Morgunblaðið - 09.02.1983, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983
57
Percy Browne (fyrir midju), fulltníi dreifingarsambands kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum. Með honum
á myndinni eru Gunnar Guðmundsson (til vinstri), en hann er lögfræðingur Universal hér á landi, en það
fyrirtaeki er framleiðandi E.T. Lengst til hægri er Grétar Hjartarson, forstjóri Laugarásbíós.
MorgunblaðiA KAX
Ólögleg notkun mynd-
banda í kapalkerfum
meinsemd á íslandi
— segir Percy Browne fulltrúi kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum
FYRIR nokkrum dögum var staddur hér á landi fulltrúi dreifingarsam-
bands kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (Motion Pictures Export
Association), Percy Browne að nafni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumað-
ur hjá Scotland Yard. Hann var hér í tvíþættum tilgangi, bæði að kynna sér
ástand myndbandamála hérlendis almennt og fylgja eftir Ólafsvíkurmálinu
svokallaða, en eins og menn kannski muna, var kvikmyndin E.T. sýnd í
leyfisleysi í myndbandakerfinu „Villa-vídeó“ í Ólafsvík á jóladag. Fram-
leiðendur kvikmyndarinnar og dreifingaraðilar hafa undanfarið verið að
undirbúa málshöfðun á hendur Villa-vídeói, en upphæð skaðabótakröfunn-
ar mun ekki liggja fyrir fyrr en í lok mánaðarins.
Browne sagði í samtali við
Mbl., að vandamál í sambandi við
ólöglega noktun myndbanda
væru mjög mismunandi eftir
löndum. Á íslandi væri ólögleg
notkun myndbanda í kapalkerf-
um helsta meinsemdin. Á Eng-
landi eru vandamálin önnur; þar
eru ólöglegar upptökur mikið
stundaðar og talsvert er um það
að myndbönd séu seld í fölsuðum
umbúðum. Á írlandi eru aftur
ólöglegar myndbandasýningar á
börum og matsölustöðum mesta
vandamálið.
En Browne sagði að talsverður
árangur hefði náðst í baráttunni
við „sjóræningjana" á Englandi
og nú væru í undirbúningi lög
sem gerðu mögulegt að sekta
menn um 1000 pund fyrir eina
ólöglega upptöku. Bandaríkja-
menn taka þó enn harðar á mál-
um, því þar í landi eru menn sekt-
aðir um 250.000 dollara fyrir
ólöglegar upptökur eða sæta
fangelsi 5 ár ella. Einnig er mjög
strangt tekið á þessum málum í
Brasilíu og Kenýa.
„Stjórnvöld víða um heim eru
farin að gera sér betur grein fyrir
því hvað þessi myndbandastuldur
kostar iðnaðinn og ríkissjóði gíf-
urlegar miklar upphæðir. Á Eng-
landi er talið að stuldurinn hafi
kostað iðnaðinn um 100 milljónir
punda á sl. ári. Og vitað er um
einn sjóræningja sem varð sér úti
um 75.000 ólögleg myndbönd á
einu ári,“ sagði Percy Brown að
lokum.
íslensk lög um hvalveiðar:
Stjórnvöld veita hval-
veiðileyfi og geta bann-
að allar hvalveiðar
SjávarútvegsráAuneytiA getur lögum
samkvæmt bannaA hvalveiAar viA Ís-
land, en ýmsir hafa orAiA til aA velta
því fyrir sér eftir afgreiAslu Alþingis á
hvalveiAimálinu, hvort íslensk stjórn-
völd kunni aA vera skaAabótaskyld
gagnvart þeim aAilum, sem atvinnu
hafa haft af hvalveiAum. í lögum um
hvalveiAar frá 1949 og breytingum á
þeim frá 1979, er tekiA fram aA leyfi til
hvalveiAa megi aAeins veita íslenskum
ríkisborgurum.
Sérstakt leyfi þarf til að nota er-
lend skip til veiðanna. Einnig er tek-
ið fram að bannað sé að veiða hval-
kálfa og hvali er kálfar fylgi. Ráðu-
neytið geti sett reglur um bann við
veiði hvala undir tiltekinni lág-
marksstærð, og unnt er að banna
hvalveiðar á tilteknum svæðum og á
ákveðnum tíma árs. Takmarka megi
heildarveiðimagn, unnt er að banna
íslenskum ríkisborgurum að taka
þátt í hvalveiðum sem ekki eru háð-
ar jafn ströngum skilyrðum og á ís-
landi, og í f-lið 4. greinar laganna
segir svo: ... „sett hvers konar önn-
ur ákvæði, sem talin eru nauðsynleg
vegna þátttöku íslands í alþjóða-
samningum um hvalveiðar."
