Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982
67
Ritsafn Þorgils gjallanda
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Þorgils gjallandi:
RITSAFN I. 268 bls.
Jóhanna Hauksdóttir og
I'oröur Helgason sáu um útg.
Skuggsjá.
Hafnarfirði, 1982.
Þorgils gjallandi varð einn af
brautryðjendum íslenskrar skáld-
sagnaritunar. Hann fæddist árið
eftir að fyrsta íslenska skáldsagan
kom út (orðið skáldsaga var þá
ekki enn til í íslensku). Og hann
var orðinn hálfþrítugur þegar Jón
Thoroddsen sendi frá sér Mann og
konu. Þessar staðreyndir verður
að hafa í huga þegar maður virðir
fyrir sér þá stíltækni sem hann,
fertugur, þingeyskur bóndi, réð yf-
ir þegar hann — í skaphita, og
raunar einnig í sótthita — skrifaði
sína fyrstu sögu, Leidd í kirkju. Ef
frásöguformið hefði þá verið hér
eins slípað og t.d. að taka í Frakk-
landi hefði margt verið að stíl
hans fundið. En smásagan, að ekki
sé talað um skáldsöguna, var hér
enn á tilraunastigi. Lesendur tóku
viljann fyrir verkið þegar bóndinn
réðst í að senda frá sér smásagna-
safnið Ofan úr sveitum. Þá var
hann einu ári betur en fertugur.
En honum fyrirgafst ekki aðeins
vegna þess að hér var fátt til sam-
anburðar heldur einnig fyrir þá
sök að hann hafði mikið að segja,
hann hafði skoðanir og setti þær
einarðlega fram. Sögur hans
reyndust vera boðskaparbók-
menntir — hinar fyrstu sem sáu
dagsins ljós hér á Fróni, að
minnsta kosti ef mið er tekið af
skilningi þeim sem lagður er í orð-
ið nú á dögum.
Og þó svo að þessi fertugi bóndi
væri óskólagenginn var hann
hreint ekki ómenntaður, öðru nær.
Sveitungar hans voru margir
áhugamenn um menntir og skáld-
skap, þeir stofnuðu lestrarfélag og
lásu Norðurlandahöfunda á frum-
málinu. Þaðan kom raunsæis-
stefnan, ádeilan og að nokkru leyti
söguefnin.
Þessir menn hrifust af vígorð-
um Brandesar: að rithöfundar
ættu að setja problemer under deb-
at og láta sig varða málefni sam-
félagsins á líðandi stund. Boð-
skapurinn var þannig mest frá
Brandesi kominn. En prestaádeil-
una fengu þeir aðallega frá Norð-
mönnum.
Þar var kirkjan raunveruleg
valdastofnun og prestastéttin,
sem þótti í meira lagi íhaldssöm,
hafði þar ærið áhrifavald. Hér
gegndi öðru máli. Margir íslenskir
prestar, kannski fleiri heldur en
færri, voru erfiðismenn og létu
eitt yfir sig og heimafólk sitt
ganga, gengu að allri algengri
vinnu með vinnufólkinu, mötuðust
með því og laumuðust í bólið hjá
nágrannakonunum þegar bóndinn
var fjarri — í göngum eða kaup-
stað! Þorgils gjallandi, sem hét nú
raunar Jón Stefánsson, var ein-
mitt afsprengi þess konar bólfim-
leika — móðir hans var laundóttir
prests, lengra þurfti ádeiluhöf-
undurinn ekki að leita að brokk-
gengum presti. Af því var saga
sem hann lét að vísu óskráða — þó
sönn væri talin!
En tískan hleypur oft með Is-
lendinga í gönur. Þannig mögnuðu
raunsæishöfundarnir með sér
prestaádeiluna og létu sem presta-
stéttin væri hér viðlíka áhrifa-
valdur og í Skandinavíu. Sú þjóð-
félagsmynd, sem þeir drógu upp,
var því ekki að öllu leyti sönn, hún
var ýkt, gaf ekki rétta mynd af
raunveruleikanum. í mesta lagi
má segja að hún styddist við
raunveruleikann: prestastéttin
Jóhanna Kristjónsdóttir
Álfrún Gunnlaugsdóttir:
AF MANNA VÖLDUM
Tilbrigði um stef
Útg. Mál og menning 1982
Býsna margir nýir höfundar
kveða sér hljóðs á þessu hausti.
