Morgunblaðið - 21.01.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983
53
SALUR 1
Flóttinn
(Pursuit)
Ar-v-v
Flóttinn er spennandi og jafn-
framt fyndin mynd sem sýnir
hvernig J.R. Meade sleppur
undan lögreglu og fylgisvein-
um hennar á stórkostlegan
hátt. Myndin er byggð é
sannsögulegum heimildum.
Aðalhlutverk: Robert Duvall,
Treat Williams, Kathryn Harr-
old.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
H»kkaö verö.
SALUR2
Sá sigrar sem þorir
(Who Dares, Wins)
r 4
/A
I Þeir eru sérvaldir, allir sjálf-
boðaliðar, svifast einskis, og
eru sérþjálfaöir. Þetta er um-
sögn um hina frægu SAS
(Special Air Service) þyrlu-
björgunarsveit. Liösstyrkur
þeirra var það eina sem hægt
var að treysta á. Aöalhlv.:
Lewis Collins, Judy Davis,
I Richard Widmark, Robert
Webber.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10
Ath: breyttan sýningartíma
Bönnuð innan 14 éra.
Hækkað verð.
Litli lávarðurinn
(Little Lord Fauntleroy)
Stóri meistarinn (Alec Guinn-
ess) hittir litla meistarann
(Ricky Schroder). Þetta er
hreint frábær jólamynd fyrlr
alla fjölskylduna. Aöalhlv.: Al-
ec Guinness, Ricky Schroder,
Eric Porter. Leikstj.: Jack
Gold.
Sýnd kl. 5 og 7.
Dularfullar
símhringingar
Spennumynd i algjörum sér-
flokki. Aöalhiv.: Charles Burn-
ing og Carol Kane.
Sýnd kl. 9 og 11.
Bílaþjófurinn
ROHHOWAMSiT^iSi.Vi'&u.
TÍ^S
2*—/,*»
Bráðskemmtileg og fjörug
mynd með hinum vinsæla leik-
ara úr American Graffiti, Ron
Howard, ásamt Nancy Morg-
an.
Sýnd kl. 5 og 7.
Konungur grínsins
(King of Comedy)
Einir af mestu listamönnum I
kvikmynda i dag, þeir Roþert I
De Niro og Martin Scorsese I
standa á bak viö þessa mynd. I
Framleiöandinn Arnon Milch-1
an segir: Myndin er bæöi fynd-
in. dramatisk og spennandi. I
Aöalhlutverk: Robert De Niro, )
Jerry Lewis, Sandra Bern-
hard. Leikstj.: Martin Scors- |
ese.
Hækkaö verö.
Sýnd kl. 9 og 11.05
Being There
Sýnd kl. 9.
(11. sýningarménuöur)
■ Allar með ísl. texta. ■
ÁSTRÍÐUMORÐ
FRANSKRAR ÆTTAR
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Ástrídumorð franskrar ættar.
Police Python 357.
Sýning á vegum kvikmyndaklúbbs
Alliance Francaise.
Leikstjóri: Alain Corneau.
Gerð: 1977.
Leikarar: Yves Montand, Simone
Signoret, Francois Périer og Stef-
ania Sandrelli.
Kvikmyndahandrit: Daniel Bou-
langer og Alain (’orneau.
Samtöl: Daniel Boulanger.
Kvikmyndun: Etienne Becker.
Tónlist: Georges Delerue.
Það er ekki ónýtt fyrir franska
kvikmyndaleikstjóra að eiga að
bakhjarli rithöfundinn Georges
Simenon sem hefir um áratugi
spúð úr ritvélinni ótölulegum
fjölda sakamálasagna. Ef sögur
Simenon væru aðeins æsisögur
myndu franskir kvikmyndaleik-
stjórar ekki svo mjög hafa grætt
á þeim, fremur getað sótt efnivið
beint til amerískra sakamála-
mynda. En sumar sagna Simen-
on eru ekki aðeins ætlaðar til að
vekja með mönnum óþægilegan
magaverk, þær eru miklu frekar
einskonar skýrslur um viðbrögð
hins almenna borgara við
óvæntum uppákomum, svo sem
morði. í þessum sögum skiptir
glæpurinn ef til vill ekki höfuð-
máli heldur viðbrögðin við
glæpnum. Má segja að allskörp
skil séu milli kvikmynda sem
byggðar eru á þessari tegund
sagna og hinna sem snúast um
blóðsúthellingar og eltingaleik.
Kvikmynd sú sem sýnd var í
Regnboganum fyrir skömmu á
vegum kvikmyndaklúbbs „Alli-
ance Francaise og nefnist „Pol-
ice Python 357“ byggir á þeim
grunni sem lagður er með sögum
Georges Simenon. Myndin snýst
að verulegu leyti um ástríðu-
morð sem framið er af lög-
reglustjóra í útborg í Frakk-
landi. Svo vill til að lögreglu-
maður sá sem kvaddur er til að
rannsaka morðið er góður vinur
lögreglustjórans, en ekki aðeins
það, hann var og ástmaður þeirr-
ar myrtu sem hann deildi óafvit-
andi með lögreglustjóranum og
svo má bæta við að hann er sá
sem helst kemur til greina sem
morðinginn.
