Morgunblaðið - 21.01.1983, Side 11

Morgunblaðið - 21.01.1983, Side 11
HVAO ER AD GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 SÝNINGAR Norræna húsiö: Sýningin „Viö erum á leiöinni“ sett upp aftur Viö erum á leiöinni, sýning á teikningum unglinga frá Noröur- löndunum, sem haldin var í Nor- ræna húsinu í desember og fram til 13. janúar, hefur veriö sett upp aftur og mun standa til 30. janúar. Sýningin er opin á milli kl. 14.00 og 19.00 daglega. Skólar geta í samráöi viö skrifstofu Norræna hússins fengiö aö sjá sýninguna utan venjulegs sýningartíma. Norræn vefjarlist á Kjarvalsstööum Sýningin Norrssn vefjarlist fyllir nú aila sali Kjarvalsstaöa. Þar eru listaverk eftir 86 listamenn frá öll- um Noröurlöndunum, þar af 5 ís- lenska. Ennfremur er þar sórstök smámyndasýning sem 12 íslenskir textíl-listamenn standa aö. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22, fram til 30. þessa mánaö- ar. Héðan fer sýningin til Færeyja. Sjö listamenn í Nýlistasafninu Sjö manna hópur myndlistar- manna sem starfaö hefur á geö- deild Borgarspítalans, Arnarholti og Kjalarnesi sl. ár, sýnir verk sín í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3B dagana 22. jan. — 30. jan. Þeir sem sýna eru: Adolf Bjarna- son, Guöbjörg Helgadóttir, Halldór Viöarsson, Magnús Guölaugsson, Ragnar Jóhannsson, Tumi Magn- ússon og Þorgrímur Vigfússon. Sýningin er opin frá kl. 16.00—22.00 um helgar. Eggert Magnússon sýnir í anddyri Háskólabíós Eggert Magnússon heldur mál- verkasýningu í anddyri Háskóla- bíós frá 24. jan. — 28. jan. Þetta er þriöja einkasýning Egg- erts, en hinar tvær voru í Lindarbæ 1965 og í Djúpinu 1982. Á sýning- unni núna eru 27 olíumálverk og eru þau öll til sölu. Gísli Theódórsson og Guðmundur Viðarsson virða fyrir sér verðlaunafréttamyndir liðinna ára. Morgunblartið KÖK World Press Photo 1 Listasafni alþýðu: Verðlaunamyndir fyrri ára sláandi — sögðu tveir gestir sýningarinnar Nú stendur yfir í Listasafni al- þýðu sýning á fréttaljósmyndum frá World Press Photo ’82. Auk fréttamynda frá liðnu ári eru á sýningunni verðlaunamyndir fyrri ára. Það er Arnarflug sem fengið hefur sýninguna hingað til lands og stendur hún fram til 6. febrúar. Sigurjón Jóhannsson hjá Arn- arflugi sagði við opnun sýn- ingarinnar að myndirnar vektu blendnar tilfinningar hjá áhorf- andanum, gleði, hryggð, undrun og hrylling. „Það er einkennandi fyrir myndir sýningarinnar að þær sýna oftast einhver örlaga- rík og átakanleg augnablik, sem verður þess valdandi að fólk lifir sig inn í atburðinn og veltir því fyrir sér hvað gerðist fyrir og eftir atvikið sem myndin sýnir," sagði Sigurjón. Tveir gestir sýningarinnar, þeir Gísli Theódórsson og Guð- mundur Viðarsson, töldu að verðlaunamyndir fyrri ára væru þær myndir sýningarinnar sem mesti fengurinn væri að. „Þær eru sláandi," sögðu þeir, „og maður hugsar ósjálfrátt um það hvað gott er að búa á íslandi — hvað sem allri visitölu líður!