Morgunblaðið - 09.02.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.02.1983, Qupperneq 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Farið yfir Jökullón að ofanverðu. Ferðasaga úr Þórsmörk — eftirErling Ólafsson l>að var mánudaginn 2. janúar um klukkan 17.00, að haldið var af stað inn í Þórsmörk til að ná í bíl, sem skilinn hafði verið eftir dag- inn áður. Farið var á tveimur bfl- um. Ferðin gekk vel þar til komið var að Alfakirkju. Þar hafði safnast saman mikill krapi í lægð sem þar er. Festum við stærri bílinn. í þessari lægð voru nú kannaðar aðstæður til að ná bílnum upp og þegar við erum að vinna við þetta skellur á okkur ofsaveður méð mikilli hríð og urðum við að halda kyrru fyrir í öðrum bílnum. Eftir fjóra tíma var veðrið gengið niður. Þar sem sýnt var, að við mundum ekki ná bílnum upp úr krapanum, héld- um við til baka á einum bíl og gekk það mjög erfiðlega, þar sem fennt var í slóðina og mikið meira til. Er við vorum komnir ca. 5 km, mættum við vélsleða- mönnum úr björgunarsveitinni Dagrenningu, Hvolsvelli. Fórum við síðan með þeim að Stóru- mörk og skildum bílinn eftir. Klukkan var um tíu á þriðju- dagskvöld, er við komum heim í Mosfellssveit. Nú var vandinn orðinn meiri, þar sem tveir bílar voru nú í Þórsmörk. Daginn eftir var mjög vont veður og ekkert hægt að gera. Tíminn var notaður til að fá vinnuvél til að ryðja inneftir, því ekki var fært lengur neinum bíl- um í Þórsmörk. Haft var sam- band við Dofra Eysteinsson, Hvolsvelli, til að vinna þetta verk. Hann tók vel í það og sagð- ist vera til þegar veður gæfi inn- eftir. Á hádegi, fimmtudag, var veður orðið sæmilegt, og var því haldið af stað austur að Hvols- velli og um kl. 20.00 var haldið af stað inn í Mörk á „payloader" og einum Unimog. Sex menn voru í þessari ferð. Ferðin gekk seint, þar sem snjórinn var mikill. Eft- ir 10 tíma mokstur vorum við komnir inn að Jökullóni, og voru olíubirgðirnar fyrir „payloader- inn“ farnar að minnka. Haft var samband við Hvol um að fá senda meiri olíu. Þarna biðum við í 8 tíma, þar til Tryggvi Ing- ólfsson kom á traktorsgröfu með 600 lítra af gasolíu. Síðan var haldið af stað að nýju og trakt- orsgrafan fengin til að koma með. Er búið var að komast yfir Jökullónið, komum við að Steinholtsá. Þar misstum við „payloaderinn" niður um ís og kom sér þá vel að hafa traktors- gröfuna með. Er þessi vandi var leystur, tók verra við. Engin slóð sást og urðu menn að ganga fyrir og finna beztu leiðina. Áð- ur en komið er að Stakkholtsgjá er mikill hliðarhalli og urðum við að finna veginn með slöngum svo hægt væri að moka. Einnig var farið að snjóa talsvert. Vorum við ekki komnir á leið- arenda fyrr en um sexleytið á •i Brugðið smálýsingu á feril ríkisstjórnarinnar — efiir Ingjald Tómasson í Kastljósi sjónvarps 10. des- ember 1982 fóru fram mjög at- hyglisverðar umræður um tvö stórmál, er hafa lengi verið í brennidepli íslenskra stjórnmála. Hið fyrra var um utanríkismál, milli Ólafs Jóhannessonar utan- ríkisráðherra og sjónvarpsmanns- ins Ögmundar Jónassonar. Um- ræðurnar snerust mest um hjá- setu ráðherrans í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um tak- mörkun kjarnorkuvopna. Engu var líkara en fréttamanninum kæmi á óvart hin rólega rökfesta ráðherrans um ástæður hjásetu sinnar. Og varð Ögmundur oft að grípa til hins sígilda ráðs komm- únista að tala og tala, svo and- stæðingurinn fengi sem minnstan tíma til andsvara. Ólafur varð hvað eftir annað að biðja and- stæðing sinn um smáhlé í orða- flauminn, svo hann gæti komið sínum málstað til skila. Hið síðara var hið sígilda álmál. Um það Ieiddu þeir saman hesta sína Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra og Guðmundur G. Þórarinsson. Ráðherrann beitti sömu aðferð og trúbróðir hans um alsæluríki kommúnista um gjörv- alla jörð, að gefa Guðmundi sem minnstan tíma. Þetta gekk svo langt, að stjórnandinn varð hvað eftir annaö að stöðva flauminn í ráðherranum, svo Guðmundur fengi næði til andsvara. Það er stórfurðulegt, að sárafáir frammámenn þjóðarinnar eða fjölmiðlar hafa minnst einu orði á eitt stórvægilegt atriði hins um- deilda álmáls. Ég vil nú skora á hina svonefndu Þjóðhagsstofnun og hina mörgu sprenglærðu topp- reiknimeistara, sem segja má að mundi sínar reiknivélar úr