Morgunblaðið - 21.01.1983, Síða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983
Forstofan er
tengiliöur á milli
herbergja, stiga
og útiumhverfis.
Lýsa þarf upp
baóherbergió
meó einu eöa
fleiri Ijósum í
loftinu.
Þar sem börn
leika sér er nauð-
synlegt aó hafa
góó loftljós.
Bætt lýsing - betra tíf
Valgerður Jónsdóttir
I dag kemur sólin upp klukkan nftján mínútur í ellefu og sólarlag er sfðan þegar klukkuna vantar tuttugu og tvær mínútur í fimm, eða
svo segir að minnsta kosti i almanakinu. Dagurinn lengist nú smátt og smátt og dimmasta skammdegið er að baki. Það er einmitt á
þessum tíma árs sem rafljósin eru mönnum kærust, en þó ótrúlega kunni að virðast eru ekki nema nokkrir tugir ára síöan fyrsta
rafljósstöðin var tekin í notkun hér á landi. Rafljós á heimilum voru f fyrstu eingöngu glólampar, oft skærir og ollu jafnvel ofbirtu.
Daglegt
frá fyrstu tíð. Finnur sagöi aö besti
kosturinn væri jafnan aö byggja
Ijósin upp í loftiö eöa lýsa með
svonefndri óbeinni lýsingu en í
þeim tilfellum sést Ijósgjafinn sjálf-
ur ekki eöa sem minnst. Þeir voru
einnig sammála um aö fólk hugs-
aöi almennt ekki nægilega mikiö
um mikilvægi góörar lýsingar í
húsum sínum, fólk geröi oft þær
kröfur til Ijósgjafans aö hann kost-
aöi sem minnst, en minna væri
hugsað um hvaöa tilgangi hann
ætti aö þjóna. Meöal innanhús-
arkitekta er nú lögö mikil áhersla á
góöa lýsingu en hún verður auövit-
aö aö vera í samræmi viö þaö um-
hverfi sem fyrir er og taka miö af
stærö herbergja, litum og þeim
efnum sem notuö eru. En hvernig
er þá góö lýsing? Án þess aö unnt
sé að setja fram einhverjar heild-
arreglur sem ekki er vikið frá, eru
þó nokkur almenn atriði sem flestir
ættu að hafa í huga er þeir huga
aö þessum málum. Eitt af mikil-
vægum skilyröum fyrir góöri lýs-
ingu er aö Ijósgjafinn blindi ekki,
og því er nauösynlegt aö nota góö-
ar hlífar og staösetja Ijósgjafann
þannig að þeir gefi ekki truflandi
Nú er fariö aö leggja mun
meiri áherslu á mikil-
vægi góörar lýsingar. I
Reykjavík er starfrækt
félag áhugamanna um
betri lýsingu, Ljóstæknifélagið, en
það sinnir aö sögn Eyjólfs Jó-
hannssonar framkvæmdastjóra
eingöngu útgáfu og fræöslustarf-
semi, gefur m.a. út félagsbréf til
félagsmanna um helstu nýjungar á
sviöi lýsingar. Fólagiö var stofnað
1954 og meöal félagsmanna eru
augnlæknar, rafvirkjar, arkitektar,
tæknifræöingar, rafmagnsverk-
fræðingar og ýmsar fleiri starf-
stéttir.
En hver eru veigamestu atriöin
sem hafa veröur í huga þegar drög
eru lögö að góöri heimilislýsingu?
Þeir Eyjólfur og Finnur Fróöason
innanhúsarkitekt sem viö höföum
einnig samband við voru sammála
um aö mjög mikilvægt væri aö
hafa fyrirkomulag Ijósa skipulagt
HEIMSRBSUFÓLK
ÁBROMAY
Nýársgleði Ferðaskrifstofunnar Útsýnar var haldin á Broadway 14. janúar. Var að venju
mikil og vönduð dagskrá, tískusýningar, danssýning, söngur og hljóöfæraleikur,
bingó o.fl. Þá hélt Ingólfur Guðbrandsson áramótaávarp. Kynnir var Bryndfs
Schram. Fjölmennt var á skemmtuninni sem ennfremur var árshátíð Heimsreisu-
klúbbsins, en sá félagsskapur var formlega stofnaður^ vegum Útsýnar þann 17.
desember. Stofnendur klúbbsins eru þátttakendur úr heimsreisunum þremur: til
Mexi1<ó ’80, Brasilíu ’81 og Kenýa ’82, sem farnar hafa verið á vegum Útsýnar.
Markmið klúbbsins er eins og segir ístefnuskránni, „að gefa félögum hans kost á að
kynnast undrum og dásemdum heimsins með feröum í heimsreisustil með sem
hagkvæmustum kjörum, og auka víðsýni og lífsnautn félaga sinna með þátttöku í
slíkum ævintýraferöum“.
Morgunblaöiö/ KÖE
Ingólfur Guðbrandsson og Bryndís Schram veita hér Garðari Sigurvalda-
syni 1. verðlaun í vísukeppni.