Flókinn söguþráður og lítt út-
skýranlegur í stuttri umsögn. Eg
vil aðeins bæta því við að eftir
mínu mati er lykilpersóna þessa
Yves Montand leikur leynilögguna
ógæfusömu.
sálarflækjudrama — eiginkona
lögreglustjórans sem Simone
Signoret leikur. Kona þessi er al-
ger sjúklingur og verður því að
sætta sig við framhjáhald
manns síns. Ofurást hennar á
karli veldur því að hún hvetur
hann til að hylma yfir ástríðu-
morðið og jafnframt leiða hinn
saklausa rannsóknarlögreglu-
þjón í gildru.
Virðist hún hafa furðulegt
vald yfir eiginmanni sínum sem
nýtur góðs af eignum hennar og
ríkidæmi. Er næsta fróðlegt að
fylgjast með samræðum þeirra í
myndinni sem að verulegu leyti
snúast um ástkonuna, líkt og
eiginkonan upplifi líkamlegt
samband gegnum þá frauku.
Enn girnilegra rannsóknarefni
er á hvern hátt lögreglustjórinn
byggir upp samband sitt við
ástkonuna. Hann virðist geta
haldið við hana árum saman án
þess að nokkur einasta sál verði
þess var utan eiginkonan. En hér
erum við víst farin að tala um
þjóðarsport Frakka.
Því miður er hætt að sýna
„Police Python 357“ á vegum
Alliance Francaise. Ég segi því
miður, því það er ekki á hverjum
degi sem gefst færi á að sjá hér í
kvikmyndahúsum sakamála-
mynd sem reynir á heilasellurn-
ar og vekur spurningar um nán-
asta umhverfi. Aðeins eitt
skyggði á hina ánægjulegu
kvöldstund í E-sal Regnbogans
með þeim Yves Montand, Sim-
one Signoret og Francois Périer
— hljómflutningstæki hússins
voru alltof hátt stillt, svo músík
myndarinnar breyttist í skræki
og væl.
Bækur og blað
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
THE FILM YEAR BOOK
Ritstjóri: Al Clark
Virgin Books Ltd., London 1982.
192 bls. £ 5.95
Bókaverslun Snæbjarnar.
Á markaðinn er komin ný
kvikmyndaárbók, The Film
Yearbook, gefin út í tyrsta sinn í
vetur af hinu frjálslynda Virgin-
forlagi í London og þekkt er fyrir
aö fara síst troönar slóöir i út-
gáfustarfsemi sinni.
í öllu því kvikmyndaárbóka-
flóöi sem hellist yfir okkur þarf ný
útgáfa að hafa ferskan blæ og
frumlegan svip og þaö tel ég aö
þeim hjá Virgin hafi tekist vonum
framar. Tæpur helmingur bókar-
innar er lagður undir stutta, en
oft snjalla gagnrýnisstúfa um
hverja einustu mynd sem sýnd
var á Englandi á árinu (1. júlí
1981 — 30. júní 1982). Jafnframt
er getið allra helstu aðstandenda
myndanna auk sýningartíma og
myndar. Næstu kaflar fjalla svo
um þaö markverðasta á árinu
vestan hafs og í Englandi, eink-
um hvaö aösókn einstakra
mynda snertir.
Þá er komiö aö þrettán bestu
myndum ársins, völdum af hinum
mörgu skríbentum T.F.Y., þar
sem er aö finna kunnugleg nöfn
eins og Raiders of the Lost Ark,
Britannia Hospital, Body Heat
og Blow Out. I kjölfariö tina þeir
til 10 þær verstu, þar sem finna
má allnokkrar sem einnig hafa
ergt okkur mörlanda; Death
Wish II, Butterfly. Fjallaö er ítar-
lega um allar þessar myndir.
Þá er komið aö greinum um
„andlit ársins", sem aö þessu
sinni eru hin unga, bandaríska
leikkona og barnastjarna, Kristy
McNichol, Jeremy Irons, sem
hlaut mjög góöa dóma á árinu
fyrir leik sinn í sjónvarpsþættin-
um kunna, Brideshead Revis-
ited og myndunum The French
Leutinants Woman og Moon-
lightning Skolimowskis. Önnur
„andlit ársins“ eru: Klaus Maria
Brandauer (Mephisto), Laurene
Landon (All the Marbles), How-
ard E. Rollins (Ragtime), William
Hurt, Harrison Ford, Nastassia
Kinski og Bernadette Peters, allt
kunn nöfn.