í lögunum virðist með öðrum orð-
um vera skýrt tekið fram að íslensk
stjórnvöld hafi í hendi sér hvernig
að hvalveiðum skuli staðið, og jafn-
vel að banna þær ef rétt þykir.
Lögfróðir menn er Morgunblaðið
ræddi við sögðu, að vafasamt yrði að
teljast, að íslenska ríkinu bæri
nokkra skaðabótaskylda gagnvart
þeim, sem stunda hvalveiðar, þótt
veiðar verði bannaðar. Annað kunni
hins vegar að vera upp á teningnum
varðandi greiðslu fyrir skip, hafnir
og önnur mannvirki, er verða gagns-
laus eftir hvalveiðibann.
Rockwell Delta
sagir,
rennibekkir og
súluborvélar
G. Þorsteinsson og Johnson hf.
Armúla 1, sími 85533.
Auglýsing um skoðun
bifreiða í lögsagnarumdæmi
Kópavogs
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér meö, aö aöalskoöun
bifreiöa 1983 hefst miðvikudaginn 16. febrúar og veröa skoö-
aöar eftirtaldar bifreiðar svo sem hér segir:
Miövikud 16. febrúar Y- 1 til Y- 300
Fimmtud 17. febrúar Y- 301 — Y- 600
Föstud. 18. febrúar Y- 601 — Y- 900
Mánud. 21. febrúar Y- 901 — Y- 1200
Þriöjud. 22. febrúar Y- 1201 — Y- 1500
Miðvikud. 23. febrúar Y- 1501 — Y- 1800
Fimmtud. 24. febrúar Y- 1801 — Y- 2100
Föstud. 25. febrúar Y- 2101 — Y- 2400
Mánud. 28. febrúar Y- 2401 — Y- 2700
Þriöjud. 1. mars Y- 2701 — Y- 3000
Miövikud. 2. mars Y- 3001 — Y- 3300
Fimmtud. 3. mars Y- 3301 — Y- 3600
Föstud. 4. mars Y- 3601 — Y- 3900
Mánud. 7. mars Y- 3901 — Y- 4250
Þriöjud. 8. mars Y- 4251 — Y- 4600
Miövikud. 9. mars Y- 4601 — Y- 4950
Fimmtud. 10. mars Y- 4951 — Y- 5300
Föstud. 11. mars Y- 5301 — Y- 5650
Mánud. 14. mars Y- 5651 — Y- 6000
Þriðjud. 15. mars Y- 6001 — Y- 6350
Miðvikud. 16. mars Y- 6351 — Y- 6700
Fimmtud. 17. mars Y- 6701 — Y- 7050
Föstud. 18. mars Y- 7051 — Y- 7400
Mánud. 21. mars Y- 7401 — Y- 7700
Þriðjud. 22. mars Y- 7701 — Y- 8000
Miövikud. 23. mars Y- 8001 — Y- 8300
Fimmtud. 24. mars Y- 8301 — Y- 8600
Föstud. 25. mars Y- 8601 — Y- 8900
Mánud. 28. mars Y- 8901 — Y- 9200
Þriðjud. 29. mars Y- 9201 — Y- 9500
Miðvikud. 30. mars Y- 9501 — Y- 9800
Þriðjud. 5. apríl Y- 9801 — Y-10200
Miövikud. 6. apríl Y-10201 — Y-10500
Fimmtud. 7. apríl Y-10501 og yfir
Bifreiöaeigendum ber aö koma meö bifreiðir sínar aö Áhalda-
húsi Kópavogs viö Kársnesbraut og veröur skoöun fram-
kvæmd þar mánudaga — föstudaga kl. 8:15 til 12:00 og 13:00
til 16:00. Viö skoöun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram
fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiöagjöld
fyrir áriö 1983 séu greidd, og lögboöin vátrygging fyrir hverja
bifreiö sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, veröur
skoðun ekki framkvæmd og bifreiöin stöövuö þar til gjöldin eru
greidd.
Vanræki einhver aö koma bifgreið sinni til skoöunar á réttum
degi, veröur hann látinn sætá sektum samkvæmt umferöarlög-
um og lögum um bifreiöaskatt og bifreiöin tekin úr umferö hvar
sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga aö
máli. Umskráningar veröa ekki framkvæmdar á skoöunarstaö.
Bæjarfógetinn í Kópavogi,
3. febrúar 1983.
I afsláttur
myndarömmum
■■ ummmmmmmrnmm LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN h.f. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI85811