Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 25

Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 73 fclk í fréttum SPEGILL, SPEGILL HERM ÞÚ MÉR .. . Mynd þessi var tekin í Lundúnum í síðastliðinni viku, en þar fór sem kunnugt er fram keppnin um titilinn Ungfrú Alheimur. Það bar helst til tíðinda hjá þeim fögru stöllum, að Ungfrú Bandaríkin, Lu- ann Cauchey, neitaði að taka þátt í atriði þar sem keppendur áttu að koma fram í sundfötum einum fata á þeirri forsendu, að það líktist mest veðreið- um... Þær fegurðardísir sem sjást á þessari mynd eru talið frá vinstri: Terni Andi, fulltrúi Indónesíu; Rob- erta Brown, fulltrúi írlands; María Craig, fulltrúi eyjarinnar Mön, Anat Kerem, fulltrúi ísraels; og Raffaella del Rosario, fulltrúi Ítalíu í keppninni. COSPER — Ég vissi það alltaf, þú hangir ekki saman. „Andlit áttunda áratug- arins...“ + Renée Simonsen var sem kunn- ugt er valin úr fjölda fegurðardísa til að bera titilinn „Andlit áttunda áratugarins", en kcppnin um titil- inn fór fram á vegum Eileen og Jerry Ford í New York. Hún þykir hin prúðasta stúlka og sagt er að þeir séu ófáir sem standa sig að þvi að skáskjóta á eftir henni augunum á götu þvi hún þykir mjög glæsileg. I viðtali sem birtist við hana nýlega í heimabæ hennar, Árós- um, segir hún frá draumum sín- um og fleiru í sambandi við þann farveg er hún hefur valið sér. Hún segist vonast eftir að kom- ast á þennan hátt inn í heim kvikmyndanna og er Marilyn Monroe hennar heista átrúnað- argoð. Hún hefur verið vöruð við af foreldrum og nánum vinum, en hún hlustar ekki á aðvaranir og segist vera ákveðin í því að halda ótrauð áfram á þessari braut þrátt fyrir fordóma fólks og erf- iðieika sem hún er viss um að þurfa að mæta. „Ljósmyndafyrirsætur og sæt- ar stelpur eru ekki nauðsynlega heimskar," segir hún og hristir höfuðið. „Það er ekki hægt að njóta velgengni í þessu starfi ef maður hefur ekki skýra hugsun." Hún mun búa hjá þeim Eiieen og Jerry Ford fyrst um sinn í New York, en vill helst verða „sjálfstæð“ sem fyrst og vonast eftir að komast í sína eigin íbúð um jólaleytið ... enda ekki óvön þar sem hún flutti úr föðurgarði aöeins sextán ára að aldri. Kenée Toft Simonsen, sem er aaut- ján ára að aldri og ættuð frá Árós- am. Hjartans þakkir til allra þeirra sem heiör- uðu mig á 85 ára afmæli mínu í síöastliön- um mánuöi meö heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. Guömundur Jóhannesson frá Króki. Nýtt — Nýtt frá Sviss og Þýzkalandi pils — peysur — blússur. Glugginn, Laugavegi 49. Hvaö tík er nú þaö? spyrja sjálfsagt sumir. Flestir vita þó aö hér er um heiti á tónlistarstefnu í poppinu aö ræöa. Ein af mörgum, en sennilega sú sem nú nýtur meiri vinsælda en hinar. Viö mælum alveg sérstaklega með eftirfarandi 3 plötum sem veröugum fulltrúum nýróman- tísku stefnunnar. ULTRAVOX: QUARTET Tvímælalaust þeirra langbesta plata. Já, meira aö segja betri en „Vienna“. Og þykir sumum þaö örugglega stórt upp i sig tekiö. í BLÍDU OG STRÍÐU Hreint og klárt meiriháttar plata. 16 flytjendur, 16 lög, 60 mínútur af tónlist fyrir aðeins kr. 249. Sem sagt, allir bestu flytjendur þessarar stefnu á einni plötu, fyrir spottprís. DEPECHE MODE Depeche Mode voru taldir efnilegasta hljómsveit nýróm- antísku stefnunnar eftir sina fyrstu plötu. Meö þessari plötu eru þeir komnir á toppinn. ^KARNABÆR sUinor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.