Einn þeirra er Álfrún Gunnlaugs-
dóttir með bókina Af manna völd-
um, undirtitill tilbrigði um stef.
Þetta er hijóðlát bók og allir þætt-
irnir fjalla þó um og hafa að meg-
intema mannleg átök. Höfundur-
inn gerir máli sínu óvenjulega vel
skil, og það er næstum erfitt að
vita, hvar eða hvernig maður á að
byrja að skrifa um þessa bók.
Auðvifað væri í lófa lagið að byrja
á þáttunum og taka hvern fyrir
sig, eða gera úttekt á persónunum,
sömuleiðis væri auðvitað hægt að
velta fyrir sér, hvort þættir Álf-
rúnar skuli settir á einhvern
bókmenntalegan bás. Ekkert af
Álfrún Gunnlaugsdóttir
þessu er þó rétt einfalt og þess
vegna ákvað ég á endanum að
skrifa bara þau hughrif sem bókin
vakti hjá mér. Mannleg átök —
það er sem sagt temað, en það er
ekki með hávaða og látum, heldur
sérstaklega vönduðum og á stund-
um óþægilega innhverfum stíl og
frásagnarmáta, fagmannlegum
umfram annað. Það er víða mikið
sagt í afar stuttu máli. Lesandinn
getur ekki gengið að þessum þátt-
um og gleypt þá hráa; þrátt fyrir
yfirlætisleysi kalla þeir á heila-
brot og umhugsanir því að hér er
fjarska margt látið liggja á milli
línanna.
Bataljon 99
eftir Gerd Nyquist
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
BATALJON 99 er eftir norska
rithöfundinn Gerd Nyquist. Ég
hef ekki lesið eftir hana bók, síð-
an ég þýddi eftir hana ágætan
reyfara fyrir mörgum árum,
Maanen over Munkeby. Hélt að
Bataljon 99 væri ein af þessum
norsku hetjusögum úr styrjöld-
inni og af því að hún átti í hlut
festi ég kaup á henni, þótt ég
hafi að öðru leyti löngu gefizt
upp á slíkum bókum, enda allar
svona næstum því eins. Bataljon
99 kom mér á óvart. Hér er
skýrslubók, eða heiipildarsaga
um sveit bandarískra hermanna
í heimsstyrjöldinni síðari, sem
áttu það sameiginlegt að vera af
norsku bergi brotnir. Til þess að
komast í sveitina var skilyrði að
skrifa og skilja norsku. Menn-
Gerd Nyqist
irnir í sveitinni fengu aldrei að
vita fyrirfram um verkefnin sem
þeim yrðu úthlutuð, en allir von-
uðust þeir til að komast til Nor-
egs. Það gerðu jæir að lokum. Að
líkindum hafa þeir fengið ein-
hverja erfiðustu þjálfun í vetr-
arhernaði sem veitt var í Banda-
ríkjunum, í búðum í 3000 metra
Ýmsir þáttanna gerast utan ís-
lands og sumir eru ekki síðri hin-
um og hefur íslenzkum höfundum
þó oft orðið hált á því að setja
sögusviðið upp úti í löndum, svo er
ekki hér og væntanlega hefur
langdvöl höfundar erlendis ráðið
nokkru, en fyrst og fremst vald
hennar á máli og efni. Stundum
fannst mér Álfrún beinlínis leika
sér að því að færa atburði þátt-
anna til og frá í tíma og rúmi. Þar
er meðal annars átt við tilbrigði
nr. IX, og VIII og mér fannst það
ekki takast til fullnustu. Þættirnir
III og VI eru eftirminnilegir og
almennt fannst mér höfundi lagið
að lýsa hugrenningum barna á af-
ar notalegan og tilgerðarlausan
hátt.
Þó að ég ítreki að mannleg átök
séu inntak hvers þáttar, með ýmsu
móti að vísu, verð ég að viður-
kenna, að ýmsir þeirra verða
býsna laustengdir heildarmynd-
inni, svo sem sgan um ungu stúlk-
una í mótmælagöngunni og
Ahmet í Túnis. Þar finnst mér
vera farið dálítið út á skakk. Sam-
töl höfundar eru í samræmi við
aðra gjörð þessarar bókar, vel
skrifuð, eðlileg og þjál og á góðu
máli. Ástæða er til að fagna út-
komu þessarar bókar og verður
mjög forvitnilegt að sjá, hvað
næst kemur frá hendi Álfrúnar,
eftir svo eftirtektarverða frum-
smíð.
