Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 29

Morgunblaðið - 24.11.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 77 hendir ajaldan að slíkir þættir sleppi í gegnum gæðaeftirlit. Sjónvarpið mun hafa lagt mikið fé í þessa þætti og af þeirri ástæðu getur verið að forráða- menn þess vilji ekki hætta við sýningarnar fyrr en öll serían hefur verið sýnd. En þannig má ekki hugsa, þættirnir eru ein- faldlega ekki boðlegir sjónvarps- áhorfendum. Það er mergurinn málsins. Ég ætla ekki að fara nánar út í efni þáttanna um Fé- lagsheimilið né leikstjórn, verkin dæma sig sjálf. En sú spurning hlýtur óhjákvæmilega að vakna, hvort ekki sé kominn tími til að stokka upp leiklist- armál Sjónvarpsins og leyfa öðr- um en Hrafni Gunnlaugssyni að fara þar um höndum. Hvad kostar að láta klippa sig? Ellilífeyrisþegi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Væri ekki hægt að fá birta hjá ykkur verðskrá yfir þjónustu á rakara- stofum. Eg varð fyrir slæmri reynslu af því hjá rakara, sem tók miklu meira, nánar tiltekið helmingi meira en taxti sagði til um. Það væri því mjög þarft, að verðskráin kæmi nú fyrir al- menningssjónir, svo að fólk vissi hvar það stendur í þessum efn- um. Styðjum sjálfstæð- iskonur á þing Þessir hringdu ... Þættirnir ekki boðlegir sjónvarps- áhorfendum SX hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég held að Sjónvarpið geti ekki dregið það lengur að taka ákvörðun um framhald þáttanna um Félags- heimilið, sem sýndir eru á laugardagskvöldum. Þjóðin hefur fylgst með þess- um „skemmtiþáttum" undan- farnar vikur með sívaxandi undrun og þátturinn á laugar- daginn var sló öll fyrri met í lé- legheitum. í útlöndum hika sjón- varpsstöðvar ekki við að taka af dagskránni þætti sem misheppn- ast eins gjörsamlega og Félags- heimilið, jafnvel þótt nokkrir þættir séu ósýndir. Það gerist reyndar ekki oft, því að það slys Sigríður R. Pétursdóttir skrifar: „Velvakandi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður í Reykjavík um næstu helgi. í framboði eru sjö konur, sem allar eru hæfar til þing- mennsku. Flestar hafa unnið sér traust í störfum innan flokksins og allar skapað sér orð sem sjálfstæðismenn í þeim trúnað- arstörfum sem þær hafa gegnt hver á sínum vettvangi. Ragnhildur Helgadóttir hefur setið á Alþingi við góðan orðstír og ætti það að vera metnaður sjálfstæðismanna að hún skipaði eitt af fyrstu sætunum á lista flokksins fyrir Alþingiskosningar þær sem framundan eru. Bessí Jó- hannsdóttir, Björg Einarsdóttir og Elín Pálmadóttir hafa allar tekið þátt i prófkjöri áður í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar og hafa gegnt trúnaðarstöðum innan flokksins. Bessí er nú formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, Björg var formaður Hvatar 1978—1981 og situr í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins, og El- ín var borgarfulltrúi í Reykjavík 1974—1978 og skipaði 10. sætið í kosningunum 1979 til Alþingis. Ása Steinunn Atladóttir er hjúkrun- arfræðingur og var varaformaður Hjúkrunarfélags íslands 1978—1981. Esther Guðmundsdóttir er formaður Kvenréttindafélags íslands og á sæti í íslensku UNESCO-nefndinni. Sólrún B. Jensdóttir er m.a. þekkt af bók sinni „Island á bresku valdsvæði 1914—1918“, útgefin fyrir tveimur árum, og er hún án efa eini sjálf- stæðismaðurinn, sem hefur fengið síðu í Þjóðviljanum til útskýringa á öryggismálastefnu Sjálfstæðis- flokksins. En sú grein birtist í spurningaþætti sem blaðið hélt úti um skeið. (Hætti því sjálfsagt eft- ir þessa ágætu grein Sólrúnar m.t.t. „öryggissjónarmiða".) Sjálfstæðismenn, tryggjum sig- ur Sjálfstæðisflokksins í næstu Alþingiskosningum