Með stofnun skólans og
ágætu samstarfi hans við fram-
haldsdeildir víða í kjördæminu
hafa möguleikar fólks til fram-
haldsmenntunar hér stóraukist
og aðsókn að skólanum og sam-
starfsdeildum hans hefur sann-
að það, að hér var gæfuspor stig-
ið í þessum þýðingarmikla mála-
flokki fyrir byggðir Vesturlands.
Framhaldsmenntun og skipulag
hennar hefur fengið ýtarlega
umfjöllun á mörgum aðalfund-
um Samtaka sveitarfélaga í
Vesturlandskjördæmi á síðustu
árum. Ýtarlegt nefndarálit með
tillögum um stofnun Fjölbrauta-
skóla Vesturlands var lagt fram
haustið 1979. Aðalfundur SSVK
og fræðsluráð Vesturlands hafa
ítrekað lýst yfir stuðningi við
þær hugmyndir, sem þar koma
fram, en viljað leggja áherslu á
að Alþingi setti fyrst löggjöf um
framhaldsnám og samræmd
ákvæði um skiptingu kostnaðar
við það. Sveitarstjórnamenn um
land allt hafa lengi beðið eftir
lagasetningu Alþingis um það
efni þar sem þeir telja núgild-
andi íög ruglingsleg og ekki sam-
ræmast þróun framhaldsmennt-
unaré-síðustu árum. Hér með er
þeim eindregnu tilmælum beint
til alþingismanna Vestur-
landskjördæmis að þeir vinni að
því að samræmd lög um fram-
haldsnám og greiðslu kostnaðar
vegna þess verði sett hið fyrsta.
Jafnframt væntum við þess að
njóta stuðnings yðar hér eftir
sem hingað til, til að þær hug-
myndir, sem liggja að baki sam-
starfs um framhaldsnám á Vest-
urlandi og stofnun Fjölbrautask-
óla Vesturlands fái sem fyllstan
framgang." Undir þetta bréf
skrifuðu Guðjón Ingvi Stefáns-
son, framkvæmdastjóri SSVK,
og Snorri Þorsteinsson, fræðslu-
stjóri.
Sturla Böðvarsson sagði einn-
ig í ræðu sinni: „Það er von
stjórnar SSVK að þingmenn
kjördæmisins leggi áherslu á
þetta mikilvæga mál. Fræðslu-
málin eru eitt stærsta viðfangs-
efni sveitarfélaganna. Sveitar-
stjórnarmönnum er ljóst, að
fræðslumálin eru mikilvæg fyrir
alla stöðu og þróun sveitarfélag-
anna. í umboði sveitarfélaganna
og menntamálaráðuneytisins
hefur fræðsluráð með höndum
stjórn fræðslumála í kjördæm-
inu. Fræðsluráðin eru því meðal
allra mikilvægustu stofnana
sveitarfélaganna og þau ber að
styrkja.“
HBj.