“ Sýningin er opin frá kl. 14.00 til 19.00 á virkum dögum og frá kl. 14.00 til 22.00 um helgar. LEIKHÚS Leikfélag Reykjavíkur: Salka, Skilnaöur, Forsetaheimsóknin og Hassiö f kvöld (föstudag) er 8. sýning á Forsetaheimsókninni, frönsk- um gamanleik, sem nýlega var frumsýndur hjá Leikfélaginu. Hef- ur veriö uppselt á allar sýningar til þessa og er einnig uppselt á sýninguna í kvöld. Höfundar verksins eru Regó og Bruneau en þýöandl er Þórarinn Eldjárn. Annaö kvöld er svo Skilnaður Kjartans Ragnarssonar á fjölunum, en þaö verk hefur veriö sýnt síöan í haust og vakiö athygli bæöi fyrir leik og efnistök. Höfundurinn leikstýrir sýningunni, sem fjallar um skilnaö reykvískra hjóna á okkar dögum. Uppselt er á sýning- una. Annaö kvöld er miönætursýning á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo í Austurbæjarbíói í leik- stjórn Jóns Sigurbjörnssonar og leikmynd Jóns Þórissonar. Sýning- in fjallar á gamansaman og hisp- urslausan hátt um fíkniefnaneyslu og hættu þá, sem af henni kann að stafa. Á sunnudagskvöldið er svo Salka Valka eftir Halldór Laxness sýnd í lönó, en sýningar eru nú hafnar á ný á þessari rómuðu sýn- ingu eftir hálfs árs hlé, sem gera varö vegna forfalla í leikhópnum. í hlutverki Sölku er Guörún Gísla- dóttir, Sigurlínu móöur hennar leikur Margrét Helga Jóhannsdótt- ir. Jóhann Siguröarson leikur Arn- ald og Þorsteinn Gunnarsson, Steinþór Steinsson. Alls koma 16 leikarar fram í sýningunni. Leik- mynd og búningar eru eftir Þór- unni S. Þorgrímsdóttur, tónlist eftir Áskel Másson og leikstjóri er Stef- án Baldursson. Þjóðleikhúsiö: Frumsýning á Línu langsokk Fimm mismunandi leikrit veröa sýnd í Þjóöleikhúsinu um helgina og ættu því allir aö finna þar eitthvað viö sitt hæfi. Þessi verk eru Dagleiðin langa inn í nótt, eft- ir Eugene O’Neill, Lína langsokk- ur, eftir Astrid Lindgren, Jómfrú Ragnheiður, eftir Guömund Kamban, Garðveísla, eftir Guö- mund Steinsson og Tvíleikur, eft- ir Tom Kempinski. Aö auki sýnir leikhúsiö síöan Súkkulaöi handa Silju, eftir Nínu Björk Árnadóttur á þriöjudagskvöldiö. i kvöld veröur síöasta sýningin á Dagleiöinni löngu eftir O’Neill í þýöingu Thors Vilhjálmssonar og leikstjórn Kent Paul. Gefst þá síö- asta tækifærið til þess aö sjá upp- færslu Þjóöleikhússins á þessu frægasta fjölskyldudrama sem samið hefur veriö á þessari öld. Á morgun kl. 15.00 veröur frum- sýning á langþráöu barnaleikriti Þjóöleikhússins, Línu langsokk, eftir Astrid Lindgren. Þetta er sú alþekkta og kostulega Lína sem hefur lag á aö setja allt á annan endann hvar sem hún fer. Þórarinn Eldjárn þýddi leikinn, tónlist er eft- ir Georg Riedel, hljómsveitarstjóri er Magnús Kjartansson, dansahöf- undur er Ólafía Bjarnleifsdóttir, lýsingu annast Páll Ragnarsson, leikmynd og búninga gerir Guðrún Svava Svavarsdóttir og leikstjóri er Sigmundur Örn Arngrímsson. önnur sýning á Línu langsokk veröur á sunnudag kl. 15.00. Á laugardagskvöld verður sýn- ing á Jómfrú Ragnheiði eftir Guö- mund Kamban í leikgerö og leik- stjórn Bríetar Héöinsdóttur, sýning sem vakiö hefur mikla athygli. Á sunnudagskvöld er síöan sýn- ing á Garðveislu eftir Guömund Steinsson og fer nú hver aö veröa síðastur til aö sjá þetta umdeilda og magnaöa verk. