Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 09.02.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 53 bandalagsins, þótt þeir væru sam- einaðir innan þess. íslenskir sósí- alistar þurfa allir að geta starfað saman að mikilvægum málum og ræðst við á málefnalegan hátt, ef þeir ætla sér af fullri alvöru að koma sér upp forustuflokki af þeirri gerð, sem hér hefur verið gerð nokkur grein fyrir. Til þess að gagnrýni hafi áhrif, má hún hinsvegar ekki vera eingöngu neikvæð heldur málefnaleg og um- fram allt tengd jákvæðu starfi. Að öðrum kosti fellur hún í grýttan jarðveg og það verður engin upp- skera." þeir lesa eftirfarandi ummæli hans, sem Svavar Gestsson vitnaði til í áramótagrein 31. desember 1982: „En er til nokkurt mál, sem ætti að vera unnt að ná víðtækari samfylkingu um en baráttuna fyrir sjálfu lífinu á hættustund — eða með öðrum orðum, baráttuna gegn amerískum herstöðvum?" Tilvitnunin er úr ræðu, Eina lífsvonin, sem Brynjólfur flutti hjá Félagi ísl. námsmanna í Kaup- mannahöfn 4. apríl 1981. Þá sagði hann einnig, að líf okkar allra lægi við, ef ekki tækist að snúa þróuninni við hér á landi og fá meirihluta þjóðarinnar til þess að gera sér grein fyrir nauðsyn þess að hverfa úr NATO og reka herinn á brott og svo bætti hann við: „Guð forði mér frá að segja of mikið á þessari stundu. En það er ekki víst að við höfum langan frest... Ástæðan fyrir því, að við höfum ratað í þennan háska, er það þjóðskipulag, sem við búum við og stéttaandstæður þess.“ Og í ræðu sem heitir Stjórnlist sósíal- ískrar byltingar, sagði Brynjólfur: „Nú verður hvorttveggja að gerast til þess að mannkynið megi lifa: Að komið verði í veg fyrir nýja heimsstyrjöld og sósíalísk bylting sigri. Hið mikla vandamál er að sameina þetta tvennt, leysa af hendi þetta tvíþætta verkefni." 1941 gat Brynjólfur Bjarnason ekki samþykkt samning um vernd fyrir ísland gagnvart yfirgangi nasismans af því að Stalín var ekki boðið að gerast „verndari". Nú sér Brynjólfur fram á heims- styrjöld nema „sovéskur friður" teygi sig yfir alla heimsbyggðina og þeir láti af gagnaðgerðum, sem vilja halda Kremlverjum í skefj- um. Brynjólfur Bjarnason tók af- stöðu með Stalín, þegar hann gerði griðasáttmála við Hitler 1939, hann studdi Sovétmenn í vetrarstríðinu gegn Finnum, hann var fylgjandi innlimun Eystra- saltsríkjanna í Sovétríkin, og taldi valdarán kommúnista í Austur- Evrópu eftir stríð til blessunar fyrir þjóðirnar þar og enn bregst hann ekki Kremlverjum þrátt fyrir Ungverjaland 1956, Tékkó- slóvakíu 1968 og innrásina í Afg- anistan 1979. Hann telur heims- friðnum best borgið, ef allar þjóð- ir lúta þeim sósíalíska aga, sem skýrastur kemur fram í Brezhn- ev-kenningunni, en henni var hrundið í framkvæmd með innrás Varsjárbandalagslanda f Tékkó- slóvakíu 1968. „Ég vil hinsvegar leggja sérstaka áherslu á, að líf mannkynsins liggur við, að sósíal- isminn sigri. Hættan er sú, að það takist ekki að sigra kapítalismann áður en hann leiðir tortíminguna yfir mannkynið," sagði Brynjólfur Bjarnason í viðtali við 1. des- ember-blað stúdenta 1978 og þetta er kjarninn í „friðarboðskap" hans. III. Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans og varaformaður Al- þýðubandalagsins, sagði í forystu- grein í Þjóðviljanum 14. ágúst 1977: „En gæfa Þjóðviljans og stjórnmálasamtaka íslenskra sósí- alista hefur verið sú, að þráðurinn frá því fyrsta til þessa dags er þrátt fyrir sitthvað sem milli ber óslitinn. Þótt framtíðin sé verk- efnið lifir fortíðin í okkur og við í henni.