með því að kjósa konur í örugg sæti í próf- kjörinu." Öll þjóöin tekur undir þakkir til forsætisráðherra Þorkell Hjaltason skrifar: „Ég vil aðeins geta þess, að gefnu tilefni, að ég hef áður skrif- að tvær greinar varðandi íslenska þjóðsönginn, Ó, guðs vors lands! — eftir þjóðskáldið Matthías Joch- umsson við lag Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar tónskálds. Fyrri greinin birtist 18. septem- ber, en hin síðari 12 dögum seinna í Velvakanda Morgunblaðsins, fimmtudaginn 30. september 1982. Mér hefur fyrir nokkrum dögum borist boðsent bréf frá forsætis- ráðuneytinu, með frumvarpi því til laga um þjóðsöng íslendinga, sem lagt hefur verið fram á 105. löggjafarþingi 1982. Ég er afar þakklátur Gunnari Thoroddsen forsætisráðherra fyrir hans skjótu viðbrögð til verndar þess- um þjóðardýrgrip okkar íslend- inga. Og ég er viss um að öll þjóðin tekur undir þakkir til hans fyrir að eiga frumkvæði að löghelgun þjóðsöngsins. Enginn eilífðarút- sær getur máð það þakklæti burt.“ Formann SUS á Alþingi Guðrún Margrét Valdimarsdóttir skrifar: „Geir H. Haarde hefur gefið kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins dagana 28. og 29. nóv. nk. Mér þykir það mikið fagnaðar- efni að óumdeilanlegur fulltrúi ungra sjálfstæðismanna skuli vilja taka sér fyrir hendur full- trúastarf fyrir þjóðina. Eins og kunnugt er er Geir fyrsti sam- hljóða kjörni formaður SUS í ára- Geir H. Haarde tugi og ætti það að gefa nokkra vísbendingu um viðurkennda mannkosti hans. Hvar sem hann hefur haft afskipti af félagsmál- um hafa honum verið falin æðstu trúnaðarstöður, enda þekktur fyrir að taka á málum af festu og röggsemi og vinna verkin af krafti. Nú á þjóðin í geysilegum efna- hagsörðugleikum þrátt fyrir að útflutningstekjurnar hafi aldrei verið meiri en nokkur undanfarin ár. Vinstri stjórnum hefur tekist að koma þjóðarbúinu á kaldan klaka eins og svo oft áður. Það dylst engum að við þurfum nýja menn á Alþingi, sem hafa yfirsýn yfir starfsemi efnahagslífsins og þar er Geir H. Haarde á heima- velli, enda hámenntaður og viður- kenndur hagfræðingur. Ég vil hvetja alla sjálfstæðismenn { Reykjavík til að kjósa dugandi mann með þekkinguna og viljann sem þarf til að koma fótunum undir efnahagslífið á ný.“ GÆTUM TUNGUNNAR Spurt var: Fékkstu nokkuð góðgæti að borða? Rétt v*ri: Fékkstu nokkurt góðgcti að borða? Hins yegar v*ri rétt: Fékkstu nokkuð að borða? Einnig v*ri rétt: Fékkstu nokkuð gott að borða? Námskeið og sýningar fyrir helgarreisufarþega í Reykjavík í nóvember og desember verður helgarreisufarþegum boðið upp ó þótttöku i nokkrum nómskeið- um og sýningum: STJÓRNUNARFÉLAGIÐ mun standa fyrir tveimur námskeiðum og fyrirlestr- um um stjórnunarmól: 20. nóv. verður fjallað um tölvumól: — undirstaða, möguleikar og tölvukynning. 27. nóv. verður fjallað um stjórnun minni fyrirtækja. UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR OG MÓDELSAMTÖKIN verða með nómskeið og kynningu alla laugardaga i nóvember. M.a. verða þar tiskusýning, snyrtivöru- kynningar, leiðbeiningar um framkomu, borðskreyt- ingar og fleira. RINGELBERG Í RÓSINNI sýnir og kynnir jólaskreytingar og fleira fallegt laug- ardagana 4. og 11. desember. DUDDI OG MATTI munu sýna það nýjasta í hórgreiðslu ó „Viðeyjar- sundi" laugardagskvöldið 11. desember og snyrtistofan SÓL OG SNYRTING mun sýna nýjungar í andlitsförðun og snyrtingu. Nónari upplýsingar hjó næsta umboðsmanni. Nú fljúga allir i bæinn. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BRDSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskammtur afskellihlátri AUQi.'r'SINGASrOFA KBtSTINAR HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.