hæð í Colorado. Þeir gengu á
land á meginlandinu með öðrum
bandarískum hermönnum og
tóku þátt i nokkrum grimmi-
legustu bardögum stríðsins. Þeir
voru látnir vera á heiðursverðin-
um þegar Hákon konungur sneri
heim úr útlegðinni. Milli þess
notuðu þeir allan sinn frítíma til
að leita uppi norska ættingja
sína með mismunandi miklum
árangri. Bókin er athyglisverð
lesning, þegar maður hefur gert
sér grein fyrir uppbyggingu
hennar og efnistökum. Gerd
Nyquist hefur varið miklum
tíma og orku í að afla fanga í
myndum og máli til að gera
hersveitinni verðug skil og starf
hennar hið merkasta því að í
upphafi verksins virtist svo sem
hvergi væri heimildir að finna
um þessa hersveit.
Gerd Nyquist hefur búið í Osló
og hefur skrifað a.m.k. átta aðr-
ar bækur, flestar eru skáldsögur
og ég veit ekki til að hún hafi
spreytt sig á heimildar- eða
sögulegum skýrslum áður. Þó að
þetta sé náttúrulega býsna stað-
bundið efni fannst mér engu að
síður fengur að því að kynnast
þessari bók, sem er ekki aðeins
skýrsla heldur og læsileg
skýrsla.
Þorgils gjallandi
var hér þrátt fyrir allt forrétt-
indastétt, mitt í þeirri efna-
hagslegu vesöld sem hér hafði
lengi ríkt, hafði nokkurn veginn í
sig og á; tómstundir til að lifa líf-
inu, og efni á að mennta syni sína
og þannig að viðhalda forréttind-
um sínum.
Bestar eru lýsingar Þorgils
gjallanda á lífi, kjörum og áhuga-
málum bændafólksins. Hann var
sjálfur bóndi og mun ekki hafa
harmað það hlutskipti sitt. Stritið
lokaði ekki augum hans fyrir dá-
semdum í ríki náttúrunnar eins og
stundum vill verða, heldur þvert á
móti. Þannig fengu húsdýrin verð-
uga hlutdeild í sögum hans.
Skuggsjá hefur nú hafið útgáfu
ritsafns Þorgils gjallanda undir
umsjá þeirra Jóhönnu Hauksdótt-
ur og Þórðar Helgasonar. Mun það
koma út í þrem bindum. í fyrsta
bindinu, sem nú er nýkomið út,
eru dýrasögur Þorgils gjallanda
og fer vel á að hafa þær fremst
fyrst ekki var farið eftir aldurs-
röð.
Annars hefst þetta bindi á
langri ritgerð um höfundinn og
verk hans eftir Þórð Helgason.
Mér brá dálítið þegar ég byrjaði á
henni, þótti hvatvíslega af stað
farið. En við áframhaldandi lestur
og nánari athugun komst ég að
raun um að Þórður hefur unnið
verk sitt af mikilli natni og mjög
sökkt sér niður í verkefnið. Til
dæmis hefur hann farið í gegnum
sveitarblöð þau sem gefin voru út
— handskrifuð — í Mývatnssveit
á dögum Jóns Stefánssonar, en svo
hét hann réttu nafni sem fyrr segir,
Þorgils gjallandi var dulnefni eins
og kunnugt er. Ljóst er að sveilar-
blöðin höfðu geysileg áhrif á alla
hugsun manna í sveitinni, segir
Þórður. Þá gerir hann ýmsar at-
huganir á stíl Þorgils gjallanda.
Eina athugasemd langar mig að
gera við skrif Jóhönnu og Þórðar
um Þorgils gjallanda. Þau skrifa
oft aðeins Þorgils. Það þykir
aldrei hæfa þegar um skáldanöfn
er að ræða — allt í lagi að segja
aðeins Jón þegar t.d. er átt við Jón
Stefánsson ef allir vita hvern við
er átt. Hitt hefur hingað til verið
venja, og hún að mínum dómi
nauðsynleg, að rita dulnefnið full-
um stöfum.
Það fer alls ekki milli mála að
Þorgils gjallandi var meðal
brautryðjendanna í íslenskri
skáldsagnaritun. Ef hliðsjón er
höfð að bágri aðstöðu hans hljóta
verk hans að teljast stórvirki. Því
telst til almennrar menntunar
okkar Islendinga að þekkja skáld-
verk hans og bakgrunn þeirra.
