Morgunblaðið - 09.02.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983
51
Náttúruyemdarráð:
Alþjóðarall á hálendinu
yrði risaskref aftur á bak
í umgengni við landið
Morgunblaðinu hefur borizt eftir-
farandi frá Náttúruverndarráði:
„Síðastliðið haust birtust fréttir
og greinar í fjölmiðlum um að
franskur rallkappi hygðist, í sam-
ráði við íslenska aðila, gera ísland
að alþjóðakeppnislandi fyrir rall-
akstur, og þá einkum hálendi
landsins. Þar kom m.a. fram að
auðvitað yrði eingöngu ekið eftir
vegum, enda þótt allir sem til
þekkja viti að víðast hvar á há-
lendinu eru engir vegir, heldur er
þar ekið eftir meira eða minna
ófullkomnum slóðum sem margar
eru aðeins færar farartækjum
með drifi á öllum hjólum.
Náttúruverndarráð hefur reynt
að afla sér frekari upplýsinga um
þetta mál og hefur rætt það á
mörgum fundum sínum fyrri
hluta vetrar. Ráðið er sammála
um að vara við hugmyndum af
þessu tagi og leggst eindregið gegn
áformum um slíka rallkeppni á
hálendi landsins af eftirfarandi
ástæðum:
1. Gróður landsins, ein mikilvæg-
asta auðlind þess, er afar við-
kvæmur, einkum á hálendinu,
og öll nýting landsins til útivist-
ar og ferðalaga því meiri erfið-
leikum bundin en víðast í ná-
grannalöndum okkar. Viðbótar-
álag á viðkvæma staði hálendis-
ins af þeirri stærðargráðu sem
hér virðist um að ræða, þ.e. all-
ur sá mannskapur sem fylgir
farartækjum í hundraðatali, er
því mjög óæskilegur þar sem
margir staðir hálendisins eru
þegar ofsetnir ferðafólki á
sumrin.
2. Náttúruverndarráð hefur rekið
nokkurn áróður fyrir því undan-
farin ár, og lög og reglugerðir
verið settar um, að ökutæki
skuii halda sig á vegum og á
hálendinu á merktum slóðum,
enda hafa megin bílslóðir þar
nú verið merktar. Þetta hefur
skilað nokkrum árangri til
þessa, þó enn séu allt of mikil
brögð að því að slíkar reglur séu
ekki virtar, bæði af íslenskum
og erlendum ferðamönnum.
Óþarfa aukaslóðir og bílför hafa
því myndast allvíða, bæði á
ógrónu og grónu landi, og hefur
sá vandi vaxið að mun með
auknum ferðum erlendra
manna á eigin farartækjum um
landið. Enginn trúir því að í
keppni af þessu tagi haldi öll
farartæki sig alltaf á hinum
merktu slóðum á hálendinu,
hvað þá önnur farartæki sem
þessu fylgja svo sem farartæki
áhorfenda, eftirlitsmanna
o.s.frv. Aukaslóðum og bílförum
myndi stórfjölga, og það sem
enn verra er, að hálfu erfiðara
yrði að ná til fólks með áróðri og
tilmælum um að halda sig á
merktum slóðum eftir slíka
stórflengingu hálendisins.
3. Rallkeppni af þessu tagi myndi
valda mikilli truflun og ónæði
fyrir ferðafólk, friðsælir og við-
kvæmir staðir á hálendinu
verða fyrir skemmdum og sums
staðar gæti jafnvel skapast
hættuástand á vegum og slóð-
um. Það er af og frá, að ófull-
komnar og lélegar hálendisslóð-
ir, sem valda ferðafólki nógu
miklum erfiðleikum eins og þær
eru, þyldu slíkt viðbótarálag,
þær myndu stórspillast eða
jafnvel eyðileggjast og hverjir
borga viðgerðir á þeim aðrir en
íslenskir skattgreiðendur?
4. Út yfir tekur þó, þegar áformað
er að hafa rallkeppni á fríðlýst-
um svæðum hálendisins, sem
eiga að vera sérstakur griða-
staður fólks og þar sem umferð
er leyfð eftir sérstökum reglum.
Rallakstur innan slíkra svæða
samrýmist engan veginn þeim
reglum, heldur flokkast undir
náttúruspjöll, að mati Náttúru-
Raufarhöfn:
Eviknar í báti
Kaufarhofn, 7. febrúar.
ELDUR KOM UPP í mótorbátnum Kóp VE 11 þar sem hann lá við bryggju á
Raufarhöfn á laugardagskvöldið. Eldurinn kom upp í vélarrúmi. Upptök eru
ókunn og tjón einnig, en trúlega verður að skipta um alla raflögn í skipinu.
Það var um miðnættið að Helgi
Hólmsteinsson sjómaður í Sjávar-
borg varð þess var að reyk lagði
upp af stýrishúsi bátsins, og hafði
hann þegar samband við Albert
Leónardsson skipstjóra, sem á
Kóp ásamt Fiskavík hf.