hverju stjórnmálaskúmaskoti þjóðarinn- ar, að reikna sem nákvæmast út hve mikil sé sú fjárupphæð, sem Þjórsá með Búrfellsvirkjun og ál- veri hafa fært þjóðinni, frá því að þessi fyrirtæki voru gangsett og segjum til áramóta 1982—’83. Tal- inn verði allur beinn hagnaður í formi skatta, framlag til Byggða- sjóðs, framlag til Hafnarfjarðar- bæjar, þar með talin Straums- víkurhöfn, gjöld til ríkisins, bæði af út- og innflutningi af unnu og óunnu áli, tekjur skipafélaga af flutningum, mannakaup allt frá byrjun. Svo eru það hinar miklu óbeinu tekjur er segja má að hafi runnið í stríðum straumum út í hagkerfið. Talið er að hvert eitt mannsstarf í álverinu skapi 7 önn- ur störf víðs vegar úti í þjóðfélag- inu. Segjum að 600 menn vinni í ál- verinu. Þetta verða á fimmta þús- und stöður. Einhvern tíma hefði þetta þótt umtalsverð búbót. Stað- reynd er, að álverið hefur fært okkur á silfurfati alla Búrfells- virkjun með tilheyrandi spenni- virkjum og flutningslínum. Einn af æðstu prestum komma, sem bíður þess í ofvæni að hið sósialiska austantjaldssæluríki komi sem fyrst á íslandi, skrifaði grein í Morgunblaðið, þar sem hann vildi gera helst ekki neitt úr þeim mikla ávinningi okkar af Búrfellsvirkjun og álverinu í Straumsvík, sem ég hefi nú lýst hér að nokkru. Er þjóðin virkilega búin að gleyma öllu hatursmold- viðrinu gegn Viðreisnarstjórninni og alveg sérstaklega gegn beizlun Þjórsár við Búrfell og álverinu. ís- hræðsluæði þáverandi stjórnar- andstöðu minnti helzt á hóp ís- hræddra mera, sem ógerlegt er að koma út á ísinn, þótt vel heldur sé. Allt Faxaflóasvæðið átti að bráð- drepast úr álveiki og eigandi ál- versins átti að hrifsa öll völd hér á landi í sinn gráðuga, óseðjandi auðvaldskjaft. Þennan ófagra söng hafa vinstri öflin sungið, allt frá fyrsta undirbúningi Búrfells- virkjunar og allar götur til nú- dagsins. Helztu tromp Hjörleifs í um- ræðunum var að bera Guðmundi á brýn óþolandi „sveitamennsku" og að hann og allur Framsóknar- flokkurinn væru gjörsamlega að farast á taugum. Mér sýndist nú ekki betur en að þessi furðulegu ummæli ráðherrans ættu miklu frekar við hann sjálfan. Eða er ekki ráðherrann uppalinn í ís- lenskri sveit? Það er nú orðið hefðbundið í álstríði ráðherrans, að kasta út stórri bombu fyrir hver jól. Er líklega gert í og með til að fela vesaldóm ráðherrans og núverandi ríkisstjórnar í orku- málum, og hina algeru upplausn í efnahagsmálum, sem nú er aug- ljós. Því er haldið fram, að hinar miklu lántökur nú séu sambæri- legar við lántökur Viðreisnar- stjórnarinnar þegar eyðingu síld- arinnar var lokið. Þá voru öll mið full af þorskfiski, því öll orka, tækni og fjármagn var notað í gegndarlaust síldardráp, þar til náttúrulögmálið hrópaði í eyru rányrkjumanna. Síðasti biti í háls. Þá var líka við völd ríkisstjórn, sem kunni með fé alþjóðar að fara. Nú er auðlind sjávar að þurrk- ast út vegna gegndarlausrar rán- yrkju. Skammsýni ráðamanna fiskimála og þjóðarinnar er yfir- þyrmandi. Aðalstarf orkuyfir- valda virðist það helzt að halda uppi fjölda starfshópa, ráða og nefnda. Uppátæki þessara ráða eru oft hin furðulegustu. T.d. er svartolíunefnd búin að „starfa" í mörg ár, án þess að gera nokkurn skapaðan hlut til bóta, því umdeilt er af fagmönnum hvort nokkuð sparist við skipti í svartolíu. Og nú er orkusparnaðarnefnd búin að gefa út spil, sem eiga að venja börnin á orkusparnað!! Ráð og nefndir eru komnar víðs vegar um land til að undirbúa hina alís- >xlenzku iðnvæðingu, sem flaggað var fagurlega í síðustu kosningum. En fullvíst er, að ekki eitt einasta hinna væntanlegu iðnfyrirtækja getur starfað við núverandi að- stæður, nema með miklum stuðn- ingi ríkisins (fólksins í landinu). lngjaldur Tómasson „Nú er auðlind sjávar að þurrkast út vegna gegndarlausrar rán- yrkju. Skammsýni ráða- manna fiskimála og þjóðarinnar er yfirþyrm- andi. Aðalstarf orkuyf- irvalda virðist helst að halda uppi fjölda starfshópa, ráða og nefnda.“ Allir vita, að ríkið á engan pening nú, svo þetta þýðir vaxandi bón- bjargarlántökur frá erlendum auðvaldsbönkum. Lántökustóriðj- an er nefnilega stóriðja sem blíf- ur, í austantjaldsaugum alþýðu- bandalagsráðherranna. Fróðlegt verður að fylgjast með „neglingu svissneska álfélagsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.