Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983 Svertingjarnir í ensku knattspyrnunni: íWS!* ‘ a*° Flestir þeir svörtu knattspyrnu- menn sem í Englandi leika eru synir innflytjenda frá Vestur- Indíum, og það er staðreynd að oft hafa þeir orðið fyrir barðinu á ókvæðisorðum frá áhangendum andstæðinganna meðan á leikjum stendur og einnig utan vallar. Jeff Powell, knattspyrnufréttamaður hjá Daily Mail, var sá fyrsti til að stinga upp á Laurie Cunningham, þá leikmanni með WBA, í enska landsliðið. Þetta var árið 1974, og síðan hefur hann stöðugt fengið hótunarbréf frá kynþáttahöturum í landinu. Powell varaði Robson við áður en hann valdi svo marga svarta leikmenn í lið sitt — sagði honum frá reynslu sinni. Englendingar geta sætt sig við að svartur hnefaleikamaður verði breskur meistari, eða að svartur hlaupari vinni gull, en að einn eða fleiri svartir knattspyrnumenn leiki í landsliði þeirra í knatt- spyrnu; það eiga margir þeirra ansi erfitt með að þo!a. Robson valdi þessa svörtu leikmenn í 22. manna hóp sinn fyrir leikinn gegn Vestur-Þýska- landi: Ricky Hill (Luton), Viv Anderson (Forest), Cyrelle Regis (WBA), Luther Blissett (Watford), Mark Chamberlain (Stoke) og John Barnes (Watford). Þrír þeirra höfðu þegar komið við sögu • Danny Thomas, bakvörðurinn ungi frá Coventry, er fyrsti lands- liðsmaður liðsins í fjölda ára. Honum er spáö löngum lands- liðsferli. Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands í knattspyrnu, er óhræddur við að gera breytingar. I>að sýndi hann er hann valdi sex svarta leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleikinn gegn Vestur-Þjóðverjum í haust. Fyrirrennarar hans voru oft sakaðir um að horfa framhjá svertingjum sem hefðu átt heima í liðinu — og áttu þær ásakanir oft við rök að styðjast hin seinni ár. Þrátt fyrir áköf mótmæli almennings lét Robson engan bilbug á sér finna og er bréfin tóku að streyma á skrifstofu hans hjá enska knattspyrnusambandinu á Lancaster Gate í London var ekki nema eitt ráð til. Ruslakarfan var tekin undan skrifborðinu og öllum þeim bréfum sem í voru mótmæli útaf vali hans var umsvifalaust fleygt þangað. Robson vissi eflaust að hann tók talsverða áhættu með þessu vali sínu — að hann kynni að skipta enskum knattspyrnuáhugamönnum í tvo hópa — og annan hópinn fylltu svarnir andstæðingar hans. En hann hugsar ekki um slíkt. „Það skiptir mig ekki máli hvernig knattspyrnumaður er á litinn — svartur, hvítur eða gulur. Andlitslitur hans skiptir mig ekki máli heldur fæturnir,“ segir Robson. hjá landsliðinu: Ricky Hill (síð- ustu sjö mín. gegn Dönum á Idrætsparken), Viv Anderson og Cyrelle Regis. Seldi leikskrár á Wembley Ricky Hill seldi leikskrár á Wembley er hann var smápatti, en 12. október í fyrra sneri hann þangað aftur — sem leikmaður. Hann vill ekki gera neitt mikið úr þeim ógeðfelldu móttökum sem svörtu leikmennirnir þurfa að þola víða. „Við getum reiknað með þesskonar leiðindum þegar við leikum í West Ham eða Chelsea; en alls staðar annars staðar finnst mér ég vera velkominn, með því skilyrði auðvitað að ég leiki vel og hagi mér skikkanlega," segir hann. „Hæfileikar knattspyrnumanns hafa ekkert með litarhátt hans að gera. En það er mikill misskiln- ingur að svartir leikmenn séu að- eins liprir með knöttinn — séu góðir sóknarmenn — þeir eru ekki síðri varnarmenn. Góð dæmi um það eru Chris Whyte hjá Arsenal, Pedro Richards, Notts County, og Alex Williams, fyrsti svarti markvörðurinn í deildinni, hjá Manchester City. Munurinn á hvítum og svörtum leikmanni er að þeir svörtu eru afslappaðri þeg- ar þeir eru með knöttinn — hvort sem það er í sókn eða vörn,“ segir Hill. Hill er geysilega leikinn með knöttinn; og að mati David Pleat, stjóra Luton, ekki eftirbátur bras- ilísku snillinganna í því efni. Hann er