Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 1

Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 1
Miðvikudagur 9. febrúar - Bls. 49-72 Skóli, þar sem menn uppgötva sjálfa sig og aðra Allt liðið samankomið ofan á skafli. Efst til vinstri eru 5 eins klæddar stelpur, sem sýna hver annarri mikinn kærleik, svo sem vera ber. En þær eru á leiðtogalínunni. er svona merkilegt við l> vera í Skálholtsskóla? Hvað það a Gylfi skólastjóri að rýna í fræðin með áhugasömum nemendum, Evu frá Svíþjóð, Andreu frá Þýzkalandi og Snorra frá íslandi. - eftir Pétur Þorsteinsson „Hvað ætlar þú að verða væna, voða ertu orðin stór, hljómar sí- fellt þessi kór.“ Eitthvað á þessa leið segir í dæg- urlagatexta, þar sem verið er að spyrja unga stúlku um það, hvað hún ætli sér að verða þegar hún er orðin stór. Þegar unglingur er spurður að því, verður gjarnan harla lítið um ákveðin svör. Unglingssálin er oft á reiki og á erfitt með að taka ákvörðun í jafn viðamiklu máli sem það að ákveða hvað maður ætli að verða, þegar maður er orðinn stór. Einn er sá staður, sem gott er að staldra við og hugsa sitt mál. En það er í skóla kirkjunnar í Skál- holti, Skálholtsskóla. Þar er rek- inn skóli, sem veitir óráðnum krökkum á aldrinum 18 ára og upp úr veganesti til þess að átta sig betur á því, hvert skuli halda áfram í skólakerfinu. Gylfi Jónsson er skólastjóri Skálholtsskóla. Sagði Gylfi, að markmið skólans væri það m.a. að þeir einstaklingar, sem ekki hefðu fellt sig við kerfið, gætu komið í Skálholtsskóla og verið þar einn vetur og staldrað við til þess að upplifa sjálfa sig og gætu betur áttað sig á því, hvað þeir vildu. I skólanum væru engin próf. Heldur væri verið að láta krakk- ana uppgötva þann skapandi kraft, sem með þeim byggi, en hefði e.t.v. ekki fengið að njóta sín í skólakerfinu. Stór hluti unglinga væri á krossgötum í lífinu. En í Skálholtsskóla gætu þeir stoppað og staldrað dulítið við. Sumir krakkar kæmu úr fjölbrautaskól- unum og í Skálholtsskóla til þess að hugsa sig um. Myndmennta- og fjölmiðla- lína, nýjung í vetur í vetur er boðið upp á tvær nýj- ar vallínur, sem ekki hafa verið áður. Kona Gylfa skólastjóra, Þor- gerður Sigurðardóttir, hefur um- sjón með myndmenntalínunni. Er myndmenntalínan bæði á haust og vorönn. Kynnast krakkarnir að- ferðum í myndmennt og grunnat- riðum í venjulegu myndlistar- námi. Jafnframt fá þau verklega þjálfun. í vetur eru 12 nemendur á myndmenntalínunni. Sagði Þorgerður, að sér stofa hefði verið innréttuð fyrir myndmenntina í kjallara húsnæð- is skólans. Stofan væri nokkurs konar verkstæði, þar sem nemend- ur gætu komið hvenær dags sem er og unnið við það, sem þeim dytti í hug. Væri stofan opin fyrir utan venjubundinn skólatíma. Starfsfólk sækir t.a.m. tíma í myndmennt og finnsku. Fjölmiðlun er kennd nú á vor- misseri við Skálholtsskóla. Kennir þar finnskur maður að nafni Lars, sem var einmitt nemandi við Skálholtsskóla fyrir 4 árum siðan. Verður nemendum gefin innsýn í helztu þætti fjölmiðlunar, svo sem hvernig fjölmiðlar starfa, frétt er unnin, og viðtal tekið. Hvernig standa á að útgáfu skólablaðs og hvað skal haft í huga við þá auknu notkun á myndböndum og öðrum þeim miðlum, sem komið hafa fram undanfarin ár. Þá er ein línan enn, sem boðið er upp á við skólann. Er það leiðtoga- lína, sem Oddur Albertsson hefur umsjón við. Á leiðtogalinu í vetur eru 5 steipur og hefur nemendum þar fjölgað þar sem undanfarin tvö ár hafa aðeins tveir nemendur stundað það nám. Á leiðtogalínunni er verið að gera þátttakendur hæfa til þess að taka að sér umsjón með æsku- lýðsstarfsemi. Sagði Oddur, að það væri ekki einungis til starfa innan kirkjunnar, heldur einnig til starfa í félagsmiðstöðvum hvers konar. Væru stelpurnar þjálfaðar með margs konar hætti m.a. væri „fjölskynjun" mikið notuð, þar sem allir þættir mannlegs lífs væru notaðir til þess að draga fram í dagsljósið tilgang og markmið æskulýðsstarfs og hvernig hver og einn væri ábyrgur sem samfélagsþegn, hvort sem það væri innan kirkjunnar eða þá úti í samfélaginu. Frá þessari leiðtoga- línu kæmu starfskraftar, sem gætu nýtzt við hin margvíslegustu leiðtogastörf, hvar sem væri innan þjóðfélagsins. Skálholtsskóli væri eini skóli sinnar tegundar hér á landi, og því væri ekki um að ræða, að þeir sem vildu mennta SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.