“ Fortíðin lifir í Alþýðubandalag- inu og það lifir í fortíðinni, sagði varaformaður flokksins 1977 og þau orð eiga svo sannarlega enn við um þennan flokk, þráðurinn er „óslitinn": Kommúnistaflokkur ís- lands, fjarstýrður frá Moskvu, Sósíalistaflokkur og Alþýðu- bandalag. Fyrir alþingiskosn- ingarnar í júní 1978 ritaði Brynj- ólfur Bjarnason stutta grein í Þjóðviljann. Hann hvatti „ís- lenska alþýðu“ til þess að fylkja sér um Alþýðubandalagið og sagði það „blátt áfram staðreynd, að Ál- þýðubandalagið eru einu stjórn- málasamtökin á íslandi eins og nú standa sakir, sem geta verið upp- istaðan í þeirri víðfeðmu samfylk- ingu, er til þess þarf að ná árangri", í þeim baráttumálum sem Brynjólfi eru kærust, „að koma hernum úr landi, losna úr NATO, koma í veg fyrir innrás erlends hringauðvalds og ná þeim styrk á Alþingi, sem dugir til þess að íslenskur verkalýður geti beitt samtökum sínum til að bæta kjör sín, án þess að allt sé tekið aftur jafnharðan af fjandsamlegu ríkis- valdi, er beitir óðaverðbólgu sem hagstjórnartæki". I Þjóðviljanum 31. október 1976 sagði Brynjólfur: „Og nú höfum við Alþýðubandalagið, sem þrátt fyrir allt er einu stjórnmálasam- tökin, sem til greina kemur að vinna í, þannig að verkefnið nú er að gera Álþýðubandalagið að þeim flokki sem okkur vantar." í svör- um við spurningum frá Stéttabar- áttunni segir hann: „Hinsvegar tel ég mikla nauðsyn á að stefna markvisst að því að beina þróun- inni í þá átt, að upp rísi öflugur, marxískur fjöldaflokkur á íslandi, sem er fær um að undirbúa hina sósíalísku umbyltingu og leiða hana til sigurs." I erindinu Stjórnlist sósíalískr- ar byltingar sem Brynjólfur Bjarnason flutti á vegum rót- tækra stúdenta og birtist í Rétti 1975, lýsti hann því, hvaða leiðir á að fara til að gera sósíalíska bylt- ingu hér á landi. Þar kemur enn fram, hvaða vonir hann bindur við Alþýðubandalagið. „Og loks þurf- um við á flokki að halda, sem er fær um að hafa forystu á aðfara- tímabili byltingarinnar og í sjálfri byltingunni til þess að leiða hana farsællega tl lykta." En „bylting gerist ekki af sjálfu sér og auð- valdsskipulagið deyr heldur ekki af sjálfu sér. Það er nauðsynlegt að greiða því líknarhöggið." Um flokkinn sagði Brynjólfur: „Sterkt miðstjórnarvald er nauðsynlegt hverjum byltingarflokki til þess að geta stjórnað baráttunni á öll- um þróunarskeiðum, innan auð- valdsskipulagsins, á aðdraganda- tímabili byltingarinnar, í bylting- unni sjálfri og eftir valdatökuna, með hverjum hætti sem hún verð- ur.“ Brynjólfur fjallaði í löngu máli um það, hvers vegna komm- únistaflokkar Vestur-Evrópu og Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna lýstu því yfir um miðjan sjötta áratuginn, að í mörgum löndum „sé friðsamleg og þing- ræðisleg leið til valdatöku alþýð- unnar hugsanleg og í sumum lönd- um mjög líkleg". Hann sagði: „Við höfum enga tryggingu fyrir þvl, að friðsamleg leið til sósíalismans sé tiltæk í nokkru landi fyrr en hinn sósíalíski heimshluti og byltingar- öfl auðvaldsheimsins hafa svo mikla yfirburði, að staða andbylt- ingaraflanna er orðin vonlaus með öllu.“ Lausnin er einföld: „Kapít- alisminn verður að falla til þess að mannkynið megi lifa. Og líf hans má ekki treinast of lengi til þess að sú drepsótt, sem liann er hald- inn verði ekki öllu mannkyninu að bana.