Utgáfa Skuggsjár fer að flestu
leyti vel af stað og vonandi verður
framhaldið með því sniði að þess-
um góðu bókmenntum verði búin
þess konar umgerð sem hæfir
slíkri þjóðareign.
Lokkandi Berg-
mál Bergþóru
Hljóm
plotur
a
Arni Johnsen
Bergmál Bergþóru er eins og
sannkallað bergmál sem laðar og
lokkar þann sem um fjöllin fer og
Bergþóra sinnir fjöllum mannlífs-
ins, tilfinningum og hlýju, sem
hún býður samferðamönnum sín-
um að feta með sér. Bergþóra
Árnadóttir hefur sífellt teygt sig
hærra og hærra mót sól sönggyðj-
unnar og hún hefur þroskað með
sér sviphreinan og einlægan stíl í
vísnaflutningi sínum, þvi fyrst og
fremst er hún vísnasöngvari þótt
henni sé auðvelt að bregða undir
sig betri fætinum i sígildum dæg-
urlagatíl og jafnvel blús eins og
bregður við á nýjustu plötu henn-
ar, Bergmáli.
I seinni tíð finnst mér Bergþóra
hafa skotið laglínu sinni eilítið á
ská við hið hefðbundna ljóðræna
lag, en hún ræður samt vel við það
og þessi svolítið abstrakt lög
hennar venjast mjög vel, enda eru
þau þá oftast samin við ljóð sem
beinlínis hrópa á lag til þess að
fljóta á, fá vind í seglin.
Bergmál Bergþóru Árnadóttur
er mjög fjölbreytt plata og áheyri-
leg, útsetningar Gísla Helgasonar
og Helga Eiríks Kristjánssonar
eru unnar af mikilli smekkvísi og
skemmtilegum frumlegheitum á
plötu vísnasöngvara og öll er plat-
■ JHÉÍEfiMíllo/' 5
IM.H»Qltl. /
an hin vandaðasta smíði. Berg-
þóra hefur samið öll lögin sjálf,
utan eitt, sem æskuvinkona henn-
ar, Ingunn Bjarnadóttir, hefur
gert og það ber vott um að
bernska þeirra vinkvenna hefur
titrað af tónlist og kærleika til
hins góða.
í ljóði án lags eftir Stein Stein-
arr blúsar Bergþóra á léttu tónun-
um og ferst það ljómandi úr hendi.
Af mörgum góðum lögum má
nefna Barnið í þorpinu, ljóð
Davíðs, einlægt og hljómfagurt
lag. Löngun, ljóð Aðalsteins Ás-
bergs Sigurðssonar, er skemmti-
legt ljóð og lagið er sótt i hjart-
slátt ljóðsins, enda byggja þau
hvort annað upp, lagið og ljóðið,
og ekki skemmir það að höfund-
arnir flytja það stórvel saman í
vinalegum dúett. Sýnir er hugljúft
lag sem fellur vel að rödd Berg-
þóru og útsetningin er bráðsnjöll.
Þá er lagið Vorið kemur eftir Ing-
unni gott dæmi um það sem fólk
hér og þar á í gullabúum sínum,
eitthvað sem lífgar upp á hvers-
dagsleikann þegar það allt í einu
og eins og fyrir tilviljun fer á fæt-
ur og skellir sér á meðal gesta og
gangandi. Einu sinni þú byggir á
smellnum texta Bergþóru með
fullfermi af tilfinningu og von í
hjarta. Ljóð Halldórs Laxness,
Frændi þegar fiðlan þegir, er fal-
lega flutt lag og Bergþóra tileink-
ar það minningu látins bróður
sem hvarf yfir móðuna miklu að-
eins 7 ára gamall. Sá minningar-
blær sem Bergþóra og pabbi henn-
ar, Árni Jónsson, túlka, fellur vel
að ljóðinu og gefur því sérstæðan
svip, nýja hlið.
Styrkur Bergmáls er í ljóðum cg
lögum og platan vinnur á við nán-
ari kynni. Hún hrífur ekki með sér
eins og flóðbylgjan, hún niðar eins
og undiraldan og það þarf að venj-
ast henni svo menn geti notið sigl-
ingarinnar til fulls. Hlustandinn
þarf að koma til móts við Berg-
þóru og þá á hann vináttu vísa,
vináttu með sigildum vísnasöngv-
ara.