Þá er komið aö kafla sem ber
heitiö „tilvitnanir ársins“, þar
sem vitnað er í gullkorn sem
hrukku af vörum stjarnanna á ár-
inu. Því næst fróðlegur þáttur um
myndir sem aldrei var lokiö við
og annar um misgáfuleg slagorö
auglýsingaplakata á árinu sem
var aö líða.
Af ööru efni í hinni tæplega
200 bls. árbók má nefna yfir-
gripsmikla skrá yfir allar helstu
kvikmyndaverölaunaafhendingar
ársins 1982 og ítarlegur listi yfir
bækur sem út komu, tengdar
kvikmyndum. T.F.Y. lýkur svo á
heimilisföngum kvikmyndafram-
leiðslufyrirtækja og kvikmynda-
vera vestan hafs og í Englandi,
kvikmyndatímarita, kvikmynda-
stofnana og -hátíöa víöa um
heim.
Þeir hjá Virgin hafa aö öllum
líkindum hitt í mark meö þessari
læsilegu bók. Hún er skrifuð á
skörpu, hnyttnu máli meö fjöld-
ann i huga. Frágangurinn og út-
litið, en T.F.Y. er pappírskilja í
stóru broti, er laglegt, efniö aö-
gengilegt — engar auglýsingar
— og pennarnir flestir valinkunn-
ir, eins og Andrew Sarris, Ray-
mond Durgnant, Tony Crawley
og Dave Marsh. Bókin er rausn-
arlega myndum prýdd.
Meö The Film Yearbook
Virgin-útgáfunnar og hina þurrari
— en ómissandi sökum hins al-
þjóölega yfirlits — International
Film Guide Cowies, má hver
kvikmyndaáhugamaður mjög svo
vel viö una.
THE OSCAR MOVIES
From A—Z.
Roy Pickard
Hamlyn Publishing Group Ltd.,
Middlesex, England 1982.
Ný og aukin útgáfa, 309 bls.
£ 1.75. Pappírskilja.
Bókaverslun Snæbjarnar.
Nýkomin er út handbókin The
Oscar Movies from A—Z, í
endurbættri og aukinni útgáfu,
en sú fyrri sá dagsins Ijós 1978
og var því orðin talsvert ófull-
nægjandi. Sem kunnugt er fjallar
þessi uppsláttarbók fyrst og
fremst um allar þær myndir sem
einhver Oscars-verölaun hafa
hlotið, í samanþjöppuöu máli.
Aö auki er i bókinni aö finna
allnokkra forvitnilega lista sem
höfundur hefur tekiö saman og
eru tengdir hinum eftirsóttu
verölaunum. Einn er yfir allar
helstu tilnefningarnar frá upp-
hafi, hvert ár tekiö fyrir sig, annar
um þá leikstjóra sem stýrt hafa
flestum Oscarsverölaunaleikur-
um — þar hefur William gamli
Wyler vinninginn. Þá er aö finna
lista yfir fjölmargar merkismyndir
— sem ekki hlutu svo mikiö sem
eina tilnefningu og enn annan yfir
myndir sem hlutu fleiri en eina,
en engin verölaunin. Svo mætti
lengi telja.
The Oscar Movies From
A—Z, er prýdd fjölda mynda af
sigurvegurunum og hinn ákjós-
anlegasti félagi í uppsláttarbóka-
hillunni.
Kvikmyndablaóiö
No. 5. des. 1982.
Útgefandi: Fjalakötturinn,
kvikmyndaklúbbur fram-
haldsskólanema, Skólavörðu-
stíg 19. 52 bls. Verð kr. 60.-
Áskrift 300 fyrir 6 blöð.
Fjalakötturinn, sa ómissandi
þáttur í kvikmyndaheimi lands-
manna, hefur nú fært sig upp á
skaftiö og bætt útgáfu Kvik-
myndablaðsins viö starfsemi
sina.
Blaöið hefur breytt nokkuö um
svip viö eigendaskiptin, til hins
betra eöa verra skal ósagt látiö. I
þessu fyrsta tölublaöi Fjala-
kattar-útgáfunnar er m.a. aö
finna ágæta grein eftir Ingibjörgu
Haraldsdóttir um meistara Eisen-
stein, viötal viö Valgeir Guöjóns-
son um íslensku kvikmyndina
Með allt á hreinu og annað fróö-
legt viötal viö Vilhjálm Knudsen
um vandamál kvikmyndageröar
á Islandi.
Þetta er þaö bitastæöasta, en
hópurinn sem stendur aö baki
efnis blaösins getur þess aö þaö
sé opiö öllum félagsmönnum i
„Kettinum“, og þaö þarfnist
góöra krafta. Skrifstofa blaðsins
er á Skólavöröustíg 19, 2. hæö.
Aö gefa út tímarit um kvik-
myndir þykir minniháttar krafta-
verk meöal erlendra þjóöa, og
ekki er brattinn minni í fámenn-
inu hérlendis. Ég óska Kvik-
myndablaðinu langlífis og hvet
því kvikmyndaunnendur aö „kýla
á eintak".