“ Og andstæðingurinn blasir við: „Atlantshafsbandalagið var ekki einungis stofnað gegn löndum Austur-Evrópu, heldur líka og miklu fremur gegn byltingaröflum Vestur-Evrópu." Brynjólfur taldi Víetnam hina „miklu fyrirmynd" og sagði að Kína pg Norður-Kórea væru „lýsandi fordæmi fyrir van- þróuðu löndin", auk þess hefðu byltingaröflin allvíða í heiminum tök á því að „afla sér nokkurs vopnabúnaðar fyrst og fremst fyrir tilstyrk sósíalísku land- anna“. Hann sagði að flest þetta ætti einnig við um „íslenska sósí- alista". Hann hvatti áheyrendur sína til að láta til sín taka innan Alþýðubandalagsins og þótt mönnum sýnist oft erfitt um vik þar vegna skrifstofuveldis sé allur fjöldinn í Alþýðubandalaginu „mjög áhugasamur fyrir umræð- um um sósíalísk vandamál, ef þær eru frjóar en ekki eintómt þras“. Og Brynjólfur sagði: „Ég held að það sé auðveldur leikur að fá kosn- ar stjórnir í deildum Alþýðu- bandalagsins, sem tryggja slíkar umræður. En það fæst enginn árangur með því að fullyrða, þegar frá upphafi, að verkið sé ófram- kvæmanlegt. Við vitum líka, að hver og einn getur skipulagt um- ræðuhópa um margvísleg málefni innan Alþýðubandalagsins. Heitar tilfinningar eru nauðsynlegur afl- gjafi í öllu starfi sósíalista, en það er tími til þess kominn, að við látum fremur kalda rökhugsun en tilfinningar ráða baráttuaðferðum okkar." Það er einmitt þessi að- ferð að skipuleggja umræðuhópa innan Alþýðubandalagsins, sem nú hefur verið tekin upp af forystu flokksins þegar henni finnst að sér kreppt vegna megnrar óánægju eftir fjögurra ára setu í ríkis- stjórn. Athyglisvert er að lesa ummæli Brynjólfs Bjarnasonar um stefnu- skrá Alþýðubandalagsins sem samþykkt var 1974 með hliðsjón af því sem fram hefur komið í Þjóð- viljanum nýlega, að á fyrsta fundi laga- og skipulagsnefndar Alþýðu- bandalagsins hafi Hjalti Krist- geirsson lagt til, að stefnuskrá flokksins yrði lögð til hliðar. Margt bendir til þess að nú ætli forystumenn Alþýðubandalagsins að taka til við að framkvæma það sem Brynjólfur Bjarnason lagði til í erindi sínu um stjórnlist sósíal- ískrar byltingar: „Menn hafa mjög ólíkar skoðan- ir um Alþýðubandalagið sem flokk, og ég get ekki farið út í þá sálma hér. Ég get þó sagt, að ég tel að það þurfi að taka mjög gagn- gerum breytingum til þess að geta orðið sá sósíalíski forustuflokkur, sem íslensk alþýða þarf á að halda. Til þessa hefur það til dæmis enga stefnuskrá haft. En á síðasta landsfundi þess var sam- þykkt stefnuskrá að efni til. Ég ætla ekki að gera hana að um- ræðuefni, en ég held að samþykkt hennar muni litlu breyta. Hvað sem öðru líður, er hún bersýnilega ætluð mjög rúmgóðum flokki, og óhætt er að segja, að í Alþýðu- bandalaginu sé ákaflega vítt til veggja. Það eru menn með öllum hugsanlegum sósíalískum lit allt frá sósíaldemókrötum til róttækra kommúnista. Alþýðubandalagið er umburðarlynt að því leyti, að það tekur við svo að segja hverjum sem er. Það er hægt að starfa inn- an þess, þótt menn séu félagar í þeim hópum sósíalista og komm- únista, sem nú starfa hér á landi, og það er ekkert því til fyrirstöðu að þessir hópar starfi áfram og gagnrýni margt í fari Alþýðu- — o — Bókin Með storminn í fangið sýnir að Brynjólfur Bjarnason vinnur markvisst að útbreiðslu heimskommúnismans undir leið- sögn og forystu Sovétríkjanna. Að hans mati er það þjóðskipulag sem nú er við lýði hér á landi og meðal okkar næstu nágranna banvænt, hvorki meira né minna, Bandarík- in eru sá varðhundur kapítalism- ans sem verður að brióta á bak aftur, þess vegna eiga Islendingar að fara úr Atlantshafsbandalag- inu og rjúfa varnarsamstarfið við Bandaríkin. Brynjólfur trúir því staðfastlega, að Alþýðubandalagið sé hinn rétti pólitíski vettvangur fyrir þá sem eru sömu skoðunar og hann. Athyglisvert er hve Brynj- ólfur hefur oft verið gerður út af Alþýðubandalaginu til að sann- færa þá sem finnst flokkurinn ekki nægilega trúr hinni sósíal- ísku