Albert hafði þegar samband við
slökkvilið, sem kom strax á vett-
vang með brunabíl. Jafnframt var
slökkvibíll, sem staðsettur er á
flugvellinum, sóttur, og tókst að
ráða niðurlögum eldsins með því
að fylla vélarrúmið af millifroðu.
Slökkvistarfi var iokið um eitt-
leytið.
Slökkvistarf var að því leyti erf-
itt að geysilegur hiti var kominn á
olíutanka í vélarrúminu og
sprengihætta því mikil. Af þeim
sökum þótti ekki ráðlegt að reyna
niðurgöngu í vélarrúmið, heldur
var brotið kýrauga á vélarhús-
kappanum og kvoðunni dælt þar
inn.
Búast má við að Kópur verði frá
veiðum í nokkrar vikur meðan
gert verður við skemmdirnar. Bát-
urinn lá mannlaus við bryggju
þegar eldurinn kom upp. Hann
hefur verið á línuveiðum en verið
var að búa hann á netaveiðar.
Kópur er 81 tonna eikarbátur,
smíðaður árið 1942 og keyptur til
Raufarhafnar í marz í fyrra. Von
er á fulltrúa trygginganna til að
taka ákvörðun um áframhaldið, en
búast má við að Kópur verði færð-
ur til Akureyrar til viðgerðar og
skoðunar. Helgi.
Hálka og þíðviðri
í Stykkishólmi
Stykkishólmi, 7. febrúar.
ÞAÐ HEFIR verið óhemju snjór
hér eins og áður hefir verið
minnst á í fréttum. I dag er þíð-
viðri og mikii hálka og átti rútan í
erfiðleikum hennar vegna. Varð
að aka verulega hægar en áður.
Snjórinn hefir haft sitt að segja
fyrir þá sem íþróttum unna, enda
margir sem hafa keypt sér skíði og
notað þau óspart og er það við-
brigði að sjá fólk á skíðum og
skemmtilegt. Útiloft og íþróttir
eiga svo merkilega vel saman.
Hjónafagnaður var hér laugar-
dagskvöldið 5. febrúar og var þar
mikið fjör, fjölmennt að vanda og
öll skemmtiatriði heimatilbúin.
Dansaö var lengi nætur og menn
ánægðir daginn eftir. Fréttaritari
verndarráðs.
5. Ferðamálayfirvöld hafa auglýst
ísland erlendis sem ósnortið
land, sérstaklega hið stórbrotna
og friðsæla hálendi landsins.
Aftur á móti hefur minna verið
lagt af mörkum til að fræða er-
lent ferðafólk um að hér á landi
gildi ákveðnar umgengnisregl-
ur, og þá ekki síst á hálendinu,
sem miði að því að halda hinni
íslensku náttúru eins ósnortinni
og ómengaðri og hægt er, og
koma í veg fyrir öll óþarfa
spjöll. Eh sé áhugi fyrir því að
erlent ferðafólk haldi áfram að
koma hingað, þá er mikilvægara
að búa á viðunandi hátt að þeim
sem koma og fræða þá um hina
viðkvæmu náttúru landsins og
að hennar vegna gildi hér
ákveðnar umgengnisreglur en
að eyða stórfé í auglýsingar er-
lendis. Það hefur nefnilega
komið í ljós, að það eru frekar
frásagnir slíks fólks af landinu,
sem laða hingað annað fólk en
auglýsingarnar. Rallkeppni um
hið viðkvæma hálendi er í hróp-
andi mótsögn við anda allrar
landkynningar, hún yrði risa-
skref aftur á bak í umgengni við
landið.“
Mazda eigendur!
, , i r x~" 1
.. 1 i . . S
. 1 1... i ■■■ HMpMf :Sv. #
1 i
::xzzj 3; t *
Ohöppin
gera ekki boð
áundan sér
Þó að reynslan hafi sýnt, að MAZDA bílar hafi lágmarksbilana-
tíðni og mjög góða endingu, þá geta alltaf skeð óhöpp, eða
smábilanir, þannig að varahluta sé þörf.
Frá því að Bílaborg hf. hóf innflutning á MAZDA bílum fyrir
rúmum 10 árum hefur ávallt verið kappkostað eftir bestu getu
að eiga jafnan til nægar birgðir af varahlutum í allar gerðir
MAZDA bíla.
Við fullyrðum að fáir bjóði betri þjónustu á þessu sviði og að
verð á okkar orginal varahlutum stenst fyllilega
verðsamanburð við óorginal varahluti.
Því skaltu hafa í huga, að ef varahluta er þörf í MAZDA bílinn
þinn — þá skaltu leita fyrst til okkar.
MAZDA gæði — öryggi — þjónusta
mazDa
p/l ARnDf' un
Erm tmJrm %tJ3í íi^lEii
Smiöshöföa 23 sími 812 65