Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 55 Meginpart af leiðinni þurfti að moka eins og myndin sýnir. Kristján Jóhanns- son tenór hlýtur lof í breskum blöðum Kristján Jóhannsson tenórsöngvari frá Akureyri hefur að undanförnu sungiö eitt stærsta hlutverkið í uppfærslu Opera North í Leeds á óperunni Madame Butterfly eftir Puccini. Þetta er í fyrsta skipti sem Kristján syngur í Bretlandi, en Madame Butterfly er að þessu sinni flutt í sviðsetningu John Copley. Kristján Jóhannsson hefur hlotið lof ýmissa gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína í sýn- ingunni og hefur verið fjallað um þátt hans í sýningunni sér- staklega i nokkrum breskum blöðum. The Times segir í gagnrýni sinni frá 20. desember síðast- liðnum „Kristján Jóhannsson, sem nú þreytir frumraun sína á sviði í Bretlandi sem Pink- erton, hefur rödd sem nægir til að hleypa þúsund skipum af stokkunum og lætur það óspart í ljósi." Við sama tón kveður í skrifum Daily Tele- graph sama dag: „Hlutverk Pinkertons er sungið af ungum íslenskum tenórsöngvara, Kristjáni Jóhannssyni, sem kemur nú fram í Bretlandi í fyrsta skipti. Rödd hans er gíf- urlega þróttmikil og með frek- ari æfingu og nærgætni gæti hún orðið enn sterkari." Uppfærslan í Leeds hefur verið sýnd í Grand Theatre, en einnig verður sýnt i Newcastle í Theatre Royal þegar sýning- unum í Leeds sleppir. Kristján Jóhannsson tenórsöngv- ari í hlutverki Pinkertons { Ma- dame Butterfly í Opera North í Bretlandi. Unimog er komið var að honum í seinni ferð. laugardagsmorgun. Gekk vel að koma bílunum í gang og haldið heim á leið og gekk það vel, þar til komið var að Steinholtsá. Var þá komið hið versta veður og gekk hægt að halda áfram. Bið- um við þarna í tvo tíma. Þegar haldið var áfram, kom í ljós, að skafið hafði í traðirnar svo moka þurfti svo til alla leiðina niður að Stórumörk og var það erfitt fyrir menn, sem voru búnir að vinna við snjómokstur á þriðja sólarhring. Er við áttum eftir 4 km í byggð, fengum við enn senda gasolíu, 200 lítra. Komu björg- unarsveitarmenn úr Dagrenn- ingu með olíu á vélsleðum, einn- ig komu tveir menn til að leysa þá Dofra og Tryggva af við moksturinn. Það var ekki fyrr en kl. 08.00 á sunnudagsmorgun sem komið var til baka á Hvols- völl. Þakka ber sérstaklega Dofra og Tryggva og einnig björgunarsveitarmönnum, sem ávallt voru tiibúnir ef til þeirra þurfti að leita og sama má segja um lögregluna á Hvolsvelli og alla einstaklinga sem komu til hjálpar. upp að vegg“ eins og Guðmundur talaði um í sjónvarpinu. Og vafa- laust kætast margir þegar „negl- ingin" hefur farið fram og hinir erlendu auðjöfrar sjá sína sæng upp reidda og verða tilneyddir að ganga að öllum kröfum ríkis- stjórnarinnar. Fyrir nokkrum árum var sjálf- stæðisfélögum boðið að skoða og kynna sér starfsemi álversins. Einn mikill kaupsýslusjálfstæðis- maður bar fram fyrirspurn til for- stjórans um, hvað yrði gert ef þjóðin kærði sig ekki lengur um álverið? Svarið kom samstundis. „Við mundum strax hætta allri ál- framleiðslu hér.“ Allir ættu að vita að stefna flestra vinstrisinna hefur allt frá byrjunartali um Búrfellsvirkjun og álver verið að berjast með kjafti og klóm gegn þessum fyrir- tækjum og nú á að koma álverinu endanlega á kné, og þar með flæma svissnesku álauðjöfrana úr landinu. Og nú er sennilega ekki langt í það að þessar „hugsjónir" vinstrisinna rætist. Hið almátt- uga ríkisbákn tekur svo við öllum rekstri álversins. Og þá held ég að blessuð stjórnin megi fara að biðja fyrir sér eins og séra Sig- valdi forðum, því allir ættu að vita og sjá þá ómótmælanlegu stað- reynd, að ekki eitt einasta fyrir- tæki, sem ríkið læsir sinni dauða- hönd um, skilar í þjóðarbúið öðru en botnlausu tapi. Enda er þar engan að finna sem ber hina minnstu ábyrgð, enda eyðslan og sukkið í hámarki. Það er sannar- lega engin furða þótt kommúnist- ar séu kampakátir, þegar þeir líta yfir sinn „glæsilega" stjórnarferil síðustu ára. Hin íslenska austan- tjaldssering (sbr. Pólland) er í fullum gangi og allt útlit fyrir að hinn langþráði draumur komma um Sovjet-ísland verði staðreynd innan tíðar. En það undarlega er, að þrátt fyrir þessar óhugnanlegu staðreyndir sem ég hefi hér lýst að nokkru, virðist einmitt þessi stefna núverandi ríkisstjórnar hafa heltekið stóran hluta þjóðar- innar. Já, meira að segja ótrúlega mikinn hluta ýmissa, að maður hélt, ágætra sjálfstæðismanna. Hver greinin eftir aðra birtist í blöðunum, þar sem þeir syngja stjórninni „lof og prís“, og ekki er talið að nokkur maður eða flokkur sé fær um að stjórna þessu bless- aða landi, ef svo skyldi fara að átrúnaðargullkálfur stjórnarinnar yrði felldur af stalli. „Umhyggja" ríkisstjórnarinnar fyrir þeim er lægst hafa launin birtist nú fyrir jólin í formi hinna dæmalausu „láglaunabóta". Út- hlutun bótanna, sem öllum er nú kunn, sannar svo ekki verður um villst óheilindi þeirra, sem réðu hinni dæmalausu úthlutun. En allir þeir sem að þessari jólagjöf stóðu eru nú orðnir með hæstu laun á landi hér. Hver kauphækk- un er látin verka stighækkandi uppeftir launastiganum, þannig að þeir sem hæst laun hafa fá ætíð mest. Það er engu líkara en hjá ráðamönnum þjóðarinnar gæti niðurlægingaráráttu í garð lág- launafólks, heimavinnandi hús- mæðra og þeirra sem ennþá nenna að vinna við öflun verðmæta (gjaldeyris). Hin tröllaukna óhófs- yfirbygging er orðin þjóðinni stórhættuleg og undirstaðan hlýt- ur að bresta, verði ekki fljótlega breyting til stórbatnaðar í stjórn- un alls þjóðmálasviðsins. Að lækna illkynja ígerð getur kostað sársauka í bili. Sama gildir um okkar mikla þjóðarmein nú. Al- vöruaðgerð þarf að framkvæma sem fyrst. Kák eða þykjustuað- gerðir núverandi ríkisstjórnar leysa aldrei nokkurn vanda, held- ur auka hann sífellt. Langtíma- óhófseyðsla, án öflunar verðmæta á móti, hlýtur að leiða til stór- vandræða, hvort sem er hjá ríki, heimilum, félögum eða einstakl- ingum. En því miður virðist obbi ráðamanna og alltof stór hluti þjóðarinnar eiga mjög örðugt með að kyngja þessari allra tíma aug- ljósu staðreynd. SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 RAWLPLUG Allar skrúfur, múrfestingar, draghnoð og skotnaglar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.