byltingarhugsjón um að þrátt fyrir allt sé Alþýðubandalagið hinn eðlilegi starfsvettvangur sanntrúaðra kommúnista. Sú leið sem Brynjólfur velur þegar hann ávarpar þessa hópa er að hafa sjálfur fyrirvara á afstöðu sinni til Alþýðubandalagsins og stuðn- ingi við það, en fikra sig síðan til þeirrar niðurstöðu, að flokkurinn sé þrátt fyrir allt besti kosturinn. Þetta er alkunn áróðursaðferð hjá leiknum erindrekum stjórnmála- flokka. Og vissulega er það um- hugsunarefni fyrir hvern þann sem lætur sér annt um framgang lýðræðislegra stjórnarhátta í landinu og vill að staðinn sé vörð- ur um sjálfstæði lands og þjóðar gegn íhlutun og áhrifamætti heimskommúnismans, að Brynj- ólfi Bjarnasyni skuli jafn oft hafa verið boðið að flytja hinu stein- runna sovéska stjórnkerfi lof og dýrð á fundum stúdenta og það meira að segja á sjálfan fullveld- isdaginn 1. desember 1982. Eftir að Svavar Gestsson hafði verið kjörinn formaður Alþýðu- bandalagsins á landsfundi þess í nóvember 1980, lauk hann jóm- frúrræðu sinni sem formaður með þessum orðum: „En hér eru einnig staddir tveir eldri forystumenn sem löngum voru í fararbroddi baráttusveitar íslenskra sósíalista, — þeir Brynj- ólfur Bjarnason og Einar Olgeirsson. Svo vill til að um næstu helgi eru 50 ár liðin frá því Kommúnistaflokkur íslands var stofnaður að forgöngu þeirra Ein- ars og Brynjólfs árið 1930. Við skulum hylla þá alla í senn Lúðvík Jósepsson, Brynjólf Bjarnason og Éinar Olgeirsson." (Þjóðviljinn, 25. nóv. 1980.) Þráðurinn er „óslitinn" í hönd- um Svavars Gestssonar, því getur Brynjólfur Bjarnason treyst. sambúðarmanneskjur á þrítugs- aldri, kennarapar, sem er sett upp eins og ýmsir telja að nútíma manneskjur eigi að vera, fullar af samfélagsáhuga, eltandi öll mýra- ljós andlegra tískufyrirbrigða og með þá meðvitund, sem mótast af þröngum nútíma seminarisma. Þessar manneskjur fara í ferðalag um þróunarlöndin, nánar tiltekið Indland og svæðin þar nálægt. Þarna kynnast þau eymd og vol- æði og þeim gefst einnig tækifæri til þess að gista í slömmunum fyrir vægt aukagjald, ferðaskrif- stofan veitir þá aukaþjónustu. Offjölgun mannkynsins er megin- umræðuefni kennaraparsins og fjalla þau um það af djúpri heims- samfélagslegri alvöru og jafn- framt um það hvort þeim sé stætt á því að eignast barn. Leiðsögu- maður hópsins verður eftirminni- legur, túba, sem eys úr sér prakt- ískum ráðleggingum og á ráð við öllum vandamálum. Þýsk samfé- lagsvandamál fléttast inn í ferða- lýsinguna. Grass dregur hér upp mynd af innantómu lífi og umræð- um hálfmenntaðra seminarista, sem velta sér upp úr eymd ann- arra og gæta þess jafnframt að sjá eigin hag borgið í því „kerfi“, sem þeir þykjast vinna gegn. Því verð- ur allt tal þessa fólks lygi. Þetta er ákaflega vel gerð og ír- ónisk saga. Opið bréf til stjórnmálaflokkanna MBL. hefur borizt eftirfarandi til birtingar: Jafnréttisnefnd Akureyrar lýsir óánægju sinni yfir rýrum hlut kvenna á framboðslistum stjórn- málaflokkanna til Alþingis. Nefnd- in telur það afar íhugunarvert, hve konum hefur fækkað mjög í fram- boði til Alþingis miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Með tilvísun til jafnréttislag- anna frá 1976, hvetur nefndin öll kjördæmaráð stjórnmálaflokk- anna til að taka þessi mál til umfjöllunar og vinna að því markvisst, að konur skipi örugg sæti á listum flokkanna til jafns við karla. Jafnframt vill nefndin hvetja konur til aukinnar þátttöku á vettvangi stjórnmála. K.h. Jafnréttisnefndar Akureyrar, 26.1. 1983, Karólína Stefánsdóttir, formaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.