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir. Á sunnudagskvöldiö er einnig sýning á Litla sviöinu á Tvíleik, um- töluöu verölaunaleikriti eftir Tom Kempinski. Á því verki eru einnig fáar sýningar eftir. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason. Revíuleikhúsið: Karlinn í kassanum í Hafnarbíói Á sunnudagskvöldið nk. kl. 20.30 verður 30. sýning á Karlin- um í kassanum, ærslaleiknum sem hiö nýstofnaða Revíuleikhús tók viö af Garöaleikhúsinu. Miöar verða seldir á laugardag- inn á milli fimm og sjö og sunnu- daginn eftir fimm. 31. sýning veröur síöan á fimmtudagskvöldiö 27. jan., en miöasala á þá sýningu hefst klukk- an fimm samdægurs. KVIKMYNDIR Ólympíukvikmyndin sýnd í MÍR-salnum Hin opinbera ólympíukvikmynd, yfirlitsmynd um OL í Moskvu 1980, veröur sýnd í MÍR-salnum, Lind- argötu 48, nk. sunnudag, 23. janúar kl. 16. Heiti myndarinnar, „Ó, íþróttir, (jér heimur", er sótt í frægan óö eftir Frakkann Pierre de Coubertin, sem talinn er upphafsmaöur eða „faðir" nútíma Ólympíuleika. Myndin var gerð undir stjórn Júrí Ozerovs. Aögangur aö MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill. FERÐALÖG Ferðafélag fslands: Tvær dagsferðir á sunnudaginn Á sunnudaginn eru tvær dags- ferðir á vegum Ferðafélags Is- lands: 1) kl. 13 — Skíöagönguferó á Hellisheiöi og með í feröinni veröur skíöakennari, sem segir til þeim sem þess óska eöa vilja bæta kunn- áttuna í skíöagöngunni. Mikill snjór er á Hellisheiöinni, en hún hefur ekki verið opnuð fyrir umferö enn eftir snjókomuna í janúar. 2) kl. 13 — Gönguferð á Þorbjarnarfell. Þessi ferð er fyrir gönguskóna, ekki gönguskíöin, en litið hefur veriö hægt að fara í gönguferöir þaö sem af er janúar. Ingrid Heinz á NFL i Hverageröi er meö Kodak (slides) filmu í óskilum úr aramótaferðinni. Hringiö í síma 9533. Útivist: Þorraferð í Borgarfjörð í kvöld kl. 20.00 veröur lagt af staö í helgarferð í Borgarfjörð. Þetta er þorraferö, haldiö verður þorrablót að þjóðlegri hefð við sameiginlegt langborð á laugar- dagskvöldiö og viðhafðir aörir þjóðlegir sióir. Fariö veröur í gönguferðir á laug- ardaginn eftir því sem færö leyfir, t.d. á Þverfell vestan Reyðarvatns. Einnig verður skíóagönguferö fyrir þá sem vilja. Fararstjóri er Jón I. Bjarnason. A sunnudaginn, þann 23. janúar, veröur skiöagönguferö kl. 13.00, en svæðið verður valiö eftir færö og veðri. Fararstjóri er Kristinn Krist- jánsson. Lagt er af staö í báöar ferðltnár frá bensínsölu BSl. íslenska óperan: Sýningum á Töfraflautunni fer fækkandi Þrjár sýningar verða hjá ís- lensku óperunni um helgina á Töfraflautunni eftir W.A. Mozart. í kvöld, föstudag, laugardag og sunnudag og hefjast allar sýn- ingarnar klukkan 20.00. Astæða er til aö hvetja fólk til aö verða sér út um miða fljótlega. þvi nú eru fáar sýningar eftir. Einnig er rétt aö þaö komi fram aö engar aukasýningar verða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.