eftirlæti allra aðdáenda Luton, og fólk talar um hann sem hinn svarta Brooking. Á leikvelli minnir hann ekki aðeins á Trevor Brooking í West Ham, heldur einnig Bobby Charlton, stjórnand- ann í liði Manchester United er það var upp á sitt besta. „Ég hef jafn mikinn áhuga á knattspyrnu nú og þegar ég var smástrákur. Þá var ég ekki fyrr kominn heim úr skólanum en ég var farinn að leika mér í fótbolta, og fór ekki heim fyrr en orðið var of dimmt til að ég sæi boltann," segir Hill. Hann er fæddur í Lond- on, en fjölskylda hans kemur frá Jamaica. Rafvirki í stuöil Foreldrar Viv Anderson eru einnig frá Jamaica, en hann er fæddur í Nottingham. Hann átti að leika sem bakvörður í stað Phil Neal í ieiknum gegn Vestur- Þjóðverjum sem áður hefur verið drepið á, en meiddist stuttu fyrir leikinn og varð að draga sig í hlé. Því voru aðeins tveir svertingjar í byrjunarliði Englendinga í leikn- um: Ricky Hill — og vöðvabúntið Cyrelle Regis frá West Bromwich Albion, „Smokin’ Joe“ eins og hann er kallaður hjá Albion, vegna þess hve líkur hann er Joe Frazier, fyrrverandi heimsmeist- ara í hnefaleikum. Regis var 19 ára er hann hætti námi í rafvirkjun, flutti frá Lond- on til Birmingham og hóf að leika knattspyrnu sem atvinnumaður. Albion keypti hann frá áhuga- mannaliðinu Hayes fyrir 5.000 pund! Ári síðar er Regis skoraði þrjú mörk í leik gegn Everton, var Robert Herbin, aðalþjálfari franska liðsins St. Etienne, meðal áhorfenda, og var hann svo hrif- inn af leikmanninum að hann var reiðubúinn að greiða Albion 750.000 pund fyrir hann. Hayes sagði að Regis gæti feng- ið hvað sem hann vildi — og hann gæti m.a.s. séð um að hann yrði löglegur með franska landsliðinu. Á þeim tíma gat Regis enn valið um hvort hann léki með enska eða franska landsliðinu; hann var að vísu enskur ríkisborgari, en hann fæddist í Frönsku-Guineu, þar sem hann bjó í fimm ár þar til hann fluttist ásamt foreldrum sín- um til London árið 1963. Ron Atkinson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Albion, brást við tilboði St. Etienne á þann hátt að ^ - fi Y •• - I • Mark Chamberlain hefur leikið frábærlega með Stoke í vetur. Fólkið í Stoke kallar hann „hinn svarta Matthews“, en Stanley Matthews (nú Sir Stanley) er frægasti leikmaður liðsins fyrr og síöar. • Viv Anderson meiddist fyrir leikinn gegn V.-Þjóðverjum og missti sæti í liöinu. bjóða Regis nýjan samning — mun hagstæðari en þann sem hann hafði fyrir. Regis sló til og nokkrum mánuðum síðar — í september 1978 — fyrirfór hann svo rétti sínum til að leika fyrir hönd Frakklands. Þá spilaði hann með enska unglingalandsliðinu gegn Danmörku í Hvidovre. Einn meö sex systkinum Luther Blissett fæddist í Fal- mouth nærri Kingston, höfuðborg Jamaica, og var hann sex ára er foreldrar hans ákváðu að flytja til London. Níu árum síðar snéru for- eldrarnir aftur til Jamaica, þar sem faðirinn starfar sem trésmið- ur og móðirin starfar í verk- smiðju. Blissett varð eftir í Lond- on ásamt sex yngri systkinum sín- um, sem hann sér enn meira og minna farborða. „Hann hefur haft það erfitt," segir Graham Taylor, stjóri Wat- ford, „en það hefur þroskað hann gífurlega, og ég er sannfærður um að sú pressa sem hann verður nú sjálfkrafa fyrir mun ekki hafa nein áhrif á hann. Nú er hann kominn í landsliðshópinn, og sjón- varp, blöð og útvarp fylgjast náið með öllu sem hann gerir. Það mun ekki hafa nein áhrif á hann,“ segir Taylor. Luther, skírður í höfuðið á ein- um frænda sinna, fékk fyrst áhuga á knattspyrnu er hann byrjaði í skóla, og síðan er hann kom í gagnfræðaskóla komst hann í skólaliðið. Þar stóð hann sig svo vel að Paul Kitton, þáverandi leik- maður með Watford, bauð honum að æfa á svæði félagsins á kvöldin. Þegar hann fór úr skóla, var það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.